Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júií 1990 - DAGUR - 3 fréttir r- A laugardag gengu þau Sveinn Guðmundsson og Sigrún Stefánsdóttir í hjónaband I Akureyrarkirkju. Að athöfninni Iokinni, héldu hjónakornin frá kirkjunni á glæsilegu vélhjóli af gerðinni Honda 1500, sem verður að teljast heldur óvenjulegur farkostur að lokinni slíkri athöfn. En það er ekki að sjá annað en að Sveinn og Sigrún séu hin ánægðustu og einnig má sjá jákvæð svipbrigði hjá kirkjugestunum sem sjást á myndinni. Mynd: kl Kvótastaða togara á Norðurlandi: Flestir ríflega hálfiiaðir með kvótann - togarar ÚA eiga eftir 8000 tonn Samkvæmt upplýsingum frá nokkrum togaraeigendum á Norðurlandi virðist kvótastaða togara vera all þokkaleg. Tog- ararnir eru flestir u.þ.b. hálfn- aðir eða ríflega hálfnaðir með kvóta og miðað við sama tíma í fyrra er staðan svipuð. Hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. voru 8000 þúsund tonn eftir af kvótum skipanna sex, samkvæmt nýlegu yfirliti. Vil- helm Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri, sagði að togarnir væru mis- langt komnir með kvótann en ekki allur munur þar á. „Miðað við árið í fyrra er þetta svipuð staða,“ sagði Vilhelm. Ljósavatnsprestakall: Mótmæli prófasts bárust kirkjuyfirvöldum of seint Biskup Islands, hr. Ólafur Skúlason, segir að sá hluti laga um skipan prestakalla sem snýr að Ljósavatnsprestakalli hinu nýja verði frestað til ára- móta, en þá lætur Sr. Björn Jónsson af störfum, en hann hefur þjónað Staðarfells- prestakalli sem sameinað verð- ur Hálsprestakalli. „Það hefði horft öðruvísi við, hefði hann verið tekinn við þjón- ustunni, því þá hefði hann átt rétt á greiðslum áfram, en í þessu til- felli hefði þurft að koma til sér- stök ákvörðun ráðuneytisins. til þess að aukagreiðsla kæmi til greina," sagði biskup aðspurður vegna þeirra ummæla sr. Magnús- ar Gamalíels Gunarssonar sókn- arprests Ljósavatnsprestakalls að með sameiningu prestakallanna sé verið að leggja á hann aukna vinnu, og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ætti að greiða sérstaklega fyrir það. Vegna bréflegra mótmæla prófastsins, sr. Örns Friðriksson- ar á Skútustöðum, segir biskup að vitað hefði verið um andstöðu gegn þessum ákvörðunum, en bréfið hefði ekki borist kirkjuleg- um yfirvöldum fyrr en eftir að lagafrumvarpið var komið til afgreiðslu Alþingis og hefði bréf- ið því verið sent þangað. Alþingi hefði breytt ýmsu í þessu frumvarpi sem kirkjuleg yfirvöld höfðu ekki fjallað um, og sumt var jafnvel í andstöðu við skoðanir kirkjunnar, en áhrifamáttur kirkjunnar var þverrandi eftir að Alþingi hafði byrjað umfjöllun um það. Biskup vísiteraði í Þórodds- Húsavík: Auður Lilja Amþórsdóttir dýralæknir ráðin heilbrigðisftdltnh Svæðisnefnd um Heilbrigðis- eftirlit Norðurlands eystra ákvað á fúndi sínum sl. föstudag að ráða Auði Lilju Arnþórs- dóttur dýralækni sem heil- brigðisfulltrúa frá 1. septem- ber nk. í stað Alfreðs Schiöth sem tekur við starfi hjá Heil- brigðiseftirliti Eyjafjarðar 1. ágúst nk. Það eru formenn heilbrigðis- nefnda á svæðinu sem skipa svæðisnefndina, en formaður hennar er Ólafur Hergill Odds- son héraðslæknir. Nefndirnar starfa á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík, en nefnd- in á Húsavík er sameiginleg með dreifbýlishreppunum framan Húsavíkur. Starfssvæðið er frá hreppamörkum Hálshrepps og Ljóvatnsshrepps að vestan og austur á Langanestá að austan, en íbúar á þessu svæði eru um 6000 talsins. Um sl. áramót tók svokölluð mengunarvarnareglugerð gildi sem er mjög viðamikil, en meng- unarvarnir fyrirtækja og um- hverfismál verða mjög ofarlega á baugi í umræðunni á næstu árum, og þarna er t.d. ákvarðað hvaða fyrirtæki eiga að sækja um starfs- leyfi til Heilbrigðisnefndar og hver til Mengunarnefndar Holl- ustuverndar ríkisins. Þannig má búast við auknum verkefnum hjá heilbrigðisfulltrúm á komandi árum. Auk Auðar Lilju sótti Þorkell Björnsson mjólkurfræðingur um starfið. Auður Lilja Arnþórsdóttir lærði dýralækningar í Osló, en hefur að undanförnu starfað hjá Yfirdýralæknisembættinu. Mað- ur hennar er Haukur Gunnarsson sem lagt hefur stund á sagnfræði, bókmenntir og fornensku við Oslóarháskóla um nokkurt skeið og er nú að vinna að lokaverk- efni, en mun jafnframt stunda kennslu við Fjölbrautaskólann á Húsavík í vetur. GG Hraðfrystihús ÓlafsQarðar hf.: Jóhann Guðmundsson ráðinn framkvæmdastjóri Jóhann Guömundsson sjávar- útvegsfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf., og kemur hann til starfa I lok ágústmánaðar. Enginn framkvæmdastjóri hefur verið hjá fyrirtækinu síðan um mán- Sigluflörður: Erlendir sj‘óstangveiði- menn kanna aðstæður Um næstu mánaðamót eru væntanlegir til Siglufjarðar er- lendir sjóstangveiðimenn til að kanna aðstæður, með það í huga að fjölmenna á sjóstang- veiðimót næsta sumar. Sjóstangveiðimennirnir koma víða að frá Evrópu, en flestir munu vera frá Sviss. Staðfesting er komin á það að þeir komi um næstu mánaðamót, en eins og áður segir eingöngu til að líta á aðstæður. -bjb aðamótin apríl/maí er Finn- bogi Baldvinsson lét af störf- um og tók við framkvæmda- stjórastöðu hjá Söltunarfélagi Dalvíkur hf. Jóhann er nýútskrifaður frá Tækniháskólanum í Alaborg í Danmörku, en nám við þennan skóla er meira fjármálalegs eðlis og meiri krafa gerð um tækni- kunnáttu sem undirstöðu heldur en nám við skólann í Tromsö í Noregi sem útskrifar sjávarút- vegsfræðinga sem eru meira á fag- lega sviðinu. Jóhann Guðmundsson er 34 ára, ættaður frá Flateyri við Ön- undarfjörð, og hefur m.a. verið vélstjóri á togaranum Gylli auk annarra starfá sem tengd eru vél- stjóranáminu. GG staða- og Ljósavatnssóknum sl. laugardag, og sagðist hann mjög gjarnan vilja ræða við fólkið og hlusta á sjónarmið þess sem hann sagðist skilja mætavel, en einnig yrði að horfast í augu við þær staðreyndir að aðstæður hafa breyst, og það væri heldur ekki gott fyrir neinn prest að hafa of þröngan verkahring. í hinum nýju lögum um skipan prestakalla er ákvæði til bráða- birgða um það að í staðinn fyrir þau prestembætti sem lögð verða niður skulu upp tekin í prófast- dæmunum eigi færri embætti farpresta og/eða aðstoðarpresta, þannig að stöðugildum fækkar ekki. Samkvæmt upplýsingum Önnu Guðrúnar Björnsdóttur í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er gildistaka áðurnefndra ákvæða háð því að fjárfesting fáist, en svo er ekki í dag. Dögun hf.: Unnið öllum stundum - fjórir bátar í viðskiptum Rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauðárkróki er nú komin með fjóra báta í viðskipti og segir Omar Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, að ástandið sé með besta móti. Síðasta hálfan mánuðinn hefur jafnvel verið unnið til klukkan níu á kvöldin og alla laugardaga. Þeir bátar sem nú leggja upp hjá Dögun eru Jökull SK 33, Hilmir 2, Haförn HR 115 og Kristján ÍS 122. Koma Hafarnar- ins drógst nokkuð á langinn, en um síðustu mánaðamót hófu þeir Kristján, sem er frá Bolungarvík, veiðar fyrir rækjuvinnsluna. Á meðan hafði m.a. verið fengin rækja frá fiskiðjuverinu Særúnu á Blönduósi til að vinna með afla Hilmis og Jökuls. Að sögn Ómars standa kvótamál bara nokkuð vel og nóg virðist vera af rækju út af Norðurlandinu. Þess vegna er einskis að kvíða fyrir starfsfólk stöðvanna sem er sam- tals um þrjátíu manns. Þó að ekki sé lengur þörf á að fá hráefni frá Særúnu, segir Ómar samt að gott samstarf sé á milli fyrirtækjanna og skiptist þau á hráefni ef þurfa þykir þegar mikið er að gera. SBG Togarar Samherja hf. eru rúm- lega hálfnaðir með sinn kvóta og sagði Þorsteinn Már Baldvinsson að ca. 40-45% væri eftir að kvót- anum. „Þetta er svona viðunandi staða, við vildum auðvitað eiga meira eftir af þorskkvótanum. Staðan er svipuð og í fyrra og við munum reyna að stjórna veiðun- um þannig að við höldum út árið,“ sagði Þorsteinn Már. Togarar Þormóðs ramma á Siglufirði eiga eftir nægan kvóta og sagði Runólfur Birgisson að veiðunum yrði stjórnað þannig að nógur afli yrði til vinnslu út allt árið. Sæberg hf. á Ólafsfirði gerir út frystitogarann Mánaberg ÓF og ísfisktogarann Sólberg OF. Áður en Mánabergið fór í síðasta veiðitúr átti skipið eftir 1698 tonna kvóta, þar af 1425 t karfa- kvóta. Á sama tíma í fyrra var Mánaberg búið að veiða 1657 tonn, en í ár hefur skipið fryst um 1900 tonn, mest af þorski eða 732 tonn. Sólberg ÓF var búið að veiða rúm 1000 tonn 11. júlí sl., þar af 588 tonn af þorski. Sólberg veiðir á aflamarki en Mánaberg á sóknarmarki. Sæberg hf. á ónýtt- an kvóta, um 300 tonna þorsk- ígildi, sem fyrirtækið kemur til með að færa á milli skipa. -bjb Ferðaþjónusta í Skagafirði: Aðsóknin góð í sumar - dýrt að byggja sumarhús Hjá ferðaþjónustum sem haft var samband við í Skagaflrði í vikunni var það að frétta að straumurinn af ferðafólki virð- ist vera orðinn jafn og þéttur. Bæði íslendingar og annarra þjóða fólk sækir orðið töluvert í gistingu inn til sveita og aukn- ingin er misjöfn. Fyrstu árin sem ferðaþjónustur eru starfræktar er aukningin mik- il milli ára, en eftir fjögur til fimm ár er aðsóknin farin að verða jafnari. Þetta kom fram í þeim samtölum sem Dagur átti við ferðaþjónustufólk í Skaga- firði. Um tíu ferðaþjónustur bænda eru nú starfandi í Skagafirði. Sumar nýjar og aðrar búnar að vera í nokkur ár. Margar þeirra eru opnar allt árið, en aðallega er stólað á sumarið. Flestir eru sam- mála um það að þetta sumar hafi verið gott það sem af er og átti Landsmót hestamanna sinn þátt í því að fylla gistiaðstöðu á tíma- bili. Á mörgum ferðaþjónustu- bæjum er nú farið að byggja sumarhús til að leigja, en ekki eru allir jafnánægðir það hvað kostnaðurinn er mikill við bygg- ingu slíkra mannvirkja og hversu litlar lánveitingar er hægt að fá. Sigurður Friðriksson á Bakkaflöt segir að ekki sé nokkur mögu- leiki fyrir bændur á að fá lán til svona bygginga eins og útihúsa- bygginga og væri það miður, þar sem þetta væri auðvitað orðin búgrein sem margir færu í þegar hinar hefðbundnu bregðast. Hjá Hótelinu í Varmahlíð var það að frétta að árið í ár virðist ekki vera neitt öðruvísi en und- anfarin. Aðsóknin svipuð, enda mikið um hópa sem eru fastir í viðskiptum ár eftir ár. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.