Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriöjudagur 24. júlí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óréttlæti á viimumarkaðnuin í júníhefti VR blaðsins, málgagns Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, birtist grein sem nefnist „Fólk á miðjum aldri rekið úr starfi." Þar segir m.a. þetta: „Á síðustu misserum hefur mikið borið á því við endurskipulagningu innan fyrirtækja, að fólki sem komið er á eða yfir miðjan aldur er sagt upp störfum. Hér er oft um að ræða fólk sem unnið hefur í áratugi hjá viðkomandi fyrirtæki og hefur skilað miklu og góðu starfi hjá fyrirtækinu... Það hefur reynst mjög erfitt fyrir þetta fólk að fá vinnu og erf- iðleikar þess eru mjög miklir ekki bara fjárhagslega, heldur hin sálrænu vandamál sem þessu fylgja og í mörgum tilvikum mikil niðurlæging, ekki síst hjá fólki sem af trúmennsku og skyldurækni hefur í ára- tugi, í sumum tilvikum alla sína starfsævi, þjónað viðkomandi fyrirtæki. Það segir sig sjálft að það hlýtur að vera mikið áfall fyrir slíkt fólk að taka við uppsögn hjá fyrirtækinu, sem það hefur þjónað af trúmennsku svo lengi, en er nú ekki lengur „hæft“ í starfi vegna þess að það er komið á miðjan aldur. “ í grein þeirri, sem hér er vitnað til, segir einnig að sú þróun sem hér um ræðir hafi orðið á undanförn- um tveimur árum, fyrst og fremst. Þeirri spurningu er varpað fram hvort vinnuveitendur séu að fara inn á þá braut að allt standi og falli með því að allt starfsfólk sé undir 50 ára aldri. Þeir sem hafa fylgst með íslensku atvinnulífi vita að hér er alls ekki um svo nýtt vandamál að ræða, sem VR-blaðið lætur í veðri vaka. Því miður hefur það gerst áratugum saman, að eldra starfsfólk, sem er í fullu fjöri, er látið víkja fyrir yngra fólki, fyrst og fremst vegna aldursins. Þetta er því miður stað- reynd, en mannlegi þátturinn er í þessum tilvikum látinn víkja fyrir öðrum sjónarmiðum. í þjóðfélagi þar sem markaðsöflin eru allsráðandi er ekki við því að búast að mannlegir þættir séu mikils metnir; þá er ekki hægt að mæla í innlendum eða erlendum mynteiningum. Endurskipulagning fyrirtækja er orðið daglegt brauð á íslandi. Hagræðing sem henni fylgir þýðir oft breytingu á vinnubrögðum. Yngri stjórnendur nota gjarnan önnur vinnubrögð en áður tíðkuðust, og margir hugsa sem svo að einfaldasta leiðin sé að ráða nýtt og ferskt fólk til starfa, í stað þess að kenna eldra starfsfólki ný vinnubrögð. Reyndar trúa margir því að starfsfólk sem komið er á miðjan aldur eða eldra geti ekki tileinkað sér ný vinnu- bögð, og gefa því ekki tækifæri til að spreyta sig. Af atvinnuleysi spretta margir harmleikir. Ekki hafa allir lagt fé til hliðar, og verða að treysta á magrar atvinnuleysisbætur. Peningalegi þátturinn er þó alls ekki endilega sá versti. Það er, eins og segir í greininni í VR-blaðinu, sú þjáning sem fylgir. Fólki sem sagt er upp starfi eftir langa og trúa þjón- ustu, án þess að hafa mikla von um nýtt starf, finnst það vera gagnslaust og ofaukið í þjóðfélag- inu. Vinnuveitendur ættu því að gaumgæfa þessa þætti vel, áður en þeir segja miðaldra fólki upp ein- göngu vegna aldursins. EHB i lesendahornið t Erlingur Guðmundsson Stord í Noregi sendir Degi línu vegna áforma um byggingu álvers við Eyjafjörð: „Þar sem gróðurinn á erfiðast uppdráttar veldur mengunin mestum skaða“ í tilefni af hugmyndum um byggingu álvers við Eyjafjörð sendi Erlingur Guðmundsson Lövly 7 B N-5400 Stord Noregi Akureyri 15.07. 1990 Tilefni skrifa minna nú er ferð sem ég fór til Grímseyjar helg- ina 6.-8. júlí ásamt frændfólki mínu til að halda þar ættar- mót. Ferðaskrifstofan Nonni var látin sjá um ferðina og skipuleggja hana. Hægt var að borga ferðina á ferðaskrifstofunni og kostaði ferðin þar kr. 3000 fyrir fullorðna og 50% afsláttur fyrir börn yngri en 12 ára. Farið var frá Dalvík á föstu- dagsmorgni og voru þá með í ferðinni 67 manns. Reiknað var með að um 90 manns yrðu með í þessari ferð. Helena hjá Ferðaskrifstofunni Nonna talar um 122, sem höfðu ætlað að fara á þetta mót, en sá fjöldi ætlaði aldrei að fara allur með ferjunni. Þegar til Grímseyjar var komið kom niður í farþegasalinn maður frá ferðaskrifstofunni og tilkynnti að vegna þessarar fækkunar í ferjuna yrði að hækka fargjaldið. Auðvitað urðu ekki allir ánægðir með það því þetta kom verst nið- ur á því fólki sem var með börn. Miðinn fór í 3200 krónur fyrir fullorðna og einnig í 3200 krónur fyrir börnin. Þess skal getið að Degi bréf, dagsett 12. júlí sl., og óskaði birtingar á því. Með- fylgjandi eru tvær af þeim myndum sem Erlingur sendi þennan föstudag var áætlunar- ferð til Grímseyjar og þessi hækkun því ólögleg. Þetta voru ekki einu svikin sem við urðum fyrir, því á kvöldvökunni á föstu- dagskvöldið var okkur tilkynnt að hringt hefði verið út í ey og sagt að við yrðum sótt kl. 10 á sunnudagsmorgun. Aður hafði Helena sagt að við yrðum sótt kl. 17 á sunnudag. Reynt var að tala við ferðaskrifstofuna til að fá þessu breytt, en við þetta sat nema hópurinn sem fór með ferj- unni vildi borga 150 þúsund krónur aukalega, þá skyldum við vera sótt kl. 17. Ég vil einnig geta þess að Grímseyingar voru búnir að kaupa mat til hádegisverðar á sunnudag handa öllum hópnum, sem svo varð ekkert af. Helena talar um í svarbréfi sínu í Degi að hér eftir verði tek- ið staðfestingargjald af öllum hópum sem fara svona ferðir og ég segi þá að forsvarsmenn slíkra hópa ættu þá að fá allt skriflegt frá þessari ferðaskrifstofu áður en lagt er af stað í svona ferð. Að síðustu vil ég taka fram að áhöfn Sæfara var skipi sínu til sóma og þjónusta um borð var til fyrirmyndar. Ágúst Ellertsson. j meö bréfínu. „Þar sem gróðurinn á erfiðast uppdráttar, veldur mengunin mestum skaða. Ég geri mér litla trú um að upplýsingar um eyðileggingu á furu- og birkitrjám í nágrenni við og í nokkurri fjarlægð frá álverk- smiðju Hydro Aluminium í Övre Aardal í Noregi geti orðið sú þúfa, er velti áformum um að byggja álverksmiðju við Eyja- fjörð. En ég sting upp á því að þið birt- ið einhverja af þeim myndum sem ég sendi með þessu bréfi. Þær eru teknar við Vettlismorki í Utla- dalen í 500-600 metra hæð yfir sjó. Þar var eitt sinn mikill furu- skógur. Fjarlægðin frá álverinu er um 11 km í beina loftlínu. Myndirnar eru teknar sunnudag- inn 8. júlí sl., en því miður var rigning daginn þann.“ Enn um „ættarmótssiglmgu“ Sæfara helgina 6.-8. júlí sl. Sykurlaus brauð vandfundin Brauðæta af veikara kyninu hringdi: Brauðgerð Kr. Jónssonar hefur undanfarin misseri bakað svo- kölluð Grpnn-brauð sem eru syk- urlaus, fitulaus og án hvíts hveit- is. Mig langar að vita hvort þessi brauð fást aðeins í brauðbúðinni í Hrísalundi og þá aðeins frosin. Kjartan Snorrason bakara- meistari: Þessi brauð hafa aðeins fengist hér í Hrísalundi og þá aðeins frosin nema þann dag sem þau eru bökuð, en það er gert einu sinni í viku. Nýlega var haldið svokallað Grpnn-námskeið þar sem 15 mættu á fyrirlestur en aðeins 5 á námskeið, og eftir það hringdu 4 aðilar. Þetta er of lítil eftirspurn til þess að hægt sé að baka þessi brauð daglega, en hér eru líka bökuð brauð sem seld eru í töluverðu magni og heita Mömmu-brauð, en eru með ör- litlum sykri. Það væri kannski hægt að baka þau, en sleppa þá sykrinum. Um gang bygguigar- mala á Akureyri Degi hefur borist bréf frá starfsmönnum SS Byggis hf. Þar er aö fínna ádeilu í bundnu máli og óbundnu. Vísukornin standast reyndar ekki kröfur um stuðla og höfuðstafí en við birtum bréfíð hér eins og aðrar ábendingar frá lesendum: í tilefni þess að nú þykir mönn- um keyra um þverbak athafna- semi yfirmanna Akureyrarbæjar í byggingarmálum, ákváðum við að senda þeim sem þar eiga hlut að máli nokkrar línur. Um bæjarvinnubrögð ég vil í fáum orðum spjalla. Ég eitt og annað ekki skil í kringum þessa kalla. Að malbika við Hjallalund „miðjan júní“ það mun standa, löngu er runnin upp sú stund að bæjarvinnu vanda. í Giljahverfi byggja á og leggja snemma af stað og snemma flestir fóru á stjá, vatns- og rafmagnsveitu hvað? Á íslandi er sumargott, í fimm mánuði að byggja bæjarforingjar flott, flott, flott að þessu í júlí skulum hyggja. Á sumrin enga vinnu að fá fyrir unglinga í hópum. „Þið verðið fyrir þeim að sjá,“ segja stórlaxar með hrópum. Efskólafólk á vinnu að fá og lækki kvörtunarraustin þá verða bæjarmenn að sjá að byrja að undirbúa fyrr á haustin. (J.V.) í þessu liggur hundurinn meðal annars grafinn. Margir unglingar hafa sumartekjur sínar í bygging- arvinnu yfir sumarmánuðina, en bæjarmenn eru að úthluta, gera tilbúið undir framkvæmdir langt fram eftir hausti. Menn eru kannski að steypa og þess háttar fram undir jól. Með von um viðbrögð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.