Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. júlí 1990 - DAGUR - 5 Skipulag á nýjum vegi í Hrútafirði: Nýbyggður vegur lagður af og annar gerður í staðinn - ekki allir á eitt sáttir með breytinguna Vegagerð ríkisins fyrirhugar nú breytingar á veginum milli Staðarskála og Brúar í botni Hrútafjarðar. Skipulagið hefur legið frammi til athugasemda hjá Hrútfirðingum síðan 20. júní sl. Samkvæmt því á vegur- inn, sem nú er milli þessara tveggja staða, að leggjast af sem vegur no. 1 og nýr vegur gerður utar þannig að Hólma- víkurvegur tengist Norður- landsvegi mun fyrr. Brúa á Hrútafjarðará og Síká með einni tvíbreiðri brú og breyta aðkeyrslum við bæði Staðar- og Brúarskála. Með breyting- unni styttist leiðin milli Akur- eyrar og Hólmavíkur um rúma sex kílómetra og leiðin til Reykjavíkur um nokkur hundruð metra. Ekki eru allir sáttir við þessa fyrirhuguðu breytingu og telja þetta óþarfa eyðslu á fjármagni, þar sem ágætur og nýkláraður vegur sé þarna fyrir hendi. Nokkur ár eru síðan hugmynd- ir komu fram um þessa breytingu og farið var að athuga hana fyrir alvöru þegar ljóst var að endur- nýja þyrfti brúna yfir Hrútafjarð- ará. Vegagerðin setti nefnd í málið og hún skilaði skýrslu sinni í apríl á síðasta ári. Kannaðar voru og bornar saman fjórar lín- ur, mismunandi í kostnaði og á mismunandi stöðum. Tvær þeirra duttu strax út og valið stóð því á milli línu 4 og línu 2, sem sjást á meðfylgjandi korti. í skýrslu Vegagerðarinnar seg- ir um línu tvö: „Línan liggur af Hólmavíkurvegi rétt norðan við brúna á Ormsá yfir Hrútafjarð- ará og á Norðurlandsveg um 400 m sunnan heimreiðar að Hrúta- tungu. Gert er ráð fyrir breytingu á legu vegarins á um 350 m kafla við Brú og nýbyggingu frá Brú- arskálanum 700 m til suðurs. ...breyta verður veginum við Staðarskála. Heildarlengd nýbyggingar verður þá um 2700 m. Gert er ráð fyrir að byggja tvíbreiða brú á Hrútafjarðará." Um línu 4 segir aftur á móti í sömu skýrslu: „Línan tengist Hólmavíkurvegi um 200 m fyrir sunnan brú á Selá. Veglínan ligg- ur yfir áreyrarnar... Línan liggur síðan um 40 m fyrir neðan Stað- arskála og tengist inn á Norður- landsveg um 600 m norðan við skálann. Gert er ráð fyrir að brúa Síká og Hrútafjarðará með einni tvíbreiðri brú. I kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir fimm varnar- görðum. Gert er ráð fyrir breyt- ingu á legu vegarins á um 350 m kafla við Brú og nýbyggingu frá Brúarskáianum 700 m til suðurs. Norðurlandsvegurinn á að vera 7,5 m á breidd en Hólmavíkur- vegur er 6,5 m breiður og er því gert ráð fyrir því í kostnaðaráætl- un að breikka gamla veginn um 1 m.“ Lína 4 arðbærust Þessar tvær línur voru síðan bornar saman með útreikningum á arðsemi mismunar fjárfestingar- innar. Reiknuð voru fjögur tilvik með breytilegum forsendum og í ljós kom að lína 4 skilar arðsemi í þeim öllum. Tillaga Vegagerð- arinnar var því sú að hún yrði valin til frekari hönnunar og útfærslu. Allur kostnaður við fram- kvæmdina var reiknaður á verð- lagi í desember 1988 og sam- kvæmt því nemur byggingar- kostnaður við línu fjögur 69,8 milljónum króna. Sá kostnaður er þó ofreiknaður um 10 milljónir til öryggis og er þetta því há- marksupphæð við byggingu veg- arins. Byggingarkostnaður við Iínu tvö nemur aftur á móti 35,1 milljón, plús 19,4 milljónum í byggingu nýrrar Síkárbrúar árið 2004. Einar Gíslason hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki segir að með þeirri umferð sem nú fer um Hrútafjarðarárbrúna muni hún ekki endast nema örfá ár í viðbót, en ef umferðin yfir hana minnki geti hún enst þó nokkuð lengur. Hann segir að í þessari breytingu á vegarstæði komi brúin yfir Síká líka mikið við sögu, þó að hennar sé ekki getið sérstaklega í skýrslunni. Hún sé hættuleg sökum þess að hún er einbreið og því verði að byggja þar nýja brú fljótlega ef gamla veginum verði haldið. „Einnig eru aðkeyrslur við bæði Staðar- og Brúarskála óviðundandi og hættulegar, þannig að þar þarf hvort sem er að laga ýmislegt," sagði Einar. Leggja niður vel uPPbyggðan veg og byggja annan í staðinn Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu er einn þeirra sem ekki er sammála þessari hug- mynd um breytingu á veginum, en Hrútatunga er einn af þeim bæjum sem standa við þann veg- arkafla sem talað er um að taka út úr hringveginum. „Það eru ekki nema örfá ár síðan byggt var upp og klætt héð- an heiman frá mér og fram að Brú og síðan á bara að leggja þennan veg af sem aðalveg og byggja nýjan. Um Síkárbrúna er það að segja að það voru auðvit- að mistök Vegagerðarinnar á sín- um tíma þegar hún var byggð kringum 1970, að hafa hana ekki tvíbreiða. Þetta var um það leyti sem Vegagerðin tók eina koll- steypuna, þegar þeir byrjuðu að brúa norðurleiðina brúuðu þeir Gljúfurá í Borgarfirði og Mið- fjarðarána tvíbreiðar, en svo var allt í einu snúið til baka með það og farið að brúa einbreitt aftur. Norðuráin sunnan í Holtavörðu- heiðinni og nær allar brýr hér norður úr, nema á Blöndu, og það mikið yngri brýr en Síkár- brú, eins og á Hnausakvíslinni og Gljúfuránni á sýslumörkunum eru allar einbreiðar. Ef það eru veigamikil rök fyrir byggingu þessa vegar að tvöfalda Síkár- brúna, þá hlýtur það líka að vera komið upp á borð hjá Vegagerð- inni að tvöfalda allar þessar brýr sem nýbúið er að byggja. Ég viðurkenni aftur á móti rökin með styttingunni fyrir fjörðinn, en ég hef oft spurt að því, en engin svör fengið, hvers vegna þeir hafa ekki reiknað út hagkvæmnina í að fara með veg- inn alveg út á leirurnar. Sumir hafa borið við náttúruverndar- sjónarmiði, en þá má alveg eins spyrja hvað náttúruvernd segi við því þegar hér er lagður vegur í dag og svo annars staðar nokkru seinna og mikið land lagt undir. Fyrir okkur á þessum bæjum hérna, Óspaksstöðum, Hrúta- tungu og Bálkastöðum, þá er þetta náttúrleg ákveðið óhag- ræði, sérstaklega fyrir Óspaks- staði. Þetta eru allt saman sauð- fjárbændur og við fáum mjólkina með mjólkurbílnum, en ef til þessarar breytingar kemur verð- um við að fara að sækja mjólkina út á Stað. Ég hef heldur enga trú á því að Vegagerðin haldi Hrúta- fjarðarárbrúnni lengi við, þannig að hún verður tekin af með tím- anum. Þó að maður losni við umferð- ina af veginum sem maður þarf stundum að flytja hey eftir þá skiptir það litlu máli og ég fer t.d. nær aldrei með skepnur yfir veg- inn og reyni að hafa þær ekki nálægt honum. Gallana við þetta tel ég því vera meiri en kostina. T.d. í sambandi við snjómokstur, þó að hér sé uppbyggður vegur og góður þá getur komið snjór á hann og þá er þessi vegur kominn undir innsveitarvegi þar sem Vegagerðin borgar fyrsta og síð- asta mokstur, en sveitarfélagið aðra. Síðan eru hlutir sem maður sér ekki fyrir, eins og þegar flóð koma í árnar, þá getur farið svo að túnin sem eru niðri á eyrunum fari undir vatn. Mér finnst það afskaplega furðulegt að á sama tíma og frest- að er að byggja upp t.d. veginn niður Norðurárdalinn í Borgar- firði og veginn frá Fjarðaránni og út fyrir Borðeyri vegna peninga- skorts, þá sé verið að leggja niður vel uppbyggðan og klæddan veg og byggja annan í hans stað.“ Voru orð Gunnars í Hrútatungu þegar Dagur hitti hann að máli. Að sögn Gunnars sendi Vega- gerðin sveitarstjórn Staðarhrepps hugmyndir um þessar breytingar árið 1988 og sveitarstjórnin boð- aði til kynningarfundar í Staðar- skála þegar í stað. Þá tóku þeir íbúar bæjanna, sem kosningarétt höfðu, sig til og skrifuðu undir áskorun til sveitarstjórnarinnar þess efnis að hafna þessum hug- myndum. Missum Vestfjarða- umferðina En það eru ekki bara bændur sem eru andvígir þessum fyrir- huguðu breytingum á veginum í Hrútafirði. Tveir veitingaskálar eru á þessu umdeilda svæði og hljóðið var þungt í Brynju Georgsdóttur, framkvæmda- stjóra Brúarskála, þegar Dagur spurði hana að því hvernig þessi breyting horfi við þeim. Hún kvað breytinguna hafa það í för með sér að skálinn missti alia umferðina á milli Vestfjarða og Norðurlands frá sér, en sú umferð ykist nú ár frá ári með batnandi vegum og færi öll í gegnum hlaðið á Brúarskála. „Við vildum þess vegna halda veginum hérna og að það yrði bara byggð ný brú í stað þeirrar gömlu yfir Hrútafjarðarána. Ég held að það sé líka það sem flest- ir vilja,“ sagði Brynja. Hrútatunca aróarhorn Hrútaí]aóará

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.