Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. júlí 1990 - DAGUR - 11 Hondan gjörsamlega pressuð saman og ótrúlegt að Stojic skyldi lifa áreksturinn af. # Bíllinn pressaðist saman: Ökumaðurmn slapp lifandi úr brakinu Þetta flak sem sést á myndinni var eitt sinn rennilegur sportbíll af gerðinni Honda CRX. Það var áður en Bronco jeppi skall á honum. Þótt ótrúlegt megi virð- ast slapp ökumaður Hondunnar lifandi úr þessum hildarleik og þykir það mikil mildi. Málsatvik voru með þeim hætti að Darren Stojic, 24ra ára, stöðv- aði bíl sinn á rauðu ljósi á gatna- mótum í borginni Toronto í Kan- ada. Skipti þá engum togum að Bronco kom á 90-100 km hraða, skall aftan á Hondunni og flaug síðan upp á hana og kramdi smábílinn eins og flugu. Öku- maðurinn var fastur undir farginu og töldu sjónarvottar víst að hann hefði ekki lifað áreksturinn af. „Bíllinn var gjörsamlega út- flattur, næstum eins og pönnu- kaka. Það var óhugsandi að nokkur gæti verið lifandi inni í honum,“ sagði Richard Clarke, lögregluforingi sem kom á slysstað. Björgunarmenn sem dreif að gátu ekki komið Stojic til hjálpar því Broncoinn var of þungur til að hægt væri að lyfta honum af brakinu. En fyrir tilviljun var Dario Lanno, kranabílstjóri, þarna á ferð og hann hófst sam- stundis handa. „Þótt við töldum víst að bíl- stjórinn væri látinn þá mátti enga áhættu taka. Það gæti verið lífs- mark með honum og þá var eins gott fyrir mig að missa ekki Broncoinn því þá væri eins víst að ég banaði bílstjóranum sjálfur," sagði kranabílstjórinn. Björgunarmenn sprautuðu froðu á bensínið sem lak úr bíl- unum og festu krók í framöxul jeppabifreiðarinnar. Lanno hífði Broncoinn síðan upp, tommu fyrir tommu, og loks gátu björg- unarmenn komist að Stojic. Hann reyndist lifandi en dró vart andann. Stojic hlaut alvarlega áverka og var meðvitundarlaus í viku, en hann braggaðist og losnaði út af spítalanum. Nú er hann í endur- hæfingu. Ökumann Broncosins sakaði ekki. „Ég geri mér grein fyrir því að Darren Stojic þakkar Dario Lanno, kranabílstjóranum snarráöa. ég þarf að ganga í gegnum stranga endurhæfingu næstu mánuðina en ég er samt lánsam- asti maður í heimi. Ég missti meðvitund þegar Broncoinn skall á bíl mínum þannig að ég veit ekki hvað gerðist eftir það. En þegar ég sá myndir af bílnum mínum átti ég bágt með að trúa því að ég hefði raunverulega lifað þetta af,“ sagði Darren Stojic. Ivan Bushyo flúði herlögreglu Stalíns fyrir 42 árum - og dvaldi einn í nærliggjandi skógi án þess að hitta nokkra manneskju Árið 1947 sagði óbreyttur liðs- maður í Rauða hernum rúss- neska við herlögreglumann að hann væri lygari - og til að forð- ast handtöku og 10 ára þrælkun í vinnubúðum lagði hann á flótta inn í nálægan skóg. Og þar dvaldi hinn ungi lið- hlaupi, Ivan Bushylo, í næstu 42 ár við mjög frumstæðar aðstæður og án þess að hitta nokkra ein- ustu manneskju. Hann reisti sér skýli úr greinum og hríslum og lærði smám saman að lifa með landinu, veiða kanínur, skógar- rottur og önnur smákvikindi auk fugla, og tína ber á haustin. Á veturna fóðraði hann fata- druslurnar með heyi sem hann þurrkaði yfir eldi, og til að drepa tímann talaði hann við sjálfan sig t.d. um trén, fiskana og fuglana. í byrjun þessa árs gaf hann sig sjálfviljugur fram í gamla þorp- inu sínu eftir að hann hafði hitt veiðimenn sem sögðu honum að í Sovétríkjunum hefði frelsi og athafnafrelsi einstaklingsins verið aukið til muna. Ivan segist gera ráð fyrir að heimurinn sé betri nú á árinu 1990 en hann var árið 1947, en hann þurfi tíma til að átta sig á því. En hann á hins vegar erfitt með að venjast því að búa í húsi. Stundum hleypur hann út um miðja nótt og hleypur um í köldu loftinu, „til þess að anda almenni- lega,“ eins og hann segir sjálfur. Hann kann hins vegar best við sig á opnu svæði úti í náttúrunni, og það kæmi engum íbúa þorps- ins Bostyn, þar sem hann dvelur nú, á óvart þótt hinn 68 ára gamli fyrrum einbúi hyrfi til síns fyrra lífernis í skóginum. Vík í Mýrdal Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu íbúðarhúsnæði fyrir sýslumann í Vík. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingar- tíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnahvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst 1990. Fjármálaráðuneytið, 18. júlí 1990. Útfararskreytingar , Eransar — krossar — kistaskréyfingar Sjánm um aUa skrevtingu í kirkju. '^&toméúúm ýg /% T/ 1 i U SB Kaupangi • Akureyri ■TLZ,\U Hr Sítnar 24800 og 24830 Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa. Áætlað er að halda prófið í nóvember 1990. Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraun þessa sendi próf- nefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármálaráðuneytið, til- kynningu þar að lútandi fyrir 15. ágúst n.k. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976 um löggilta endur- skoðendur. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í sept- ember n.k. Reykjavík, 17. júlí 1990. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Vinningstölur laugardaginn 21. júlí '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 >■ 2 4.905.621.- 2. aTÆ 3 284.849.- 3. 4 af 5 326 4.521.- 4. 3af5 9.683 355.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 15.577.100.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.