Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 24. júlí 1990 ii fréttir i Skilaverð á úthafskarfa hefiir hækkað um 50% milli ára Verð á sjófrystum úthafskarfa á Japansmarkað hefur hækkað um 50% milli ára, og því má búast við að frystitogarar muni eitthvað auka sókn sína í þessa fisktegund á næstu árum ef þetta verðlag á karfanum mun haldast. Veiðitíminn er frá því í apríl og fram í júnflok. Mánaberg frá Ólafsfirði var á þessum veiðum nýlega, en miðin eru um 400 mílur suðvestur af landinu. Karfinn sem skipið fékk er talsvert betri en sá sem veidd- ist á þessum slóðum í fyrra og flokkast betur, en það verð sem Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði: Góður árangur afborun ísbors-manna Þessa dagana er Isbor að Ijúka borun eftir heitu og köldu vatni fyrir fiskeldisfyrirtækið Silfurstjörnuna hf. í Oxarfirði. Björn Benediktsson, stjórnar- formaður Silfurstjörnunnar, segir menn ánægða með árang- urinn, þrátt fyrir nokkra tíma- bundna erfiðleika við fóðrun holanna. „Þetta verk hefur gengið frem- ur seint. í sjálfu sér hefur verið gott að bora, en fóðring holanna hefur verið fremur tímafrek," sagði Björn. Boraðar voru tvær holur eftir köldu vatni, um 40 metrar á dýpt, og sagði Björn-árangurinn hafa verið mjög góðan. „Við fórum 10 metra dýpra en áður og við það jókst vatnið alveg óskaplega. í blæstri skilar hvor hola um 500 lítrum á sekúndu. Þessar holur verða okkar framtíðarholur og því gengum við frá þeim með svokölluðum „liner“, eða raufa- röri ofan í leka hluta holanna þannig að tryggt væri að jarð- skjálftar myndu ekki raska þeim. Við höfum rætt um að bora eina kalda holu enn skammt frá stöðv- arhúsinu og eiga hana sem eins- konar varaholu,“ sagði Björn. óþh boðið er nú er nálægt 100 krón- um á kílóið, en var á sama tíma í fyrra 60 til 65 krónur. Aflinn var 174 tonn, sem er hausskorinn og heilfrystur í sérstakar pakkning- ar. Þessi karfi er smærri en sá sem veiðist hér við land og flokk- ast því verr, auk þess sem á hon- um finnast svartir blettir. Um 5 tonn flokkuðust sem beitukarfi sem er vegna lélegra gæða, en sala á honum er ekki frágengin en vonir standa til að hægt verða að selja hann sem krabbabeitu. Skipið er nú á ufsa- og ýsuveið- um sem einnig eru utan kvóta. Togarinn Bessi frá Súðavík var einnig á úthafskarfaveiðum nú nýverið, en það voru ísfiskveið- [ ar. Veiðarnar gengu mjög vel, um 580 tonn í tveimur veiðiferð- um, og var öllum aflanum landað til vinnslu í frystihúsum við ísa- fjarðardjúp þar sem hann er aðallega flakaður til sölu á Rúss- landsmarkað. Verð það sem fékkst fyrir hann var á bilinu 17 til 20 krónur á kílóið. Ingimar Halldórsson fram- kvæmdastjóri Álftfirðings hf. sem gerir út Bessa, segir að það svari kostnaði að gera út á þessar veiðar, en það standi engar stórar tölur út af, en þetta hafi verið til- raun sem hafi verið þess virði að gera. GG Verða skrápflúra og öfligkjafta sem togararnir veiða veislumatur? Aflakaupabankinn, sem Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins kom á fót, hefur tekið á móti rúmum 50 tonnum af ýmsum vannýttum físktegundum í þessa tæpa 5 mánuði sem hann hefur starfað. Af togurum á Norðurlandi er vitað um Mánabergið ÓF frá Ólafsfirði sem hefur lagt inn fisk í bankann, en Sléttbakur mun ætla að leggja inn það sem hann fær af þessum vannýttu tegundum þeg- ar hann kemur úr veiðiferð um næstu mánaðamót, en hann hefur verið á ýsuslóð suðaustur af land- inu og fengið mjög lítið af öðrum tegundum. Afli Sléttbaks var orðinn um 160 tonn upp úr sjó, eða 90 tonn af frystum ýsu- og ufsaflökum sem aðallega fara á Bretlands- og Þýskalandsmark- að. Einnig hefur verið samið við Samherja hf. um kaup á fiski af þeirra togurum. Forstöðumaður Aflakaupa- bankans er Einar Þór Bjarnason, og hann segir að mest berist af tindabikkju og gulllaxi, en einnig hefur nokkuð borist af flatfiski eins og skrápflúru og öfugkjöftu. Skipin hafa aflað mjög misjafn- lega mikið af þessum „utangátta" tegundum eftir því á hvaða mið- um þau hafa verið. Þó virðast Austfjarðamið vera gjöfulust hvað tindabikkju áhrærir og einnig hefur nokkuð aflast af henni út af Vestfjörðum, en út af Suður- og Suðvesturlandi hefur gulllaxinn aðallega fengist. Einn- ig virðist þetta vera talsvert árstíðabundið, en á vorin hafa þau skip sem hafa verið á grá- lúðuveiðum fengið nokkuð af langhala sem ekki er óeðlilegt, þar sem þeir toga á talsverðu dýpi. Landsbankinn á Akureyri: Hagdeild tekur til starfa 1. ágúst n.k. Hagdeild tekur til starfa við útibú Landsbankans á Akur- eyri 1. ágúst nk., en nokkuð lengi hefur verið í bígerð að staðsetja viðskiptafræði- menntaðan inann á Akureyri til að þjónusta þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum við úti- búið. Hér er verið að auka þjónustu Landsbankans fyrst og fremst í þá veru að þeir viðskiptavinir sem þurfa á þjónustu Hagdeildar að halda, þurfa ekki að leita til Reykjavíkur. Allar fyrirgreiðslur sem eru það stórar að þær þurfa að fara fyrir bankastjórn koma þá fyrst til skoðunar og faglegrar umfjöllunnar hjá Hagdeildinni á Akureyri. Þjónustusvæði Hagdeildarinn- ar hér hefur enn ekki verið skil- greint, en hugsanlega mun það ná yfir allt Norðurland, þ.e. frá Vopnafirði vestur á Hvamms- tanga, en á þessu svæði hefur Landsbankinn útibú á Húsavík, Vopnafirði, Raufarhöfn og Skagaströnd auk Akureyrarúti- búsins. Helgi Bachmann forstöðumað- ur Lánasviðs Landsbankans segir tilganginn með hinni nýju deild vera atvinnulega hagræðingu og aukna þjónustu við landsbyggð- ina, og með því verði sambandið við viðskiptavinina einnig beinna og persónulegra. Einnig hefur Landsbankinn í bígerð ýmsar breytingar á starfseminni sem stuðla munu að aukinni þjónustu við landsbyggðina, og munu þær breytingar sjá dagsins ljós á þessu ári ög hinu næstá. Yfirmaður hinnar nýju Hag- deildar á Akureyri verður Akur- eyringurinn Jakob Bjarnason, sem starfað hefur hjá Hagdeild Landsbankans í Reykjavík frá því hann lauk námi. GG Otrúlegt úrval kjötrétta á útigrillið Hrísalundi MMar endurbætur á loðnubræðslunni á Vopnafírði Nægjanlegt hráefni hefur bor- ist til Tanga h.f. í sumar til að halda uppi stöðugri atvinnu í frystihúsinu, en togararnir Brettingur og Eyvindur Vopni hafa séð um hráefnisöflunina. Mjög vel lítur út með afla til vinnslu á næstu misserum, en sumarlokun verður þó í frystihús- inu í viku eftir verslunarmanna- helgi. Nýtt fyrirtæki, Lón hf. fiski- mjölsverksmiðja, tók við rekstri loðnubræðslunnar 1. júlí sl. Tangi hf. á nú 26% í verksmiðj- unni, en stærstu hluthafarnir eru Pétur Antonsson í Grindavík og Norrænir St. Georgs- skátar heimsækja Akurevri Að undanförnu hefur staðið yfir í Reykjavík norrænt mót St. Georgsgilda, og voru þátt- takendur um 300, þar af um 200 Skandinavar, en um 40 þeirra komu hingað í gær, þar með alþjóðaforseti Gildisins Margarete Schopper frá Aust- urríki, og var opið hús eða kvöldvaka í Skátaheimilinu. Héðan héldu þeir til Lauga í Reykjahverfi og þaðan um Sprengisand suður. Markaðskönnunin hefur mið- ast við eina tegund í einu, og hef- ur nokkur markaður nú fengist fyrir lausfryst tindabikkjubörð til Frakklands, en verðið hefur ver- ið 115 til 120 kr. pr. kg. Aðrar tegundir hafa einnig verið seldar, en það hefur meira verið á til- raunastigi enda magnið verið óverulegt. GG loðnubátaútgerð frá sama stað. Bjartsýni gætir með rekstur verk- smiðjunnar, en vissulega er loðnubræðsla visst happdrætti. Einnig bræðir verksmiðjan bein og annan úrgang sem til fellur frá fiskverkendum á staðnum. Talsverðar endurbætur standi yfir á verksmiðjunni til að gera hana rekstrarhæfari, og er það um 30 milljón króna fjárfesting sem aðallega er fólgin í endur- bótum á vélakosti. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn Finnbogi Álfreðsson, sem áður var framkvæmdastjóri Meit- ilsins hf. í Þorlákshöfn. GG Félagar í St. Georgsgildinu á Akureyri eru um 30, en þetta er alþjóðahreyfing eldri skáta og velunnara skátahreyfingarinnar, og mjög algengt er að hjón séu þátttakendur í þessu starfi. Þar sem þessi hreyting hetur startað, hefur hún yfirleitt stutt mjög dyggilega við bakið á skátahreyf- ingunni á viðkomandi stað, bæði fjárhagslega og félagslega. Formaður St. Georgsgildisins á Akureyri er Stefán Árnason byggingameistari. GG Árskógshreppur: malh á lOg „Við vorum að Ijúka við að malbika hér á Hauganesi og þá er búið að malbika allar götur þar og á Litla-Ár- skógssandi sem búið er við,“ sagði Sveinn Jónsson, oddviti Árskógshrepps, i samtali við Dag. Árskógsstrendingar hafa gert mikið átak í umhverfis- málum á undanförnum árum og er rómað hversu snyrtileg þorpin, Hauganes og L-Ár- skógssandur eru orðin. í þessari síðustu malbikun- arlotu fóru 7-800 tonn af mal- biki, sem fengið var frá Akmr- eyri. Sveinn segir að kostnað- ur við malbikunina sé um 7 milljónir króna. Að sögn Sveins eru nú á bil- inu 25 og 30 krakkar í vinnu hjá Árskógshreppi við að snyrta umhverfið og pianta trjám. Þetta er í fyrsta skipti sem starfrækt er unglinga- vinna í hreppnum. „Þetta er mjög gott og krakkarnir hafa gaman af þessu,“ sagði Sveinn. óþh Húsavík: Eldingu laust niður í möstur örbylgjubúnaðar Pósts og síma á Húsavíkurfjalli síð- degis á fímmtudag í síðustu viku. Skemmdir urðu á ör- bylgjutækjunum og á jarð- streng fyrir farsímalínur af þessum sökum. Húsvíkingar urðu símasam- bandslausir við umheiminn um tíma. Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma á Akureyri, segir að bilunin hafi orsakað algert sambandsleysi á langlínu við Siglufjörð, Grímsey og Fljót, auk þess sem farsímasamband um Húsavíkurfjall rofnaði við þessa staði. Lofstskeytastöðin á Siglufirði átti í erfiðleikum af þessum sökum, og dæmi voru um að símtæki yrðu fyrir skemmdum í heimahúsum á Húsavík. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.