Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 24. júlí 1990 - DAGUR - 7 Knattspyrna: Þórsarar PoOameistarar KSÍ og Eimskips - Jóhann Þórhallsson besti sóknarmaðurinn - b-liðið í 4. sæti Jóhann Þórhallsson, fyrirliði a-liðs Þórs og besti sóknarmaður mótsins. Loks lék b-liðið til úrslita um 3. sætið gegn Val og tapaði 1:2. Rúnar Jónsson skoraði mark Þórsarar sem voru afar lánlausir, skutu m.a. þrisvar í stöng í leikn- um. Þjálfarar liðanna eru þeir Jón- as Róbertsson og Gísli Bjarna- son. Jónas sagði í samtali við Dag að hann væri mjög ánægður með árangurinn en hann hefði þó ekki komið sér sérstaklega mikið á óvart. „Þeir stóðu sig vel strák- arnir og eigað heiður skilinn. En það hafa fleiri lagt hönd á plóg- inn og ég vil sérstaklega þakka foreldrunum sem hafa staðið gíf- urlega vel við bakið á okkur. Þá er stjórn unglingaráðsins einstök og á þakkir skildar,“ sagði Jónas Róbertsson. Hinn sigursæli 6. flokkur Þórs ásamt þjálfurum sínum Gísla Bjarnasyni og Jónasi Róbertssyni. Hörpudeildin: Sigurganga Vals ótrufluð - lagði KA 1:0 á Akureyrarvelli KA-menn náðu ekki að stöðva sigurgöngu meistarakandídata Vals þegar liðin mættust á Akureyrarvelli á sunnudags- kvöldið. Valsmenn voru sterk- ari aðilinn allan tímann og inn- byrtu 1:0 sigur af nokkru öryggi eftir að heimamenn höfðu gerst þeim hjálplegir við Sævar Jónsson hefur betur í skallaeinvígi við Gauta Laxdal í leiknum á sunnudagskvöldið. Mynd: KL markaskorunina. Valur situr áfram í efsta sæti deildarinnar og virðist ætla að sigla lygnan sjó að meistaratitlinum. KA- menn eru hins vegar áfram í fallbaráttu og þurfa að fylgja eftir þeim fyrirheituni, er þeir gáfu í leik sínum gegn FH á dögunum, ef ekki á illa að fara. Leikurinn var nokkuð fjörugur fyrstu mínúturnar og svo virtist sem allt gæti gerst. Valsmenn léku undan nokkurri golu og pressuðu meira en KA-menn vörðust vel og beittu hættulegum skyndisóknum. Jón Grétar Jóns- son komst tvívegis í sæmileg færi eftir tvær siíkar en var aðþrengd- ur í bæði skiptin og náði ekki að skora. Færin hjá Val létu á sér standa og það var ekki fyrr en á 41. mínútu sem veruleg hætta skapaðist við KA-markið en þá náðu Valsmenn líka forystunni. Eftir nokkurn barning í víta- teignum skallaði Antony Karl til Snævars Hreinssonar sem skall- aði að marki. Boltinn fór í stöng- ina og þaðan í Steingrím Birgis- son og inn. Er varla hægt að tala um mistök Steingríms - þarna var um einskæra óheppni að ræða. Snævar var svo aftur á ferðinni á síðustu mínútu hálfleiksins með skot rétt framhjá KA-markinu. í síðari hálfleik léku KA-menn undan vindinum og er skemmst frá því að segja að þeir náðu aldrei sömu tökum á leiknum og Valsmenn höfðu í fyrri hálfleikn- um. Leikurinn fór að mestu fram á miðju vallarins og KA-menn náðu aldrei að brjóta á bak aftur sterka vörn Valsmanna. Ef und- an er talið þrumuskot Hafsteins Jakobssonar að marki Vals sem Bjarni varði vel má segja að færi í seinni hálfleik hafi engin verið. Sigur Vals var tvímælalaust sanngjarn. Liðið sýndi að það er sterkt þrátt fyrir að það hafi ef- laust leikið betur áður. Vörnin var aðall liðsins og Bjarni var öruggur í markinu. Þá var Baldur Bragason ferskur og Antony Karl hættulegur. KA-liðið byrjaði vel en náði ekki að brjóta Valsmenn á bak aftur með skyndisóknum. Liðið náði sér alls ekki á strik í seinni hálfleiknum. Steingrímur lék mjög vel aftast og Þórður og Kjartan voru frískir frammi en fengu of litla hjálp. Lift KA: Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Steingrímur Birgisson, Hafsteinn Jak- obsson, Heimir Guðjónsson, Bjarni Jónsson (Árni Hermannsson á 70. mín- útu), Gauti Laxdal, Jón Grétar Jónsson, Þórður Guðjónsson og Kjartan Einars- son. Lift Vals: Bjarni Sigurðsson, Þorgrím- ur Þráinsson, Sævar Jónsson, Einar Páll Tómasson, Magni Blöndal Pétursson, Steinar Adólfsson, Baldur Bragason, Ámundi Sigmundsson (Ingvar Guð- mundsson á 78. mínútu), Snævar Hreins- son, Antony Karl Gregory, Þórður B. Bogason (Arnaldur Loftsson á 89. mín- útu). Gult spjald: Baldur Bragason, Val. Dómari: Egill Már Markússon. Hann dæmdi þokkalega en eilífar hringborðs- umræður hans með leikmönnum voru mörgunt ráðgáta. Til hvers eru spjöldin? Línuverftir: Ólafur Sveinsson og Kristján Guðmundsson. A-lið 6. flokks Þórs varð um helgina Pollameistari KSÍ og Eimskips. Liðið sigraði Fram 2:1 í úrslitaleik keppninnar. Arangur Þórsaranna ungu er glæsilegur því hér er í raun um óopinbert íslandsmót aldurs- flokksins að ræða. Jóhann Þórhallsson, fyrirliði a-liðsins, var jafnframt kjörinn besti sóknarmaður mótsins. Þá lék b-liðið til úrslita um þriðja sæt- ið en beið lægri hlut og hafnaði því í fjórða sæti. Það liö sigraði sem kunnugt er í keppni b-liða á Tommamótinu í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu. A-lið Þórsaranna lék í riðli með KR, Austra frá Eskifirði og Aftureldingu úr Mosfellsbæ. Þór byrjaði á að sigra KR 4:0 og skor- aði Jóhann Þórhallsson þrjú mörk og Orri Óskarsson eitt. Næst fengu Austrapiltarnir að kenna á fótafimi Þórsara sem unnu næsta auðveldan sigur, 11:0. Jóhann var aftur með þrennu, sem og þeir Orri og Ragnar Konráðsson og Jónatan Magnússon skoraði tvö. Loks unnu Þórsarar Aftureldingu 5:1 og skoraði Jóhann þá fjögur mörk og Hörður Rúnarsson eitt. Þórsarar léku svo til úrslita gegn Fram og unnu 2:1. Jóhann skoraði annað markið og Ragnar Konráðsson hitt úr vítaspyrnu. B-liðið lék í riðli með KR, Þrótti N. og Aftureldingu. Það byrjaði á að tapa 0:1 fyrir KR en vann síðan 6:0 sigur á Þrótti. Óðinn Viðarsson og Andri Al- bertsson skoruðu tvö mörk hvor og Magnús Helgason og Rúnar Jónsson eitt hvor. Jónas Hafþórs- son átti stórleik gegn Þrótti. Þórsarar unnu Aftureldingu 4:0 og skoruðu þeir Anton Rún- arsson, Þórður Halldórsson, Rúnar Jónsson og Andri Alberts- son mörkin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.