Dagur - 24.07.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 24. júlí 1990
íþróftir
1. deild kvenna:
Óvæntur sigur hjá KA á KR
Arnar Snorrason og félagar á Dalvík töpuðu fyrir Reyni.
Mynd: JÓH
KA vann mjög óvæntan útisig-
ur á KR í 1. deild kvenna á
laugardaginn. Úrslitin nrðu 2:1
og þrátt fyrir að þau væru
óvænt verða þau að teljast
sanngjörn. Daginn eftir mætti
liðið síðan Val á Hlíðarenda og
beið stóran ósigur, 5:1. Sá leik-
ur var þó jafnari en tölurnar
gefa til kynna og ef undan er
skilin slæm byrjnn var sá leikur
góður af hálfu KA.
Leikurinn á laugardaginn var
frekar jafn allan tímann og ein-
kenndist af gífurlegri baráttu.
KA náði forystunni á 16. mínútu
þegar Hjördís Úlfarsdóttir skor-
aði gullfallegt mark beint úr
3. deild:
Golf:
Sölvi vann Radíóstyttuna
í fyrradag fór fram keppni um
Radíóstyttuna á golfvellinum í
Olafsfirði. Keppt er á hverju
ári um þessa styttu en gefandi
er Radíóvinnustofan. Leiknar
voru 18 holur með forgjöf og
varð sigurvegari Sölvi Ingi-
mundarson sem lék á 59 högg-
um nettó.
í öðru sæti varð Brynjar Sæ-
mundsson á 60 höggum og Ásgeir
Gunnarsson varð þriðji á 65
höggum.
Þá gaf Radíóvinnustofan einn-
ig aukaverðlaun þeim er varð
næstur holu á 8. braut og það
reyndist vera Þröstur Sigvaldason
sem var 1.82 m frá stöng eftir
upphafshöggið.
Um helgina fór fram Fiðlaramót í seglbrettasiglingum á Pollinum við Akur-
eyri. Sigurvegari varð Valdimar Kristinsson, Jóhannes Ævarsson varð annar
og Böðvar Þórisson þriðji en þeir eru allir frá Reykjavík. 9 keppendur
mættu til leiks, 7 frá R-vík og 2 frá Akureyri. Þótti mótið heppnast vel.
Mynd: KL
KR. Inn á kom 15 ára gamall
nýliði, Tinna Guðmundsdóttir,
og hún gerði sér lítið fyrir og
skoraði sigurmark KA á 24. mín-
útu. Hún komst þá inn fyrir og
hljóp varnarmann KR af sér áður
en hún renndi boltanum í
markið.
Sigur KA var sanngjarn. Liðið
lék mjög vel og skynsamlega og
baráttan var góð.
Daginn eftir virtust KA-stúlk-
ur allþreyttar og Valsstúlkurnar
byrjuðu á að skora þrjú mörk
áður en gestirnir tóku við sér.
Leikurinn var í jafnvægi eftir að
staðan var orðin 3:0 en Valur
náði þó að bæta við tveimur
mörkum áður en Eydís Marinós-
dóttir minnkaði muninn fyrir
KA. Mörk Vals skoruðu Bryndís
Valsdóttir, Arney Magnúsdóttir,
Sirrý Hrönn Haraldsdóttir,
Guðrún Sæmundsdóttir og Ragn-
heiður Víkingsdóttir.
Þess má geta að Arndís Ólafs-
dóttir lék nú sína fyrstu leiki eftir
meiðslin sem hún varð fyrir.
Arndís lék síðast með liðinu 9.
júnf.
aukaspyrnu. Síðan gerðist fátt
þar til 5 mínútur voru til hlés en
þá jafnaði Helena Ólafsdóttir
fyrir KR eftir að hún komst ein
inn fyrir vörn KA.
Á 17. mínútu síðari hálfleiks
urðu KA-stúlkur fyrir áfalli þegar
Sólveig Haraldsdóttir fótbrotnaði
illa eftir samstuð við markvörð
Arndís Ólafsdóttir lék að nýju með
KA eftir nokkurt hlé.
Reynir vann í nágrannaslag
- sigraði Dalvík 2:0
Reynismenn hefndu ófaranna
frá því í fyrstu umferð 3. deild-
ar er þeir sigruðu nágranna
sína frá Dalvík 2:0 á Árskógs-
strandarvelli á laugardaginn.
Leikurinn einkenndist af bar-
áttu eins og jafnan þegar þessi
lið mætast en Reynismenn
höfðu betur að þessu sinni og
tryggðu sér sigurinn með
marki í hvorum hálfleik.
Fyrri hálfleikur var jafn og lið-
in sóttu á víxl. Það voru þó Reyn-
ismenn sem náðu forystunni þeg-
ar brotið var á Þórarni V. Árna-
syni innan vítateigs Dalvíkur og
vítaspyrna dæmd. Úr henni skor-
aði Páll Gíslason af öryggi.
Þegar um 10 mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik fékk Páll
Gíslason stungusendingu inn fyr-
ir vörn Dalvíkur. Markvörðurinn
Sigurvin Jónsson kom á móti Páli
fyrir utan teiginn og felldi hann.
GÖffi
Einherja-
keppnin
að Jaðri
Hin árlega Einherjakeppni í
golfi fer fram á Jaðarsvelli
mánudaginn 30. júlí og hefst
kl. 8. Hér er um að ræða
keppni þeirra sem farið hafa
holu í höggi og verður keppt
með „stableford“ fyrirkomu-
lagi og leiknar 18 holur.
Einherjakeppnin er jafnan
haldin í tengslum við Landsmótið
í golfi sem að þessu sinni fer fram
á Akureyri 26. júlí til 4. ágúst.
Það er Golfklúbbur Akureyrar
sem sér um að skrá þátttakendur
í Einherjakeppnina en síminn í
golfskálanum er 22974.
2. flokkur Þórs sigraði Yíking
4:2 í opnum og skemmtilegum
leik á Þórsvellinum í síðustu
viku. Þórsarar voru sterkari
aðilinn lengst af og hefði sigur
þeirra getað orðið stærri.
Víkingar voru fyrri til að skora
en Axel Vatnsdal jafnaði metin
Dæmd var aukaspyrna og Sigur-
vin fékk að líta rauða spjaldið.
Páll tók spyrnuna sjálfur og skaut
að marki, Mikael Traustason,
sem kominn var í mark Dalvíkur,
varði en hélt ekki boltanum og
Júlíus Guðmundsson skoraði af
Einherji vann sinn annan sigur
í röð í 3. deildinni þegar liðið
lagði TBA 4:2 á Yopnafirði á
laugardag. Einherji náði að
skora fjögur mörk á fyrstu 30
mínútum leiksins og þrátt fyrir
að TBA-menn væru sprækari í
seinni hálfleiknum var forskot
Einherja of mikið.
Einherjamenn byrjuðu af
krafti og náðu að skora fjögur
mörk á meðan TBA-menn voru
að vakna til lífsins. Leikurinn
jafnaðist eftir þetta og TBA fékk
ágæt færi til að minnka muninn
fyrir hlé en þau fóru forgörðum.
ÍK sigraði Yölsung 2:0 á Húsa-
víkurvelli á laugardaginn.
Bæði mörkin voru skoruð í
seinni hálfleik en þá voru gest-
fyrir Þór. Þórir Áskelsson náði
síðan forystunni fyrir Þórsara
með góðu marki og staðan í hléi
var 2:1.
í síðari hálfleik náðu Víkingar
að jafna áður en Axel Gunnars-
son skoraði úr vítaspyrnu og
Axel Vatnsdal innsiglaði öruggan
sigur með sínu öðru marki.
stuttu færi.
Eftir markið sóttu Dalvíkingar
stíft en náðu ekki að minnka
muninnn þrátt fyrir ágæt færi.
Þeir fengu m.a. vítaspyrnu en
hún fór í súginn og Dalvíkingar
fóru stigalausir heim.
1 síðari hálfleik drógu heima-
menn sig til baka og gestirnir
réðu ferðinni. Bragi Sigurðsson
minnkaði muninn fyrir TBA með
glæsilegu marki af 40 metra færi
og Jón Egill Gíslason bætti öðru
við skömmu seinna. Einherja-
menn beittu skyndisóknum og
fengu sín færi en fleiri urðu
mörkin ekki.
Vegna bilunar í símkerfi náðist
ekki samband við Vopnafjörð í
gær og á sunnudag. Af þeim sök-
um tókst því miður ekki að afla
upplýsinga um markaskorara
Einherja.
irnir mun ákveðnari og frum-
kvæðið í þeirra hönduni.
Fyrri hálfleikur var jafn og fór
að mestu fram á miðju vallarins.
Baráttan var mikil en lítið var um
opin færi og engin mörk voru
skoruð.
í síðari hálfleik mættu ÍK-ingar
mun ákveðnari til leiks og réðu
gangi mála lengst af. Þeir náðu
forystunni eftir 15 mínútur þegar
Steindór Elísson skoraði eftir að
Völsungar sofnuðu illa á verðin-
um. Stefán Guðmundsson bætti
síðan öðru marki við þegar
skammt var til leiksloka og inn-
siglaði sigur ÍK.
Sigur ÍK var sanngjarn enda
lék liðið ágætlega í seinni hálf-
leiknum. Völsungar náðu sér
ekki á strik, liðið náði ekki að
skapa sér færi og var sem vantaði
einhvern neista í það.
Öruggt hjá Þór
gegn Víldngi
3. deild:
Annar sigur
Einheija í röð
ÍK tók völdin
í seinni hálfleik
- og sigraði Völsung 2:0