Dagur - 28.07.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990
Dalvíkurkirkja:
Byggingarframkvæmdir
haíhar við safiiaðarheimili
Drif sf. Húsavík:
Ljósleiðari lagður með nýrri ýtu
Hafín er uppsláttarvinna við
safhaðarheimiiisbyggingu á Dal-
vík sem tengist kirkjunni með
sérstakri tengibyggingu. í
fyrrahaust var tekinn grunnur
að heimilinu og steyptir
sökklar. en nú verður húsið
sjálft steypt upp.
Samið hefur verið um kaup á
13 radda pípuorgeli frá Askov í
Danmörku sem staðsett verður
að mestu í tengibyggingunni, sem
verður einangruð og kirkjukórn-
um búin þar aðstaða í vetur.
Fjárhagsleg geta leyfir ekki meiri
framkvæmdir við safnaðarheimil-
ið að sinni, en verklok eru fyrir-
huguð á þessu byggingarstigi 15.
október, en orgelið er væntanlegt
til Dalvíkur í byrjun nóvem-
bermánaðar, en það tekur um
þrjár vikur að koma því upp,
þannig að ef allar áætlanir stand-
ast munu kirkjugestir á Dalvík
heyra í nýju pípuorgeli í byrjun
aðventu.
Orgelið kostar hingað komið
tæpar níu milljónir króna sem er
nokkur hækkun frá upphaflegri
áætlun, en samið var um að við
orgelið bættist hálf rödd. í orgel-
sjóð hafa safnast um 4,5 milljón-
ir króna vegna gjafa og sam-
skota, en mjög jákvæður hugur
virðist vera meðal sóknarbarna
og brottfluttra Dalvíkinga til
byggingar safnarheimilis, en
nýlega gáfu niðjar Jófríðar Þor-
steinsdóttur og Porsteins Þor-
steinssonar á Hálsi eitt hundrað
þúsund krónur í orgelsjóð. GG
frá nýju sjónarhorni hvernig hún
vinnur.
Ýtan með plógnum kostar hátt
í ellefu milljónir. Það mun vera
nýjung hér á landi að sama verk-
færið geti borið rúllu með streng,
plægt hann niður og sett um hann
hlífðarrör um leið, en hingað til
mun hafa þurft tvær ýtur og mun
fleiri menn til vinna við slík verk-
efni. Einnig er það nýjung hér að
á plógnum er víbrun, þannig að
hann hristist er hann ryður frá sér
grjótinu og minna átak þarf til að
draga plóginn og síður er hætta á
að hann festist.
Eigendur Drifs sf. eru bræð-
urnir Björn, Sigurður og Þórður
Sigurðssynir og Jóhannes Helga-
son. IM
inn frá Akureyri að Lundi í
Öxarfírði, 146 km leið og þar
af um 30 km í það grýttan jarð-
veg að klæða þarf strenginn í
plaströr til hlífðar. I sumar
hafa 6-10 manns atvinnu hjá
Drif við lagningu strengsins.
Samið var um verkið sam-
kvæmt tilboði sem hljóðaði
upp á rúmmar 30 milljónir
króna.
Ýtan sem Drif sf. hefur tekið í
notkun er af gerðinni Liebherr
722. Þetta er fyrsta ýtan þeirrar
gerðar hér á landi að hægt er að
fara með stýribúnaðinn út úr
stýrishúsinu, þó er hann tengdur
með kapli, en ýtustjórinn getur
gengið við hlið eða á eftir ýtunni
og stýrt henni, meðan hann sér
Dalvíkurkirkja.
Drif sf. á Húsavík tók í notkun
nýja 16 tonna jarðýtu um helg-
| ina, og er hún með útbúnaði til
að plægja niður kapal og jafn-
framt að klæða hann í hlífðar-
rör. Framan á ýtunni er búnað-
ur til að flytja rúllur með
strengjum og rörum. Drif sf.
vinnur í sumar fyrir Póst og
síma að lagningu Ijósleiðara-
strengs, við einn af þrem
áföngunum milli Akureyrar og
Egilsstaða. Drif leggur streng-
Volvo 760 GLE í árekstri
sem settur er á svið
fyrsta skipti hér á landi
Rútuferðir Norðurleiðar h/f:
Nóg að gera í
þessum mánuði
- eftir rólega byrjun í sumar
-1
Sunnudaginn 29. júlí n.k. kl.
17.00, verður settur á svið árekst-
ur á Sæmundargötunni fyrir
framan aðalbyggingu Háskóla
íslands. Það eru Volvo verk-
smiðjurnar og Brimborg hf. sem
standa að þessum árekstri í sam-
ráði við Umferðarráð, lögregl-
una, Gatnamálastjóra, íþrótta-
og Tómstundaráð Reykjavíkur.
Áhugahóp um bætta umferðar
menningu og SEM hópinn. Bif-
reiðin sem notuð verður í þennan
áresktur er af gerðinni Volvo 760
GLE og má þega þess að slík
bifreið kostar rúmar þrjár millj-
ónir króna.
Áreksturinn fer þannig fram
að bifreiðin verður keyrð beint á
sjö tonna stálvegg sem komð
verður fyrir á Sæmundargötunni.
í bifreiðinni verða tvær brúður
frá rannskóknarstofum Volvo.
Brúður þessar eru mjög nákvæm
eftirlíking af mannslíkamanum
og kosta þær um fimm milljónir
króna. Bifreiðinni verður fjar-
stýrt á vegginn af sérfræðingum
frá Volvo sem koma hingað til að
framkvæma áreksturinn. Eftir að
bifreiðin hefur lent á veggnum
verður almenningi gefinn kostur
á að skoða hana.
Volvo framkvæmir árekstur
sem þennan fyrir almennig út um
allan heim á hverju ári. Til-
gangurinn er að sjálfsögðu sá að
vekja athygli á þeirri miklu
áherslu sem Volvo leggur á
öryggi bifreiða sinna. Tilgangur-
inn er einnig að vekja fólk til
umhugsunar um öryggi í umferð-
inni og notkun bílbelta. Rann-
sóknir hafa sýnt að fólk sem hef-
ur upplifað árekstur á beinan eða
óbeinan hátt ber annan hug til
aksturs og öryggis í umferðinni á
eftir. Það er von þeirra sem
standa að þessum árekstri að svo
verði einnig í þessu tilfelli.
Sætanýting hjá Norðurleið hf.
á leiðinni milli Reykjavíkur og
Akureyrar hefur verið mjög
góð í júlímánuði, eftir frekar
rólega byrjun í sumar. Þor-
varður Guðjónsson hjá
Norðurleið sagði að júní hafi
ekki verið eins góður og við
var að búast, og öllu verri en
síðustu sumur. Spilar þar inn í
minni umferð erlendra ferða-
manna til landsins í júní en oft
áður.
Þorvarður sagði það vera til-
fellið að ef meira væri um ráð-
stefnur í Reykjavík í júní þá væri
minna að gera í áætlunarferðum,
„hvort sem það er meginorsök-
in,“ sagði Þorvarður. „En júlí
hefur verið góður, öllu betri en
síðasta sumar.“
Yfir sumartímann og fram á
haust hefur Norðurleið verið
með síðdegisferðir undanfarin 4-
5 ár á milli Akureyrar og Reykja-
víkur. Þorvarður sagði að þær
ferðir hafi verið mjög vel sóttar í
sumar og væru stöðugt að sækja í
sig veðrið. Yfir háannatímann á
sumrin eru farnar 4 síðdegisferðir
í viku, en fyrst á vorin og yfir
haustið eru 2 ferðir á föstudögum
og sunnudögum. í fyrra stóðu
síðdegisferðir yfir um helgar
alveg fram að jólum og nýtti
skólafólk sér þær ferðir mjög vel.
Norðurleið hf. er einnig í hóp-
ferðum og að sögn Þorvarðar
hafa þær einnig gengið vel. M.a.
hefur verið boðið uppá ferðir yfir
Sprengisand og Kjöl, sem hafa
verið vel sóttar. Þar er matarbíll
með í för, ásamt rútu og leið-
sögumanni. -bjb
DAGIJR
Akureyri
Norðlenskt dagblað