Dagur - 28.07.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990
Flutnmgur stórra tijáa
Þegar fólk kaupir tré sín í gróðr-
arstöðvunum, eru þau sjaldan
hærri en tveir metrar og lítil um
sig. En þegar búið er að gróður-
setja og plönturnar hafa verið í
vexti í nokkur ár kemst fólk oft
að því að það hefur plantað of
nálægt húsveggjum, fyrir glugga
eða þannig að tréð kemur til með
að ná langt út á götu. Þegar þessi
vandræði koma upp þá er lang
best að grípa sem allra fyrst inn í
og hreinlega flytja tréin á annan
og betri stað í garðinum.
Rétt staðarval
Þegar fólk er með eins metra hátt
tré í höndunum sem það ætlar að
fara að planta kemur oft upp í
hugann umhyggjusemi sem verð-
ur til þess að plöntunni er komið
fyrir upp við húsvegg svo að hún
þurfi ekki að líða kulda og
vosbúð. En það gefur auga leið
að ef um er að ræða plöntu sem
verður mikil um sig og hávaxin,
þá fær hún ekki að njóta sín við
þessar aðstæður og fær einnig
rýra næringu auk þess sem hún
gæti skyggt á glugga. Þegar mað-
ur fær plöntu í hendur er gott að
gera sér örlitla grein fyrir því
hversu há hún getur orðið og
hversu mikið pláss hún getur
tekið. Þegar það er orðið ljóst er
svo hægt að finna henni stað í
garðinum ef það er þá hægt.
Ástæður flutnings
Þetta sem á undan er talið eru
helstu ástæður fyrir því að fólk
þarf að ráðast í að flytja tré.
Hugið alltaf að því, hvers konar
plöntu þið eruð með í höndunum
áður en byrjað er að planta.
Undirbúningur fyrir
flutning
Til eru nokkrar aðferðir við
flutning trjáa. Það hefur oft
heppnast að grafa upp tré í „ein-
um grænum“ og pota því niður á
öðrum stað. En það er ekki
aðferð sem vert er að nota heldur
skal gera þetta hægt og rólega og
raska sem minnst ró trésins.
Undirbúningur fyrir flutning get-
ur tekið allt að þremur árum ef
Umsjón: Baldur
Gunnlaugsson,
skrúðg.yrkjufr.
um er að ræða tegundir eins og
Gullregn, Elri o.fl. Þegar vanda
skal til verksins er fyrst byrjað á
að grafa mjóan skurð í kringum
tréið í þeirri fjarlægð frá stofni
sem þið ætlið að hafa hnausinn.
Þegar þið svo komið niður á ræt-
ur eru þær klipptar eða sagaðar
eftir því hversu sverar þær eru.
Oftast dugar að grafa niður á 1
metra dýpi en getur þó þurft
lengra ef um mjög stór tré er að
ræða. Þegar búið er að grafa
skurðinn er hann fylltur af góðri
gróðurmold. Þetta er gert til þess
að fá rótarendana, sem oft eru
orðnir mjög gamlir, til að endur-
nýja sig. Með þessu móti fæst
nýtt rótarkerfi sem kemur trénu
að góðum notum þegar það kem-
ur á nýja staðinn. En þetta er
ekki svona einfalt því að venju-
lega er rótarskerðingunni skipt á
tvö ár (skýringarmynd) og
skurðurinn ekki grafinn allan
hringinn í einu. Það er gert til
þess að tréð fái næringu frá
óskerta hlutanum. Þegar tré eru
rótarskorin er það mikilvægasta
atriðið að vökvun sé nægileg og
er þá átt við bæði vökvun í mold
og eins yfir plöntuna, því að ann-
ars er hætta á að hún hreinlega
þorni upp og drepist.
Flutningurinn sjálfur
Ef taka á tré upp með stórum
hnaus er langbest að hífa þau upp
með vörubíl sem hefur „krabba".
En það er ekki vandalaust og
verður að gæta vel að því að
trjástofninn verði ekki fyrir
skemmdum. Best er að vefja
stofninn með mjúku efni eins og
ónýtum fötum og vefja svo
gúmmíslöngum utan um það.
Betra er að koma fyrir
„stroffum" á tveimur stöðum á
stofninum. Síðan er trénu lyft
hægt og gætilega upp og hnausinn
klæddur í striga, því þá helst
hnausinn betur saman.
Hvernig skal ganga
frá trénu
Frágangur trésins er ekki síst
mikilvægur. Það hvort tréð lifir
þessa meðhöndlun af er mikið
undir þvf komið hvernig gengið
er frá því. Þegar búið er að velja
stað fyrir tréð er grafinn skurður
sem er töluvert víðari en hnaus-
inn svo að auðveldara sé að
athafna sig með tréð. Skurðurinn
á ekki að vera dýpri heldur en
hnausinn er hár því að flest tré
þola ekki að þeim sé plantað
dýpra en þau stóðu. Þó má gera
ráð fyrir að u.þ.b. 10 cm moldar-
lag komi yfir hnausinn. Það er
aðeins eitt tré sem þolir að fara
töluvert dýpra en það stóð áður
og það er Alaskaöspin. Þegar
hnausinn er kominn ofaní holuna
er mokað að mold, og besta
moldin sett nálægt rótunum.
Uppbindinga-staurar eru settir
niður með trénu, helst fjögur
stykki en hægt er að komast af
með tvo. Uppbindingar eru
nauðsynlegar til þess að tréð sé
kyrrt í jörðinni og fínustu ræturn-
ar nái að festa sig og dafna því
það eru einmitt þær sem ná
mestri næringu upp fyrir tréð.
Gúmmí-slöngur eru ákjósanlegt
efni í uppbindingar.
Vökvun eftir flutning
Eftir slíka rótarskerðingu er
nauðsynlegt að vökvunin sé í
lagi. Best er að láta úðara ganga
yfir tréð þangað til jörðin í kring
er orðin rennandi blaut og varla
hægt að ganga þar um, hætta síð-
an að vökva í nokkra klukkutíma
og byrja svo aftur. Með þessu
móti er hægt að halda góðu lífi í
trénu. Athugið, að það er ekki
síður mikilvægt að vökva yfir
tréð og á laufblöðin, heldur en
jarðveginn.
Ef við hefðum yfir svona tæki að ráða, væri málið einfalt
Gróður
og
garðyrkja
Myndin sýnir hvernig skurðgreftrinum er skipt niður á tvö ár.
Vandartoppur
Vandartoppur, Lonicera hispida,
er fremur lágvaxinn en þéttur
runni. Getur orðið u.þ.b. 1.5 m á
hæð. Blöðin eru stórgerð og í
þeim eru djúpar rákir og þau eru
venjulega dökkgræn á lit. Blómin
eru smágerð en afar falleg, rauð-
leit eða bleik á litinn. í vetrar-
búningi er runninn sérkennilegur
og er það sér í lagi vegna þess að
brumslíðrin eru stór, löng og rák-
uð og einnig vegna þess ljósa litar
sem greinarnar hafa á sér. Vand-
artoppurinn hefur verið til í
gróðrarstöðvum en ekki kannsk
fengið þá athygli sem
að fá. Hann virðist vera mjög
harðgerður og hann kelur lítið
sem ekkert.
er hinn glæsilegasti
og vindþolinn.