Dagur - 28.07.1990, Síða 8

Dagur - 28.07.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990 ferðamál Litið við á Hótel Þelamörk í Hörgárdal: „Einhvem tímann verður maður að setjast að“ - hótelstjórinn, Guðmundur Árnason frá Reykjavík, tekinn tali Guðmundur Árnason stýrir Hótel Þelamörk í fyrsta sinn í sumar, en hann er menntaður í hótelstjórn og ferðamála- fræðum frá skóla í Sviss. Myndir bjb Hótel Þelamörk í Hörgárdal er sennilega það hótel á landinu sem stendur einna næst við þjóðveg nr. 1, aðeins nokkra metra frá malbikinu. Reyndar er það aðeins rekið sem sumar- hótel, en heimavist fyrir Þela- merkurskóla á veturna. Það er Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem rekur hótelið í sumar og er þetta annað sumarið sem Nonni gerir það. Áöur var hótelið í umsjá Ferðaskrifstofu Akureyrar. Hótelstjóri í sumar er Guð- mundur Árnason, sem kemur frá Reykjavík, og stýrir Hótel Þelatnörk í fyrsta sinn. Blaða- maður átti nýlega leið framhjá Þelamörk og ákvað að taka hótelstjórann tali. Guðmundur er enginn nýgræð- ingur í ferðamannabransanum. Hann var mörg sumur fararstjóri á Spáni fyrir Úrval og Polaris, en árið 1987 ákvað hann að mennta sig í hótelstjórnun og ferðamála- fræði. í þeim tilgangi fór hann til Sviss og þess á milli á sumrin vann Guðmundur á Hollydav Inn í Reykjavík, þar sem hluti af náminu var að starfa á h'óteli. Guðmundur lauk náminu um síð- ustu jól og fram til vorsins var hann á ferðinni í Evrópu. En hvað kom til að hann réðist sem hótelstjóri í Þelamörk? Eins og langur veiðitúr á sjó „Pegar ég kom heim til íslands í vor frétti ég að það væri laus staða hótelstjóra hér og ég ákvað að sækja um. Ég fékk svo stöð- una og hef verið hér síðan.“ Guðmundur sagði að síðustu sumur hafi gengið illa á láta enda ná saman á Þelamörk, t.d. hafi síðasta sumar komið illa út. „En það gengur vel núna og augljóst mál að það verður enginn tap- rekstur á hótelinu að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. - Hvernig var að koma út á land eftir að hafa starfað fyrir sunnan og stundað nám erlendis? „Svona vinna er þannig að það er alveg sama hvar þú ert. Maður er hérna allan daginn alla daga. Ég hef engan frídag tekið frá því ég byrjaði, en það stendur til bóta um þessa helgi. Það verður eina helgarfríið sem ég tek. Þetta er bara eins og langur veiðitúr á sjó eða vertíð.“ Hver krókur fullur síðan hlýindin byrjuðu - Er búið að ganga vel í sumar hjá Hótel Þelamörk? „Já, ég held það megi segja það. í júní sýndist mér reksturinn alveg standa undir sér en ég er að vona að það verði einhver afgangur eftir þennan mánuð. Það er búið að vera mjög mikið að gera og nýtingin það sem af er þessum mánuði hefur verið um 70%. Það er gott miðað við hvað þetta er lítið þekkt hótel og sam- keppnin við Eddu-hótelin hörð. Við höfum fengið mikið af útlendum ferðamannahópum sem koma reglulega, aðallega þýska, svissneska og franska. Við sjáum varla orðið útlendinga frá t.d. Skandinavíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.“ - Hvað með íslendingana, hafa þeir lítið sést hér? „Jú, íslendingar sáust hér til að byrja með. En eftir að kuldakast- ið kom 17. júní og stóð fram í júlí, þá minnkaði umferð þeirra mjög mikið. Þá var góða veðrið fyrir sunnan og enginn hreyfði sig af stað. Svo gerðist það í kringum 10. júlí að allt fór af stað aftur. Það hefur hver krókur verið full- ur síðan og 100% nýting upp á hvern einasta dag.“ Nóg ad gera í „ættarmótabransanuin“ Hótel Þelamörk er með 24 her- bergi, þar af 22 tveggja manna. Guðmundur sagði að pláss væri fyrir 46 gesti. Hótelið býður einn- ig upp á svefnpokapláss og sagði Guðmundur að í kringum það væri mjög góð aðstaða. „Fyrir þá sem gista í svefnpokaplássi eða í tjöldum við hótelið er aðstaða að kennslueldhúsi skólans, þar sem m.a. eru þrjá eldavélar. Þetta er aðstaða sem er yfirleitt ekki boð- ið upp á öðrum hótelum, svo ég viti til, og er mjög vinsæl.“ Aðspurður sagði Guðmundur að eitt og annað væri í boði fyrir hótelgesti á Þelamörk. Tengist það aðallega þeirri þjónustu sem Ferðaskrifstofan Nonni býður upp á. „Síðan höfum við verið aðeins í „ættarmótabransanum“. Við höfum verið með 60 manna ættarmót upp í það að vera með 350 manna mót, sem var hér nýlega. Þá voru dekkuð borð í íþróttasal og kennslustofum skól- ans og mikið um að vera. Það lagðist allt á eitt, yfir 20 stiga hiti og veðrið frábært. Hótel Þela- mörk er kjörinn staður fyrir mannamót af þessu tagi, hér er góð sundlaug og næg tjaldstæði." Sundlaugin í Þelamörk vinsæl Guðmundur minntist á sundlaug- ina, en það má segja að hótelið sé einna nafntogaðast fyrir hana. í Þelamerkursundlaug er talið að í fyrsta sinn á íslandi hafi farið fram formleg sundkennsla, og við laugina er skjöldur til merkis um það. Það var skáldið Jónas Hall- grímsson sem var einn af frum- kvöðlum þess að kenna sund á Þelamörk. Guðmundur sagði að búið væri að taka sundlaugina alla í gegn og þessa dagana er verið að taka í notkun heitan pott og gufubað við hana. „Það er mikið um að Akureyringar komi hér daglega til að taka sundsprett á bökkum Hörgár. Laugin er vinsæl, enda er hún höfð heitari en gengur og gerist í venjulegum sundlaugum," sagði Guðmund- ur. Vantar meiri samgöngur framhjá hótelinu - Nú er hótelið mjög nálægt þjóðveginur.i. Hefur það áhrif til hins betra eða verra? „Ég mundi segja að það hafi áhrif til hins betra. Hótelið er mjög vel staðsett og tilvalið fyrir ferðafólk á bílum að líta við. Ég hef látið merkja hótelið betur við veginn. Margir taka náttúrlega stefnuna inn á Akureyri og ætla sér að dvelja á hóteli þar. Ef allt er fullt þar er nokkuð um að fólk kemur hingað. En ég mundi segja að hérna væri að mörgu leyti mun betri aðstaða fyrir fjöl- skyldufólk, því það er nóg við að vera fyrir krakka. Gallinn er sá að hér eru engar samgöngur, sér- staklega fyrir þá sem eru ekki á bíl. Það ganga engar rútur hér framhjá nema Norðurleið. Ef þú ætlar t.d. inn á Akureyri þá fer Norðurleiðarrútan bara einu sinni framhjá. Dalvíkurrútan kemur hér stöku sinnum. Ég þarf að hringja í hana áður og ef hún er full þá kemur hún ekki. Þetta gerir það að verkum að hótel- gestir stoppa yfirleitt ekki nema yfir eina nótt.“ Þetta hefur verið lærdómsríkur tími - Hvenær lýkur svo vertíðinni í sumar? „í byrjun september. Það er vel bókað fram í miðjan ágúst, en eftir það fer umferðin að minnka verulega. Annars fer þetta svolít- ið eftir veðrinu. Sumarhótel- rekstur er þannig að júlí er háannatíminn, fyrir og eftir það er minna að gera.“ - Gætirðu hugsað þér að vera hér áfram á Þelamörk næsta sumar? „Ég verð áfram í þessum „ferðabransa“, það er alveg aug- ljóst mál. Ég er ekki búinn að ákveða það endanlega. Gjarnan vildi ég að það yrði hér á íslandi. Einhvern tímann verður maður að setjast að einhvers staðar. Ég hef verið mikið á flakki, bæði búið, unnið og lært erlendis. Ég ætla að láta það ráð- ast hvað býðst í haust. Mér finnst gaman af þessu og aldrei að vita nema ég komi hér aftur næsta sumar. Þetta hefur verið lær- dómsríkur tími. Hér hafa unnið með mér sjö ungir og hressir Akureyringar, miklir dugnaðar- forkar en reynslulaus í ferða- þjónustu áður en þau byrjuðu hér. Það hafa allir lært heilmikið og ekki síst ég. Gestirnir hafa far- ið héðan mjög glaðir þannig að ég get ekki verið annað en ánægður með dvölina hér,“ sagði Guðmundur að lokum. -bjb Guðmundur við bakka sundlaugarinnar á Þelamörk, sem þykir vinsæl og nú bætist við heitur pottur og gufubað. „Það er ekki amalegt að hafa fagran Hörgárdalinn í baksýn,“ sagði Guðmundur þegar blm. smellti af.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.