Dagur - 28.07.1990, Síða 12

Dagur - 28.07.1990, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 28. júlí 1990 ÞAÐ ER EINDREGINN VIUI • •• að erlendir lánadrottnar myndu taka af okkur völdin, hvað sem Evrópubandalaginu eða stóriðju- fyrirtækjum líður. Annað verkefnið er að rjúka ekki til, eins og menn gerðu fyrir fjórum til fimm árum, og fara að fjárfesta endalaust. Þá gerðu menn þau mistök að stækka flot- ann, byggja skrifstofu- og versl- anahallir og fleira sem varð síðan orsök þess að fyrirtækin fóru mörg á hausinn, því þau gátu ekki skilað neinum arði svo skuldsett. Flotinn er nógu stór, fiskvinnslustöðvarnar eru nógu stórar, verslunarhúsnæðið er yfirdrifið og skrifstofuhúsnæðið allt of mikið. Það þarf bókstaf- lega enga viðbótarfjárfestingu á þessum sviðum næstu árin. Auð- vitað getur eitt og eitt fyrirtæki þurft að breyta til hjá sér, en þeg- ar á heildina er litið þá þarf hér ekki nein stærri fjárfestingarátök á þessum sviðum. Við eigum hins vegar að nýta betur það sem við höfum nú þegar. í þriðja lagi er nauðsynlegt að samtök launafólks og stjórnvöld nái samstöðu um að nota efna- hagsbatann fyrst og fremst til jöfnunar í lífskjörum og styrkja hag þeirra sem lægst hafa launin, að bæta hag þeirra sem hafa bor- ið minnst úr býtum. Það má ekki fara inn á þá braut að þeir tekju- hæstu hrifsi til sfn stóran hluta af batanum, eins og gerðist ’86 og ’87, þegar þáverandi efnahags- stefna bjó til brjálað launaskrið sem fyrst og fremst nýttist há- tekjuhópum og forréttindastétt- unum í landinu. Ég vona að samstaða takist með stjórnvöld- um, BSRB og ASÍ og öðrum samtökum til að leggja grundvöll að því að á næstu tveimur árum verði búin til þannig launastefna og lífskjarastefna í skattamálum og opinberum útgjöldum að bat- inn sem er að koma verði fyrst og fremst færður yfir í slíkar jöfnun- araðgerðir í ríkisfjármálum. Það er ljótasti bletturinn á okkar þjóðfélagi að ákveðnir hópar, t.d. einstæðir foreldrar með litlar tekjur, láglaunafólk sem á í margvíslegum erfiðleik- um, aldraðir o.fl. búa við lífskjör sem eru fyrir neðan það sem talið er eðlilegt í okkar þjóðfélagi. Ef tekst að tryggja þetta þrennt, sem ég hef nefnt; samein- ast um að greiða niður skuldir atvinnulífs og þjóðarinnar, koma í veg fyrir brjálað fjárfestinga- kapphlaup og búa til nýja launa- og lífskjarastefnu fyrst og fremst í þágu þeirra sem lægstar tekjur hafa, tel ég að við eigum mikla möguleika á að geta fagnað ekki aðeins lítilli verðbólgu og efna- hagslegum stöðugleika í eitt til tvö ár, heldur að vera búnir að búa svo um hnútana að við verð- um varanlega í hópi þeirra þjóða sem búa við batnandi Iífskjör.“ Ríkisaðgerðir í peningamálum - vaxtamunurinn afhjúpaður - Er hætta á að ríkisaðgerðir eða vald ríkisins sé að verða undir í peningamálum þjóðarinnar, í samkeppni við markaðsöflin? „Peningakerfið í heiminum hefur tekið miklum breytingum undanfarin tíu ár, og mun halda áfram að gera það. í æ ríkara mæli er komið upp peningakerfi í veröldinni þar sem skilin milli þjóða eru ekki eins glögg og áður. Margt veldur þessu, tækni- byltingar í tölvumálum, fjarskipt- um milli landa o.fl. þess háttar. Einhver sagði að ljósleiðarinn væri orsök mestu umskipta sem verða á okkar tímum. Þetta hefur í för með sér að land eins og ísland getur ekki einangrað sig frá því vaxtastigi eða straumum sem eru á pen- ingamörkuðum í Evrópu eða ver- öldinni allri. Sérstaklega ekki vegna þess að við þurfum að flytja mikið út og við skuldum mikið, eins og ég hef áður um rætt. Þess vegna hlýtur vaxtastig- ið á íslandi að taka verulegt mið af því hvernig vextirnir eru í helstu samkeppnislöndum okkar. Staðreyndin er sú að þessari ríkisstjórn hefur tekist það sem fáir trúðu fyrir tveimur árum, að ná raunvaxtastiginu niður í það sem tíðkast í helstu viðskipta- löndum okkar. Til lengdar getum við ekki haft það lægra, slíkt er ekki framkvæmanlegt því þá væru einhverjir innanlands látnir borga með þeim vaxtakjörum og látnir greiða vaxtamuninn. Það yrði orsök ójafnréttis í okkar íandi. Hins vegar eru ýmsir sífellt að reyna að taka til sín meira af vöxtunum hér í landinu okkar, og blessað bankakerfið, þetta ofvaxna íslenska bankakerfi, býr nú við þá staðreynd að okkur hefur tekist að ná verðbólgunni niður. Þannig er búið að afhjúpa vaxtamuninn sem bankakerfið hefur notað sem tekjur hjá sér, og byggt þannig upp bankahall- irnar og fjölgað starfsfólkinu. Þannig hefur verið búið um hnút- ana að íslenska bankakerfið er hlutfallslega miklu stærra en í öðrum löndum. Nú verður íslenska bankakerf- ið að fara í stórkostlega hagræð- ingu, því vaxtamunurinn verður að minnka. Þeir geta ekki tekið svona mikið til sín. Þetta er það skemmtilega sem er afleiðing af verðbólgunni. Ég segi við banka- stjórana sem koma til mín og kvarta yfir að rekstrargrundvöll- ur banka sé orðinn erfiður, því verðbólgan sé orðin svo lítil, að nú verði þeir að gera það sama og þeir hafi predikað yfir öðrum í landinu, að grípa til hagræðingar. Okkur hefur einnig tekist með nýjum aðferðum að selja miklu meira af spariskírteinum ríkis- sjóðs en áður þekktist, og höfum fundið nýjan markað fyrir ríkis- verðbréf. Þannig fjármagnast skuldaþörf ríkissjóðs hér innan- lands í meira mæli en áður, en það skapar líka ákveðinn stöðug- leika. Ég á þess vegna ekki von á því, þegar á heildina er litið, að miklar breytingar verði á raun- vaxtastiginu sem nú ríkir í land- inu. Það getur lækkað eitthvað smávegis, en getur líka hækkað örlítið. Stóri vandinn er hinsveg- ar vandi bankakerfisins; að laga sig að hinum nýja veruleika; að geta ekki lengur skákað í því skjólinu að vextir á íslandi séu miklu hærri en í samkeppnislönd- um okkar.“ EHB Trmri reynsla Það þarf varla að nefna það að þeir sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað einhvers konar hug- rækt, kannast við hve erfitt getur verið að koma reynslu sinni í búning orða. Reynsla sem hlýst í hugleiðslu eða af andlegum iðkunum virðist vera af því tagi að eingöngu er hægt að lýsa henni fyrir þeim sem sjálfur hefur upplifað hana. Þess vegna er stórt atriði í mörgum andlegum hugræktarkerfum að hluta það að frekar er mælt með iðkun sem leiðir til reynslu en ekki því að öðlast vitsmunalega þekkingu á einstökum atriðum andlegra fræða sem hlýst með lestri eða tali um andleg fyrirbæri. Hvernig getur maður sem aldrei hefur þaggað niður í sínum eigin huga ímyndað sér hvað hljóður hugur er? Hvernig er hægt að lýsa til- finningunni fyrir að „vera“ með orðum? Fyrir mann sem lítið sem ekkert hefur skyggnst inn í sitt innra eðli þá er sá heimur sem þar býr honum all verulega fram- andi. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að orð sem notuð eru til að lýsa reynslu, sérstaklega innri reynslu eru svipaðs eðlis og ferja sem flytur mann yfir fljót. Hún er nefnilega skilin eftir þegar komið er yfir á hinn bakkann vegna þess að á landi gildir allt annar ferða- máti. Þess vegna verður að tak- marka að notast við orð til að lýsa reynslu þar sem táknmál þeirra nær ekki yfir það að lýsa beinni innri reynslu. Þegar menn þreifa fyrir sér f andlegum iðkunum þá kemur til dæmis margvíslegur búningur þagnarinnar í ljós. Það er talað um innri og ytri þögn, þögn andardráttarins og þögn líkam- ans, þögn þar sem heimurinn er hljóður, þögn sem heyrist, þögn sem er eins og gat í tómið og þögn sem er máttugri en orð. Þetta minnir á orð Lao Tzu: Sá sem veit, talar ekki, sá sem talar, veit ekki. Ævinlega er varað við að ætla orðunum að koma meiru til skila en þau megna og þess vegna mætti spyrja sig: Er þá ekki eitthvað bogið við að reyna að tala um t.d þögn? Hvernig er beinni upplifun á þögn lýst? Athugum aðeins hvað átt er við með þögn í hugræktariðkun. Venjuleg skynsemi segir að til þess að búa til þögn verði að kveða niður allan hávaða og hljóð. Það reiknar enginn með að hægt sé að vera hljóður í mesta skarkalanum niðri í bæ, en þegar grannt er skoðað sést að sú þögn sem hér er átt við næst ekki með því einu að vera á hljóðum stað. Hjá flestum sem iðka hugleiðslu fer umhverfið að skipta sífellt minna máli heldur en það sem gerist innra með þeim sjálfum. Þegar byrjandi í hugrækt skyggn- ist inn í sinn eigin hugarheim kemst hann að því að þar er heill heimur síbreytilegra og mis- skýrra mynda og hljóða sem eru allt frá því að vera tónlist yfir í tal við hann sjálfan eða einhvern ímyndaðan áheyranda. Allt þetta blandast síðan missterkum til- finningum, vonum og ótta og upprifjun á fyrri reynslu... þetta er hið venjulega hugarástand Dulspeki Umsjón: Einar Guðmann. þorra fólks. En athugið að ég sagði ekki hið „eðlilega“ heldur venjulega. Haft er eftir spekingnum Plato að hugsun sé það að ræða við sjálfan sig í hljóði. Það er vissu- lega ekki út í loftið, þar sem meg- inþorri hugarstarfs okkar er nokkurs konar orðrænt innra samtal sem hugræktariðkandan- um verður sífellt ljósara og ljós- ara þegar hann fylgist með hugs- unum sínum. Hugsanirnar virð- ast koma hver á eftir annarri og alls ekki endilega í samhengi við hina upphaflegu hugsun. Þegar maður rankar síðan við sér verð- ur ljóst að maður hefur verið að tala við sjálfan sig í huganum. Héma kemur hugræktariðkun- in til sögunnar aftur. Þá er reynt að stöðva þessar hugsanalestir sem sýnir iðkandanum hve sjálf- virkur og stjórnlaus hugurinn í rauninni er ef ekkert er gert til að hafa vald yfir honum. Vissulega væri hægt að fara óendanlega djúpt í þessa sálma, en til þess að nema staðar ein- hvers staðar þá bendi ég á að hérna erum við komnir að sterk- um punkti. Hugsanir hafa mátt. Jákvæðar hugsanir hafa upp- byggjandi mátt en neikvæðar hugsanir eru niður brjótandi. Þetta sýnir ekki einungis það að hver og einn ber fulla ábyrgð gagnvart sjálfum sér fyrir hvað hann hugsar heldur ber hann líka ábyrgð á þeim hugsunum sem hann sendir til annarra og um- hverfisins. Við vitum að með nei- kvæðum hugsunum eitrum við út frá okkur og höfum þannig niður- brjótandi áhrif á umhverfið. Margir kannast við það að koma inn í herbergi þar sem einhverjir hafa verið að rífast og hugsa nei- kvæðar hugsanir. Næmt fólk finnur að það er einhver nei- kvæðni í loftinu þó það viti kannski ekki hvers vegna. Þarna kemur gagnsemi hugleiðingar fram sem ætlun mín var að sýna fram á. Sama lögmál og gerir mönnum kleift að senda hug- skeyti þvert yfir hnöttinn, gerir þeim kleift að senda frá sér jákvæðar friðarhugsanir sem hafa bætandi áhrif á allt og alla sem þær beinast til. Þetta er takmark okkar að hluta. Það er að hafa vald yfir okkar eigin hugsunum en láta þær ekki stjórna okkur og okkar lífi. Þegar okkar æðra sjálf tekur stjórnina kemur í ljós hver sköpunarmáttur okkar er. Margir yrðu undrandi ef þeir gæfu sér tækifæri til að sjá ringulreiðina sem ríkir í þeirra eigin huga. Það er ekki fyrr en farið er að stunda hugrækt af einhverju tagi reglu- lega sem maðurinn verður sífellt varari við það sem hann hugsar. Afraksturinn af slíkri hugrækt er handan við táknmál orðanna. Hljóður hugur er ekki bara það að hugsa ekkert. Hann stuðlar að beinni upplifun. Upplifun á kyrrð og friði og hinum hinsta veru- leika þar sem ekkert er til nema kærleikur til alls án orða.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.