Dagur - 28.07.1990, Qupperneq 13
Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 13
í kýrhausnum
— gamansögur, sannar og
uppdiktaðar
Safnahúsið á Sauðárkróki:
Fólk orðlaust yfír salnum
- Magnús Einarsson sýnir verk sín
Sögukorn um Rossini
Þegar hið fræga þýska tónskáld,
Mendelssohn-Bartholdy, var
nýiátið kom ungur maður í heim-
sókn til Gioacchinos Rossinis,
hins fræga ítalska óperuhöfundar
og hafði meðferðis sorgarmars
sem hann hafði samið í tilefni
andlátsins. Ungi maðurinn lék
marsinn og Rossini hlustaði á af
mestu þolinmæði. En er hann
skyldi segja skoðun sína á tón-
verkinu varð honum að orði:
- Æ, góði minn, betra hefði
nú verið að þessu hefði verið
snúið við.
- Ég skil ekki hvað þér eigið
við.
- Jú, ég á við það að það hefði
verið betra að þér hefðuð horfið
yfir í hinn heiminn og Mendels-
sohn hefði samið sorgarmarsinn.
Ungt tónskáld fékk Rossini eitt
sinn handrit að óperuhljómlist er
hann hafði samið og bað Rossini
að setja kross í handritið þar sem
hann fyndi villur eða mistök.
Nokkrum dögum seinna afhenti
Rossini unga manninum handrit-
ið aftur og sá varð himinlifandi
því að hvergi var nokkurn kross
að sjá.
- Dásamlegt, sagði hann. Það
var þá villulaust.
Rossini hristi sorgmæddur
höfuðið og sagði:
- Vinur minn. Ef ég hefði sett
kross við aliar villurnar sem ég
fann þá hefði þetta ekki verið
ópera lengur, heldur kirkjugarð-
ur.
Eftir frumsýningu í París á óperu
Wagners, Lohengrin, var Rossini
spurður hvernig honum þætti
verkið.
- Það er ógerningur að dæma
tónverk eftir að hafa heyrt það
aðeins einu sinni, svaraði Ross-
ini, og ég myndi aldrei láta mér
til hugar koma að hlusta á þetta
aftur!
Er Rossini var á hátindi frægðar
sinnar ferðaðist hann til Portú-
gals og þar bauð Pedró konungur
honum í hirðveislu. Er menn
voru orðnir mettir af kræsingun-
um var farið inn í tónlistarher-
bergið og þar vildi kóngur endi-
lega syngja óperuaríu fyrir tón-
skáldið. Rossini hlýddi af mikilli
andakt á söng hátignarinnar og er
lagið var búið spurði Pedró:
- Jæja, hvernig fannst yður?
Rossini hikaði andartak, ræskti
sig og sagði síðan með sannfær-
ingu:
- Ég hef aldrei á ævi minni
heyrt nokkurn kóng syngja
bntur.
Danski læknirinn Howits
(1828-1912)
Howits hitti einu sinni starfsbróð-
ur sinn, sem hann vissi að kom
frá því að gera keisaraskurð.
- Jæja, hvernig gekk það?
spurði Howits. Lifir barnið?
- Nei, því miður. Það dó.
- En móðirin? Lifir hún?
Nei, starfsbróðirinn varð að
viðurkenna að hún hefði því mið-
ur dáið líka.
Nú varð örlítil þögn, en svo
sagði Howits:
- En faðirinn, þér hafið von-
andi hlíft honum?
Sjúklingur nokkur, roskinn karl-
maður, hafði nýrnasteina og
Howits gaf honum fyrirmæli um
að taka pillur, er hann lét hann
fá, þrisvar sinnum á dag og
drekka þar að auki eitt viskístaup
daglega áður en hann færi að
sofa.
Að nokkrum tíma liðnum kom
sjúklingurinn aftur til Howits,
sem spurði hann hvort hann hefði
farið eftir fyrirmælunum.
- Ja, læknir minn, svaraði
maðurinn. Ég er nú hálfhræddur
um að ég sé dálítið á eftir með
pillurnar, en það er þó bót í máli
að ég er kominn sex vikur fram í
tímann með viskíið.
Smælki
Ef þú vill endilega tala um
áhyggjur þínar og erfiðleika þá
skaltu ekki þreyta vini þína með
raunatölum. Segðu heldur óvin-
um þínum frá þessu. Þeir verða
himinlifandi.
Plutarchos var grískur rithöfund-
ur og heimspekingur. Hann
mælti svo:
- Ónytjungar, sem settir eru í
virðingarstöður, líkjast helst
líkneskjum á súlum. Því hærra
sem þeir eru, því minni sýnast
þeir. SS tók saman
I Safnahúsinu á Sauðárkróki
var haldin málverkasýning um
síðustu helgi. Það var Magnús
Einarsson fyrrverandi kennari
við Fjölbrautaskólann sem
sýndi verk sín, bæði olíumál-
verk og vntnslitamyndir.
Á sýningunni, sem stóð frá
fimmtudegi og frant á sunnudag,
voru sextán olíumálverk og átta
vatnslitamyndir. Elsta verkið var
frá 1983, en flest þeirra frá þessu
ári.
Magnús er sjálfmenntaður á
þessu sviði og er þetta hans fyrsta
sýning. Hann sagði að sér hefði
fundist upplagt að halda sýningu
þar sem hann væri nú á förum frá
Sauðárkróki. Magnús er að fara í
framhaldsnám í mannfræði í
bænum Madison í Bandaríkjun-
um eftir að hafa kennt við Éjöl-
'brautaskólann síðan 1986.
Þetta er ekki eina listgreinin
sem Magnús stundar, hann hefur
sent frá sér þrjár Ijóðabækur og
einnig komið nálægt tónlist.
Að sögn Magnúsar virðist ekki
vera mikil aðsókn á myndlistar-
sýningar á Sauðárkróki og taldi
hann ástæðuna e.t.v þá að fólk
hugsaði of mikið um það að
þarna væri ekkert fyrir sig. Síðan
þegar fólk væri komið á staðinn
þá sæi það sjaldan eftir því.
Magnús sagði ennfremur að þessi
litla aðsókn væri synd, þar sem
sýningarsalurinn í Safnahúsinu
væri mjög góður og hann sagðist
vita til þess að fólk sunnan úr
Rcykjavík, sem vant væri mjög
góðum salarkynnum, yröi nær
orðlaust yfir því að finna svona
góðan sýningarsal úti á landi.
SBG
Kristinn G. Jóhannsson skrifar
Um viðhald og virðingu og fegurð hófseminnar
Það sér ekki lengur í kartöflu-
grösin fyrir arfa. Hann þjösnað-
ist upp í loftið í sprettutíðinni að
undanförnu. Ég gef honum hins
vegar langt nef núna enda far-
inn að borða kartöflur undan
grösunum sem hann er að
keppast við að feia. Það breytir
hins vegar ekki því að ég hefi
ætlað undanfariö að segja ykk-
ur frá afvötnun Helga magra og
Þórunnar hyrnu en hefi hvað
eftir annað lent á glapstigum.
Síðast komst ég í þetta skelfi-
lega uppnám út af áli. Það er
ekki að spyrja að þessu vonda
efni. Það er að setja allt á ann-
an endann og nú bíða menn
voða spenntir eftir því að vita á
hvorn endann það setur okkur.
Ég legg hreint ekki í vana minn
að hlaupa uppi slík dægurmál
en slíkur er máttur álsins að ég
bjó mér til áreynslulaust rifrildi
við SO, vin minn. Hann ætlar
aldrei að tala við mig aftur og ég
held hann ætli að leggja til að
ég verði rekinn úr flokknum fyrir
þetta fáfengilega álupphlaup.
En nú er þar til máls að taka
að í vor og sumar hafa a.m.k.
þrjú útilistaverk verið sett upp
hérna í bænum ( skóginum. Af
þeim öllum er menningarauki.
Ég á hér við verk Péturs Bjarna-
sonar á flugvélastéttinni gömlu
við Strandgötu, Óðinshrafn
Ásmundar við Menntaskólann
og nú síðast listaverk Jóns
Gunnars við Torfunef. Sem
sagt gott.
Hins vegar stóð lengi á
klöppunum mynd landnáms-
hjónanna Helga og Þórunnar
eftir Jónas Jakobsson. Það
verk stóð vel þarna uppi og var
orðið býsna samgróiö bæjar-
myndinni. Má raunar segja að
það hafi verið eins konar bæjar-
tákn svona líkt og Ingólfur er á
Arnarhóli þeirra fyrir sunnan.
Mynd Jónasar var í upphafi
byggð af vanefnum úr stein-
steypu og stóð sig þess vegna
ekki sem skyldi í lamstri veðra
og vinda. Góðir menn sáu fyrir
fáum árum að við svo búið mátti
ekki standa og var ákveðið að
taka þau hjón til handargagns -
setja þau ( þurrkví - og að okkur
bæjarbúum skildist koma þeim
í varanlegt efni og síðan að
vörmu spori aftur á sinn stað.
Þetta þótti mér og fleirum
drengiiega gert. Ég var raunar
viss um að nú á afmælisári
landnáms þeirra yröi tækifærið
notað og þau aftur reist á stall
sinn snurfusuð og uppáklædd í
brons og aðra dýra málma.
Mér leiðist að þurfa að segja
það en ég hefi fyrir satt að þau
standi enn næsta umkomulaus
og uppþurrkuð í dæluhúsi hita-
veitunnar og eKkert fararsnið á
þeim. Það er sorglegt. Við
gleðjumst þegar ný verk rísa
hér eins og gerðist í vor en við
megum ekki gleyma þeim sem
fyrir eru eða láta þau grotna
niður eða týnast. Styttan af
Helga magra er hluti af menn-
ingarsögu bæjarins hvað sem
hver segir og höfundurinn Jón-
as Jakobsson raunar fyrsti
„bæjarlistamaðurinn" í vissum
skilningi. Hann á þaö skilið að
verkum hans sé sómi sýndur en
ekki hið gagnstæða.
Ég ætla hér meö að leyfa mér
að fara fram á að nú verði
snöfurmannlega tekið á málinu
og Helgi og frú steypt í það efni
sem sæmir og þeim síðan kom-
ið fyrir sem fyrst í sitt gamla
heiðurssæti að vakta byggðina.
Það er svo oft búið að hæla
Akureyringum fyrir gróðurinn í
bænum að við erum löngu hætt
að kunna okkur nokkurt hóf í
ræktunarstörfunum. Allt skal
blómum og skógi skrýtt. Þetta
ræð ég af því hver örlög sumra
útilistaverka bæjarins hafa
orðið. Mörg þeirra eru horfin í
trjágróður og eru þess vegna
hætt aö setja svip á umhverfi
sitt. Það er orðin árátta hjá okkur
að kæfa þau í gróðri. Man
nokkur t.d. lengur þaö góða
verk „Harpa bænarinnar?" Það
stendur ykkur að segja kirfilega
falið í trjám við Þórunnarstræti.
„Litli sjómaðurinn" treður mar-
vaðann í blómaskrúöi fyrir
framan Búnaðarbankann.
Tímaspursmál hvenær hann
hverfur ( blómahafið. Mynd
Stefáns skólameistara á M.A.
lóðinni blasir ekki lengur við
vegfarendum. Búið að girða
hann af með trjám. „Systurn-
ar“ fyrir neðan andapollinn eru
hauslausar þegar maður virðir
þær fyrir sér gegnum trjágöngin
og þótt þær séu fallega vaxnar
niður held ég að listamaðurinn
hafi ætlast til að maður sæi
höfuðin líka. „Helgi magri" stóö
í stafni skips síns f miðju
blómabeði. Ég ætla ekki að
nefna fleiri dæmi að sinni en þó
var enn bætt um betur á dögun-
um þegar verkinu góða sem er
með skipsformi var plantaö nið-
ur í víggirtu skógarrjóðri á
Torfunefinu, hávaxin tré austan
viö svo tryggt sé það sjáist ekki
úr þeirri átt. Það er þegar í upp-
hafi falið af mikilli kostgæfni.
Það er klúður. Svona verk á að
standa þannig að njóti sín frá
mörgum sjónarhornum og hafa
hreint í kringum sig.
En það er eins og ég sagði
ykkur í upphafi að arfinn er
erfiður viðureignar og vex öðru
yfir höfuð ef maður ekki hefur
gát á honum. Ef það er hins
vegar álit manna að öll mann-
anna verk batni við þaö að kaf-
færa þau í sem fjölbreytilegustum
blóma- og trjágróðri þá vil ég
minna á að við Torfunefs-
bryggju liggur eins konar vfsir
að sjóminjasafni að mér skilst
eða útilistaverk í líki togara. Ég
legg til að þar í kring og um
borð verði plantað voða mörg-
um trjám og settir blómapottar i
alla glugga, stjúpur í stefni,
runnar á borðstokka og jólatré í
strompinn.
Kr. G. Jóh..