Dagur - 28.07.1990, Page 15
Laugardagur 28. júlí 1990 - DAGUR - 15
Myndin er tekin við afhendingu fullgildingarskjala íslands. F.v. Michel
Hansenne, forstjóri ILO, Kjartan Jóhannsson sendiherra, Gylfi Kristinsson,
deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og Stefán Jóhannsson sendifulltrói.
ísland Mgildir tvær al-
þjódasamþykktir Alþjóða-
vimiumálastofnunarinnar
dagskrá fjölmiðla
Á Stöð 2 er á dagskrá kl. 17.00 á laugardag nýsjálenski framahaldsflokk-
urinn Glys.
Á síðasta Alþingi voru sam-
þykktar tvær þingsályktunartil-
lögur sem félagsmálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, lagði
fram um heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til að fullgilda tvær alþjóða-
samþykktir Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar (ILO). Hér er um
að ræða alþjóðasamþykkt nr. 122
frá árinu 1964, um stefnu í
atvinnumálum, og nr. 159 frá
árinu 1983, um starfsendurhæf-
ingu og atvinnumál fatlaðra.
Kjartan Jóhannsson, sendi-
herra íslands hjá alþjóðastofnun-
um í Genf, afhenti forstjóra
alþjóðavinnumálastofnunar í
Genf, Michel Hansenne, fullgild-
ingarskjöl íslands meðan 77.
Alþjóðavinnumálaþingið stóð
hinn 22. júní sl. Viðstaddir
athöfnina voru Gylfi Kristinsson,
deildarstjóri í félagsmálaráðu-
neytinu og Stefán Jóhannsson
sendiráðsritari.
Þetta eru fyrstu fullgildingar
íslands á alþjóðasamþykktum
ILO í 10 ár. Samtals hefur ísland
nú fullgilt 16 af 169 samþykktum
sem þing Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar hafa afgreitt frá
árinu 1919. Alls hafa forstjóra
ILO borist 5.010 fullgildingar-
skjöl frá aðildarríkjum stofnun-
arinnar sem eru 150 talsins. Þess
skal getið að í alþjóðasamþykkt-
unum felast skuldbindingar um
lágmarkskröfur á hinum ýmsu
sviðum vinnu- og félagsmála.
Alþjóðasamþykkt nr. 122, um
stefnu í atvinnumálum, felur í sér
skuldbindingu um að aðildarríki
lýsi því m.a. yfir sem meginmark-
miði að framfylgja stefnu er miði
að því að veita öllum næga, arð-
bæra atvinnu eftir frjálsu vali. í
tillögum sem fylgja samþykktinni
er ýtarleg útfærsla á því hvernig
markmiði tillögunnar verði náð.
Þessi samþykkt er talin ein af
mikilvægari samþykktum Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar og hafa
73 af 150 aðildarríkjum stofnun-
arinnar fullgilt hana.
Samkvæmt alþjóðasamþykkt
nr. 159, um starfsendurhæfingu
og atvinnumál fatlaðra, skal
móta, hrinda í framkvæmd og
endurskoða með ákveðnu milli-
bili stefnu ríkisins í starfsendur-
hæfingu og atvinnumálum fatl-
aðra. Samkvæmt samþykktinni
skal umrædd stefna miða að þvi
að allir hópar fatlaðra hafi aðgang
að endurhæfingarstarfsemi við
sitt hæfi og að því að fjölga
atvinnutækifærum fyrir fatlaða á
hinum almenna vinnumarkaði.
Með þessum hætti miðar sam-
þykktin að því að bæta stöðu fatl-
aðra almennt í þjóðfélaginu.
Samþykktin hefur verið fullgilt af
30 aðildarríkjum ILO. í þeim
hópi eru öll Norðurlöndin.
Sjónvarpið
Laugardagur 28. júlí
16.00 íþróttaþátturinn.
Fylgst verður með íþróttaviðburðum líð*
andi stundar, Bikarkeppninni í frjálsum
íþróttum í Mosfellsbæ og Friðarleikunum
í Seattle.
18.00 Skytturnar þrjár (15).
18.25 Ævintýraheimur prúðuleikaranna
(1).
(The Jim Henson Hour.)
í þessum fyrsta þætti verður rifjuð upp
saga þáttanna Sesame Street.
Gestur: Bill Cosby.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Ævintýraheimur prúðuleikaranna
framhald.
19.30 Hringsjá.
20.10 Fólkið í landinu.
Björg í Lóni.
Ævar Kjartansson ræðir við Björgu Áma*
dóttur, organista og kórstjóra í Lóni í
Kelduhverfi og Kirkjukór Keldhverfinga
syngur nokkur lög.
20.30 Lottó.
20.40 Hjónalíf (11).
(A Fine Romance.)
21.10 Drengurinn sem hvarf.
(Drengen der forsvandt.)
Jónas er þrettán ára og orðinn lang-
þreyttur á erjum foreldra sinna. Hann
ákveður að strjúka að heiman í þann
mund sem fjölskyldan er að leggja af stað
í sumarleyfið.
Aðalhlutverk: Mads Nielsen, Kirsten
Olesen og Millie Reingaard.
22.30 Hættuleg ástriða.
(Dangerous Affection.)
Bandarísk spennumynd með garaansömu
ivafi frá árinu 1987.
í myndinni segir frá bamshafandi konu
og syni hennar en um líf þeirra situr
morðingi sem drengurinn veit deili á.
Aðalhlutverk: Judith Light, Jimmy Smits
og Audra Lindley.
00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 29. júlí
16.00 Friðarleikamir i Seattle.
17.40 SunnudagBhugvekja.
17.50 Pókó (4).
18.05 Boltinn.
(Bolden.)
Myndin gerist í upphafi sjötta áratugar-
ins og íjallar uœ ungan dreng sem dreym-
ir um að leika fótbolta á Ólympiuleikum.
18.25 Ungmennafélagið (15).
Fótbolta sparkað.
Umsjón Valgeir Guðjónsson.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Vistasklpti (8).
19.30 Kastljós.
20.30 Guð er ekki fiskmatsmaður.
(God is not a Fish Inspector.)
Myndin gerist á elliheimili í Gimh og segir
frá Fúsa nokkrum Bergman sem er ekki á
þvi að gefast upp fyrir Elli kerlingu.
Aðalhlutverk: Ed McNamara og Rebecca
Toolan.
21.00 Á fertugsaldri (7).
21.45 Listasmiðjan.
Pálssonar, Mob Shop IV, við Viborg í Dan-
mörku.
22.35 Vegurinn heim.
(The Long Way Home.)
Bresk heimildamynd um Boris Greben-
shikov, einn fremsta dægurtónhstarmann
Sovétríkjanna.
00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 30. júlí
17.50 Tumi.
(Dommel).
18.20 Litlu prúðuleikararnir.
(Muppet Babies.)
18.50 Táknmálsfróttir.
18.55 Yngismær (130).
19.20 Við feðginin (2).
19.50 Tommi og Jenni.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Ljóðið mitt (9).
Að þessu sinni velur sér ljóð Ingólfur
Guðbrandsson tónlistar- og ferðamála-
frömuður.
Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir.
20.40 Ofurskyn (3).
(Supersense).
Þriðji þáttur: Hljóð og heyrn.
Einstaklega vel gerður breskur fræðslu-
myndaflokkur í sjö þáttum þar sem fylgst
er með því hvernig dýrin skynja veröldina
í kringum sig.
21.10 Skildingar af himnum.
(Pennies from Heaven).
Fimmti þáttur.
Breskur myndaflokkur í sex þáttum.
aðalhlutverk: Bob Hoskins.
22.40 Friðarleikarnir.
23.00 EUefufréttir.
23.10 Friðarleikamir frh.
00.00 Dagskrárlok.
Stöð 2
Laugardagur 28. júlí
09.00 Morgunstund með Erlu.
10.30 Júlli og töfraljósið.
10.40 Perla.
11.05 Stjörnusveitin.
11.30 Tinna.
12.00 Smithsonian.
(Smithsonian World.)
12.55 Lagt i'ann.
13.25 Eðaltónar.
14.00 Veröld - Sagan í sjónvarpi.
(The World - A Television History.)
14.30 Á uppleið.
(From the Terrace.)
Paul Newman leikur unga stríðshetju
sem reynir að ávinna sér virðingu föður
síns með.þvi að ná góðum árangri í fjár-
málaheiminum. Þetta markmið hans
verður til þess að hann vanrækir eigin-
konu sína og hún leitar á önnur mið.
Aðalhlutverk: Paul Newman og Joanne
Woodward.
17.00 Glys.
(Gloss.)
18.00 Popp og kók.
18.30 Bilaíþróttir.
19.19 19.19.
20.00 Séra Dowling.
(Father Dowling.)
20.50 Stöngin inn.
Við fylgjumst með lífi fótboltamanna utan
vallar, þeir m.a. heimsóttir í vinnuna.
Dómarar fá einnig sinn skammt og verður
greint frá nokkrura athyglisverðum
augnablikum í dómgæslunni.
21.20 Sagan um Karen Carpenter.#
(The Karen Carpenter Story.)
Mynd þessi er byggð á raunverulegum
atburðum um hina kunnu söngkonu Kar-
en Carpenter. Hún þjáðist af megrunar-
veiki, sem varð henni að aldurtila.
Aðalhlutverk: Cynthia Gibb, Mithell
Anderson og Peter Michael Goetz.
22.55 Hugarflug.#
(Altered States.)
í New York starfar sálar-lífeðlisfræðingur-
inn Jessup við vafasamar tilraunir á vit-
und mannsins. Hann gerir tilraunir á
sjálfum sér í keri þar sem hann er sviptur
allri skynjun svo sem á ljósi, hljóði, þyngd-
arlögmáli og svo framvegis.
Aðalhlutverk: WUliam Hurt og Blair
Brown.
Stranglega bönnud börnum.
00.35 Undirheimar Miami.
(Miami Vice.)
01.20 A1 Capone.
(Capone.)
Þessi mynd er frá árinu 1975 og fjaUar um
uppgangsár þessa Ulræmda manns.
Aðalhlutverk: Sylvester StaUone, John
Cassavetes og Susan Blakely.
Stranglega bönnuð börnum.
02.55 Dagskrárlok.
Stöð 2
Sunnudagur 29. júlí
09.00 í Bangsalandi.
09.20 Popparnir.
09.30 Tao Tao.
09.55 Vélmennin.
10.05 Krakkasport.
10.20 Þrumukettirnir.
10.45 Töfraferðin.
11.10 Draugabanar.
11.35 Lassý.
12.00 Popp og kók.
12.30 Viðskipti í Evrópu.
13.00 Fullttungl.
(Moonstruck.)
Þreföld Óskarsverðlaunaraynd um vanda-
mál innan fjölskyldu af ítölskura ættum.
Þetta er bráðskemmtUeg mynd þar sem
vandamáhn eru skoðuð frá öðru sjónar-
horni en við eigum að venjast.
Aðalhlutverk: Cher, Nicolas Cage, Danny
AieUo, Juhe Bovasso, Feodor Chaliapin
og Olympia Dukakis.
15.00 Listamannaskálinn.
(Southbank Show.)
Toulouse Lautrec.
16.00 íþróttir.
19.19 19.19.
20.00 í fréttum er þetta helst.
(Capital News.)
20.50 Björtu hliðarnar.
21.20 Van Gogh.
(Van Gogh.)
Fyrsti hluti af fjórum í nýrri mynd sem
gerð hefur verið um ævi og list Vincent
Van Gogh en í dag er þess minnst að eitt
hundrað ár eru liðin frá þvi að Vincent
lést.
Annar hluti er á dagskrá annað kvöld.
22.20 Alfred Hitchcock.
22.45 Sofðu rótt prófessor Ólíver.
(Sleep WeU Professor Oliver.)
Spennumynd um prófessor nokkurn sem
fer að rannsaka óupplýst sakamál sem
hann vUl kenna djöfladýrkendum um.
Aðalhlutverk: Louis Gossett jr. og Shari
Headley.
Stranglega bönnuð börnum.
00.15 Dagskrárlok.
Stöð 2
Mánudagur 30. júlí
16.45 Nágrannar.
(Neighbours.)
17.30 Kátur og hjólakrílin.
17.40 Hetjur himingeimsins.
18.05 Steini og Olli.
18.30 Kjallarinn.
19.19 19.19.
20.30 Dallas.
21.20 Opni glugginn.
21.35 Töfrar.
(Secret Cabaret.)
22.00 Van Gogh.
Annar hluti vandaðrar framhaldsmyndar
um líf og störf þessa einstæða lista-
manns, en í gær var einmitt hundrað ára
ártíð hans.
Þriðji og næstsíðasti hluti verður sýndur á
morgun.
23.00 Fjalakötturinn.
Mikli McGinty.
(The Great McGinty.)
Sagt er frá iðjuleysingja sem er komið í
áhrifastöðu fyrir tilstilli spilltra pólitískra
afla. Þegar hann reynir að vera heiðarleg-
ur og sinna starfi sinu af drengskap
kemst hann að raun um það að slíkt er
ekki vel séð.
Aðalhlutverk: Brian Donlevy, Akim Tam-
iroff og Muriel Angelus.
00.20 Dagskrálok.
Hvers vegna er nágranni
þinn áskrifandi að
Heima er bezt
Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er
bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hériendis.
Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást
í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott
og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir
sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfylltu þess vegna
strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann
til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt
um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru
því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“.
Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti.
x-----------------------------------------
Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri.
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu
„Heimaerbezt".
□ Árgjald kr. 2.000,00.
□ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990.
Nafn: _________:__________________________
Heimili:
I Ríkissjónvarpinu er á dagskrá kl. 20.30 á sunnudag þátturinn Lista-
smiðjan.