Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Lambakjötskynning í forsetaferð: Vigdís fer með hrygg frá Fjalla- lambi til Fiimlands sérstök meðhöndlun hjá meistara hússins Hjá sláturhúsinu Fjallalambi á Kópaskeri er verið að vinna lambakjöt sem notað verður á sérstökum kynningum meðan á Finnlandsferð Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta, stendur. Búvörudeild Sambandsins fékk sex sláturhús til að vinna þetta verk og raunar er það matreiðslumeistarinn hjá Fjalla- lambi, Guðmundur Magnús- son, sem tók verkið að sér persónulega, enda er hann einn af fáum sem kunna réttu handtökin. Guðmundur starfaði hjá Hótel Islandi áður en hann var ráðinn til Fjallalambs, en þar á hann m.a. að vinna að vöruþróun og markaðssetningu. Hann sagðist í samtali við Dag lítið hafa geta einbeitt sér að þeim þáttum vegna anna en fljótlega gæti hann snúið sér að tilraunum með vinnslu og matreiðslu lambakjöt- isins. Kjötið sem verður kynnt fyrir Finnunum er glænýtt, það er tek- ið strax eftir að það hefur hangið og meðhöndlað á sérstakan hátt. Aðeins hryggurinn er notaður og var Guðmundur beðinn að lýsa þessum kúnstum. „Hryggurinn er tekinn með 1-2 fleiri rifjum en vanalega og skor- inn í tvennt. í fremri hlutanum eru átta rif. Ég hef þau með, hreinsa á milli þeirra og sker fitu burt þannig að þetta lítur út eins og kóróna sem síðan er skreytt. í aftari hlutanum eru filet og lund og er þessu beinlausa kjöti pakk- að sérstaklega,“ sagði Guðmund- ur. Það verða um 500 hryggir sem Guðmundur meðhöndlar á þenn- an hátt fyrir kynninguna í Finn- landi eða alls um 300 kíló. Hann er þegar búinn að senda bróður- partinn af kjötinu frá sér en er nú að vinna síðustu hryggina. Vigdís Finnbogadóttir heldur til Finnlands innan tíðar og þótti upplagt að nota tækifærið til að kynna íslenska lambakjötið fyrir Finnum. Fróðlegt verður að vita hvernig þeim líkar við lömbin frá Norðausturlandi eftir meðhöndl- un matreiðslumeistara Fjalla- lambs en sjálfur kvaðst Guð- mundur ekki vita hvort framhald verður á þessari vinnslu hryggj- anna. SS Glaðvær og lífsglöð ungmenni að koma úr sundi og ekki ber á öðru en bros sé á hverju andliti þrátt fyrir hálfgert suddaveður. Mynd: Golli Stór hluti kartöfluuppskeru í Þykkvabænum er ónýtur: Gæti hugsanlega hækkað kartöfluverðið eitthvað - segir Sveinberg Laxdal, kartöflubóndi Túnsbergi á Svalbarðsströnd Nú er Ijóst að stór hluti upp- skeru bænda á stærsta kart- öflusvæði landsins, í Þykkva- bæ og nágrenni, er ónýtur vegna kartöflumyglufaraldurs, sem upp kom þar í haust. Eins Nafn á nýtt sveitarfélag framan Akureyrar: Ákveðið að leita álits íslensku- fræðings á nokkrum nöftium I fyrrakvöld komu sveitar- stjórnirnar í hreppunum þrem- ur framan Akureyrar til sameig- inlegs fundar þar sem fjallað var um niðurstöðu kosning- anna um síðustu helgi þar sem samþykkt var að sameina hreppana. A fundinum voru afgreiddar ýmsar samþykktir sem senda þarf félagsmálaráðu- neytinu til staðfestingar og jafnframt rætt um nafn á nýja sveitarfélagið. stjórn fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar og ákveða skipan lista gömlu sveitarstjórn- anna fyrir þessar kosningar. Það sé höndum félagsmálaráðuneytis- ins að boða til sveitarstjórnar- kosninga og auglýsa þær, jafn- framt því að auglýsa frest til að skila inn framboðum. Ekkert bendi til annars en þessar kosn- ingar verði þann 17. nóvember. JÓH og fram hefur komið voru kartöflugarðar þar úðaðir þeg- ar upp komst um mygluna, en það mun ekki að fullu hafa tekist. Ekki er Ijóst hvaða áhrif þessi tíðindi hafa á kartöflu- markaðinn, en Sveinberg Laxdal, bóndi í Túnsbergi á Svalbarðsströnd, telur að minna framboð af þessum sök- um kunni að hækka kartöilu- verð eitthvað. Haukur Halldórsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, fór austur fyrir fjall í fyrradag og kynnti sér aðstæður. Ekki náðist í Hauk í gær, en Hákon Sigur- grímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins, staðfesti að í ljós hafi komið að stór hluti upp- skeru bænda í Þykkvabæ væri ónýtur. „Mér skilst að þær kart- öflur sem teknar voru upp áður en úðað var séu meira og minna orðnar að drullu. Hjá hinum sem úðuðu eru bæði kartöflur sem lentu í frosti eða eru myglaðar og Ijóst er að þarf að fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Hákon. Sveinberg Laxdal, kartöflu- bóndi í Túnsbergi, sagði að erfitt væri að meta hvað þetta þýddi fyrir kartöflumarkaðinn í land- inu. „Þetta gæti sagt okkur það að allt að 40% af uppskeru landsmanna séu ónýt,“ sagði Sveinberg. „Þrátt fyrir þetta þyk- ir mér líklegt að verði nægar kartöflur, en ég hygg að verðið muni heldur hækka. En það er erfitt að segja um þetta því að heildartölur um kartöfluupp- skeru í landinu liggja enn ekki fyrir.“ óþh Hlutabréf HlutaQársjóðs í HÓ: Tvö tilboö bárust frá Ólafsfirði - lít svo á að við séum út úr myndinni, segir Gunnar Sigvaldason hjá Sæbergi Ólafur Vagnsson, oddviti Hrafnagilshrepps, segir að ákveðið hafi verið að leita eftir áliti íslenskufræðings á þeim nöfnum sem flest atkvæði hlutu í skoðanakönnuninni og hafi Gísli Jónsson, fyrrverandi íslensku- kennari við Menntaskólann á Akureyri, þessi nöfn nú til skoðunar. Að fengnu áliti hans komi sveitarstjórnirnar aftur saman til fundar og taki þar afstöðu til þess hvað nýja sveitar- félagið skuli heita. Ólafur segir að nú liggi fyrir núverandi sveitarstjórnum að taka ákvörðu um nafnið á nýja sveitarfélagið, kjósa yfirkjör- Tvö tilboð bárust í hlutabréf Hlutafjársjóðs Byggðastofnun- ar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð- ar hf., en frestur til að skila inn tilboðum rann út í fyrradag. Bæði tilboðin eru frá fyrirtækj- um í Ólafsfírði, það hærra sameiginlega frá Stíganda hf. og Sædísi hf. að upphæð 48,5 milljónir króna og Iægra til- boðið frá Sæbergi hf. að upp- hæð 48 milljónir króna. Kaup- félag Eyfírðinga gerði ekki til- boð í hlut Hlutafjársjóðs í HÓ, en KEA hafði óskað eftir ýms- um upplýsingum um fjárhag og rekstur fyrirtækisins. Hlutafjársjóður auglýsti eftir tilboðum í hlutabréf sín í frysti- húsinu, sem eru að nafnvirði 96 milljónir króna. Þetta eru um 49% i af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hlutabréfin eru boðin til sölu í ! einu lagi og skulu þau staðgreidd. Búist er við að innan hálfs mán- aðar verði tekin ákvörðun um hvort hlutabréfin verða seld og þá hverjum. Gunnar Þór Magnússon er stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri í Stíganda hf. og Sædísi hf. i Hann sagði f samtali við Dag að | of snemmt væri að segja hvernig þessi mál þróuðust. Honum hefði skilist að Helgi Bergs, stjórnar- formaður Hlutafjársjóðs, yrði ekki viðlátinn fyrr en um 20. októ- ber og fyrr yrði ekki tekin ákvörðun um sölu hlutabréfanna. Gunnar Þór hafði áður gert til- boð í hlutabréf í Hraðfrystihús- inu sem var hafnað, en hann sagði að munurinn á tilboðunum væri sá að áður hefði hann boðið í öll hlutabréf HÓ, en nú væri einungis boðið í 49% hlut Hluta- fjársjóðs í fyrirtækinu. Þeir Gunnar Þór Magnússon og Sigurður G. Gunnarsson sitja í aðalstjórnum beggja hlutafé- laga, Sædísar og Stíganda. Auk þeirra situr Númi Jóhannsson í stjórn Sædísar hf. og Brynja Sig- urðardóttir í stjórn Stíganda hf. Gunnar Sigvaldason hjá Sæ- bergi hf. sagðist í gær ekki vilja gefa upp af hverju Sæberg vildi kaupa hlut Hlutafjársjóðs í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. Hann sagðist líta svo á að Sæberg hf. væri út úr myndinni þar sem tilboð þess væri lægra en tilboð Sædísar hf. og Stíganda hf. Auk Gunnars sitja þeir Sigurð- ur Guðmundsson og Jón Þor- valdsson í stjórn Sæbergs hf. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.