Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 12. október 1990 í landi vandamálanna Dagur heimsækir Sofiu, höfuðborg Búlgaríu Það er ekki hlaupið að því fyrir bifreiðaeigendur að afla eldsneytis á farar- tæki sín. Þessi röð náði lengra en augað eygði og endaði við litla bensínstöð þar sem ekkert bensín var til. En menn bíða og vona. Höfuðstöðvar kommúnistaflokksins. Efst á spírunni var rauður stjörnulaga rúmbín - tákn flokksins - sem var tekinn niður eftir að almenningur safnað- ist saman við húsið. Um alla borg mátti sjá konur með sópa. Og sumum fannst afskaplega gaman að láta mynda sig. Eins og komið hefur fram hélt knattspyrnulið KA til Búlgaríu í síðustu viku og lék þar gegn CSKA Sofia í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Blaðamaður Dags slóst með í för og fylgdist með gengi KA- liðsins auk þess sem hann skoðaði sig um í Sofiu, höfuð- borg Búlgaríu. Til þess gafst góður tími, það er aðeins flog- ið tvisvar í viku frá landinu og því dvaldi hópurinn þar í 5 daga í góðu yfirlæti - betra en flestir íbúar Sofluborgar eiga að venjast. Það var aldimmt orðið þegar við lentum flugvellinum í Sofiu- borg mánudaginn 1. október enda klukkan að verða 8 að kvöldi tij. Ferðalagið var frekar langt og þreytandi, við flugum frá Keflavík til Kaupmannahafnar þar sem setið var og beðið í tvo tíma. Þaðan var flogið til Búda- pest í Ungverjalandi og loks áfram til Sofiu. Samtals tók þetta 10 klukkustundir. Á leið til lendingar vakti það athygli margra í hópnum hversu lítið ljós lagði upp af borginni þegar flogið var yfir hana og reyndar hélt ég að við værum yfir úthverfi eða dreifðri byggð af einhverju tagi. Svo reyndist þó ekki vera heldur var skýringin á ljósleysinu gífurlegur orku- og rafmagnsskortur, auk þess sem trjágróður í borginni er geysilega mikill og deyfir ljós það sem legg- ur upp af henni. Teknir „toIlar“ við komuna Eftir þreytandi ferðalag kveið maður þeirri raun að komast inn í landið en af því hafði maður heyrt misjafnar sögur. Áhyggj- urnar reyndust þó nokkurn veg- inn ástæðulausar. Þegar við skeiðuðum í átt að illúðlegum embættismönnum ríkisins birtist kunnuglegt andlit að baki þeirra, einn af forráðamönnum CSKA var mættur á svæðið og eftir að hann hafði átt orð við landa sína fengum við meira að segja að valsa framhjá röðinni og í gegn- um vegabréfaeftirlitið án nokk- urra vandræða. Farangurinn lét hins vegar á sér standa og þegar hann loksins birtist var ástæðan augljós. Farið hafði verið vand- lega í gegnum flestar töskurnar og hafði t.d. verið sprautað úr tannkremstúpunum hjá nokkr- um. Þá virðast tollverðir í Búlg- aríu hafa þann sið að innheimta „tolla“ upp á sitt eindæmi og þar sem þess er kostur. Einn leik- manna liðsins hafði geymt pen- inga í tösku sinni en þeir voru horfnir. Forsmekkinn að bílaflota borgarbúa fengum við strax og komið var út úr flugstöðinni. Þar beið Trabantbifreið með „taxa“- merki á þakinu og allt í kringum hann voru bifreiðar af austur-evr- ópskri tegund. Okkur var hins vegar skutlað upp í rútu og ekið á hótel Vitosha þar sem sem við áttum eftir að eyða næstu dögum í góðu yfirlæti. Hótel þetta mun vera það besta í Búlgaríu að sögn þeirra sem til þekkja. Það var nokkuð glæsilegt en eftir því sem á dvöl- ina leið varð það sífellt glæsilegra í hugum íslendinganna - ekki síst eftir að við komum á annað hótel sem við gistum á seinni hluta ferðarinnar. Það hafði fjögurra stjörnu gæðastimpil en það veit sá sem allt veit að eftir að hafa dvalist þar í tvo sólarhringa vildi ég ekki reyna að gista á tveggja stjörnu hóteli. Miður vinsamlegir áhorfendur Flestir úr hópnum höfðu hugann að mestu leyti við leikinn sem framundan var og lítill tími gafst til að skoða borgina fyrstu dag- ana. Farið var á æfingu strax á þriðjudagsmorgninum og kom þá nýtt áhyggjuefni til sögunnar - veðrið. Hitamælar borgarinnar stóðu í 24 gráðum þann daginn og þegar við bættist sól sem gerði heiðarlegar tilraunir til að brjót- ast í gegnum mengunarskýin varð það býsna ófýsilegur kostur að leika knattspyrnu. KA-menn báru sig þó vel og tóku tvær léttar æfingar þann daginn, aðra á æf- ingasvæði CSKA í útjaðri borg- arinnar og hina á Norodnia Arm- iia-leikvanginum um kvöldið. Þegar mætt var til leiks á mið- vikudeginum voru móttökurnar með nokkru öðru sniði en menn eiga að venjast á Islandi. Þar er erlendum liðum gjarnan klappað lof í lófa þegar þau ganga inn á leikvanginn en þarna var annað uppi á teningnum. Um leið og KÁ-menn birtust upphófu áhorf- endur ægileg baul og létu öllum illum látum og manni varð ljóst að þetta yrðu erfiðar tvær stundir. Sprengjur sprungu af minnsta tilefni og það verður að viðurkennast að litla sveitamanns- hjartað sló á stundum hraðar en það á að venjast. Um leikinn sjálfan hefur verið fjallað hér í blaðinu og óþarfi að ræða hann frekar. KÁ-menn féllu en gerðu það með sæmd og að leik loknum hröðuðu menn sér heim á hótel og tóku til við að tvista. Bjuggum í „gerviveröld“ Eftir því sem á dvölina á hótel Vitosha leið varð okkur ljóst að við bjuggum í einangraðri gervi- veröld. Áðbúnaður á hóteli þessu var svo gersamlega úr takti við það sem finna mátti utan veggja þess. Við höfðum allt til alls og þurftum engu að kvíða nema e.t.v. eldspýtnaleysi. Skortur á ýmsum nauðsynjavörum er geysi- legur í Sofiu um þessar mundir en við gátum andað rólega - með dollara upp á vasann eru mönn- um flestir. vegir færir í þessu fyrr- um „sæluríki" kommúnismans. Á hótelinu voru dollarasjoppur þar sem fá mátti ýmsan munaðar- varning á verði sem okkur fannst ekkert sérlega hátt en venjulegur Búlgari hefði ekki látið sig dreyma um enda hefði honum aldrei verið hleypt inn á hótelið. Einungis útlendingum er þar heimilaður aðgangur og lesendur geta velt fyrir sér af hverju það stafar. Niðurníðslan áberandi Þegar menn ferðast um borgina er þar margt frábrugðið því sem maður á að venjast. í fyrsta lagi er mengunin gífurleg. Oftast er þarna blankalogn og við slíkar aðstæður liggur þykk mengun- arslæða yfir öllu. Borgin er í sjálfu sér ekki sóðaleg enda gamlar konur með strákústa á hverju strái og því sjaldgæft að sjá rusl á víðavangi. Það sem stingur hins vegar strax í augun er niðurníðslan á nánast öllu sem fyrir augu ber. Bílarnir eru margir gamlir og úr sér gengnir og bón virðist vera aigerlega óþekkt fyrirbæri. Reyndar er bílaeign langt frá því að vera almenn og þeir sem eru í hópi hinna stoltu bifreiðaeigenda aka nær undatekningalaust um á Wartburg, Trabant, Lödu eða Volgu. Margar reisulegar og glæsileg- ar byggingar er að finna um alla borg en þær eru flestar farnar að alllli MMniitt*. HHH HÓTEL KEA Laugardagskvöldið 13. október: Hljómsveitin KVARTETT leikur fyrir dansi Níels Ragnarsson leikur fyrir matar- gesti föstudags- og laugardagskvöld ★ Sýnishorn af matseðli Reyktur lax lagður í rjómapiparsósu ★ Hreindýrasteik með Waldorfsalati og púrtvínssoðinni peru ★ Léttsteikt villigæsabringa með appelsínusósu ★ Heit bláberjabolla með vanilluís ★ Sunnudagsveisla í Súlnabergi Sveppasúpa, ofnsteikt lambalæri og/eða reykt grísalæri, þú velur sósuna, salatið... Erum farin að taka á móti bókunum fyrir Austurlenskt kvöld sem verður þann 20. október. mw li Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. Hótel KEA fyrir vel heppnnöa veislu 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.