Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 9
útgáfu, gjafabréfasölu o.fl.
Gjafalistinn er fjölbreytilegur og
telur á sjötta hundrað nöfn. Fá
framlög eru innan við 1.000 kr.
En hæst trónar talan 3.731.950
kr. sem félagið fékk i arf eftir
Steindór Pálmason smið, þann
gjafmilda heiðursmann, sem tók
miklu ástfóstri við þetta verkefni
félagsins, og lagði til þess alls
tæplega 10 millj. kr.
Séu framlögin tíunduð eftir
upphæðum lítur sá listi þannig út:
6 framlaganna eru
9 framlaganna eru
9 framlaganna eru
5 framlaganna eru
8 framlaganna eru
35 framlaganna eru
36 framlaganna eru
Samtals kr.
2.000.000 12.000.000
1.000.000 9.000.000
500.000 4.500.000
300.000 1.500.000
200.000 1.600.000
100.000 3.500.000
50.000 1.800.000
Þannig hafa þessir 108 einstakl-
ingar, félagasamtök, hreppar, bær
og ríki lagt fram samtals
33.900.000 kr., auk 1.750.000 kr.
frá öðrum gefendum eða alls
35.650.000 kr.
Fjáröflun félagsins sjálfs virðist
nokkuð svipuð frá ári til árs, oft-
ast milli 3-4 ntillj. kr. og athygli
vekur að gjöld hvers árs eru
næsta hverfandi. Þannig lítur t.d.
reikningur ársins 1985 úr:
12 ár eru nú síðan fyrsta spaða-
stungan var tekin og flestum
finnst trúlega að byggingartími sé
þegar orðinn of langur og að mál-
ið komist í höfn og byggingin í
rekstur. Óhjákvæmilegur kostn-
aður - ljós og hiti - o.fl. er að
verða verulegur kostnaðarliður,
af þeim sökum líka þarf rekstur-
inn að komast í gagn sem fyrst.
Byggðastefna í orði
og á borði
Ein leið sýnist eðlilegust til lausn-
ar málinu, sem er að bær og ríki
skipti með sér þeim 70-75 millj.
kr. byggingakostnaði sem eftir
er, en félagið sjái um öflun 25-30
millj. kr. til tækjakaupa og alls
búnaðar.
Hlutur ríkisins er ekki stór til
þessa aðeins 2Vi til 3% þess fjár
sem búið er að leggja í bygging-
una og hlutur bæjarins er litlu
meiri. Það sýnist ekki óeðlilegt
að hlutur þessara aðila í heildar-
dæminu væri 15%, frá hvorum.
Það fylgir því bæði kvöð og
skylda að boða og framfylgja
byggðastefnu, í raun. Það er
haldlítið að lofa, eða láta skína í
efndir loforða, sem síðan fjúka út
í veður og vind eins og við Norð-
lendingar höfum fengið að reyna
Rekstrarreikningur NLFA 1985
TEKJUR: GJÖLD:
Gjafir og framlög samkv. bók 2.503.140,00
Árgjöld og styrktarfélagagjöld 36.600,00 Ritföng, pappír, burðargj. 4.805,00
Gjafir 5,133,00
Fjáröflun: Auglýsingar 1.280,00
Bingó 166.259.55 Prentun fél. skírteina 2.532,00
-r kostn. 27.436,50 138.823,05 Söluljald 10.985.00
Smámiðahappdr. 127.035,00 Rekstrarhagnaður 3.365.368,24
-r- kostn. 17.180.00 109.855,00
Kaffisala 49.671,00
*r kostn. 3.589,50 46.081,50
Flóamarkaður 205.744.50
* kostn. 20.251,00 185.493,60
Kökubasar 13.850,00
h- kostn. 550,00 13.300,00
Hlutavclta 42.210.00
h- kostn. 1.800.00 40.410,00
Seldur jólapappír 1.780,50
Minningarkort 21.700,00 557.443,65
Vextir og verðbætur 292.937,59
3.390.121,24 3.390.121,24
Á tímamótum
Og nú eru tímamót. Nú þegar
heilbrigðismálaráðuneytið hefur
veitt leyfi fyrir rekstri í Kjarna-
lundi og að daggjöld fyrir 40 rúm
verði veitt á fjárlögum 1992 sýna
áætlanir að enn vantar 70-75
millj. kr. til að ljúka byggingar-
framkvæmdum, auk 25-30 millj.
kr. til kaupa á öllum búnaði og
tækjum. Þannig stöndum við hér
frammi fyrir allt að 100 millj. kr.
fjárhagsdæmi. Hvernig verður
það leyst á næsta eina og hálfa ári
eða svo?
af stjórnvöldum þessa dagana.
Alver kemur ekki í Eyjafjörð,
svo mikið er víst, svo leita verður
á önnur mið. Eitt þeirra tækifæra
sem nú eru í sjónmáli er Kjarna-
lundur í fullum rekstri. Þar bjóð-
ast 30 störf, sem hafa tvöföldun-
aráhrif, eða meira, og er ekki í
sjónmáli annað stærra atvinnu-
spursmál hér urn slóðir. Þar fyrir
utan munu svo byggingarfram-
kvæmdir við Kjarnalund á næsta
ári veita fjölda manna mikla
atvinnu fjölda manna, ekki síst
fagmönnum; smiðum, múrurum,
rafvirkjum, málurum o.fl. En
þetta krefst tafarlausra fjárfram-
laga. Það er haldlítið að þessir
aðilar beri fyrir sig peningaleysi.
Peningar eru auðvitað til. Spurn-
ingin er aðeins sú, hvar og hvert
þeim er ráðstafað, hvar þeir
lenda. Hvort þeir eru látnir í
traust skuldlaust verkefni, sem
stuðlar að hagsæld, bæði ein-
staklinga og samfélagsins, eða
milljónatugum fleygt í skulda-
súpu fyrirtækja sem lítinn eða
engan rekstrargrundvöll sýnast
hafa. Sú auðvelda leið er fyrir
hendi sem lausn á þessu máli, að
bær og ríki tækju lán til 10 til 15
ára og afborganir og vextir af lán-
inu árlega færð sem byggingar-
styrkur til Kjarnalundar. Og
hvað Akureyrarbæ varðar mun
þetta fjármagn skila sér fljótt og
örugglega til baka í opinberum
gjöldunt starfsfólks og annars
hagnaðar sem af þessari starfsemi
mun leiða. Því verður að treysta
á það að fjármagn verði fyrir
hendi frá bæ og ríki á næsta ári,
svo engin töf verði á framkvæmd-
um. Verði svo vel róið fram í
mun skuturinn vart eftir liggja.
Það munu félagar í NLFA og
fjölmargir aðrir áhugamenn og
velunnarar sjá um að vel verði
fyrir séð um allan búnað og tæki,
sem nauðsynlegur er.
Horfum fram
Á þessu ári verður unnið fyrir um
8 millj. kr. Auk þess er hafin inn-
rétting í kjallara hússins, þar sem
fjöldi fólks - trimmhópar - og
aðrir, sem í Kjarnaskóg sækja
lífsfyllingu og þrótt, geta fengið
aðstöðu. Þarna mun gefast kost-
ur á búningsherbergjum, sturtu-
böðum, gufubaði, áhalda- og
æfingasal, sem einnig nýtist dval-
argestum heimilisins, þegar þar
að kemur.
Kiwanisklúbburinn „Kaldbak-
ur“ hratt þessu verkefni af stað
með rausnarlegu framlagi 350
þús. kr. Áætlaður kostnaður
framkvæmdanna er 1,3 millj. kr.
og vonandi finnast fleiri örlátir
svo þessi heilsulind geti opnað
dyr sínar fyrir öllum þeim er
njóta vilja.
Við horfum vissulega vonglöð
og fagnandi til þess tíma þegar
Kjarnalundur iðar allur af lífi og
starfi, lífi og starfi, sem miðar allt
að einum punkti, meiri heilbrigði
og lífsgleði, auknu lífsgildi. Um
þá björtu rnynd verða sem flestir
fjær og nær að slá skjaldborg,
sem leysi hvern vanda, líka 100
millj. króna fjárhagsdæmið, sem
bíður okkar.
Tíminn sem okkur var ætlaður
til verkloka er senn fullnaður, og
þá fer vel á því að Ijúka þessari
sögu með fleygum orðum. „Vilji
er allt sem þarf.“
Jón Kristinsson,
ritari NLFA.
Æfingasundlaugin. Myndir: kl
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 9
Viltu selja? Viltu kaupa?
★ Á Mitsubishi bílasýningunni um helgina
verður stanslaus bílasala í salnum fyrir
notaða bíla.
★ Komið með bílinn í sölu um helgina -
sjáið glæsilegan sýningasal og njótið
veitinga.
Höldursf.
fyrir rnotaöa b //a.
BILASALA
SAMSTARF
FYRIRIÆKJA
Á NORÐURLANDI
RÁÐSTEFNA
verður haldin á Akureyri laugardaginn 20. októ-
ber um samstarf fyrirtækja á Norðurlandi.
DAGSKRÁ:
• Ávarp:
Haraldur Sumarliöason, forseti Landssambands iðnaöarmanna:
• Staða og uppbygging atvinnulífs á Norðurlandi,
hlutverk atvinnuþróunarfélaga í eflingu atvinnu-
lífs:
Ásgeir Leifsson, framkv.stj. Iönþróunarfélags Þingeyinga.
Sigurður P. Sigmundson, framkv.stjr. Iðnþróunarfélags Eyfirðinga.
Uttnur Kristjánsdóttir, framkv.stj. Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra.
• Hvernig vinna fyrirtæki saman í fyrirtækjanetum?
Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur hjá VSI.
• Samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði:
Guömundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Li.
• Er fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu kostur eða
hindrun?
Pétur Reimarsson, framkv.stjr. Sæplasts hf.
• Samstarf í markaðshóp um útflutning:
Torfi Guðmundsson, framkv.stj. Vélsmiðjunnar Odda hf.
• Samstarf í byggingariðnaði:
Hilmar Kristjánsson, framkv.stj. Stíganda hf.
• Stuðningur Byggðastofnunar við að efla samstarf
fyrirtækja á Norðurlandi:
Valtýr Sigurbjarnarson, forstöðum. Byggðastofnunar á Akureyri.
• Hugmyndir um skiptingu landsins í þjónustu- og
atvinnusvæði:
Ingimar Hansson, verkfræðingur.
• Fjármögnun smáfyrirtækja á íslandi og í Evrópu:
Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Li.
• Samstarf um vöruþróun, kröfur til stjórnenda,
hugvit og hönnun:
Örn D. Jónsson, forstöðum. Sjávarútvegsstoínunar Háskóla íslands.
• Umræður með þátttöku sveitarstjórnarmanna á
Norðurlandi.
Ráðstefnustjóri: Tómas Ingi Olrich, menntaskóla-
kennari á Akureyri.
Ráðstefnan verður haldin í Alþýöuhúsinu á Akur-
eyri, 4. hæð. Ráðstefnugjald er kr. 4.500. Innifalið í
ráðstefnugjaldi eru gögn, kaffi og hádegisverður.
Tími: Laugardagurinn 20. október kl. 8.30-17.30.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á Svæðisskrifstofu iðn-
aðarins á Akureyri, sími 96-11222 og hjá Landssam-
bandi iðnaðarmanna, sími 621590, fyrir 16. október.
SVÆÐISSKRIFSTOFA IÐNAÐARINS
Á NORÐURLANDI
LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA