Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 12. október 1990 KRAKKAR Nú byrjar barnavikan 16.-20. október á hverju kvöldi kl. 17.30. Allir eru velkomnir á her! Leikir, sögur, söngur, heimsókn, kvikmynd.. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10. Steinvarði gefinn af hjónunum Margréti Magnúsdóttur og Ágústi Jónssyni, byggingarmeistara. Ágúst hannaði varðann. Kjarnalundur. Lágmynd a bakhlið varðans. Jón Kristinsson. veitti umbeðið land við Kjarna- skóg undir fyrirhugaða byggingu. Peningar afla þeirra hluta sem gera skal Strax er kynning á þessu stóra verkefni sett í gang og fjáröflun hafin af miklum krafti, sem stað- ið hefur uppihaldslaust síðan. Mikil og góð samstaða náðist um þetta verkefni, og er athyglisvert að skoða gjafalista og reikninga félagsins þessi 20 ár síðan söfnun hófst. NLFA er ekki fjölmennt félag en hefur jafnan átt ótrúlega stóran og samstilltan hóp kvenna og karla, sem hvorki hafa sparað tíma né fyrirhöfn og verið ótrautt við að hvetja einstaklinga og fé- lagasamtök að leggja fram liðs- inni sitt. Jafnframt hefur þessi hópur verið fundvís á margskon- ar fjáröflunarleiðir - merkjasölu, köku- og kaffisölu, flóamarkað, bingókvöld, hlutaveltur, happ- drætti, áheitagöngur, símaskrár- Kjarnalundur - heilsulind NLFA og NLFÍ Nú, þegar bygginga- framkvæmdir við Kjarnalund eru komnar á nokkurt tímamótastig, er ekki úr vegi að líta yfír farinn veg og lesa á nokkrar vörður, sem varða þessa löngu bygg- ingarslóð. Upphafíð Árið 1944, sunnudaginn 27. ágúst, var Náttúrulækningafélag Akureyrar, NLFA, stofnað sem deild í Náttúrulækningafélagi íslands, eins og segir í stofnfund- argerð. 58 innrituðust í félagið á stofnfundi og formaður var kos- inn Sigurður L. Pálsson, mennta- skólakennari. í lögum félagsins segir að til- gangur félagsins sé að efla og útbreiða þekkingu á lögmálum lífsins og heilsusamlegum lifnað- arháttum. Félagið hyggst ná til- gangi sínum m.a. með fræðandi fyrirlestrum og útgáfu rita um heilbrigðismál og náttúrlega heilsuvernd, og með því að vinna að stofnun heilsuhæla þar sem einkum verði læknað með náttúr- legum aðferðum (ljós, loft, vatn, mataræði, hreyfing, hvíld). Mörg fyrstu árin var starfið fólgið í fræðslu og útbreiðslu rita um heilsuræktarmál. En þegar bygg- ingarframkvæmdir hófust í Hveragerði studdi félagið heilsu- hælisbygginguna þar eftir mætti. Alllengi rak félagið kornmöl- unarvél og seldi nýmalað korn um árabil. Líka var reynt að fá brauðgerðarhús bæjarins til að baka úr slíku korni og skilaði það nokkrum árangri og varð smám saman vinsælla, og þróunin til dagsins í dag hefur verið jákvæð og ánægjuleg, eins og öll heilsu- brauðin sem við nú eigum völ á að neyta sanna best. Bygging heilsuhælis í Hvera- gerði var nýr og mikilsverður áfangi í starfsemi N.L.F.Í. sem hefur sannað gildi sitt og ágæti sem stöðugt tekur til fleiri sviða heilbrigðis, jafnt margskonar lík- amlegrar þjálfunar sem heilsu- fæðis, auk jákvæðra félagslegra samskipta sem gefa dvölinni gildi ánægju og vellíðunar. Orð eru til alls fyrst Félagar N.L.F.A. voru með störfum sínum þátttakendur í uppbyggingunni í Hveragerði og margir nutu þar síðan hvíldar og hressingar. Og þó að enn væru ekki þau orð sögð, hefur vafalítið blundað í huga margra félaga von og þrá, að slík aðstaða gæti risið hér norðanlands. Pað var svo á aðalfundi félagsins 1970, er nokkrir félagar rabba saman yfir tebolla, að inn í umræðuna flétt- ast hugmyndir um byggingu nátt- úrulækningahælis hér á Norður- landi. Og þegar á fundinum er borin upp svohljóðandi tillaga, sem er samþykkt: Fundurinn samþykkir að styðja þá hugmynd, sem fram hefur komið, um byggingu heilsuhælis á Norðurlandi. Staðarval Þegar er hafist handa um eðlileg- an undirbúning málsins. Fá leyfi NLFÍ fyrir slíkri byggingu hér norðanlands, og afla loforðs heil- brigðismálaráðuneytis fyrir rekstri slíkrar stofnunar, þegar þar að kæmi. Þá var farið að huga að byggingarstað, og komu ýmsir staðir inn í þá umræðu. Fyrst Reykjahlíð í Mývatnssveit, sem vissulega hafði marga góða kosti, en ekki náðist eining um þá hugmynd, og töldu margir Eyjafjörð álitlegri, legu sinnar vegna. Komu þar og ýmsir staðir til skoðunar, og 30. ágúst 1972 býður bæjarstjórn Akureyrar land í Skjaldarvík undir slíka byggingu. Næstu árin er sá staður talinn æskilegur og jafnvel byrjað að leggja veg að fyrirhuguðum byggingarstað. Þó er enn ekki um fulla samstöðu að ræða, og á fundi félagsins 2. júlí 1977, þar sem stjórn og framkvæmdastjóri NLFÍ voru mætt, er samþykkt að skipa sex menn, þrjá frá hvorum aðila, til að grandskoða þá staði sem í umræðunni höfðu verið og skila ákveðnum tillögum um staðarval. Nefndin starfaði hratt og skilaði álitsgerð 12. júlí. Þar segir m.a.: Af þeim stöðum sem skoðaðir voru teljum við aðeins Skjaldarvík og land við Kjarna- skóg koma til greina. Nefndin telur þó staðsetningu við Kjarna- skóg stórum hagkvæmari, þar sem staðurinn er í bæjarlandinu og allir aðdrættir ódýrari, og auð- veldara fyrir starfsfólk að sækja þangað vinnu. Þá er heitt og kalt vatn alveg við hendina. Auk þessa býður staðurinn upp á mik- ið og fallegt útsýni, og Kjarna- skógur ákjósanlegur útivistar- staður fyrir dvalargesti. Félagsfundur samþykkti þetta álit nefndarinnar og bæjarstjórn Unnið að innréttingum á herbergjum væntanlegra dvalargesta. Saurbæjarhreppur Hrossasmölun í Saurbæjarhreppi fer fram föstu- daginn 12. október. Réttaö veröur í Borgarrétt, laugardaginn 13. október kl. 11.00. Fjallskilastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.