Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 4
m iAj\n c\r>r> k- #* *- 4 - DAGUR - Föstudagur 12. október 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN' HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGA RSTJÖRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Búseturöskun og árið 2000 „Mótun þjóðfélagsstefnu, sem stuðli að félagslegu jafnrétti þegnanna, án tillits til búsetu, og jafnræði um nýtingu hagstæðra landkosta og búsetuskilyrða hvar sem er í landinu," er inngangur að svari Fjórð- ungssambands Norðlendinga við þeirri spurningu byggðanefndar forsætisráðherra hvað hægt sé að gera til að draga úr fólksflutningum af landsbyggð- inni. Síðan segir í svarinu. „Efnahagslegt viðhorf þannig að undirstöðuatvinnuvegirnir, gjaldeyrisöfl- un og nýting landkosta, búi við eðlilegt fjárhagslegt umhverfi, til að vera leiðandi afl í efnahagskerfinu, og ráðandi um nýtingu búsetuskilyrða í landinu. Stjórnsýslulegt mótvægi skapist í landinu í sam- ræmi við búsetuhagsmuni. Stjórnsýsluþjónusta og velferðarþjónusta, sem kostuð er af almennu fé, verði veitt á sama kostnaðarverði, hvar sem er í landinu. Stefnan um staðarval stóriðjufyrirtækja, miðist við að saman fari byggðahagsmunir þjóðar- innar, þegar erlendum stóriðjufyrirtækjum eru látn- ar í té ívilnanir, fram yfir rekstur innlendra aðila í landinu." Fjórðungssamband Norðlendinga telur einnig að skilja verði hjálparaðgerðir Byggðastofnunar, vegna áfalla í atvinnulífinu, frá langtíma byggðaað- gerðum. Að öðrum kosti gleypi slíkar ráðstafanir allt fjármagn, sem ætlað er til varanlegra byggðaað- gerða og enginn stuðningur fáist til þróunarað- gerða í framtíðinni. Aðgreina verði hlutverk Byggða- stofnunar, þannig að Atvinnutryggingasjóður ann- ist framvegis hjálparaðgerðir vegna bágrar stöðu einstakra byggðarlaga og hafi til þess afmarkað fjármagn. Byggðasjóður tengist hins vegar áætl- anagerð um uppbyggingu landsvæða með eflingu byggðarlaga að markmiði. Fjórðungssambandið leggur til að 2% allra ríkis- tekna verði varið til byggðamála, eins og ákveðið var, þegar lög um Framkvæmdastofnun ríkisins voru samþykkt á sínum tíma. Þá leggur Fjórðungs- samband Norðlendinga áherslu á að ráðstafanir verði gerðar til að koma á raunverulegri valddreif- ingu frá ríkiskerfinu til heimaaðila. Við aðskilnað dómsvalds og umboðsstjórnar í héraði verði þess gætt að komið verði á umboðsþjónustu frá sýslu- mannsembættum, utan aðseturs sýslumanna, sem taki að sér umboðsstörf fyrir fleiri opinbera aðila. Fjórðungssamband Norðlendinga leggur einnig til að samin verði sérstök áætlun um byggðaþróun, sem nái til næstu aldamóta. Áætlunin vegi á móti fyrirsjáanlegri búsetu- og atvinnuröskun, sem verð- ur í kjölfar nýrrar stóriðju á Suðvesturlandi. Innan þessarar áætlunar verði sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að fyrirhugaðar samdráttaraðgerðir vegna stóriðjuframkvæmda bitni eingöngu á byggð utan Suðvesturlands. Þær ráðstafanir gildi bæði um opinberar framkvæmdir og fjárfestingar einkaaðila. Með áætluninni náist það markmið að árið 2000 verði lokið yfirstandandi tímabili búseturöskunar og þá verði tryggður varanlegur árangur til mót- vægis í byggð landsins til framtíðar. ÞI ð er að ge Nissan Primera og Subaru Legacy sýning Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar á Akureyri heldur sýningu á nýjum Nissan Primera bílum um helgina. Primera er bíll sem hefur mikla athygli fyrir mjög tæknilegan fjöðrunarbún- að, fallega hönnun og nýjungar. Einnig. verður sýndur Subaru Legacy, sem hefur hlotið frábær- ar viðtökur. Sýningiri verður í sýningarsal BSV að Óseyri 5 á laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 til 17.00. Nissan Primera. Sýning á Mitsubishi bflum Höldur sf., umboðsaðili Heklu hf., heldur veglega bílasýningu um helgina á Akureyri. Sýndar verða nýju árgerðinar af Mitsu- bishi bílum í sýningarsalnum við Tryggvabraut á laugardag og sunnudag kl. 13.00-17.00. Nýj- ungarnar frá MMC vekja alltaf mikla athygli ár hvert. Reynslu- akstur á staðnum, einnig kynnir Féfang nýjungar í bílakaupalán- um. Kjarnafæði og RC Cola verða með kynningar á sama stað. Mitsubishi Pajero Wagon. Toyota sýning hjá Stórholti Á laugardag verður Toyota bíla- sýning og reynsluakstur hjá Stór- holti á Akureyri. Hér er fyrst og fremst um að ræða kynningu á Corolla 1600 GL fjórhjóladrifs- bílnum, með beinni innspýtingu. Allir sem reynsluaka fylla út eyðu- blað, og dregin verða úr verð- laun, sem eru kvöldverður í Smiðjunni. Einnig verður kynn- ing á Hilux, Double Cab, Extra Cab og Hilux með fjórhj óladrifi. Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 17.00 á laugardag. Akureyri: Toyota Corolla 1600 GL 4WD Touring. Deilda- keppnin í skák Fyrri hluti í Deildakeppni Skák- sambands íslands 1990-91, Fróðakeppninni, fer fram um helgina. Teflt verður á Akureyri í 1. deild en keppni í 2. og 3. deild fer fram í Reykjavík. í 1. deild eru átta sveitir og átta manns í hverri sveit. Tefldar verða fjórar umferðir í Gagn- fræðaskóla Akureyrar um helg- ina og skulum við líta á töfluröð- ina og hvaða sveitir leiða saman hesta sína. 1. TG (Garðabær). 2. SH a- sveit (Hafnarfjörður). 3. SA a- sveit (Akureyri). 4. TR sa (Reykjavík). 5. TR nv (Reykja- vík). 6. SA b-sveit (Akureyri). 7. UMSE (Eyfírðingar). 8. SV (Vest- firðingar). í 1. umferð kl. 20 á föstudag tefla: TG-SV, SHa-UMSE, SAa- SAb, TRsa-TRnv. í 2. umferð kl. 10 á laugardag tefla: TG-SHa, SAb-TRsa, UMSE-SAa, SV- TRnv. í 3. umferð kl. 17 á laug- ardag tefla: SHa-SV, SAa-TG, TRsa-UMSE, TRnv-SAb. í 4. umferð kl. 10 á sunnudag tefla: TG-TRsa, SHa-SAa, UMSE- TRnv, SV-SAb. Safnahúsið á Húsavík: Myndlistarsýning um helgiiia Helga Sigurðardóttir heldur myndlistarsýningu í Safnahúsinu á Húsavík um helgina. Þar sýnir Helga 30 myndir, unnar með olíupastel og þurrkrít á pappír og fylgir texti hverri mynd. Sýningin verður opin í kvöld, á moigun laugardag og á sunnudag frá kl. 14 til 22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.