Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 15
íþróttir
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 15
Körfuknattleikur:
„Betri möguleiki á að verða
íslandsmeistari en áður“
- segir Pétur Guðmundsson, leikmaður Tindastóls
það yrði ekki erfitt fyrir hann að
aðlaga sig íslenskum körfuknatt-
leik eftir dvölina í NBA deildinni
bandarísku.
„Það tekur smátíma að aðlaga
sig, en það er bara að stilla inn á
sömu bylgjulengd og aðrir leik-
menn og dómarar. Nýju reglurn-
ar koma ekki til með að breyta
ncinu verulega. Pað er helst túlk-
unin á handastellingareglunum
og ég myndi telja að þær mættu
ráða úti á vellinum hjá bakvörð-
unum, en í miðjunni hjá okkur
stóru mönnunum verður erfitt að
fylgjast með þessu. Ef þeir ætla
að fara að flauta í hvert skipti
sem menn snertast þar verður
þetta ekki körfubolti lengur. Ég
vona því að þessu verði gefinn
sjens og hugsað hverjir eigi að
græða á þessu og hverjir ekki.“
- Hvernig finnst þér Milan
þjálfari vera búinn að undirbúa
liðið?
„Hann er búinn að koma mönn-
um í mjög gott form með mörg-
um æfingaleikjum og það á eftir
að skila sér vel. Við höfum ekki
mjög mikla breidd, en 7-8 menn
eins og við höfum ætti að duga og
kerfin sem við notum eiga vel við
mannskapinn."
- Finnst þér þú vera að smella
inn í liðið?
„Já, mér finnst það hafa gengið
furðu fljótt að falla inn í hópinn.
Allir hafa verið jákvæðir á að
bæta mér inn í og við byrjuðum
vel á móti Val.“
- Ætlaðirðu þér hingað heim
þetta keppnistímabilið?
„Ekki upphaflega, en var
opinn fyrir öllu. Þeir á Króknum
höfðu svo samband við mig og ég
var í þannig aðstöðu að ég ákvað
að slá til. A Sauðárkróki búum
við, ég og konan nn'n, því næsta
árið, en hún kemur fljótlega. Við
vorum bæði til í breytingar og
fegin að komast frá San Antonio,
enda djöfulli heitt þar. Hún fer
samt trúlega í út skólann aftur á
vorönninni."
- Hvernig líst þér á leikinn á
sunnudaginn við Grindvíkinga?
„Ég tel að við eigum góða
möguleika á móti þeim, en held
að Grindvíkingar komi grimmir
til leiks eftir slæma byrjun. Við
erum hins vegar á heimavelli og
vonumst til að fá fullt hús á okkar
bandi. Ætlunin er að knýja fram
sigur enda þýðir ekki að ganga til
leiks með öðru hugarfari," sagði
Pétur Guðmundsson leikmaður
Tindastóls.
Knattspyrna:
Sigþór fer tfl Belgíu
- æfir með Ekeren í hálfan mánuð
Rétt áður en keppnistímabil
úrvaisdeildarinnar í körfu
hófst, tókst Ungmennafélag-
inu Tindastól á Sauðárkróki að
fá til sín einn frægasta körfu-
knattleiksmann sem ísland
hefur alið af sér. Pétur Guð-
mundsson, sem ekki hefur spil-
að með íslensku liði síðan ’83-
’84 og þá með ÍR, er kominn á
Krókinn og segir möguleika
sína á að verða Islandsmeistari
aldrei hafa verið meiri.
„Það er gaman að vera kominn
heim og mér líst mjög vel á
Tindastólsliðið. Ég held að við
eigum eftir að gera marga góða
hluti í vetur og ég tel mig eiga
alveg jafngóða, ef ekki betri,
möguleika á að verða íslands-
meistari núna en áður,“ sagði
Pétur. Dagur spurði hann hvern-
ig honum litist á hina nýju viðbót
við reglurnar hér á landi og hvort
Pétur Guðmundsson í fyrsta leiknum með sínu nýja félagi.
Sigþór Júlíussyni, Húsvíkingi
sem varð 15 ára í apríl sl., hefur
verið boðið að koma og æfa
með belgíska félaginu Ekeren í
rúmar tvær vikur og spila tvo
leiki með unglingaliði félagins.
Sigþór fer utan nú um helgina
ásamt Guðmundi Benedikts-
syni, hinum unga og efnilega
knattspyrnumanni frá Þór.
í vor fór Sigþór í knattspyrnu-
skóla í Belgíu ásamt tveim félög-
um sínum í Völsungi, Jónasi
Grana Garðarssyni og Róbert
Skarphéðinssyni. Þar voru þeir í
átta daga og þjálfari frá Ekeren
fylgdist með nemendum skólans
og æfingaleik sem þeir léku. í
framhaldi af því fékk Sigþór boð
um að koma og æfa með liðinu.
Að sjálfsögðu þáði hann hið
spennandi boð.
Sigþór fór að æfa fótbolta í
Noregi þegar hann var fimm ára,
en þar bjó hann með foreldrum
sínum í tvö ár. Síðan hefur Sig-
þór æft með Völsungi og í sumar
lék hann með þriðja flokki. IM
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Stefán enn að
- 2. deildin í brennidepli
Vegna mistaka féll getraunaleikur Dags niður í síðasta föstu-
dagsblaði. Það var kannski ekki heppilegasti tíminn því helgina
áður setti Stefán Thorarensen einmitt nýtt met. Hann gerði jafn-
tefli fyrir hálfum mánuði við Kristin Steinarsson, 5:5, og tekur
því nú þátt í 15. skiptið. Fyrra metið, 14 skipti, átti Rúnar Sigur-
pálsson.
Stefán er brattur og er ekkert á því að slá af. En til að geta
haldið áfram verður hann að slá Kristin út og það reynir hann
í þessari viku.
Enginn 1. deildarleikur er á seðlinum þessa viku vegna leiks
Englendinga og Pólverja sem fram fer þann 17. október. Þess
í stað eru 11 leikir úr 2. deild og 1 úr 3. deild, leikur Birmingham
og Southend. Er þetta í fyrsta sinn sem Southend er á íslensk-
um getraunaseðli.
Stefán:
Blackburn-Watford 1
Charlton-Leicester 2
Hull City-Oldham 2
Ipswich-Port Vale 1
Middlesbro-Millwall 1
Notts County-Wolves X
Oxford-Newcastle 2
Portsmouth-Barnsley 1
Sheff. Wed.-Plymouth 1
Swindon-Bristol Rovers 1
W.B.A.-Brighton 1
Birmingham-Southend 1
Kristinn:
Blackburn-Watford 1
Charlton-Leicester 2
Hull City-Oldham 2
Ipswich-Port Vale 1
Middlesbro-Millwall X
Notts County-Wolves 2
Oxford-Newcastle 2
Portsmouth-Barnsley 1
Sheff. Wed.-Plymouth 1
Swindon-Bristol Rovers 1
W.B.A.-Brighton 1
Birmingham-Southend 2
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Knattspyrna:
Viðar Siguijóns í Þór
- Sigurður Lárusson næsti þjálfari?
Sigþór .lúlíusson.
Viðar Sigurjónsson, sem
þjálfaði og lék með HSÞ-b sl.
sumar, hefur skipt yfir í Þór.
Viðar skoraði 13 mörk fyrir
HSÞ-b í 4. deildinni í suntar.
Lítið hefur skýrst með leik-
manna- og þjálfaramál Þórsara
að öðru leyti. Þórsarar hafa rætt
þjálfaramálin lítillega og sam-
kværnt heimildum Dags hafa
þeir rætt við Sigurö Lárusson
um að hann taki við liðinu.
Þórsarar neita að staðfesta það
og segjast ætla að láta nýrri
stjórn eftir að ganga frá málun-
uin.
Hvað leikmannamál varðar
er talið líklegt að Sverrir Heim-
isson leiki með Magna á Greni-
vík næsta sumar og einnig hafa
Ólafur Þorbergsson og Þor-
steinn Jónsson veriö orðaðir við
það félag en ekkert inun þó
vera ákveðið í þeim efnunt.
íþróttir helgarinnar:
ÚrvalsdeMarieikir bæði á
Sauðárkróki og Akureyri
- einnig handboltaleikir á Akureyri og Húsavík
Um helgina verður allnokkuð
fjör í íþróttalífi Norðlendinga.
Hæst ber tvo úrvalsdeildarleiki
í körfuknattleik en einnig fara
fram tveir leikir í 2. deild
handboltans. Þá fer 1. deildar-
lið KA suður og mætir Stjörn-
unni í Garðabæ og kvennalið
Völsungs í blaki fer einnig suð-
ur og leikur þar tvo leiki.
Körfuboltaunnendur fá nokk-
uð fyrir sinn snúð um helgina. Á
sunnudagskvöldið mæta Þórsarar
ÍBK í íþróttahöllinni á Akureyri
og hefst leikurinn kl. 20. Þórsarar
byrjuðu á því að vinna góðan sig-
ur á Grindvíkingum en töpuðu
svo í vikunni fyrir Val eftir æsi-
spennandi leik og verður fróðlegt
að sjá hvað þeir gera gegn Kefl-
víkingum sem eru taldir vera
með sterkt lið.
Á sama tíma mætir Tindastóll
Grindvíkingum á Sauðárkróki.
Tindastóll sýndi styrk sinn með
því að leggja Val í Reykjavík í
fyrsta leik sínum og verður liðið
að teljast sigurstranglegt gegn
Grindvíkingum sem enn hafa
ekki náð sér á strik. Þeir hafa þó
fengið inn menn úr meiðslum og
geta eflaust bitið frá sér.
KA-menn halda til Garðabæj-
ar og mæta Stjörnunni kl. 16.30 á
laugardag. Stjörnuliðið hefur
unnið alla sína leiki til þessa en
gengi KA-manna hefur verið
slakt eftir tvo sigurleiki í byrjun.
Þurfa þeir að fara sýna hvað í
þeim býr ef þeir ætla að hafna í
efri hluta deildarinnar.
Einn leikur verður í 2. deild-
inni í handbolta á Akureyri á
laugardag. Þórsarar fá Ármann í
heimsókn kl. 14 og ætla sér ekk-
ert annað en sigur eftir ágæta
byrjun. Á sunnudaginn halda
Ármenningar svo til Húsavíkur
þar sem þeir mæta nýliðum
Völsungs kl. 14 en Völsungar
eiga harma að hefna eftir ósigur
gegn Þór á dögunum.
Kvennalið Völsungs í blaki
leikur tvo leiki í Hagaskólanum
um helgina. Á laugardaginn mæt-
ir liðið Víkingi kl. 18 og daginn
eftir ÍS kl. 13. Liðið lék við Þrótt
N. um síðustu helgi og sigraði
3:0.