Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 13
hér & þar
Þetta eru nú meiri ökuníðingarnir þarna í Kaliforníu. Sjáið bara þennan vesalings
mann sem hefur lent undir jeppanum og situr þar fastur eins og hvert annað skraut.
Og reyndar eru þessir fætur bara til skrauts. Einhver furðulegur jeppadellukarl fann
upp á þessu og árangurinn er sá að skelfingu lostnir ökumenn hafa hvað eftir annað
haft samband við lögreglu og björgunarsveitir og beðið um hjálp handa manninum
sem lenti undir jeppanum. Já, blessaðir Kanarnir eru kyndugir.
Karl í klípu
Nei, þetta er ekki Vilhjálmur Ingi að brjótast inn í eggjaverslun eða út úr tann-
læknastofu, en óneitanlega virðist þessi náungi vera undir miklum þrýstingi. Sjálf-
sagt er þetta líka ansi pínleg staða, þ.e. ef maðurinn væri af holdi og blóði. Hér er
hins vegar um útilistaverk að ræða, höggmynd í Ástralíu. Sprungan í veggnum er
raunveruleg. Þetta er gamalgróin krá og einhver hefur verið svo sniðugur að búa til
þennan mann sem er á flótta frá reikningnum og notfærir sér glufu í veggnum.
||| FRAMSÓKNARMENN |||E
111 AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
sunnudaginn 15. október kl. 17.00.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Framsóknarfólk
Húsavík
Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður
haldinn sunnudaginn 14. okt. n.k. í Félagsheimil-
inu og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg hðalfundarstörf.
3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
4. Kosning fulltrúa á flokksþing.
5. Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, ræðir um
stjórnmálaviðhorfiö.
6. Önnur mál.
Mætum hress og kát til starfa.
Kaffiveitingar. Stjórnin.
Aðstoð vantar
á tannlæknastofu allan daginn
Umsókn sendist til Egils Jónsson, tannlæknis merkt-
ar „Aðstoð“
Pósthólf 749, 602 Akureyri.
Öllum umsóknum verður svarað bréflega.
Upplýsingar óskast um:
Nafn, aldur, heimilisfang, menntun, fyrri störf.
Nöfn 2ja meðmælenda, sem hægt er að hafa samband við
símleiðis.
Hvenær viðkomandi getur hafið vinnu.
Aðrar upplýsingar, er að gagni mega koma.
Egill Jónsson, tannlæknir.
Aðstoð vantar
á tannlæknastofu
60-100% starf
Umsókn sendist til Steinars Þorsteinssonar, tann-
læknis merktar „Aðstoð“
Pósthólf 749, 602 Akureyri.
Öllum umsóknum verður svarað bréflega.
Upplýsingar óskast um:
Nafn, aldur, heimilsfang, menntun, fyrri störf.
Nöfn 2ja meðmælenda, sem hægt er að hafa samband við
símleiðis.
Hvenær viðkomandi getur hafið vinnu.
Aðrar upplýsingar, er að gagni mega koma.
Steinar Þorsteinsson, tanniæknir.
Getum bætt við starfs-
fólki nú þegar
Við almenn verksmiðjustörf.
Upplýsingar gefur Sigurður Arnórsson, ekki í síma.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda.