Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 5
Þeir hrópa á ál
og mér verður mál
því ég hef sál
Eyfirðingar, til hamingju með
sigurinn. Fjörðurinn og fjöllin
hafa enn einu sinni sýnt og sann-
að hvað í þeim býr. Sá máttur og
sú dýrð er magnaðri og raunveru-
legri en allt glóruleysi skamm-
sýnna manna, sem í nafni fram-
fara og umbóta boða örvæntingu
og tilheyrandi örþrifaráð. Álver,
fussum svei. Hvernig getur
mönnum dottið í hug önnur eins
vitleysa? Búa þeir menn í glugga-
lausum húsum? Fara þeir aldrei í
gönguferð niður að sjó eða upp
til fjalla? Er hægt að ætlast til að
þeir sem ekki kunna gott að
meta, fegurð, dýrð og þar með
auðlindir landsins, geti skynjað
það sem verra er? Af hverju taka
þeir ekki mið af þeirri bitru
reynslu sem við íslendingar höf-
um af álverinu í Straumsvík, sem
mengunarvaldi, fjárhagslegri
svikamyllu, heilsuspillandi vinnu-
stað og umhverfisspilli í víðtækri
merkingu? Og hvað með reynslu
okkar af sinnuleysi, undirlægju-
hætti og aulaskap íslenskra
ráðamanna og annarra yfirvalda,
sem í samræmi við landslög og
með heilbrigðri skynsemi og
ábyrgð ber skylda til að gæta
íslenskra hagsmuna í rekstri
álversins í Stramsvík? Og svo eru
það að stórum hluta þessir sömu
duglausu rnenn sem með írafári
og ótækum afsökunum um betri
tækni og aðbúnað reyna að
pranga nýju álveri inn á þjóðina.
Álverið í Straumsvík er ekki
draumsýn en mengandi og heilsu-
spillandi verksmiðja, sem þarf að
endurbæta og lagfæra þar til hún
fullnægir öllum kröfum um
nútíma mengunarvarnir, tækni
og vinnuskilyrði. Fyrst þegar það
hefur verið gert er tímabært að
huga að nýju álveri og staðsetn-
ingu þess. Við skulum einnig
hafa í huga að nánast engar rann-
sóknir hafa verið gerðar á áhrif-
um þessa álvers á heilsufar þeirra
sem búa í nágrenni þess, þrátt
fyrir að um 8500 tonn af flúori og
40-50.000 tonn af brennisteinsdí-
oxíði hafi farið út um reykháfa
verksmiðjunnar síðastliðin tut-
tugu ár. Hvað með lífríki lands
og sjávar? Reyndar grunar mig
að þegar öll kurl eru komin til
grafar verði aðeins um einn
möguleika að ræða, álverinu í
Straumsvík verði lokað og ein
stærstu mistök í iðnaðarsögu
þjóðarinnar verði skráð með
feitu og stóru letri í sögubækurn-
ar. Girðingin umhverfis galtóma
skála og geyma verður svo þétt-
riðin og há, að ekki einu sinni
þeir áldraugar sem nú dvelja með
mönnum, en þá sveima um yfir-
gefnir og eirðarlausir, munu
komast yfir eða í gegnum hana.
Er þessi miður fagra spá ekki jafn
raunsæ og getgátur álmanna um
að verð á áli muni fara hækkandi
í framtíðinni? Er það ekki ein-
ungis átrúnaður þeirra á notagildi
og þar með ágæti efnisins alunt-
inium sem ræður spá þeirra? Að
efnið aluminium finnst einungis í
sambandi við önnur efni í náttúr-
unni, og þar að auki ekki í ótak-
mörkuðu vinnanlegu ntagni,
virðast þeir gleyma.
Hrakfallaspá mín byggist á
trúnni á samhengi hlutanna, líf-
ríkisins í heild og eru þá bæði
málmar og steinar meðtaldir. Ef
vel er að gáð tjá málmarnir og
steinarnir meira um eðli sitt og
uppruna en mörg orð. Alvarleg
röskun á samhengi hinnar guð-
dómlegu heildar lýsir sér ávallt í
ójafnvægi og eyðileggingu. Er sá
vitnisburður ekki nú þegar nægur
til að við vitum að svo sé og get-
um treyst þeirri vitneskju og
a.m.k. reynt að breyta í samræmi
við hana? Felst ekki ábyrgð okk-
ar sem manna einmitt í því? Er
það ekki það sem við köllum
m.a. að vera sjálfum okkur
samkvæm? Ekki sem aðskildir
einangraðir einstaklingar en sem
lifandi heild.
Ef við skoðun aðeins nánar
átrúnað og spá álkallanna, þá gera
þeir ekki ráð fyrir ýmsum grund-
vallarþáttum eins og t.d. hinum
mörgu óvissuþáttum sem ein-
kenna náttúruna og samhengi
hlutanna. Eftirspurn eftir ein-
hverju ákveðnu efni er ávallt í
samræmi við þarfir sem eru ná-
tengdar síbreytilegri og lifandi
vitund. Það má jafnvel segja að
þarfir og vitund séu eitt og hið
sama, en að maðurinn sé þeim
guðdómlega hæfileika gæddur að
geta verið meðvitaður um þarfir
sínar og þar með stjórna þeim og
skapa nýjar. Og þar höfum við
hið góða og illa í einum manni, í
hverjum manni. En hvað sem því
líður, er það hin síbreytilega lif-
andi vitund manna um sjálfa sig
og þar með umhverfi sitt sem
! ræður ferðinni, a.m.k. þegar
við vitum hvað við viljum eða
ekki og af hverju.
I sögu mannsins er áliðnaður í
núverandi mynd, og notkun
| efnisins aluminium, svo ungur að
við höfum ekki greint áhrif hans
og efnisins á umhverfið ncma að
litlu leyti. Notagildi efnisins hef-
ur hingað til verið í hávegum haft
og ráðið ferðinni, en þó hafa ver-
ið greindir nægilega alvarlegir
mengandi þætti til að líkurnar á
að önnur efni muni leysa það af
Einar Már Guðvarðarson.
hólmi í nánustu framtíð, t.d. í
matvælaiðnaði, séu vaxandi. Því
má búast við, ef að líkum lætur,
að með auknum rannsóknum á
ntengandi áhrifum efnisins og
frantleiðslu þess og með aukinni
sjálfs- og umhverfisvitund, hjá
því verður ekki komist, a.m.k.
svo lengi sem við lifum, séu
skoðanir um minnkandi eftir-
spurn og þar með lægra verð ekki
getgátur einar. Hugmyndin um
að binda raforkuverð við álverð
og fastsetja vexti er að mínu mati
jafn fáráðlegt og að setja lög og
reglur um hvernig fólk eigi að
hugsa og lifa næstu þrjátíu árin.
Eru þessir menn öllu skyni
skroppnir? Aukin orkusala til
álfrantleiðslu, og þar með aukin
álframleiðsla og umhverfisspjöll
hér á landi, getur auðveldlega
orðið martröð allrar þjóðarinnar.
Ég skora á alla Eyfirðinga að
taka undir með firðinum og fjöll-
unum, ég skora á alla landsmenn
að mótmæla og koma í veg fyrir
byggingu nýs álvers á Keilisnesi,
jafnt sem annars staðar á íslandi.
Okkar eina von er að treysta og
trúa á mátt þessa dýrðlega lands
og gera allt sem við getum til að
vernda það og bæta.
Gleymum ekki orðum eins
i virtasta spámann seinni tíma,
orðum sem byggjast á innsæi og
djúpurn skilningi á lögmálum
lífsins. Hann sagði stuttu áður en
hann dó, að íslenskir ráðamenn
væru á góðir leið með að kafsigla
íslensku þjóðarskútunni með
fávísu ráðabruggi og ákvarðana-
töku. Eg vona að enginn sé í vafa
unt hvaða ráðabrugg, ákvarðana-
töku og menn hann hafði í huga,
þegar hann mælti þau orð.
Einar Már Guðvarðarson.
Höfundur er skólastjóri í Hrísey.