Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 7
OPer <ír -itinRh’.ttwö-J — HljSACI — 8
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 7
Þessi stúlka var að selja sykur og hafði aðeins verið að í u.þ.b. tvær mínútur þegar myndin var tekin. Að sjálfsögðu
var komin röð.
láta á sjá. Málning farin að flagna
af, ef húsið hefur á annað borð
einhvern tímann verið málað,
þakplötur að losna o.s.frv. Eftir á
að hyggja minnist ég þess ekki að
einbýlishús hafi borið fyrir mín
augu meðan á dvölinni stóð. Það
er vel hugsanlegt að einhver slík
hafi farið framhjá mér en ég held
að óhætt sé að fullyrða að ríki-
dæmi af því tagi sé afar fátítt í
Sofiu. Hinn almenni borgari býr í
Iangflestum tilfellum í leiguhús-
næði þar sem hann hefur ekki ráð
á öðru. Þess rná geta að venjuleg
þriggja herbergja íbúð kostar
sem samsvarar 170 þúsund
íslenskum krónum.
Allt í járnum í þinginu
Lífskjör almennings eru ekki upp
á marga fiska um þessar mundir
og flestir tala um að ástandið í
stjórnmálum og efnahagsmálum
þjóðarinnar sé alvarlegra en
nokkru sinni fyrr. Fyrir því eru
margar ástæður en flestar má
rekja á einn eða annan hátt til
hinna róttæku breytinga í lýð-
ræðisátt sem nú standa yfir í
Austur-Evrópulöndunum.
í stjórnmálalegu tilliti virðist
búlgarska þjóðin vera klofin.
Fyrir þingkosningar sem haldnar
voru í landinu í júní sl. byggði
stjórnarandstaðan upp öfluga
áróðursvél í Sofiu og öðrum
stærstu borgum landsins og það
skilaði árangri. Meira en V hlut-
Götumynd úr miðborginni.
ar íbúa í stærstu borgunum höfn-
uðu áframhaldandi stjórn gamla
kommúnistaflokksins og kusu
stjórnarandstöðuna. En það
nægði ekki til. I dreifbýlinu og
minni borgum og bæjum naut
„flokkurinn“ mikils stuðnings,
einkum af tveimur ástæðum að
því er virðist. í fyrsta lagi komst
áróður stjórnarandstöðunnar
ekki til skila á þessum stöðum
þar sem fjármagn var vart fyrir
hendi og skipulag baráttunnar
kannski ekki eins og best hefði
getað orðið. í öðru lagi er alls
ekkert víst að þetta hefði skilað
sér í betri útkomu stjórnarand-
stöðunnar. Stór hluti íbúa dreif-
býlisins unir glaður við sitt, fram-
leiðir matvæli sem þjóðin þarfn-
ast til eigin neyslu jafnt sem út-
flutnings, hefur það ágætt að
flestu leyti og hefur engan áhuga
á breytingum.
Niðurstaðan varð því sú að
„flokkurinn" hlaut helming
atkvæða og andstaðan hinn helm-
inginn. Samkvæmt lögum þarf
starfhæf stjórn að hafa Vi hluta
þingmanna að baki sér og þar
sem stjórnarandstaðan ncitar
alfarið að vinna með kommúnist-
unum er allt í járnum. Þetta hef-
ur það í för með sér að allar
ákvarðanir stjórnvalda taka
geysilegan tíma, nauðsynlegar
breytingar ná ekki fram að ganga
vegna málavafsturs í þinginu og
hálflamað ríkisvald hefur nánast
allt á sínum snærum sem fyrr en
hefur ekki lengur mátt til að sjá
um það.
InnrásIraka
veldur vandræðum
Önnur skýring á vöruskortinum
kom fram á íþróttasíðum blaðs-
ins í síðustu viku. Hún er á þann
veg að framleiðendur í dreifltýl-
inu hafi verið óhressir með kosn-
ingahegðun borgarbúa og reyni
nú að kúga þá til hlýðni. Fleiri og
sennilegri skýringar hafa verið
nefndar til sögunnar. Iraksdeilan
hefur snert Búlgari á fleiri en
einn hátt og valdið þeim miklum
vandræðum. Þeir hafa t.d. lengi
fengið stóran hluta olíu sinnar frá
Sovétríkjunum á afar hagstæðum
kjörum en eftir innrás Iraka í
Kúvæt neita Sovétmenn að láta
olíu af hendi nema fyrir greiðslu í
dollurum. Þeir eru af skornum
skammti í Búlgaríu og allur
gjaldeyrir þjóðarinnar fer til
orkukaupa. Matvæli er ekki unnt
að kaupa til landsins og matvæla-
framleiðendur sjá sér hag í því að
afla gjaldeyris með því að flytja
framleiðslu sína út frekar en að
láta hana á markað innanlands.
Bitrir höfuðborgarbúar segja að
framleiðendur bíði eftir því að
skorturinn á markaðinum leiði til
þcss að verð hækki nægilega mik-
ið til að þeir láti svo lítið að selja
löndum sínum matvæli.
íraksdeilan hefur reyndar vald-
ið Búlgörum vandræðum á fleiri
en einn hátt. Um 5000 Búlgarar
eru í írak og fá ekki að yfirgefa
landið sem veldur því að landar
þeirra eru milli steins og sleggju í
þessu viðkvæma máli. Þá vill
þannig til að írakar skulda Búlg-
örum gcysilega mikið fé og snúist
Búlgaría af fullri hörku gegn írak
getur það haft alvarlegar efna-
hagslegar afleiðingar fyrir landið.
Það er kannski rétt að taka
fram að allar vangaveltur um
stjórnmálaástandið eru skrifaðar
án ábyrgðar enda aðallega
byggðar á samtölum við óbreytta
borgara, sem hafa mismunandi
skoðanir á ástandinu, en ekki vís-
indalegum athugunum. Þó eru
meginatriðin ljós og ætti ekki að
þurfa að efast urn margt sem hér
hefur komið fram.
Búlgarar - þjóð í vanda
Hvað sem öðru líður er ljóst að
Myndir og texti:
Jón Haukur Brynjólfsson
Búlgarar eru þjóð í vanda og það
sést glögglega þegar komið er út
á götur Sofiu. Við allar bensín-
stöðvar eru langar raðir af bif-
reiðum og á fæstum stöðvunum
er bensín að fá. Matvörubúðir
eru nánast án undantekninga svo
gott sem tómar og þar eru einnig
langar biðraðir af fólki sem bíður
upp á von og óvon. Við og við er
skotið upp sölubásum á almanna-
færi þegar snjöllum kaupsýslu-
ntanni áskotnast einhverjar
nauðsynjavörur. Þær seljast strax
og komast færri að en vilja. Þjóð-
in fær aðeins um helming þeirra
orku sem hún þarfnast og raf-
magn í höfuðborginni er t.d.
mjög ótryggt (rafmagnið fór
t.a.m. af leikvanginunt í hléi á
leik CSKA og KA).
Almenningur er orðinn óþreyju-
fullur enda styttist í að hann fari
að svelta. Svartsýni gætir og tví-
vegis með skömmu millibili hafa
! orðið óeirðir í Sofiu. Á meðan
við dvöldum í borginni neyddist
t.d. kommúnistaflokkurinn til að
láta fjarlæga tákn flokksins af
höfuðstöðvum sínum, rauða
stjörnu, vegna þrýstings frá
almenningi. Glæpum hefur stór-
fjölgað og flestir cru að verða
búnir að fá nóg. Ein kona sagði
okkur að eina markmið almenn-
ings í dag væri að vinna myrkr-
anna á milli og afla þannig nægi-
lega mikils fjár til að komast í
burtu. Sumir eru farnir að fyrirlíta
samlanda sína og gott dænti um
það er leigubílstjóri sem ók ntér á
nokkra staði og var mér til
aðstoðar á annan hátt. Ég spurði
hann hvort mikið af ferðamönn-
um kæmi til Búlgaríu og hann
játti því en sagði þá alla vera að
gera mistök. Ég hváði og þá sagði
hann „Búlgaría er ntjög fallegt
land en fólkið sem hér býr er
slæmt."
Gleymist seint
Að koma til Sofiu um þessar
mundir er reynsla sem seint
gleymist. Einhverjum kann að
þykja umsögn mín neikvæð en
ástandið er verra en flestir
ímynda sér. Eins og svo oft áður
eru stjórnmál stór hluti vandans
en nauðsynlegra breytinga er
beðið og Búlgarar vona að þær
verði fyrr en seinna. Að öðrum
kosti hlýtur að sjóða upp úr því
hugmyndafræði magans er alltaf
sú áhrifaríkasta.
Bílasala • Bílaskipti
MMC Space Wagon 4x4, 7 manna
árg. ’86, ekinn 40.000. V. 900.000.
MMC L-300, sendill, árg. ’83, ekinn
62.000. V. 420.000.
Subaru 1800 station 4x4, árg. ’88,
ekinn 52.000. V. 1.050.000.
mmu rajero langur, arg. »7, ekinn
90.000. V. 1.750.000.
miiiwci iuuu ula, aiy.
ekinn 4.000. V. 880.000.
Athugið!
Opið á sunnudag
frá klukkan 13-17.
i nÍLASAUNN
Möldursf.
BflASAlA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.
Skoda Favorit, árg. ’89, ekinn
11.000. V. 450.000.
Lancer 4x4 station, árg. ’88, Toyota Corolla, árg. ’87, ekinn
ekinn 45.000. V. 1.050.000. 52.000. V. 520.000.
16.000. V. 1.080.000.
Toyota Landcruiser langur, árg. ’88,
ekinn 54.000. V. 2.950.000.
Toyota Camry station, árg. '87,
ekinn 45.000.
Subaru Justy 4x4, árg. ’88, ekinn
23.000. V. 560.000.
ekinn 35.000. V. 760.000.