Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Föstudagur 12. október 1990 - DAGUR - 3
Haustlaukarnir komnir
Aíramlialdandi
pottaplöntuútsala
Nýtt keramik
Borðbúnaður
í sérflokki
Útfararskreytingar
Kirkjuskreytingar
Kransar og krossar
r----------------
Haraldur Bessason kjörirm heiðurs-
doktor við Manitobaháskóla
Haraldur Bessason, rektor Há-
skólans á Akureyri, verður
gerður að heiðursdoktor við
Minnesota háskóla á fímmtu-
daginn kemur. Tilkynning
þessa efnis barst Haraldi sl.
sumar, en hann hélt utan í gær
til að taka við nafnbót þessari,
sem hann kveðst fyrst og fremst
líta á sem viðurkenningu fyrir
Háskólann á Akureyri.
Það var dr. Arnold Naimark,
rektor Manitobaháskóla, sem til-
kynnti Haraldi Bessasyni um
þessa nafnbót, sem yfirstjórn
skólans hefur ákveðið að veita
honum.
Á fimmtudaginn verða hátíð-
arhöld við Manitobaháskóla, við
brautskráningu nemenda. Pá
verður Haraldur Bessason sæmd-
ur titlinum L.D., sem stendur
fyrir doctor legum á latínu, (hef-
ur sömu merkingu og doctor
juris), honoris causa.
„Eg tel þetta heiður fyrir
Háskólann á Akureyri. Það kom
mér algjörlega á óvart þegar ég
fékk skeyti af þessu tilefni," segir
Haraldur Bessason.
Haraldur mun flytja aðalræð-
una við háskólahátíð Mani-
tobaháskóla að þessu sinni, og
ávarpa brautskráða stúdenta.
Hann hóf störf hjá Manitobahá-
skóla árið 1956, fyrst sem aðstoð-
arprófessor og síðar sem prófess-
or í íslenskri tungu og bókmennt-
um. Starfsferill hans þar varð
langur og heilladrjúgur, alls 31
ár. Það var árið 1987 sem Harald-
ur Bessason flutti aftur til ís-
lands, og tók við rektorsstörfum
hjá Háskólanum á Akureyri.
EHB
Starfshópur um
atvinnu í sveitum:
„Leitum
nýrra leiða“
- segir Auður Eiríksdóttir
Starfshópur um atvinnu í sveit-
um, sem er á vegum Búnaðar-
félags íslands, Kvenfélaga-
sambands Islands, landbúnað-
arráðuneytisins, Sambands
íslenskra sveitarfélaga og
Stéttarfélags bænda, vill kom-
ast í samband við þær konur í
sveitum sem starfa við eða
vilja hefja nýjan atvinnurekst-
ur, þar með talið minjagripa-
gerð og heimilisiðnaður, og
óska eftir ráðgjöf eða annarri
aðstoð af þeim sökum. Auður
Eiríksdóttir að Hleiðargarði í
Saurbæjarhreppi á sæti í starfs-
hópnum.
Áð sögn Auðar situr hún í
þessum starfshópi á vegum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga eftir
tilnefningu fjórðungssambands-
ins. Starfshópnum er ætlað að
koma einhverju samhæfðu starfi
á laggirnar og fá áreiðanlegar
upplýsingar um þörf fyrir ráðgjöf
og aðstoð við atvinnurekstur á
vegum kvenna í sveitum og síðan
megi finna leiðir til þess að mæta
þeim þörfum.
„Fólk er nú að hringja inn eftir
auglýsingu sem birt var og lætur
vita af hvað það er að vinna, eða
hvað það hyggst framkvæma. Oft
er fólk í erfiðleikum með mark-
aðssetningu og fjármagn og við
skoðum þau mál. Ráðgert er að
ráða starfsmann til að ferðast um
landið milli byggðarlaga til að
samhæfa og kynna það sem er að
gerast í þessum málum á hverjum
stað. Fólk á landsbyggðinni, úti
um sveitir, finnst það eitt og ein-
angrað og vantar tengsl við fólk
sem er að vinna að svipuðum
verkefnum og oft vantar aðeins
herslumuninn til að markaðssetn-
ing og árangur náist,“ sagði Auð-
ur Eiríksdóttir. ój
BYGGINGAVÖRUR
LÓNSBAKKA • Sr 96-30321 & 96-30326
OKEYPIS!
Þau hafa aldeilis slegið í gegn GEMINI teppin okkar - sem þola næstum allt.
Þessi þykku gæðateppi klæða nú fjölda stigahúsa auk annarra gólfa hérlendis sem
erlendis. Núna geturðu teppalagt fleti sem hingað til var óhugsandi að hafa á teppi
vegna bletta og slitálags.
Skoðaðu ábyrgðarskilmálana. MARQUESA er alger bylting í teppagarni og þraut-
prófað af hlutlausum rannsóknarstofum með tilliti til slitþols, fjaðurmagns og eigin-
leika til að halda áferð sinni - þetta er gæðatrygging fyrir kaupandann.
GEMINI teppin eru þétt, efnismikil, lykkjuofin gæðateppi, 8S0 gr af garni í hverjum
fermetra og að auki blettaþolin.
ÞAÐ MÁ JAFNVEL ÞRÍFA BLETTINA
MEÐ
5 ára slitþolsábyrgð!
5 ára blettaábyrgð!
Myndist, innan 5 ára frá kaupdegi blettur,
sem ekki tekst að þrifa úr skv. leiðbeiningum,
eða sérfræðingar okkar ná ekki úr þá skiptum
viö orðalaust um teppi hjá þér.
Slitni teppið I gegn innan 5 ára frá kaup-
degi, skiptum við þvi slitna út með nýju teppi.
5 ára litaheldni!
Láti teppi lit innan 5 ára frá kaupdegi, skiptum
við þvi upplitaða út með nýju teppi.
Ath:
Ábyrgðin fellur úr gildi við misnotkun,
skemmdarverk eða náttúruhamfarir.
Gemini - teppi ofin úr
Marquesa
Einkar sterk gæðateppi með þéttum lykkjum
og góðu undirlagi. 15 ferskir litir. Framleitt
úr 100% polypropylene. Hentar á alla heimil-
isfleti, stigahús og skrifstofur.
Full ábyrgð.
Breidd: 400 cm. Efnismagn: 880 gr. mJ
Mælum, rífumgömlu
teppinaf-gerumtil-
boð og leggjum nýju
teppin fljótt og vel.