Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 12.10.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 12. október 1990 AKUREYRI Okhar vinsaelu fjölskyldupakkar 3 manna kr. 1695-4 manna kr. 2260-5 manna kr. 2825 1,5 I gos fylgir með. Ath. öll börn innan 6 ára aldurs í fylgd með foreldrum fá frían mat, hamborgara, franskar og gos eða 1 kjúklingabita, franskar og gos, ef borðað er á staðnum. CROWN J CHICKEN *■ AKUREYRI Skipagötu 12 Akureyri - Simi 21464 Komið við otj cferið ybfotr doqanuin Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar-SS* 96-24222 _ Minning: T Séra Bjartmar Kristjánsson fyrrv. sóknarprestur, Álfabrekku Sr. Bjartmar Kristjánsson lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. sept. sl. og var jarðsettur að Munkaþverá 29. sept. að viðstöddu miklu fjölmenni. Hann var eyfirskrar ættar, fæddur að Ytri-Tjörnum í Öngulsstaða- hreppi hinn 14. apríl 1915, og stóðu að honum traustar eyfirskar bænda- ættir. Stúdentsprófi lauk sr. Bjartmar á Akureyri árið 1941 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands vorið 1946 með glæsilegum vitnisburði. Hið sama ár tók hann prestsvígslu og fékk veit- ingu fyrir Mælifelli í Skagafirði og starfaði þar sem sóknarprestur sam- fleytt til ársins 1968, er hann fluttist um set á æskuslóðir og gjörðist prest- ur í Laugalandsprestakalli í Eyja- firði, þar sem hann starfaði allt til ársins 1986, þar af tvö síðustu árin sem prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis. Á Mælifelli þjónaði sr. Bjartmar því í 22 ár og naut þar vaxandi vin- sælda í starfi, við Mælifellsprestakall var drjúgur hluti af ævistarfi hans bundinn, enda má þar finna verka hans stað. Prestsseturshús, sem reist var 1922, stækkaði hann með við- byggingu og endurbætti á ýmsa lund. Útihús á Mælifelli voru orðin hrörleg mjög, er sr. Bjartmar kom að staðn- um, og því ekki talið svara kostnaði að halda þeim við. Lét sr. Bjartmar reisa ný útihús á jörðinni úr varan- legu efni, fyrst fjós og fjárhús, síðan hlöðu, og er hann flutti burt frá Mælifelli 1968, hafði hann nýlokið við að láta reisa fjárhús fyrir 200 fjár. Búskap rak hann myndarlegan á Mælifelli öll árin þar. Þá fékk staðarkirkjan ýmiss konar andlitslyftingu á prestsskaparárum sr. Bjartmars. Keypti hann og setti sjálfur litaðar glerrúður í glugga, sem lengi munu bera handverki hans vitni og þeirri alúð, er hann lagði í verk sitt, auk þess sem þær gefa kirkjunni einkar hlýlegan svip. Geta vil ég þess einnig, að árið 1950 barst kirkjunni að gjöf altaris- tafla sú hin mikla og veglega, sem þar getur að líta í dag og sýnir mynd af Fjallræðunni. Gefandi og lista- maður var Magnús Jónsson próf., sem ólst að nokkru upp á Mælifelli og var kennari sr. Bjartmars í guð- fræðideild. Veit ég, að á milli þeirra var góð vinátta. Margt fleira mætti nefna af störf- um sr. Bjartmars á Mælifelli, hann sat lengi í hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps og skólanefnd, stundaði kennslu og var auk þess símstöðvar- stjóri á Mælifelli um árabil, en þar var þá símstöð sveitarinnar. Ég hygg, að þessi upptalning nægi til að sýna, hve umsvifamikill hinn ungi prestur var í málefnum kirkju og staðar að Mælifelli árin þar. En hér stóð Bjartmar ekki einn. Kona hans, Hrefna Magnúsdóttir, ættuð úr Eyjafirði, sem nú lifir mann sinn ásamt sex börnum þeirra hjóna, er að dómi allra, er til þekkja, ein- stök kona um marga hluti. Mun ekki ofsagt, að hún hafi verið hin styrka stoð hans í sambandi við búsýslu alla og önnur þau störf, er til falla á stóru prestsheimili í sveit. Prátt fyrir ýmiss konar heilsuleysi, er hún hefur mátt ganga í gegnum, þá er hún enn hin sterka kona, frá henni stafar hlýju til alls og allra. Börn þeirra hjóna eru: Snæbjörg, húsfreyja í Fremri-Hundadal í Dala- sýslu; Kristján, efnaverkfræðingur í Rvík; Jónína, búsett á Álfabrekku, starfsstúlka á Kristneshæli; Benja- mín, læknir í Rvík; Fanney, búsett í Lundi í Svíþjóð og Hrefna, meðferð- arfulltrúi í Rvík. Kynni okkar sr. Bjartmars hófust fljótlega eftir að ég kom til starfa í Mælifellsprestakalli árið 1983. Mér varð j <tt Ijóst, að Mælifell og sóknarbf '- ,in fyrrverandi hér í prestakallir.. áttu fastan sess í huga hans. Það lc-yndi sér ekki, að stað og fólki hafði hann bundist sterkum tryggðaböndum. íþróttavörur í hœsta gœðaklassa Skíðagallar, er íþróttavöruverslun Nœg úlpur, gallar, skór, töskur, bolir, húfur, lúffur, sokkar, inniskór, stuttbuxur, sundfatnaður, skautar, boltar o.fl. Opiðfrá kl. 09.30-18.00, laugardaga 10.30-12.30. stœði bœjarins við Strandgötu 6, sími 27771 Þaö sýndi hann á svo margvíslegan hátt. Minnisstæðar eru samveru- stundir frá 80 ára afmæli Goðdala- kirkju 1984, er sr. Bjartmar sótti okkur heim, en ekki síður stundirn- ar, er aldrað fólk í prestakallinu hef- ur verið verið kvatt hinstu kveðju, þá hefur sr. Bjartmar svo oft verið mættur, það gerði hann, meðan heilsa hans leyfði. Víst mun honum og fjölskyldu hans hafa vegnað vel meðal Eyfirðinga en þó er grunur minn sá, að tengslin við Tungusveit- ina kæru, eins og hann sjálfur orðaði það, hafi aldrei slitnað. Er hugmyndir urðu uppi fyrir nokkrum árum að leggja niður Mæli- fellsprestakall og sameina nágranna- prestaköllum, þurfti enginn að velkj- ast í vafa um afstöðu sr. Bjartmars í því máli, hann gerði sér ríka grein fyrir helgi og sögu staðarins, og taldi metnaðarmál að hann viðhéldist. Fyrir réttu ári hitti ég sr. Bjartmar á heimili hans, Álfabrekku í Önguls- staðahreppi, en það hús hafði hann reist sér, áður en hann lét af störfum í Laugalandsprestakalli. Þar er víð- sýnt og fagurt. Viðtökur voru hlýjar og margt var rætt um Mælifell að fornu og nýju, ég fór fróðari af hans fundi. i Þá hafði hann nokkrú áður fært Mælifellskirkju fagra gjöf, sem var bútur af altarisklæði því, er bjargað- ist úr kirkjúbrunanum á Mælifelli haustið 1921. Klæðisbút þennan hafði hann innrammað, og hann prýðir nú vegg Mælifellskirkju ásamt öðrum hluta úr sama klæði, er kirkj- an átti fyrir. Pað var fögur kveðja hins aldraða sóknarprests til kirkju sinnar. Persónuleg kynni okkar Bjartmars urðu ekki mikil né löng, en þó nóg til þess að mér varð ljóst, að þar fór heilsteyptur drengskaparmaður, er leita vildi sannleikans í hverju máli. Gagnrýninn var hann á margt innan kirkju og utan, vildi sjálfur fá að mynda sér skoðun, hafði fastar skoðanir á málefnum og fylgdi þeim eftir af þunga og einlægni. Mér virtist honum vera fyrir mestu að fylgja orðum Jesú eins og þau koma fyrir í guðspjöllunum, en forð- ast að láta, það sem hann áleit vera mannasetningar, skyggja á Krist, lærisveinn Krists vildi hann vera fyrst og síðast. Pegar farið var að breyta beygingu á nafninu Jesús með tilkomu nýrrar helgisiðabókar 1981, þá hafði sr. Bjartniar ýmislegt við það að athuga. Mig grunar, að það hafi ekki aðeins verið af fastheldni við þá beygingu, er tíðkast hefur um aldir, heldur af lotningu fyrir nafninu allrahelgasta, sem eigi mætti hrófla við. Hér sem annars staðar fylgdi Bjartmar sann- færingu sinni af einurð og festu. í júlímánuði sl. kom fjölskylda sr. Bjartmars saman til samfunda í sumarhúsinu að Háubrekku, sem á sínum tíma var nýbýli, byggt úr Mælifellslandi. Pá voru m.a. rifjaðar upp gamlar minningar héðan frá Mælifelli, sem ég fann að voru fjöl- skyldunni dýrmætar. Pað var góð stund, sem geymist. Þá var sr. Bjartmar fjarri, dvaldi hann á sjúkra- húsi syðra, var að jafna sig eftir höf- uðaðgerð, sem hann hafði þá nýlega gengist undir og virtist hafa tekist vel. Aðeins tveimur mánuðum síðar var hann allur. Hinn trúi Drottins þjónn, sr. Bjartmar Kristjánsson, er kvaddur með virðingu og þökk fyrir langt og gifturíkt ævistarf, undir þá kveðju veit ég, að sóknarbörn hans í Mæli- fellsprestakalli munu taka. Eigin- konu, börnum og ástvinum öllum eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Olafur Þ. Hallgrímsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.