Dagur - 14.12.1990, Page 4
4 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990
Gleðileg jól farsœlt
komandi ár
Mjólkursamlag K.Þ.
Húsavík, sími 96-41444
Óskum öllum viðskiptavinum
okkar gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
ISPAN HF.
Norðurgötu 55, sími 22333 og 22688.
Gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
jrej)
I laralciur o£ Guctlaugur
b>8gingaverktakar
Gránufélagsgötu 4, símar: Har. 25131. Guðl. 22351.
Sími 27398.
Gleðileg jól
ogfarsœlt komandi ár
FQœhcwerslun
Sigmtar Gubtmmksomrhf.
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI
Óskum viðskiptamönnum og
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og gleðilegs nýárs
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Gleðileg jól
farsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Stjörnu-Apótek
Hafnarstræti 93-95, sími 30451 og 30452
Aldarafinæli
Garðskirkju
í Kelduliverfi
Pann 18. nóvember síðastliðinn var þess minnst að 100
ár eru liðin frá því Garðskirkja í Kelduhverfi var vígð.
Að lokinni hátíðarmessu þann dag var boðið til kaífr-
samsætis í Skúlagarði í tilefni afmælisins. Við það
tækifæri flutti Porfinnur Jónsson frá Ingveldarstöðum
erindi þar sem hann stiklaði á stóru um sögu þessa
merka guðshúss. Porfinnur gaf Degi góðfúslega leyfi til
að birta erindið og fer það hér á eftir.
Okkur þótti við hæfi á 100 ára
afmæli Garðskirkju í Keldu-
hverfi, að rifja upp og stikla á
nokkrum atriðum er tengjast
kirkjunni á einn eða annan hátt,
byggingu hennar og fleira þar að
lútandi.
Að öllum líkindum hefur kirkja
verið í Garði frá kristnitöku í
landinu, hún var helguð Maríu
guðsmóður, Jóhannesi postula og
Tómasi postula, og síðar með
guði Þorláki biskupi í katólskum
sið.
Bænhús voru í Keldunesi,
Víkingavatni og Fjöllum, sem öll
voru aflögð fyrir 1703, sum
kannski löngu áður.
í Ási var kirkja sem Garðs-
prestar þjónuðu að nokkru eða
mestu leyti. Ássókn er að fullu
sameinuð Garðsskókn 1816, en
Garður var prestssetur að
minnsta kosti frá 1370-1880, en
frá þeim tíma hefur Garðssókn
verið þjónað af Skinnastaðaprest-
um, þó sat Halldór Bjarnason í
Presthólum frá 1911-1926, en
aðstoðarprestur hans séra Sveinn
Víkingur sat í Garði frá 1922-24.
Margir nafnkunnir prestar hafa
setið í Garði, og sumir verið þar
þaulsætnir. Má þar nefna séra
Bjarna Gíslason er sat Garð frá
1617-1657. Séra Einar Skúlason
og syni hans, sem héldu Garð frá
1669-1733. Séra Vigfús Björns-
son er var þar frá 1797-1809, og
séra Björn Halldórsson frá 1810-
1840.
Sá prestur sem lengst hefur
þjónað Garði en setið á Skinna-
stað er séra Páll Þorleifsson,
hann þjónaði frá 1926-1966 eða
40 ár.
Séra Sigurvin Elíasson tók við
af Páli og þjónaði til 1989 að
núverandi prestur séra Eiríkur
Jóhannsson tók við.
Það kirkjuhús sem nú er í
Garði, er að stofni til byggt 1890
úr timbri á steyptu eða stein-
límdu fótstykki. Stærð þess er
10,5x6 m, að grunnfleti og söng-
loft er í einum þriðja þess.
Yfirsmiður byggingarinnar var
Stefán Erlendsson bóndi í Ólafs-
gerði. Fróðlegt er að líta til baka
og skoða aðeins árferði og að-
stæður til framkvæmda á þessum
tímum.
Áratugurinn milli 1880-1890
var mjög erfiður veðurfarslega
séð, hvert árið öðru verra ef svo
mætti segja, því finnur maður
greinilega hvað Keldhverfingar
hafa metið kirkju sína mikils, að
leggja í nýbyggingu á svo erfiðum
tímum, grasbrests, skepnufellis,
bjargarleysis og fólksflótta úr
landi, því 1887 flytjast 2000
manns af landinu og var stór hluti
þess af Norður- og Norðaustur-
landi.
Athyglisvert er, að einmitt á
því ári 1887 stofna Keldhverfing-
ar búnaðar- og framfarafélag,
sem síðar var breytt í búnaðarfé-
lag Keldhverfinga, og þetta félag
er aðeins 3 árum síðar, í stakk
búið til að lána all verulega upp-
hæð til kirkjubyggingar.
Árið eftir 1888 liggur hafís fyr-
ir öllu Norðurlandi fram í júlílok
með kuldum og gróðurleysi, og
jafnvel bjargarleysi þar sem skip
komust ekki á hafnir vegna ísa-
laga.
1889 er aðeins bjartara yfir, þá
fer verð hækkandi á útfluttu
sauðfé, svo veturgömul ær fer á
12-15 kr., en sauðir og fullorðnar
ær á 18-20 kr. Svona var í stórum
dráttum ástandið þegar hafist var
handa við kirkjubygginguna.
Þó tekin væru lán til byggingar-
innar var gert eins lítið af því
eins og mögulegt var, en tekjurn-
ar voru tíund af fasteignum og
lausafé og var sú upphæð sirka
60-70 kr. á ári, fram til 1908, en
þá er því breytt í nefskatt 75 aur-
ar á nef, og árið 1940 er gjaldið
ekki nema ein króna og tuttugu
og fimm aurar á mann.
Einnig tók kirkjan sérstakt leg-
gjald fyrir greftrun og var svo
fram til 1910.
Fermingarbörn við Garðskirkju árið 1963. Mynd: 1M
Fermingarbörn við Garðskirkju árið 1965. Mynd: im