Dagur - 14.12.1990, Qupperneq 19

Dagur - 14.12.1990, Qupperneq 19
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - B 19 bomaefni Kjötbúðingur handa jólasveininum Lítill drengur var að fara í háttinn á aðfanga- dagskvöld. „Jólasveinn- inn hefur voða mikið að gera um jólin,“ sagði drengurinn. „Mig langar að skilja eftir svolítinn náttverð handa honum að borða þegar hann kemur með gjafirnar.11 „Allt í lagi,“ sagði mamma hans brosandi. Þau settu glas af sherrýi og skál af kjöt- búðingi á lítið borð í stofunni milli jólatrésins og skorsteinsins og auðvitað gulrætur handa hreindýrunum. En þegar drengurinn var að fara í rúmið sagði hann: „Einhver Bangsi var stoltur að fá að passa náttverð jólasveinsins. ætti að halda vörð yfir náttverðinum þangað til jólasveinninn kemur.“ „En það er ekki ætlast til þess að neinn sjái jóla- sveininn,11 sagði mamm- an. Svo bætti hún við: „En ég hugsa að Bangsi gæti staðið vörð. Ég er viss um að það gerir ekkert til þótt bangsar sjái jólasveininn.“ Það varð því úr að Bangsi var skilinn eftir á verði. Hann fann mikið til sín, því það eru ábyggilega ekki margir bangsar sem standa vörð yfir náttverði jóla- sveinsins. Um morguninn var náttverðurinn horfinn en í hans stað var miði sem á stóð að hreindýr- unum hefðu þótt gul- ræturnar góðar. „Borð- aði jólasveinninn virki- lega náttverðinn?" spurði drengurinn Bangsa. Bangsi svaraði ekki. „Bangsi má ekki ræða við óviðkomandi fólk um það sem jóla- sveinninn gerir,“ sagði mamma. Þegar Jesúbarnið hló Þegar Jósef og María voru á leiðinni frá Nas- aret til Betlehem kom Gabríei erkiengill með leynd niður á jörðina til að huga að fjárhúsinu. Engillinn rak úr húsinu öll smádýrin sem þar voru, maurana, köngul- lærnar og mýsnar. Það var aldrei að vita hvað mundi gerast ef María sæi mús. Það voru bara nautið og asninn sem fengu að halda kyrru fyrir. Nú virtist allt í stak- asta lagi. En ekki er allt sem sýnist; í leyndum stað í hálminum á gólf- inu var lítil fló sem steinsvaf. Það var ekki nema von að þetta agn- arlitla dýr hefði farið fram hjá englinum - það er nú ekki á hverj- um degi sem erkienglar rekast á flær. Þegar kraftaverkið mikla var orðið og litla barnið lá og mókti í hálminum, undur hjálp- arvana, gátu englarnir ekki lengur á sér setið. Þeir komu úr fylgsnum sínum eins og dúfna- hópur og slógu hring um barnið í lotningu. Sumir hagræddu hálm- inum en aðrir fylltu loftið dýrðlegum ilmi. En nú vaknaði litla flóin í hálminum. Hún varð dauðhrædd því hún hélt að einhver væri að ofsækja hana en því var hún vönust. Hún hoppaði um jötuna og leitaði að undankomu- leið. Loks skaust hún inn í eyrað á barninu. „Fyrirgefðu,“ hvíslaði flóin, móð og másandi, „en ég neyddist til að gera þetta. Þeir drepa mig ef þeir ná mér. Ég fer strax og færi gefst himneski herra.“ Jesúbarnið sagði án þess að nokkur heyrði, „ég skal ekki bæra á mér.“ Og svo stökk litla flóin en um leið og hún dró undir sig fæturna kitlaði hún barnið óvart í eyrað. Þá vakti María mann sinn og sagði angurblítt: „Nei sjáðu, hann er strax farinn að hlæja.“ Ævintýrið um Sipp Einu sinni var kóngur. Hann átti þrjár dætur. Hin elsta hét Sipp, önn- ur hét Sippsippanipp og hin yngsta hét Sipp- sippanippsippsúrum- sipp. En það var líka annar kóngur og hann átti þrjá syni. Hinn elsti hét Skrat, annar hét Skrat- skratarat og hinn yngsti hét Skratskrataratskrat- skúrumskrat. Og Sipp giftist Skrat, Sippsippanipp giftist Skratskratarat og Sipp- sippanippsippsúrumsipp giftist Skratskratarat- skratskúrumskrat. Ljónið og músin Eitt sinn vildi svo til að lítil mús hljóp upp í gin- ið á sofandi Ijóni. Ljónið vaknaði og var um það bil að gleypa músina þegar sú litla sagði: „Þyrmdu lífi mínu og ég mun ævinlega vera þér þakklát." Ljónið sleppti Ljónið sagðist aldrei þarfnast hjálpar frá músarkríli. músinni og sagði bros- andi: „Þú ert heppin að ég er í góðu skapi, svo ég ætla að sleppa þér, en mér er sama hvort þú ert þakklát eða ekki. Voldugt Ijón eins og ég þarfnast aldrei hjálpar frá svona músarkríli.“ Nokkru seinna hand- sömuðu veiðimenn Ijónið og bundu það við tré með reipi. Músin heyrði öskrin í því, læddist nær og nagaði í sundur reipið og frels- aði þannig Ijónið. „Þú hlóst að mér og sagðir að ég væri of lítil til að hjálpa þér,“ tísti músin, „en nú sérðu að þú hafðir rangt fyrir þér.“ Gátur í jólafríinu Að lokum látum við fylgja hér með nokkrar gátur. Svörin er að finna í blaðinu. 1) Af höfuðfati hlýt ég nafn og hættulegri veiki. Þegar ég hitti sveinasafn, sumir fara af kreiki. 2) Aldrei er ég einburi, oftast er ég tvíburi, þó er ég stundum þríburi, þó er ég oftar fjórburi. 3) Eg er hús með öngum tveim, í mér liggja bræður fimm, í hörðum kulda hlífi ég þeim, þótt hríðin verði köld og grimm. Þessar eru svo léttar að allir krakkar ættu að geta svarað þeim: 4) Hvað er það sem tollir við allt? 5) Hver er sá vöxtur sem snýr rótinni upp, en krónunni niður? 'iuoö uje j jnuuei (g •QiujBN (fr •Jn6uj|U9A (£ 'UJOijepuoj [z -uosnueH (|. qia joas

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.