Dagur - 20.12.1990, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990
Ómar og Þor-
grímur árita
Rithöfundarnir Ómar Ragn-
arsson fréttamaður og Þor-
grímur Þráinsson ritstjóri
leggja í dag land undir fót í
þeim tilgangi að árita nýút-
komnar bækur sínar.
Þeir félagar verða staddir í
Bókabúð Brynjars á Sauðár-
króki í hádeginu í dag en
halda síðan sem leið liggur til
Akureyrar, loftleiðis í „Frú“
Ómars. Peir verða síðan í
Tölvutækjum/Bókvali frá kl.
16.00-18.00 og í Bókaverslun-
inni Eddu frá kl. 19.30-21.00.
Ómar áritar bók sína „í
einu höggi“ og Þorgrímur
unglingabókina „Tár bros og
takkaskór". Báðar þessar
bækur eru útgefnar af Fróða.
FSA:
- um jól og áramót
Nokkrar breytingar hafa
verið gerðar á heimsóknar-
tímum á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri vegna
hátíðarinnar sem í hönd fer.
Heimsóknartímar á FSA
eru að venju öllu rýmri á stór-
hátíðum en aðra daga og svo
er einnig nú. Helstu breyting-
ar eru þær að á aðfangadag og
gamlársdag er heimsóknartím-
innfrákl. 18.00 til kl. 21.00. Á
jóladag, annan dag jóla og
nýársdag eru heimsókn-
artímar frá kl. 14.00-16.00 og
kl. 19.00-20.00.
Að öðru leyti eru heimsókn-
artímar samkomulagsatriði
við viðkomandi deildir sjúkra-
hússins.
Akureyri:
Breyttur afgreiðslu-
tímiÁTVR
Afgreiðsla Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins á
Akureyri verður opin held-
ur lengur en venja er næstu
daga.
I dag, fimmtudag, verður
opið frá kl. 10.00 til 20.00 og á
morgun föstudag, verður opið
frá kl. 10.00 til 22.00. Síðan
verður afgreiöslan lokuð þar
til á milli jóla og nýárs.
Fimmtudaginn 27. og föstu-
daginn 28. desember verður
opið frá klukkan 10.00 til
18.00. Vakin er athygli á því
að afgreiðslan er opin í hádeg-
inu alla þessa daga. Loks verð-
ur opið frá kl. 9.00 til kl. 12 á
hádegi á gamlársdag.
Akureyri:
Jólasveinarnir
fljúga norður
Jólasveinar ætla að bregða sér
í flugferð í dag. Síðdegis koma
nokkrir þeirra með Flugleiða-
vél frá Reykjavík og ætla þeir
að skemmta börnum og for-
eldrum í flugstöðinni á Akur-
eyri í dag kl. 17.50. Þær fregn-
ir hafa borist á undan köllun-
um að í pokum þeirra leynist
eitthvað gott handa börnun-
um. (Tilkynning)
frétfir
íh
Undantarin ár hefur Kaupfélag Eyfirðinga sent börnum sem þess óska kort frá jólasveinum KEA. Þar er átt við þá
jólasveina sem hafa skemmt börnum á Akureyri reglulega í byrjun desember síðustu ár, af svölum Vöruhússins.
Hátt í eitt þúsund börn hafa þegar óskað eftir korti frá jólasveinunum. Einnig hafa börn sent inn teikningar tengdar
jólunum til KEA og hafa fjölmargar teikningar þegar borist. Þær eru nú til sýnis í Vöruhúsi KEA og þar var þessi
inynd tekin í gær. Mynd: Golli
Samband íslenskra samvinnufélaga:
Rekstri Jötuns verður breytt
í hlutafélag um áramót
Sauðárkrókur:
Hlutafélagið Jötunn mun um
áramótin taka yfir rekstur
þann sem „Jötunn - deild í
$ambandinu“ hefur haft með
höndum á yfirstandandi ári. Á
hluthafafundi í Jötni hf. í
fyrradag var ákveðið að auka
hlutafé úr 934 þúsundum í 140
milljónir króna og er það allt
innborgað.
Hluthafar í Jötni hf. eru Sam-
bandið og tvö samstarfsfyrirtæki
þess, Reginn hf. og Dráttarvélar
hf. Jötunn hf. er nú opinn öllum
kaupfélögunum og samstarfsfyr-
irtækjum Sambandsins svo og
öðrum viðskiptaaðilum eftir nán-
ari ákvörðun stjórnar.
Starfsemi Jötuns hf. skiptist á
fimm svið, bíladeild, véladeild,
fóðurvörudeild, raftæknideild og
þjónustudeild.
í stjórn Jötuns hf. voru kosin
Guðjón B. Ólafsson, stjórnarfor-
maður, Sigurður Kristjánsson
Selfossi, Sigurður Gils Björgvins-
son Reykjavík. Til vara Þórhalla
Snæþórsdóttir Stöðvarfirði.
Framkvæmdastjóri verður
Sigurður Á. Sigurðsson, sem ver-
ið hefur framkvæmdastjóri „Jöt-
uns-deildar í Sambandinu".
óþh
Samþykkt að stofiia
félagsmiðstöð
Mikil umræða hefur verið á
Sauðárkróki síðustu vikur um
félagsaðstöðu fyrir unglinga. Á
bæjarstjórnarfundi sl. þriðju-
dag var síðan samþykkt fund-
argerð félagsmálaráðs sem
inniheldur eftirfarandi sam-
þykkt varðandi stofnun félags-
miðstöðvar í félagsaðstöðu
Gagnfræðaskóla Sauðárkróks:
„Félagsmálaráð leggur til að
ráðinn verði hið fyrsta starfsmað-
ur til þess að hafa umsjón með
félagsstarfi fyrir unglinga á Sauð-
árkróki.
Starfið miðast við 35 klst.
vinnuviku, ennfremur er óskað
eftir að lausráða annan starfs-
mann í 10 klst. á viku.
Félagsmálaráð fer þess á leit að
starfið verði auglýst nú þegar.
Um er að ræða starf til skóla-
loka og skoðast þetta sem
reynslutími á þessa starfsemi.
Við gerð fjárhagsáætlunar verði
gert ráð fyrir að endurskoða þurfi
tímann í haust, í ljósi reynslunn-
ar.
Jafnframt samþykkir félags-
málaráð að þegar starfsmaður
hefur verið ráðinn, þá verði
kannað með framtíðarhúsnæði
fyrir félagsmiðstöð á Sauðár-
króki.“
Matthías Viktorsson, félags-
málastjóri, sagði að auglýst yrði
strax eftir starfsmanni ög vonáð-
ist hann til að hægt yrði að hefja
starfsemina af fullum krafti eigi
síðar en í lok janúar. Allt færi
það eftir því hve margar umsókn-
ir bærust og síðan þyrfti að útbúa
starfsaðstöðu fyrir starfsmann-
inn, en vonandi gengi þetta allt
saman upp innan tíðar. SBG
Byggðanefnd undir forystu Stefáns Guðmundssonar:
Skilar tiUögum snemma á næsta ári
Stefán Guðmundsson alþingis-
maður gekk í gærmorgun á
fund Steingríms Hermanns-
sonar, forsætisráðherra, til
viðræðna um störf byggða-
Skákfélag Akureyrar stóð fyrir
Haustmóti barna og unglinga í
hraðskák um síðustu helgi. I
flokki 13-15 ára sigraði Þórleif-
ur Karl Karlsson með yfirburð-
um. Hann vann allar sínar
skákir og hlaut 16 vinninga. I
2. sæti varð Örvar Arngríms-
son með 11V2 v., Gestur Ein-
arsson varð í 3. sæti með 8
vinninga og Páll Þórsson í 4.
sæti með 8 vinninga.
í drengja- og telpnaflokki, 12
ára og yngri, voru 24 keppendur
og tefldar voru 7 umferðir eftir
Monrad kerfi, tvær skákir við
hvern andstæðing.
Flóvin Næs frá Færeyjum tefldi
sem gestur í þessum tlokki og
gerði sér lítið fyrir og sigraði
glæsilega. Hann hlaut 14 vinn-
inga af 14 mögulegum. Flóvin er
íslenskur í móðurætt og átti
heima á Akureyri fyrir fáeinum
árum.
Einar Jón Gunnarsson varð 2.
með 10 vinninga og er hann
haustmeistari í hraðskák í þess-
nefndar sem Stefán veitir for-
stöðu. Hlutverk nefndarinnar
er að gera tillögur um aðgerðir
í byggðamálum og breytingar á
lögum um Byggðastofnun og
um flokki. Næstir komu Hafþór
Einarsson, BárðurH. Sigurðsson
og Gunnþór Jónsson. Birna
Baldursdóttir varð efst telpna og
Auður Dóra Franklín varð
önnur. SS
Skákfélag Akureyrar:
Jón Björgvinsson
bikarmeistarí
Jón Björgvinsson varð bikar-
meistari Skákfélags Akureyrar
1990. Bikarmótið er útsláttar-
keppni og detta menn úr
keppni eftir að hafa misst þrjá
vinninga. Þetta eru hálftíma
skákir.
Arnar Þorsteinsson varð í öðru
sæti, Þór Valtýsson í þriðja og
Þórleifur Karl Karlsson í fjórða.
Næsta mót hjá Skákfélagi
Akureyrar er 10 mínútna mót
fimmtudaginn 20. desember kl.
20. SS
starfsemi hennar.
Forsætisráðherra skipaði tvær
byggðanefndir í haust. Nefnd
sem Jón Helgason var formaður í
lauk störfum fyrir nokkru. Eftir
það tók nefnd Stefáns Guð-
mundssonar til starfa, og er vinna
við nýjar tillögur í byggðamálum
langt komin. Að sögn Stefáns
verða tillögurnar kynntar
snemma á næsta ári, og má búast
við að þær veki verðskuldaða
athygli. Stefán vildi ekki tjá sig
um efni þeirra, en sagði þó að
margt væri þar í þeim anda sem
Norðlendingar hefðu horft til
undanfarna mánuði. Vinna við
endurskoðun laga um Byggða-
stofnun er ekki eins langt komin.
í nefndinni eiga sæti, auk
Stefáns, þeir Zóphanías
Zóphaníasson, Trausti Þorláks-
son, Ragnar Arnalds og Sighvat-
ur Björgvinsson.
„Ég vona að okkur miði vel
áfram, og fljótlega upp úr ára-
mótum fari að komast verulegur
skriður á starfið. Segja má að til-
lögur um fyrstu aðgerðir í
byggðamálum sé það sem fólk
horfi mest á, enda hafa þær tekið
mestan tíma. Ég vildi sjá niður-
stöðu nefndarinnar sem Jón
Helgason veitti forstöðu áður en
við færum af stað. Ég hef trú á að
fjörugra frétta verði að vænta eft-
ir áramótin frá nefndinni," segir
Stefán. EHB
Jólasveinar voru á ferð um helgina á vegum Lundarkjörs á Akureyri og fóru
þeir um á lyftara og sungu hástöfum. Einnig sóttu þeir nokkur börn heim á
lyftaranum og færðu þeim góðgæti. Mynd: Goiii
i
skák
t
Haustmót barna og unglinga í hraðskák:
Þórleifur með Mt hús
- Einar Gunnarsson haustmeistari
í yngri flokki