Dagur - 20.12.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Átíi álverið aldrei að koma?
Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar, fjallar um álversmálið í viðtali í blaðinu
í dag. Vegna starfa sinna hjá Iðnþróunarfélaginu var
hann þátttakandi í þeirri viðleitni Héraðsnefndar Eyja-
fjarðar og bæjar- og sveitarstjóma á svæðinu að beina
athygli stjórnvalda að Eyjafirði varðandi staðsetningu
fyrirhugaðs álvers á íslandi. Eftir að Svisslendingar drógu
sig út úr Atlantsáls samstarfinu og bandaríska fyrirtækið
Alumax gerðist aðili að því í staðinn, minnkuðu líkur þess
að ráðist yrði í nýjar framkvæmdir í Straumsvík. Því vakn-
aði von á meðal landsbyggðarmanna um að þessu öfluga
atvinnufyrirtæki yrði valinn staður utan Stór-Reykja-
víkursvæðisins.
Sigurður segir hins vegar að sú ákvörðun iðnaðarráð-
herra að bjóða erlendu fyrirtækjunum frítt spil varðandi
hugsanlega staðsetningu álvers, eftir að Alusuisse dró
sig út úr Atlantsáls samstarfinu, hafi að líkindum gert út
af við möguleika landsbyggðarinnar í þessu máli. Margt
bendi til að aldrei hafi verið pólitískur vilji í landinu fyrir
því að reisa þetta fyrirtæki úti á landi. Hann bendir á að
í mars á þessu ári sé fyrst farið að ræða um Keilisnes sem
aðsetur álvers og varpar þeirri spurningu fram hvort því
hafi einstök tilviljun ráðið. Hvort menn hafi ekki vitað af
Keilisnesi fyrr eða eingöngu hafi verið um að ræða kapp
áhrifaafla í þjóðfélaginu að halda væntanlegu álveri á
Reykjanesi hvað sem það kostaði.
Sigurður minnir á að Eyfirðingum hafi verið sagt að
munurinn milli Dysness og Keilisness væri ekki afger-
andi. Á þann hátt hafi verið haldið á spilum gagnvart
heimamönnum. Því hafi hin endanlega niðurstaða komið
á óvart. Að Keilisnes hafi svo mikla yfirburði að öllu leyti
að hinir erlendu aðilar telji ekki mögulegt að verðleggja
það sem talin er aukin áhætta, með því að staðsetja álver-
ið við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð. Þessi vinnubrögð koma
engan veginn saman við hina skýru niðurstöðu staðar-
valsins og því hafa margir velt því fyrir sér hvenær stað-
setningin hafi í raun verið ákveðin.
Sigurður bendir einnig á þann veikleika að forystu-
menn Norðlendinga á hinu póhtíska sviði hafi ekki staðið
einhuga að málinu. Sumir þingmenn kjördæmisins hefðu
lítið aðhafst og einn þeirra barist hatrammlega á móti öll-
um áformum í þessa átt. Hann minnir einnig á mótmæla-
bréf er 34 einstaklingar úr dreifðum byggðum Eyjafjarðar
rituðu nafn sitt undir og sent var forsætisráðherra og
forsvarsmönnum Atlantsálsfyrirtækjanna. Sigurður vitn-
ar síðan í minnisblað um staðarval í skýrslu iðnaðarráð-
herra til Alþingis þar sem segir meðal annars að þessi
mótmæh hafi ekki greitt fyrir staðsetningu álvers í Eyja-
firði og spyr í framhaldi af því af hverju iðnaoarráðuneytið
hafi aldrei látið fara fram könnun á viðhorfi Eyfirðinga í
þessu máli.
Sigurður P. Sigmundsson er sá einstaklingur norðan
heiða sem hvað nánast fylgdist með framvindu álvers-
málsins. Þær skoðanir er hann setur fram í viðtalinu eru
byggðar á reynslu manns er starfaði mikið að máhnu. Því
miður er ýmislegt sem bendir til að margir af ráðamönn-
um þjóðarinnar og áhrifaaðilar í atvinnuhfi landsmanna
hafi aldrei ætlast til að álverinu yrði valinn staður utan
suðvesturhomsins. Því verður öhu tah um nauðsyn nýrr-
ar byggðaþróunar og öflugrar atvinnu á landsbyggðinni
úr þeim herbúðum tekið með meiri fyrirvara í náinni
framtíð. ÞI
tónlist
Frábært!
- um orgeltónleika Björns Steinars Sól-
bergssonar í Akureyrarkirkju
Björn Steinar Sólbergsson, org-
anisti Akureyrarkirkju, bauð til
hinna árlegu orgeltónleika sinna
á aðventu sunnudaginn 16. des-
ember klukkan 20.30. Aðgangur
var ókeypis.
Efnisskráin var fjölþætt og
glæsileg. Hún gerði miklar kröfur
til túlkuoar og tækni og gaf því
gott tækifæri til þess að meta
hæfni organistans.
Fyrst lék Björn Steinar þrjú
verk eftir J. S. Bach. Hið fyrsta
var „Toccata í d-moll“ (BWV
590), „Dórsíska toccatan." Ann-
að verkið var „Pastorale11 (BWV
590) og hið síðasta í þessum
flokki „Slá þú hjartans hörpu-
strengi" úr kantötu númer 147 í
orgelútsendingu eftir Maurice
Duruflé.
Næst á efnisskránni var „Chor-
al nr. 3 í a-moll" eftir Cesar Aug-
uste Franck. Þar næst lék Björn
Steinar „La nativité" eða „Fæð-
inguna“ eftir Jean Langlais.
Lokaverkið var svo „Finale" eftir
L. Vierne. Sem aukalag lék
Björn Steinar „Englana" eftir O.
Messiaen.
Eins og sjá má á ofanrakinni
efnisskrá, flutti Björn Steinar
Sólbergsson, organisti, nokkur af
öndvegisverkum orgeltónbók-
menntanna. Aðaláherslu lagði
hann á verk franskra tónskálda
og þau alls ekki af léttara taginu.
Miklu frekar má segja, að Björn
Steinar hafi ráðist á garðinn, þar
sem hann er hvað hæstur.
Tæknileg færni Björns Steinars
við orgelið er áreiðanlega óum-
deild. Tæplega brá skugga á fimi,
öryggi og nákvæmni í leik og
flutningi. í túlkun og tjáningu
spannaði Björn Steinar sviðið frá
léttleika og gáska í stórbrotinni
mikilfengleik af innsæi og næmni.
Hann dró fram hin ýmsu stef og
úrvinnslu þeirra. Af smekkvísi
laðaði hann fram hæfilegt samspil
raddanna og blæbrigði í styrk-
breytingum, registreringu, tón-
lengd eða hverju því öðru, sem
eyrað nam skiluðu sér prýðilega.
Það var tæplega galla eða yfirsjón
að finna.
Þessir aðventutónleikar Björns
Steinars Sólbergssonar voru frá-
bærir og mikill listviðburður í
menningarlífi Akureyrarbæjar.
Með það í huga og einnig hitt, að
það vita allir bæjarbúar, sem vita
vilja, að við góðu mátti búast á
þessum tónleikum, var næsta
ótrúlegt, hve fáir sóttu þá.
Það fálæti, sem kom fram í
þunnsetnum kirkjubekkjunum,
er dapurlegur vitnisburður um
það, hvernig verk góðra lista-
manna eru iðulega metin í menn-
ingarbænum Akureyri - ekki
bara í því tilfelli, sem hér um
ræðir, heldur miklu oftar. Brodd-
ar bæjarins áttu fáa fulltrúa á
meðal áheyrenda og flestir fram-
ámenn í tónlist og öðrum list-
um í bænum voru áberandi sakir
fjarveru sinnar. Hið sama má
segja um marga aðra.
Hér er brotalöm. Engum dett-
ur í hug, að allir hafi brennandi
áhuga á orgeltónlist eða ýmsu því
öðru, sem fram er boðið og lítt er
sótt. Hins vegar ætti forvitni og
löngun til þess að víkka sjón-
deildarhring sinn og leita þroska
að nægja til þess, að áhugafólk
um listir og menningu nýtti sér
tækifærið, þegar í boði er það
besta, sem völ er á í þessum
greinum.
Þetta tómlæti er ekki bara
sorglegt. Það er líka deyðandi
fyrir vöxt og viðgang þeirra
mikilvægu þátta, sem listir eru í
hverju mannlegu samfélagi. Vilji
menn halda góðum listamönnum
og geta notið starfa þeirra, er
ekki nóg að leggja til fjármuni og
aðstöðu, sem reyndar mætti
hvort tveggja aukast enn og
batna, en er þó að nokkru fyrir
hendi. Líka verður að sýna áhuga
á því, sem gert er. með því að
fylgjast með því, sækja það og
vera fróður um það. Það, með
öðru, er óumdeilanlega hluti af
þeim skyldum, sem broddum
samfélagsins og þeim, sem vilja
leiða menningarlíf bæjarins, ber
að sinna. Með því móti skapa
þeir virkt og jákvætt fordæmi
öðrum til eftirbreytni.
Haukur Ágústsson.
Björn Steinar Sólbergsson við orgei Akureyrarkirkju
Jólin og umgengni við rafmagn
Gefíð gaum að merkingum á
lömpum og farið eftir þeim:
MAX 60W þýðir að í þessum
lampa má peran ekki vera stærri
en 60 vött. Annars hitnar lamp-
inn of mikið. Gætið þess einnig,
að peran sé af réttri gerð fyrir
lampann, og að lampar, ekki síst
kastarar, séu í nógu mikilli fjar-
lægð frá brennanlegum efnum.
Verndið börnin
Sjáið til þess að ung börn leiki sér
ekki með lampa eða önnur raf-
tæki sem tengd eru hærri spennu
en 24 voltum. Lágspenntir
lampar, sem nú eru algengir, eru
einnig varasamir, vegna þess að
þeir gefa frá sér mikinn hita og
geta auðveldlega kveikt í, ef þeir
eru of nálægt brennanlegu efni.
Notið öruggar
Ijósasamstæður
Gamlar ljósasamstæður (seríur)
geta verið hættulegar, ef þær eru
farnar að bila. Öruggast er að
kaupa samstæður sem hafa feng-
ið gildingu hjá Rafmagnseftirliti
ríkisins. Þeim eiga að fylgja leið-
beiningar á íslensku.
Skiptið strax um
bilaðar perur
Inniljósasamstæður eru yfirleitt
tengdar 220 volta spennu. Logað
getur á samstæðunni, þótt ein
eða fleiri perur bili, en þá hækkar
spennan á hinum perunum. Það
hefur í för með sér hitamyndun,
sem ýmist sprengir perur eða
bræðir perustæði og getur þannig
valdið íkveikju.
220 volta útisamstæður
eru vandmeðfarnar
Festið þær vandlega. Skiptið
strax um bilaðar eða brotnar per-
ur og takið úr sambandi á meðan.
Gangið þannig frá framlenging-
arsnúrum, að samskeyti séu
vatnsþétt, ef þau eru utanhúss.
Lágspenntu samstæðurnar þurfa
líka aðgæslu við. Gætið þess að
nota ekki aðra spenna en þá sem
fylgja samstæðunum, og að
tengja ekki fleiri samstæður við
sama spenni, en ætlast er til af
framleiðanda.
Slökkvið á ljósasamstæðum og
öðrum skrautljósum á nóttunni,
og eins ef íbúðin er skilin eftir
mannlaus. Sama gildir um sjón-
varp og önnur rafeindatæki.