Dagur - 20.12.1990, Síða 6

Dagur - 20.12.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990 bókokynning Blá augu og bíksvört hempa - kaflabrot úr nýrri skáldsögu eftir Tryggva Emilsson Það heyrir til tíðinda þegar maður á níræðisaldri sendir frá sér skáldsögu, sérstaklega þegar þess er gætt að um er að ræða fyrstu skáldsögu hans og sem auk þess er öðrum þræði ástarsaga. Maðurinn sem um ræðir er Tryggvi Emilsson en nýjasta og jafnframt fyrsta skáldsaga hans sem nefnist „Blá augu og biksvört hempa“ kom út fyrir skemmstu. Tryggvi varð þjóðkunnur fyrir bók sína „Fátækt fólk“ en leikgerð Leikfélags Akureyrar á „Fátæku fólki“ fékk góðar viðtökur eins og flestum er í fersku minni. „Blá augu og biksvört hempa“ er örlagasaga einstaklings samofin örlagasögu þjóðar. Bókin fjallar um ungan, fátækan prest sem fenginn er til að kvænast ríkri sýslumannsdóttur. Fn hugur hans er ístöðulítill og leitar til vinnukonu á bænum, til hennar sem er með svo blá augu. Fyrir hana fórnar hann öllu, fyrir ást þeirra kastar hann frá sér hempunni, konunni og auðnum. Sagan fylgir síðan þessum hempulausa presti á lífsgöngu hans á einum mestu umbrotatímum íslenskrar þjóðsögu. Hér á eftir birtum við stutt- an kafla úr bókinni. Við kom- um til sögu um það leyti sem kynni þeirra Björns prests og Eyglóar vinnukonu eru að hefjast...: „Maddama Friðfríður var prestinum sínum til fulltingis á útreiðartúrum og lét hann helst aldrei fara einan að heiman. Á því sumri þegar þriðja hjúskaparárið var gengið í garð fann hún til þess hve þung hún var orðin til gangs vegna þess hve þykk hún var um sig og holdug og henni var mjög stirt um að stíga á hestbak. Vinnu- manninn, sem hún lét fylgja prestin- um á veturna, gat hún ekki misst á þessu sumri frá heyskapnum og því kom henni til hugar að dubba stelp- una hana Eygló upp á hest, hún gæti sem best komið í stað vinnumannsins og annast hestana á kirkjuferðum og öðrum útreiðum. Séra Björn lét það gott heita og því var hnakkhestur settur undir stelpuna. Ekki lét presturinn það uppi hversu djúpt það snart unglinginn í honum sjálfum að frúin skyldi finna upp á þessari nýbreytni, ekki síst þar sem þessi kornunga vinnukona hafði óafvitandi smeygt sér undir hempuna með himinblámann í óttafullum aug- unum og engilhreinan andlitssvip. í fyrstu var Eygló svo uppburðarlaus að hún hélt sig í nokkurri fjarlægð frá hesti prestsins enda óvön hestum og hafði tæpast á hestbak komið þar til hún var flutt onímilli að Mikluhæð- um. Séra Björn áttaði sig fljótt á var- færni vinnukonunnar og hægði reið- ina, hún yrði að læra að sitja hest. Þetta sumar kom Eygló aldrei í kirkju og fór þar að skipun frúarinn- ar, hún sat hjá hestunum, aldrei fyrr hafði neinn slíkur fögnuður fallið henni í skaut. Þegar árbakkana þraut í landi Mikluhæða hægði séra Björn reiðina og beið Eyglóar sem dregist hafði aftur úr, hallaði sér fram í hnakknum og hélt báðum höndum í hnakknefið dauðhrædd um að hendast af baki þá og þegar, þau voru komin að vaðinu á ánni. Björn teymdi undir Eygló og hélt við hana í hnakknum þar sem hana sundlaði og var mjög óörugg um sig, síðan riðu þau samsíða. Hann talaði við hana um veðrið og veginn, hversu hugljúft væri að hleypa hestunum á skeið eftir árbökkum og að nú yrðu þau að fara hægar þar sem gatan væri grýtt á leið- inni til kirkjunnar. Það var ekki gott að ná sambandi við fiskverkunarstúlkuna, vinnukind ráðskonunnar á Mikluhæðum, hún var feimin og þorði ekkert að segja og svo hafði maddaman sagt að hún mætti aldrei gleyma því að þéra prestinn. Við kirkju voru aðeins örfáar hræður, næstum eingöngu gamlar konur og börn, rétt til þess að for- sóma ekki með öllu guðsþjónustuna, bændur voru bundnir við heimavöll- inn og heyþurrkinn. Þessi fámenni hópur beið þolinmóður eftir prestin- um, sumar konurnar höfðu tyllt sér á leiðin í kirkjugarðinum, þreyttar á heimanbúnaði og óvanar útreiðum í seinni tíð. Krakkarnir léku sér í kirkjugarðinum og voru á harða- hlaupum og virtu að vettugi áminn- ingar gamalla kerlinga sem sögðu að þetta hefði ekki liðist í sínum ung- dómi, trúrækni færi aftur sem öðrum kristilegum siðum. Séra Björn talaði til fólksins í kirkjunni blaðalaust í fyrsta sinn. Ræðan var stutt og hóg- vær og miðuð við þá sem mættir voru, börn og gamalmenni, hann hélt þó uppteknum hætti að biðjast fyrir í hljóði, en sleppti söng þar sem for- söngvarinn var ekki mættur. Aldrei hafði hanrt kvatt svo ánægðan söfn- uð, hann vissi að jafnvel þessu fólki kom vel að geta hraðað sér heim. Hans beið lítil yngismey með blá augu utan garðs og þar var reyndar hugurinn hálfur. í fyrstu voru þessar kirkjuferðir hver annarri líkar, séra Björn gerði sér far um að vinna hug Eyglóar og ávinna sér traust og trúnað. Hann sleppti aidrei færi að halda utan um grannan líkamann á leið yfir ána ef hana sundlaði og hann talaði við hana og lýsti fyrir henni sveitinni með sínum fjöllum og dölum, ám og lækjum og lindum og gróðurlífinu, hann þekkti fjölda nafna og hann gat sagt Eygló frá fuglunum, farfuglum og þeim sem eftir sátu þegar farfugl- arnir hópuðu sig saman og fóru, hann sagði henni frá flugi þeirra yfir höfin. Hann kenndi henni að þekkja fuglana hvern frá öðrum með nöfn- um, grösin og blómin. Það var alltaf nóg um að tala og gleðin settist að í huga Eyglóar, gleðin yfir því að mega vera með honum og njóta nær- veru hans, heyra hann tala og læra jafnframt á landið, landið sem hann sagði að væri þeirra eign, hans og hennar, eign íslendinga. Aldrei hafði henni komið neitt slíkt í hug og hún taldi víst og sjálfsagt að yfirmennirn- ir og auðmennirnir ættu landið, allir aðrir væru vinnukindur, sjómennirn- ir og fjölskyldur þeirra. Sýslumaður- inn var auðmaður, hann átti landið og skipin og mátti láta veiða hvar sem honum sýndist og fólkið vinna eins lengi og þörf krefði, borga því eins og honum sjálfum sýndist og hún hafði heyrt að þannig gengi það til í öðrum fiskiplássum. Hún vissi að sýslumaðurinn og hans fólk átti bestu bújörðina í sveitinni og að fólkið laut honum, þetta var svo til allt sem hún vissi, og það með að séra Björn væri í hópi þessa fólks og einmitt þess vegna var svo undarlegt að heyra hann tala eins og hann gerði, að hún væri íslendingur og ætti hlut í land- inu. Auðvitað átti hún ekki svo mik- ið sem eina þúfu, ef hún tyllti sér nið- ur þá sat hún á annarra manna landi, og hún hafði heyrt að bændur væru flestir leiguliðar, næstum ánauðugir þar sem kaupmaðurinn réði verðinu á vörunum, ullinni og kjötinu og hann réði verðinu á vörunni sem bændurnir tækju út í reikninginn sinn í búðinni. Þetta hafði hún heyrt fólk í fiski tala um, en hún þorði ekki að segja prestinum frá þessu, kannski seinna, ef það seinna kæmi þá nokk- urn tíma. Nei, hún þyrði aldrei að segja eitt orð um það. Það lítið vissi hún, nú var séra Björn einn af auð- mönnunum, hann átti allt með Frið- fríði, hún var konan hans. En þrátt fyrir þessar efasemdir þá leit hún prestinn líka öðrum augum, hann var svo myndarlegur, hann var svo góður við hana og talaði um það sem var fallegt í kringum, þau, landið þeirra. Hún hafði fundið í hverri ferð hvern- ig hann hylltist til að taka utan um hana í ánni og fara um hana mjúkum höndum, það hafði enginn annar gert, hann hafði meira að segja kysst hana á vangann í síðustu ferðinni, hvað það hafði verið unaðslegt að eiga í raun og veru hlut í landinu og mega halla sér að honum, en hún mátti ekki hugsa svona, hún átti ekk- ert land og engan rétt, hún yrði að forðast að láta sér þykja vænt um prestinn og þó, eitthvað bærðist innra með henni sem hún réð ekki við, hafði ekki vald yfir. Hún varð hrædd þegar það kom upp í hugann. Þegar ekki var messað í heima- kirkju Mikluhæða reið séra Björn á annexíurnar hvort sem rigndi af guðs himni eða sól skein á dalina, maddaman sá um að Eygló hraðaði sínum morgunverkum á sunnudög- um og áminnti hana um að gæta vel hestanna. Henni var ætlað að spretta af hestunum og taka út úr þeim beisl- in og spenna þau um hálsinn svo hún missti þá síður frá sér, síðan átti hún að Ieggja á hestana og hafa þá til- búna þegar presturinn kæmi frá kirkju. Það sama gilti ef presturinn þyrfti að bregða sér til bæja eða í kaupstað, sem fyrir kom, þá átti Eygló að vera hjá hestunum og bíða, ekki mátti hún sýna sig, hvorki við kirkju eða á bæjum, hún væri þannig útlits að framkoma hennar gæti verið heimilinu til skammar. Sumarið var að þrotum komið, haustfölvi lagstur á lyng í haga og veðurfar tekið að breytast. Einn þennan messudag var þó enn blíðu- veður og þá kom séra Birni til hugar að hann yrði að finna stað þar sem þau tvö væru óhult að vera saman án þess sæist til manna eða hesta, hann sneri afleiðis og reið inn í dalverpi þar sem djúpur hvammur grasi vax- inn var beggja vegna bergvatnslækj- ar, þar stigu þau af baki. Bæði vissu þau að þennan dag var Eygló sautján ára. „Við verðum að halda upp á dag- inn,“ sagði Björn, svo settust þau í grasið, hann fullur efasemda, hún kvíðin og hrædd. Þarna sátu þau eða lágu alveg saman og nutu þess að vera ung og ástfangin rétt eins og þau þyrftu engum að standa skil orða sinna eða gerða. Eygló lét hann ráða og var honum eftirlát og ljúf. Þau riðu hratt það sem eftir var leiðarinnar heim að Mikluhæðum, þar tók ráðsmaðurinn við hestunum, presturinn gekk til stofu, Eygló til verka sinna. Samband vinnukonunnar og prests- ins varð nánara og innilegra með hverjum deginum sem leið. Allt frá því að hann náði taki utan um þenn- an mjóa og hjálparvana ungling á leið yfir vaðið í ánni hafði hann í rauninni aldrei sleppt því taki, svo varð hann heillaður af snertingunni og bláu augunum sem læstu sig gegn- um líf og sál prestsins. Hver sam- verustundin varð annarri ástúðlegri, þau unnust eins og lífið væri þeirra eign, aðeins þau tvö væru til, eins og þau ættu hvort annað. Þegar rigndi eða ef blautt var á breiddi presturinn regnkápuna undir þau á jörðinni þar sem þau unnust. Svo kom aftur sól. Einn þann dag sem ástin brann heit- ara en sólin fékk séra Björn að heyra ágrip af sögu Eyglóar. Hún var fædd og uppalin í kaup- túninu þar sem sýslumaðurinn var allsráðandi. Foreldrar Eyglóar unnu við útgerð hans fram í andlátið. Fað- ir hennar var sjómaður, háseti sem hvarf í hafið þegar skipið hans fórst með allri áhöfn. Móðir hennar, sem þá var vanfær .og.iberklaveik, þoldi ekki áfallið, hún hné niður þar sem stóð á bersvæði við fiskaðgerð og var borin heim í húshjallinn til Eyglóar, þar lifði hún við harmkvæli í nokkra daga og dó. Eygló sat ein eftir og grét móður sína, alein í íbúðinni, sem reyndar var skúrbygging hrörleg og jökulköld. Enginn kom til vitja barnsins eða fylgjast með heilsu móðurinnar, allt vinnufært fólk, jafn- vel börn og gamalmenni, kepptist við fram á nætur að verka fisk yfirvalds- ins, enda var landburður af fiski þá dagana. Loksins kom hreppstjórinn á þriðja degi og sá hvað gerst hafði, hann lét sækja líkið. í kauptúninu var hneykslast á framkomu Eyglóar að dragast ekki til að láta vita að móðir hennar væri dáin, hún væri ekkert ungbarn Iengur næstum sjö ára stelpan eða því sem næst, þetta fékk hún að heyra. Næsta þegar hlé varð á fiskverkun vegna brælu á miðum, greip hreppstjórinn tækifær- ið og tilkynnti jarðarför, líkkista var slegin saman með hraði og tekin gröf í kirkjugarðinum, það lá á að koma móður Eyglóar í jörðina í hléinu og einmitt þann dag átti prófasturinn frjálsa stund, hann kastaði því rek- unum sjálfur. Að lokinni jarðarför tilkynnti hreppstjórinn að haldið yrði uppboð á eigum hinna framliðnu, því væri best aflokið meðan kauptúnið væri sparibúið að kalla, það sem kæmi inn væri eign hreppsins sem mundi síðan annast uppeldi Eyglóar. Næstu nótt var Eygló alein í auðu húsinu, án þess að hafa svo mikið sem teppisbleðil að skýla sér með, þá nótt var hún líka matarlaus og svöng eftir dag jarðarfararinnar þegar eng- Náttföt Náttserkir Sloppar margar tegundir Verð frá kr. 4.620,-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.