Dagur - 20.12.1990, Page 10

Dagur - 20.12.1990, Page 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 20. desember 1990 mvndasöaur daas ANDRÉS ~~ 5 # Jólin - hátíð Ijóss og friðar Þá er jólahátíðin að ganga í garð á því herrans ári 1990. Undirbúningur að jólahátíð- inni er orðinn nokkuð langur nú til dags og erum við íslendingar engir eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það snertir. Mörgum finnst nóg um allt tilstandið fyrir jólin þegar kaupæði grípur fólk. Það gleymist þó vonandi ekki að jólin eru hátíð Ijóss og friðar og bregða birtu á skammdegis- myrkrið hér á landi, auk þess sem þau sameina fjölskyldur með heimboðum o.fl. því að allir vilja vera heima á jólun- um. # íslendingar meðal þeirra ríkustu í heiminum eru íslendingar meðal best stöddu þjóða í heiminum. Árið 1988 vorum við í 5. sæti og árin 1989 og 1990 verðum við trúlega meðal þeirra 10 þjóða sem best eru staddar í heimi hér. Það er þvf engin furða að tslendingar geti veitt sér ýmislegt fyrir jólin, sem margar fátækar þjóðír geta ekki. En menn mega aldrei gleyma þvi i allri velmegun- inni að það er ekki svo óskaplega langt síðan hér á landi var skortur á mat og fólk dó úr hungri. Eldra fólk man tímana tvenna. Ekkert rafmagn, ekkert sjónvarp, engir bílar, engar flugvélar og engar stórsteikur eins og í dag. Sveitafólkið bjó þá víð- ast í köldum húsum. En þrátt fyrir þetta voru jólin alltaf haldin hátíðieg og fjölskyldur sameinuðust eins og í dag. Þá hlökkuðu börnin til jól- anna ekki síður en nú, eins og vísan alkunna vitnar um: Brá&um koma blessuð jólin börnln fara að hlakka tll. Allir fá þá eitthvað fallegt i það minnsta kerti og spil. Þessi vísa minnir alitaf á að stærð og verðmæti gjafa skipta ekki höfuðmáli heldur hugurinn sem að baki býr, að gleðja vini og vandamenn. Aldrei er of oft minnst á það að fara varlega með eld á jól- unum og passa að óvitar nái ekki í eldspýtur, slíkt hefur leitt til alvarlegra slysa og óhappa. Þá er full ástæða til að benda á að ofneysla áfengis á jólunum getur eyði- lagt þessa hátíð Ijóss og friðar, og stórar og dýrar gjaf- ir breyta þar engu um. Von- andi verða jólin sá gleðigjafi sem að er stefnt, bæði fyrir börn og fullorðna, þar sem fjölskyldur geta sameinast í innri friði og ró. Samkvæmt skýrslum OECD dagskrd fjölmiðla h Sjónvarpið Fimmtudagur 20. desember 17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins. 20. þáttur: Óvini bjargað. Hafliði kom rækilega á óvart í síðasta þætti, en nú vita þau hvert ber að stefna. 17.50 Stundin okkar (8). Endursýndur þáttur frá sunnudegi. 18.20 Tumi (28). 18.45 Táknmálsfréttir. 18.50 Fjölskyldulíf (22). 19.15 Benny Hill (18). 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Tuttugasti þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir, veður og Kastljós. 20.55 Skuggsjá. 21.20 Evrópuíöggur (3). 22.20 íþróttasyrpa. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 í 60 ár. Ríkisútvarpið og þróun þess. 23.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 20. desember 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Saga jólasveinsins. 17.50 Með Afa. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 19.19 19.19. 20.15 Óráðnar gátur. (Unsolved Mysteries.) 21.20 Hitchcock. 21.55 Afmæli tengd Akureyrarkirkju. Bjarni Hafþór ræðir við sr. Birgi Snæ- björnsson sóknarprest um þrjú stóraf- mæli tengd Akureyrarkirkju; 50 ára afmæli kirkjunnar, 30 ára starfsafmæli sr. Birgis og „fæðingarafmæli“ safnaðar- heimilis við kirkjuna. 22.25 Áfangar. 22.40 Listamannaskálinn. Hindemith. 23.35 A1 Capone. Glæpahundurinn A1 Capone hefur verið kvikmyndagerðarmönnum hugleikinn, nú síðast í myndinni Hinir vammlausu. Þessi mynd er frá árinu 1975 og fjallar um uppgangsár þessa illræmda manns. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, John Cassavetes og Susan Blakely. Stranglega bönnuð börnum. 01.15 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 20. desember MORGUNÚTVARP KL. 6.45-9.00. 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1. Fjölþætt tónlistarútvarp og málefni líð- andi stundar. - Soffía Karlsdóttir. 7.32 Daglegt mál, sem Mörður Árnason flytur. 7.45 Listróf. 8.00 Fréttir og Morgunauki um við- skiptamál kl. 8.10. 8.30 Fróttayfirlit. 8.32 Segðu mér sögu - Jólaalmanakið. „Mummi og jólin" eftir Ingebrikt Davik. Emil Gunnar Guðmundsson les þýðingu Baldurs Pálmasonar (9). ÁRDEGISÚTVARP KL. 9.00-12.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Létt tónlist með morgunkaffinu og gestur lítur inn. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir og Már Magnússon. 09.45 Laufskálasagan. „Frú Bovary" eftir Gustave Flaubert. Arnheiður Jónsdóttir les þýðingu Skúla Bjarkan (51). 10.00 Fréttir. 10.03 Við leik og störf. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir, Sigríður Arnardóttir og Hallur Magnússon. Leikfimi með Halldóru Björnsdóttur eftir fréttir.kl. 10.00, veðurfregnir kl. 10.10, bændahornið og umfjöllun dagsins. 11.00 Fróttir. 11.03 Árdegistónar. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.30. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýsingar. 13.05 í dagsins önn. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.30-16.00. 13.30 Hornsófinn. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Babette býður til veislu" eftir Karen Blixen. Hjörtur Pálsson les þýðingu sína (3). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Ský“ eftir Árna Ibsen. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-18.00. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Á förnum vegi. 16.40 „Ég man þá tíð." 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. 17.30 Septett fyrir strengi og blásara eftir Frans Berwald. FRETTAUTVARP KL. 18.00-20.00. 18.00 Fréttir. 18.03 Hér og nú. 18.18 Að utan. 18.30 Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. TÓNLISTARÚTVARP KL. 20.00-22.00. 20.00 Tónlistarkveðja útvarpsstöðva Norðurlandanna á 60 ára afmæli Ríkis- útvarpsins. KVÖLDÚTVARP KL. 22.00-01.00. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins • Dagskrá morgun- dagsins. 22.30 Sögur í 60 ár. 24.00 Fréttir. 00.10 Miðnæturtónar. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 20. desember 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og félagar hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Níu fjögur. Dagsútvarp rásar 2, fjölbreytt dægurtón- list og hlustendaþjónusta. 11.30 Þarfaþing. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Níu fjögur. Dagsútvarp rásar 2 heldur áfram. 13.20 Vinnustaðaþrautirnar þrjár. 14.10 Gettu betur! Spurningakeppni Rás- ar 2 með veglegum verðlaunum. Umsjónarmenn: Guðrún Gunnarsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 16.03 Dagskrá. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Símí 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Gullskífan frá 7. áratugnum. 20.00 Lausa rásin. 21.00 Stjörnuljós. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fróttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,10,11,12,12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Gramm á fóninn. 2.00 Fréttir. - Gramm á fóninn heldur áfram. 3.00 í dagsins önn. 3.30 Glefsur. 4.00 Vélmennið. 4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.05 Landið og miðin. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 20. desember 8.10-8.30 Útvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Útvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 20. desember 07.00 Eiríkur Jónsson. 09.00 Páll Þorsteinsson. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 ísland í dag. 17.17 Síðdegisfréttir frá fréttastofu. 18.30 Listapopp. 22.00 Haraldur Gíslason. 23.00 Kvöldsögur. 24.00 Haraldur Gíslason á vaktinni áfram. 02.00 Þráinn Brjánsson. Frostrásin Fimmtudagur 20. desember 10.00 Á nippinu. Davíð Rúnar Gunnarsson og Haukur Grettisson. 14.00 Tómas Gunnarsson hress að vanda. 17.00 Siðdegið. Valdimar Pálsson. 20.00 Of feitir fyrir þig. Pétur Guðjónsson og Kjartan Pálmarsson. 23.00 Frosttónar. Sigurður Marinósson. 01.00 Næturtónar. Hlaðgerður Hauksdóttir. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 20. desember 17.00-19.00 Ómar Pétursson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.