Dagur - 20.12.1990, Page 11
Fimmtudagur 20. desember 1990 - DAGUR - 11
Myndlistaskólinn á Akureyri:
Jólasýning
Pálínu og Rögnu
í dag, fimmtudaginn 20. des-
ember kl. 17, verður opnuð
sýning á verkum Rögnu Her-
mannsdóttur og Pálínu Guð-
mundsdóttur í Myndlista-
skólanum á Akureyri.
Á sýningunni verða bæði mál-
verk og trélistaverk og voru þæt
stöllurnar í óða önn við að
hengja upp verkin þegar blaða-
menn Dags bar að garði í gær.
Pær hafa báðar sýnt á Akureyri
áður.
Sýning Pálínu og Rögnu verð-
ur opin fram á Þorláksmessu,
sunnudaginn 23. desember, og
einnig 26. og 27. desember. SS
Leyfilegt áfengismagn í blóði:
Meiríhluti vill lækkun
prómillmarkaima
Hagvangur gerði nýlega skoð-
anakönnun fyrir Umferðarráð,
þar sem meðal annars var
Messur um jól
og áramót:
Leiðrétting
- við Hríseyjar-
prestakall
í jólablaði Dags sem út kom í
gær, miðvikudaginn 19. desem-
ber, er rangt farið með eina tíma-
setningu í Hríseyjarprestakalli; á
upplýsingasíðu um messur um jól
og áramót á Norðurlandi. Par
stendur að kveikt verði á leiða-
lýsingu í Stærri-Árskógskirkju
klukkan 23 á Porláksmessu en
hið rétta er að kveikt verður á
henni kl. 18.
Hlutaðeigandi eru beðnir vel-
virðingar á þessari misritun.
Svört læða
týndist
Fyrir nokkrum dögum týndist
svört læða á Akureyri. Hún hvarf
frá húsi við Munkaþverárstræti.
Kisa var með brúna leðuról þegar
hún fór, en á ólina var ritað síma-
númerið 24649. Tveir litlir dreng-
ir sakna jólakattarins síns sárt, og
ef einhver veit hvar svarta læðan
er niður komin er viðkomandi
beðinn að hringja í ofangreint
símanúmer.
spurt um afstöðu fólks til frum-
varps Árna Gunnarssonar og
fleiri alþingismanna til lækk-
unar leyfilegs áfengismagns í
blóði ökumanna. Einnig var
spurt um afstöðu til notkunar
negldra hjólbarða í umferð-
inni. Loks var spurt hvaða aðili
hefði á undanförnum árum
beitt sér mest fyrir notkun bíl-
belta hér á landi.
• Af þeim sem tóku afstöðu
vildu 55% breytingu á umferöar-
lögum, sem gerir ráð fyrir að
lækka leyfileg mörk. 45% vildu
ekki brcytingar.
• Mun fleiri konur vilja að þessi
mörk verði lækkuð en karlar. Af
konutn sent tóku afstöðu vildu
65% lækkun markanna, en 35%
vildu óbreyttar reglur.
• Meirihluti karla vill óbreytt
mörk eða 55%. 45% vilja að
mörkin verði lækkuð.
• Talsvert fleiri vilja nota neglda
hjólbarða í ár, en fram kom í
sambærilegri könnun frá því á
síðasta ári. Um 10% fleiri á höf-
uðborgarsvæðinu vilja nota
neglda hjólbarða en í könnun frá
síðasta ári.
• Umferðarráð og framkvæmda-
stjóri þess Óli H. Þórðarson eru
taldir vera sá aðili sem rnest hefur
beitt sér fyrir notkun bílbelta hér
á landi. 47% aðspurðra nefna
Umferðarráö, cn 14% Óla H.
Þórðarson. 5% nefna trygginga-
félög og lögreglu og 8% nefna
ýmsa aðra aðila. 26% tilgreina
engan aðila. Af þeim sem nefna
einhvern nefna 81% Umfcrðar-
ráð eða Óla H. Þórðarson.
Jólasveinarnir koma fljúgandi með Flugleið-
um, fimmtudaginn 20. desember og lenda ó
Akureyrarflugvelli kl. 17.50.
Þeir skemmta bömum í flugstöðinni og gefa
jólapoka.
FLUGLEIÐIR
innanlandsflug
og jólasveinarnir.