Dagur - 21.12.1990, Síða 1

Dagur - 21.12.1990, Síða 1
Akureyri: Smygl fannst í Öskju Sérstök rannsóknasveit toll- gæslunnar, öðru nafni „svarta gengið“, fann ríflega eitt og hálft tonn af smygluðu kjöti við leit í strandferðaskipinu Öskju á Akureyri. Nokkrir skipverjar viðurkenndu að eiga kjötið. Brynjólfur Karlsson, yfirmað- ur rannsóknadeildar tollgæslunn- ar, segir að „svarta gengið" hafi verið sent til Akureyrar til leitar í Öskju, sem var að koma frá Fær- eyjum. Kjötið, sem var fryst, fannst í tveimur gámum. Mest var af kjúklingakjöti, hátt í tonn, en að sögn Brynjólfs kostar kassi með tólf kjúklingum átján hundr- uð krónur íslenskar í Færeyjum, en um átta þúsund krónur á ís- landi. Þá var nokkurt magn af svínakjöti o.fl. í gámunum, allt upprunnið í Danmörku. Askja var kyrrsett á Akureyri að beiðni tollyfirvalda, þar til komið væri á hreint hverjir ættu smyglgóssið. Kjötinu verður öllu eytt á öskuhaugum undir lögreglu- eftirliti. Rannsóknarlögreglan á Akureyri yfirheyrði skipverjana í gær, en mál þeirra verður síðan sent til saksóknara. EHB Frestun á uppboðinu í Sana: Sáttir við úrskurð fógeta — segir lögfræðingur Landsbanka íslands „Nei, við erum ekkert ósáttir við þennan úrskurð bæjar- fógetans á Akureyri. Ég tel að þarna hafi honum borið skylda til að úrskurða svona og til þess erum við með Hæstarétt að hann fái að fjalla um svona mál,“ sagði Gunnar Sólnes, lögfræðingur Landsbanka Islands, um frestun á nauðung- aruppboði á eignum Sana hf. á meðan áfrýjunarmál gengur í Hæstarétti. Gunnar sagði að eftir að áfrýj- unarstefna lögfræðings Sana hf. kom fram hafi verið nokkuð ljóst að til endanlegs uppboðs kæmi ekki nú. Hann sagði í raun hægt að vísa hvaða máli sem er til Hæstaréttar til úrskurðar og því sé ekki hægt að gagnrýna frestun uppboðsins á þeim forsendum að rök fyrir áfrýjun séu haldlítil. Par komi Hæstiréttur til skjalanna og skeri úr en á meðan bíði frekara uppboð. Gunnar segir algengt að upp- boðsmálum sé á þennan hátt vik- ið til Hæstaréttar og þannig var þremur nauðungaruppboðsmál- um á Akureyri nýverið áfrýjað til réttarins. Ástæður fyrir áfrýjun munu þó aðrar í þessum tilfellum en í uppboðsmáli Sana hf. Sjá nánar um þetta mál á bls. 7. JÓH Yngri nemendur í Glerárskóla voru með jólaball í gærmorgun. Boðið var upp á tónlistaratriði og leikþátt þar sem börnin brugðu sér í hlutverk gömlu jólasveinanna, eins og sjá má á mvndinni. Mynd: Goiii 50þúsundbréf á einum degi „Staðreyndin er sú að fólk er seinna á ferðinni með jólapóst- inn nú þegar hann er borinn út jafnt og þétt. Áður dreifðist jólaannríkið á lengri tíma og við söfnuðum jólapóstinum upp og bárum hann út fáum dögum fyrir jól,“ sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri. Að sögn Gísla er annríkið hvað mest síðustu dagana fyrir jól, sem eðlilegt er. „Margt hefur breyst í áranna rás. Samgöngur eru alltáf að batna og við sendum frá okkur póst oft á dag. Síðast- liðinn þriðjudag voru rúmlega 50.000 bréf póstlögð á Póststof- unni á Akureyri, sem er það mesta sem Póststofan hefur tekið á móti á einum degi. Hér áður fyrr var algengt að við tækjum á móti 16-20 þúsund bréfum dag- lega, en þetta hefur breyst sem svo margt annað,“ sagði Gísli Eyland. ój Verslanir opnar 10 tímum lengur en í annríkinu í fyrra: „Akureyringar versla mun meira með peningum en Reykvíkingar“ - segir Páll Ársælsson, nýr verslunarstjóri í fatadeild Amaro Annríkið er mikið. Veðurfar hliðholIur,“ sagði Ragnar og færð á vegum hefur þar Sverrisson, kaupmaður í Herradeild JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar. mikið að segja. í verslunina til mín kemur fólk frá Vopnafirði og Siglufirði og raunar af öllu Norðurlandi. Verslanir á Akureyri þjóna öllu Norður- landi jafnt sem heimamönn- um. Við höfðum opið til kl. 22st)0 í gær og einnig í dag. Á laugardaginn verður opið til 23.00 og verslunarmenn búast við miklu annríki. Enda- sprctturinn er eftir og vonandi verður veðurguðinn okkur Að sögn Ragnars er verslunin heldur meiri en á sama tíma í fyrra, enda fært um allar jarðir. „í fyrra var ófært á öllum fjall- vegum og jafnvel hér á Akureyri einnig. Fimmtíu prósent af vérsl- uninni fara fram síðustu þrjá daga- ana þannig að ef veður helst þá verð ég ánægður. Greiðslukort eru áberandi nú sem fyrr, en þó er ekki aukning þar á,“ sagði Ragnar Sverrisson. Mikið annríki hefur einnig ver- ið í matvöruversluninni. Að sögn Guðjóns Ármannssonar, versl- unarstjóra í KEA Hrfsalundi, hefur fólk keypt inn mjög svip- að og í fyrra. „Næstu tveir dagar verða afgerandi. Hér verður opið fram á kvöld eins og í öðrum verslunum á Akureyri. Hápunkt- ur verslunar verður á föstudag og laugardag, enda verða þá allir hættir að vinna nema verslunar- menn. í ár eru verslanir opnar 10 tímum lengur en í annríkinu í fyrra og það hefur mikil áhrif. Notkun greiðslukorta er mikil, heldur meiri en í fyrra og áber- andi er að fólk leitar eftir besta vöruverðinu," sagði Guðjón Ármannsson. Gott hljóð syni, nýjum var Dags-listi yfir söluhæstu bækur og hljómplötur: Síðan skein sól komin á toppinn Bóksalan eykst jafnt og þétt og það sama má segja um plötur og geisladiska. Mjög mikið var að gera í þeim verslunum sem selja bækur og hljómplötur þegar Dagur leitaði eftir sölutölum þar í gær og greinilegt að þarna eru vinsælar jólagjafir á ferð- inni. Bókalistinn er tekinn saman samkvæmt upplýsingum frá Bókabúð Jónasar, Bókvali, Eddu og Möppudýrinu á Akur- eyri og Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki og Bókaverslun Pórarins Stefánssonar á Húsa- vík. Plötulistinn byggir á sölu- og æviminningar Björns á Löngumýri hæstu plötum í Hljómdeild KEA, Hljómveri, Tónabúðinni og Radíóvinnustofunni á Akur- eyri og Hljómdeild Skagfirð- ingabúðar á Sauðárkróki og Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík. Ef við lítum fyrst á bókalist- ann þá eru sömu bækurnar í tveimur efstu sætunum og voru í síðustu viku. Saga Akureyrar skýst upp í 3. sæti úr því 9. og íslensk samtíð og Lífsstríðið eru nýjar á lista. En röðin lítur þannig út: 1. Eg hef lifað mér til gamans/ Gylfi Gröndal 2. Tár, bros og takkaskór/ Porgrímur Þráinsson 3. Saga Akureyrar/Jón Hjaltason Bubbi/Silja Aðalsteinsdótt- ír 5. 6. 7. 8. Neistar frá sörnu sól/Svan- hildur Konráðsdóttir Kristján/Garðar Sverrisson Þá hló þingheimur/Árni Johnscn og Sigmund íslensk samtíð/Vilhelm G. Kristinsson 9. Lífsstríðið/Eiríkur Jónsson 10. Næturverðirnir/Alastair MacNeill Helstu breytingar á hljóm- plötulistanum eru þær að hljómsveitin Síðan skein sól er komin á toppinn í stað Sléttu- úlfanna. Björk Guðmundsdótt- ir og tríó Guðmundar Ingólfs- sonar komast nú inn á listann með Gling gló og Todmobile og Rúnar Þór sækja í sig veðrið. En lítum þá á topp tíu: 1. Síðan skein sól/Halló, ég elska þig 2. Sléttuúlfarnir/Líf og fjör í Fagradal 3. Bubbi Morthens/Sögur af landi 4. Todmobile/Todmobile 5. Ný dönsk/Regnbogaland 6. Björk Guðmundsdóttir/ Gling gló 7. Edda Heiðrún Backman/ Barnaborg 8. Rúnar Þór/Frostaugun 9. Laddi/Of feit fyrir mig 10. Rokklingarnir/Áf lífiogsál SS/ój Páli Arsæls- verslunarstjóra í fatadeild Amaro. „Verslunin hjá okkur í Amaro gengur mjög vel. Aukning verslunar í fatadeild er 70% sé miðað við sama tíma í fyrra. Við höfum unnið að endur- skipulagningu á fatadeildinni, sem er að skila sér. Eftir áramót verður unnið að breytingum á öðrum deildum vöruhússins. Ég var áður verslunarstjóri í verslun í Kringlunni í Reykjavík og mín vissa er að greiðslukortaviðskipti á Akureyri eru mun minni hluti viðskiptanna en fyrir sunnan. Á Akureyri verslar fólk með pen- ingum,“ sagði Páll Ársælsson. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.