Dagur


Dagur - 21.12.1990, Qupperneq 4

Dagur - 21.12.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÓRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vegið að irmlendum landbúnaði Á undanförnum árum hefur margsinnis komið í ljós að Framsóknarflokkurinn er eina íslenska stjórn- málaaflið sem lætur sig byggðaþróun og landbún- aðarmál raunverulega varða. Því miður hefur öðr- um stjórnmálaöflum oft tekist að spilla fyrir góðum áformum í þessum efnum, þrátt fyrir ötula baráttu framsóknarmanna. Vegið er að íslenskum landbún- aði úr mörgum áttum, og koma atlögurnar ekki síst frá peningaöflum sem sjá sér mestan hag í að inn- flutningur verði sem mestur á erlendum neysluvör- um. Áhrif þeirra hagsmunaaðila sem þannig berj- ast eru mikil, og ná því miður oft hljómgrunni meðal margra íbúa þéttbýlisins. Röksemdafærsla þeirra sem vilja leggja niður hefðbundnar búgreinar, með því m.a. að hætta öll- um styrkjum og niðurgreiðslum til landbúnaðar, er einföld. Dæmið er lagt þannig fyrir að íslendingar eigi að einbeita sér að fiskveiðum, fullnýtingu sjáv- arafla og iðnaði með innlendum orkugjöfum. Mat- vælaframleiðsla í tengslum við hefðbundar búgreinar sé tímaskekkja, sem hafi kostað þjóðina stórfé. Frá sjónarmiði þeirra sem þannig tala er ekkert einfaldara en að heimila óheftan búvöruinnflutn- ing. Þeirri spurningu er þó ósvarað hvað gera eigi fyrir þær þúsundir manna sem myndu missa atvinnu sína í kjölfarið. Hverjir eiga svo að græða á þessum mikla innflutningi? Þjóðin myndi standa uppi með skaðann, en fámenn klíka maka krókinn á frjálsum innflutningi. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka bænda hafa vissulega áhyggjur af þróun landbúnaðarmála í mörgum greinum. Margt hefur verið gert til að bregðast við vanda offramleiðslu, og hafa bændur sjálfir gengið fram fyrir skjöldu til að greiða fyrir framleiðslustjórnun, t.d. í sauðfjárrækt og mjólkur- framleiðslu. Þá hefur oft verið á það bent, að komi til ófriðar eða verðhækkana matvæla erlendis, - og reyndar bendir margt til að á næstu árum verði það síðarnefnda að veruleika, þá sé eins gott fyrir þjóð- ina að vera ekki meira upp á aðra komin en nauð- synlegt er. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, benti á athyglisvert dæmi í viðtali sem nýlega birtist í Degi. Þar segir hún að íslendingar verji, samkvæmt vísi- tölu framfærslukostnaðar, 19,6% tekna sinna til matvælakaupa. Um helmingur af matvælaneyslu þjóðarinnar er nú þegar af erlendum uppruna. Um 9,2% ráðstöfunartekna fara til kaupa á innlendum matvælum. Þó svo að verð á íslenskum landbúnað- arvörum myndi lækka um 10% þá þýddi það minna en 1 % hækkun ráðstöfunartekna að meðaltali. Þetta dæmi er athyglisvert fyrir þá sem telja þjóðar- hag best borgið með óheftum innflutningi erlendra matvæla, einkum þegar litið er til þess að allt útlit er fyrir að matvæli á meginlandi Evrópu eigi eftir að stórhækka í verði á næstu árum. EHB Öfiigmæli Dæmalausu moldviðri hefur ver- ið þyrlað upp í umræðum og fréttaflutningi af afstöðu þing- flokks Sjálfstæðisflokksins til staðfestingar bráðabirgðalag- anna. Svo mikill hefur hama- gangurinn verið að engum er láandi þótt hann sjái naumast handa sinna skil. Það er því ekki að undrast, þótt mörg grundvall- aratriði hafi hulist móðu. Þjóðarsáttin og ríkisstjórnin Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar eignar sér svokall- aða þjóðarsátt og telur bráða- birgðalögin hafa verið sett til að tryggja framgang hennar. Hvor- ugt er rétt. Það hefur nú komið berlega í ljós, að þegar „þjóðarsáttar- samningarnir“ svokölluðu voru gerðir, töldu samningsaðilarnir, VSÍ og ASÍ, einsýnt að sáttar- gjörðin strandaði á kjarasamn- ingi, sem fjármálaráðherra hafði gert við BHMR vorið áður (í maí 1989). Af þessum ástæðum fóru fram handsöl um það milli fram- angreindra aðila vinnumarkaðar- ins og Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra, að ekki yrði við samninginn staðið. Það verð- ur að telja alvarlegan meinbug á „Þjóðarsátt“ að til hennar skuli hafa verið stofnað með svika- makki af þessu tagi. Það sem svikið var Þeir samningar, sem gerðir voru við BHMR í maí 1989 voru að mörgu leyti sérstæðir. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hafði áður en hann settist í ráð- herrastól haustið 1988 talað mjög hörðum orðum um bág kjör háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna og brýna þörf fyrir leið- réttingu þeim til handa. Ólafur Ragnar Grímsson hafði talað skelegglega máli BHMR-manna, lýst launum þeirra sem óviðun- andi og jafnvel hvatt til ólöglegra verkfalla. Það var að sjálfsögðu áður en hann settist í ráðherra- stól, sem núverandi fjármálaráð- herra hvatti til mikilla launa- hækkana BHMR-manna. Af þessum sökum voru vænt- ingar háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna í garð hinnar nýju ríkisstjórnar mjög miklar. En þeir ráku sig fljótlega á það að engar efndir voru á dagskrá ráð- Tómas Ingi Olrich. herranna. Samningaviðræður báru ekki árangur fyrr en að loknu 6 vikna verkfalli. Til að binda enda á það vandræða- ástand, sem skapast hafði, var gripið til þess óvenjulega ráðs að skipa sérstaka ráðherranefnd, til að taka beinan þátt í samningavið- ræðum. I henni sátu Steingrímur Hermannsson, Jón Sigurðsson og Svavar Gestsson. Að samningagerð lokinni, var BHMR-samningnum lýst af Ólafi Ragnari Grímssyni sem tíma- mótasamningi. Hann gat þess í Þjóðviljanum 19. maí 1989 að bein þátttaka ríkisstjórnarinnar í samningagerðinni gæfi til kynna „að ríkisstjórnin telur sig póli- tískt og persónulega skuld- bundna til að vinna það verk sem framundan er í einlægni og byggja upp trúnaðartraust á nýj- an leik.“ Ríkisstjórnin, og ráð- herrarnir persónulega, lögðu heiður sinn að veði fyrir þessum samningum sem þeir nefndu einnig „vinnusáttmála". Ráðherrarnir ætluðu sér að vísu ekki að standa við samning- inn. Þeir höfðu gert eins og börnin, krosslagt fingurna fyrir aftan bak. Þeir töldu sig hafa tryggt að samningurinn kæmi ekki til framkvæmda, með ákvæði í fyrstu grein samnings- ins. Það var sem sagt ekki þeirra að standa við samninginn, heldur einhverra annarra ráðherra, síðar, þegar aðstæður leyfðu. Þetta ákvæði reyndist haldlaus blekkingarleikur. Fullyrt var að samningur BHMR og ríkisins rúmaðist inn- an fjárlaga og að hann samræmd- ist fullkomlega efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. BHMR-samn- ingurinn var því stefna ríkis- stjórnarinnar. Þessi samningur, tryggður í bak og fyrir af ráðherr- um ríkisstjórnarinnar, var það sker sem þjóðarsáttin svokallaða steytti á. Þrátt fyrir allar heit- strengingar og persónulegar ábyrgðir, þrátt fyrir dóm Félags- dóms ákvað Steingrímur Her- mannsson að standa ekki við „vinnusáttmálann," sem ríkis- stjórn hans hafði gert. Þann 9. desember sl. heyrði ég fréttamann ríkisútvarpsins, Óðin Jónsson, lýsa ákveðnum tíma í Islandssögunni sem tíma- bilinu „frá Viðreisnarstjórn til þjóðarsáttarstjórnar“. Það er ekki í sjálfu sér undrunarefni að þessi lágkúrulega ríkisstjórn reyni, ofan á svik sín og undir- ferli, að eigna sjálfri sér „Þjóðar- sátt“ sem hún átti engan þátt í að gera. Það er heldur ekki að furða, þótt ríkisstjórnin treysti sér ekki til að bera ábyrgð á þeim samningi, sem hún hafði gert og lýst sem tímamótasamningi. Hitt er merkilegra er ríkisfjölmiðill gengur í lið með henni til að vefa lygavefinn. Eftir því sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar geng- ur lengra í svikum, sínum því örvæntingarfyllri verða tilraunir hennar til að kenna Sjálfstæðis- flokknum um ófarir sínar. Ríkis- stjórnin grefur nú undan þjóðar- sáttinni með seðlaprentun, skatta- og vaxtahækkunum. Hún hefur sett sér það takmark að styrkja stífluna fram yfir kosning- ar. En tíminn vinnur gegn henni. Ég hygg að fréttamaður ríkis- útvarpsins hafi ekki hitt naglann á höfuðið, þegar hann áleit að þessi ríkisstjórn yrði kennd við þjóðar- sátt. Ríkisstjórn, sem byggir sína þjóðarsátt á svikum, á aðeins eitt heiti skilið. Ríkisstjórn sem telur sig vera brjóstvörn landsbyggðar- inar, og leggur grundvöll að meiri uppbyggingu á höfuðborgarsvæð- ingu en áður eru dæmi um, á skil- ið sömu eftirmæli. Hún verður kennd við öfugmæli og svik. Tómas Ingi Olrich. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra til alþingiskosninga í vor. Glæsiveisla á nýárskvöld á Hótel Sögu Það verður mikið um dýrðir á nýárskvöld á Hótel Sögu, enda má segja að ekki sé jafn mikið lagt í nokkurn annan dansleik á hótelinu en einmitt þennan á fyrsta kvöldi hins nýja árs. Nú þegar eru pantanir teknar að streyma inn til hótelsins, en há- tíðadansleikurinn á nýárskvöld er haldinn í Súlnasal. Ræðumaður kvöldsins er Davíð Oddsson borgarstjóri. Gleðigjaf- ar verða leikararnir Egill Ólafs- son, Edda Heiðrún Backman, Ása Hlín Svavarsdóttir og Jó- hann Sigurðsson en undirleikari þeirra er Jóhann G. Þau syngja og bregða á leik og verða auk þess með samfellda skemmtidag- skrá sem er sérstaklega samin af þessu tilefni. Hljómsveitin Eins- dæmi leikur síðan fyrir dansi undir stjórn Gylfa Gunnarsson- ar. Að sjálfsögðu verður tekin syrpa af vínarvölsum, eins og við hæfi má teljast á þessu kvöldi. Matreiðslumeistarar kvöldsins, þeir Bragi Agnarsson og Magnús Héðinsson ásamt veitingastjóran- um Hafsteini Egilssyni hafa að undanförnu prófað sig áfram með samsetningu á hátíðarmat- seðli. Einróma niðurstaða þeirra er að bjóða eftirfarandi hátíðar- rétti: Fordrykkur: Kampavínið Veuve Cliqout Ponsardin. Forréttur: Jómfrúarhumar á gerklöttum með ristuðum ferskum kryddjurtum. Með þeim er drukkið hvítvínið Mouton Cadet: Baron Philippe Rotschild. Aðalréttur: Rauðsteiktir hreindýrahnappar. Rauðvínið með aðalréttinum er Chateau des Jacques A.O.C. Moulin a Vent-Thorin. Eftirréttur: Kveikt jarðarber framreidd með gráðaböggli. Kaffi og nýárs- konfekt. Aðgangur gesta á nýárskvöld er takmarkaður, því Hótel Saga vill tryggja að hæfilega rúmt sé um alla gesti kvöldsins.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.