Dagur - 21.12.1990, Side 11
Föstudagur 21. desember 1990 - DAGUR - 11
Ferðalög um jól og áramót
Flug:
Flugleiðir: Flogið verður samkvæmt áætlun fram yfir hádegi á aðfanga-
dag og verður síðasta ferð frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 14.20. Ekk-
ert er flogið á jóladag en á 2. jóladag verður flug eins og á sunnudegi.
Sami háttur verður hafður á um áramót, flugi hætt kl. 14.20 á gamlárs-
dag, ekkert flogið á nýársdag en flug samkvæmt áætlun 2. janúar.
Flugfélag Norðurlands: Á aðfangadag verður flogið til allra viðkomu-
staða félagsins samkvæmt áætlun, að frátöldum Isafirði og Egilsstöð-
um, auk þess sem flug á leiðinni Reykjavík-Ólafsfjörður-Reykjavík
fellur niður. Ekkert verður flogið á jóladag en á 2. jóladag verður aftur
flogið samkvæmt áætlun. Sami háttur verður hafður á um áramót,
sömu flug falla niður á gamlársdag, ekkert flogið á nýársdag en flug
fellur í hversdagsskorður 2. janúar.
Bæði flugfélögin bæta við aukaferðum eftir þörfum til að anna auknu
álagi um hátíðarnar.
Ferðir sérleyfishafa:
Akureyri-Dalvík-Ólafsfjörður: Frá Ólafsfirði kl. 8.30 á aðfangadag og
til baka kl. 12.30. Engar ferðir jóladag og 2. í jólum en 27. og 28. des-
ember verða ferðir á sama tíma og sömuleiðis á gamlársdag og 2. janú-
ar. Engar ferðir 29. og 30. desember og nýársdag. 3. janúar tekur
venjuleg áætlun við.
Akureyri-Reykjavík: Ekið alla daga nema aðfangadag, jóladag, gaml-
ársdag og nýársdag. Tvær ferðir á Þorláksmessu.
Akurcyri-Húsavík: Engar ferðir á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag
og 2. í jólum. Ekið frá Húsavík kl. 8 árdegis 27. og 28. desember og 2.
janúar og til baka sömu daga kl. 16. Engar ferðir 29., 30., gamlársdag
og nýársdag.
Akureyri-Mývatnssveit: Síðasta ferð fyrir jól í dag, föstudag, kl. 8 úr
Mývatnssveit og til baka kl. 20. Föstudaginn 28. desember verður ekið
frá Akureyri kl. 14 og til baka kl. 17 og 2. janúar verður ekið úr
Mývatnssveit kl. 8 árdegis. Eftir það tekur venjuleg áætlun við.
Ferjur:
Hríseyjarferjan: Á aðfangadag verður farið frá Árskógssandi kl. 9, 13
og 16 og frá Hrísey 30 mínútum síðar. Á jóladag verður farið frá
Árskógssandi kl. 13,16 og 18 og úr eynni hálftíma síðar. Á gamlársdag
verður farið frá Árskógssandi kl. 9, 13 og 16 og til baka hálftíma síðar
og á nýársdag verður farið frá Árskógssandi kl. 13,16 og 18 og til baka
30 mínútum síðar. Aðra daga verður siglt samkvæmt áætlun.
Eyjafjarðarferjan: Farið verður frá Akureyri kl. 8.30 27. desember og
3. janúar.
Afgreiðslutími hótela, veitingahúsa
og skemmtistaða um hátíðaraar
Akureyri:
Hótel KEA verður lokað frá hádegi á aðfangadag og allan jóladag,
sömuleiðis frá hádegi á gamlársdag og allan nýársdag.
Hótel Norðurland verður lokað frá hádegi á Þorláksmessu fram til 2.
janúar.
Hótel Stefanía verður lokað frá Þorláksmessu til 2. janúar.
Bautinn verður lokaður frá hádegi á aðfangadag og jóladag, sömuleiðis
frá hádegi á gamlársdag og nýársdag. Opið aðra daga kl. 9-22.
Crown Chicken verður lokað aðfangadag, jóladag, 2. í jólum, gamlárs-
dag og nýársdag.
Fiðlarinn verður lokaður á Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, 2. í jól-
um og gamlársdag, opnað kl. 18 á nýársdag.
Greifinn verður lokaður á aðfangadag, jóladag, 2. í jólum, gamlársdag
og nýársdag.
Hlóðir verða lokaðar frá hádegi á laugardag fram til 2. janúar.
Hótel Stefanía, veitingasalur verður lokaður yfir hátíðarnar að frátöld-
um 2. í jólum.
Lind verður opin aðfangadag til kl. 14, lokuð jóladag og 2. í jólum,
opin gamlársdag til kl. 14, lokuð nýársdag.
Sjallinn býður upp á ball á 2. í jólum og áramótadansleik frá kl. 24-04
á nýársnótt. Einnig verða dansleikir að vanda um helgina milli hátíða.
Smiðjan verður lokuð aðfangadag, jóladag, 2. í jólum, gamlársdag og
nýársdag.
Súlnaberg verður opið eins og verslanirnar í bænum nema hvað opið
verður til kl. 13 á aðfangadag, lokað báða jóladagana, opið til hádegis
á gamlársdag og lokað á nýársdag.
Uppinn verður opinn til kl. 01 á Þorláksmessu, lokaður á aðfangadag
og jóladag, opinn frá kl. 18-02 á 2. í jólum. Á nýársnótt verður opið frá
kl. 24-04 en lokað á nýársdag.
Sauðárkrókur:
Hótel Mælifell verður opið til kl. 13. á aðfangadag, lokað á jóladag en
opnað kl. 18 á 2. í jólum. Á gamlársdag verður opið til kl. 14 en á mið-
nætti hefst áramótagleði sem stendur til kl. 04. Lokað á nýársdag.
Siglufjörður:
Hótel Höfn verður lokað á aðfangadag og jóladag en á miðnætti
aðfaranótt 2. í jólum hefst dansleikur sem stendur til kl. 04, að öðru
leyti verður lokað á 2. í jólum. Lokað verður á gamlársdag en á mið-
nætti hefst áramótadansleikur og stendur til kl. 04. Lokað á nýársdag.
Ólafsfjörður:
Hótel Ólafsfjörður verður lokað frá hádegi aðfangadags til kl. 22 á 2.
í jólum þegar barinn á Horninu verður opnaður. A gamlársdag verður
lokað á hádegi og einnig lokað allan nýársdag. Áramótadansleikurinn
verður í félagsheimilinu.
Dalvík:
Sæluhúsið verður opið til kl. 03 á Þorláksntessu, lokað aðfangadag,
jóladag og 2. í jólum. Áramótadansleikur verður á nýársnótt frá kl. 24-
04 en á nýársdag verður lokað.
Húsavík:
Bakkinn verður lokaður á aðfangadag og jóladag en opnaður kl. 18 á
2. í jólum. Lokað verður á gamlársdag og nýársdag.
Hótel Húsavík verður lokað frá kl. 13 á aðfangadag til kl. 23 á 2. í jól-
um en þá hefst dansleikur. Á gamlársdag verður lokað kl. 13 en kl.
00.30 hefst dansleikur sem stendur til kl. 04. Lokað verður á nýársdag.
••• Mjolkursamlag KEA
Akurevn Simi 96-21400
J
Til jolanna!
Sanitas-jólaöl 2 1/2 lítri............258.- kr.
Sanitas-jólaöl 5 lítrar...............468.- kr.
Pepsí 2 lítrar........................158.- kr.
Svínakambur úrbeinaður reyktur......1.176.- kr.
Bayonneskinka.......................1.120.- kr.
Hangilœri úrbeinað.................. 1.237.- kr.
Frampartur úrbeinaður.................927.- kr.
Londonlamb........................... 768.- kr.
Svínahamborgarhryggur með beini... 1.351.- kr.
Opið laugardag frá kl. 10.00-23.00.
Verslið
hagstætt
Krórtún tr verÖmikil hjá okkur