Dagur - 29.12.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990
fréttir
Akureyri:
Námskeið í reykbindindi
F
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis og Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, gang-
ast fyrir námskeiði í byrjun
næsta árs, fyrir þá sem vilja
hætta að reykja.
Námskeiðið fer fram á FSA,
kennslustofu á 2. hæð. Undir-
búningsfundur verður haldinn
14. janúar nk. en síðan eiga þátt-
takendur að hætta að reykja
þann 26. janúar.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða Ásgeir R. Helgason leið-
beinandi Krabbameinsfclagsins í
reykbindindi, Sigurður Árnason
krabbameinslæknir, Halldóra
Bjarnadóttir hjúkrunarfræðing-
ur, Friðrik Yngvason lungnasér-
fræðingur og Þóra Ákadóttir
hjúkrunarfræðingur.
Farið verður yfir fjölmarga
efnisþætti á námskeiðinu og má
þar nefna, undirbúningstíma,
fræðslufyrirlestra, streitu og
reykingar, persónuleika og reyk-
ingar, nikótínfíkn, megrun og
matarvenjur, grundvallaratriði í
sjálfsdáleiðslu og ráð til að draga
úr löngunum. Auk þess verða
sýndar fræðslu- og gamanmyndir.
Skráning á námskeiðið fer
fram í síma 27077 á milli kl. 13 og
16 og þar eru einnig veittar nán-
ari upplýsingar.
Slökkviliðið á Akureyri:
„Aðgát skal höfð“
- segir Tómas Búi Böðvarsson,
slökkviliðsstjóri
Slökkvilið Akureyrar hefur
svarað um 80 brunaútköllum á
árinu 1990. Tölur um sjúkra-
flutninga iiggja ekki fyrir, en
reikna má með að Slökkviliðið
sinni þremur útköllum á sólar-
hring að jafnaði. Þessar upp-
lýsingar fengust hjá Tómasi
Búa Böðvarssyni, slökkviliðs-
stjóra á Akureyri.
„Árið hefur verið nokkuð gott,
ef hægt er að tala um slíkt, þegar
rætt er um þanrn máiáflökk sem
við slökkviliðsmenn vinnum að.
Við sinntum nokkrum stórum
útköllum í byrjun ársins. Þegar
talið er saman, þá hefur Slökkvi-
lið Akureyrar sinnt um 80 útköll-
um vegna elds og annríkið í
sjúkraflutningum er mikið. Nú
fer sá tími í hönd, er fólk með-
höndlar stjörnuljós og flugelda
Húsavík:
Eldur í jóla-
skreytingu
Það var heppni að ekki
skyldi fara verr er eldur varð
laus í jólaskreytingu á skrif-
borði ungs manns á Húsavík
séint á jóladagskvöld.
Ungi maðurinn var ekki
heima er kviknaði í út frá
kerti. Er hann kom heim var
herbergið fullt af sóti og reyk
og ennþá glóð í skrifborðinu
en eldurinn kafnaður. Jóla-
skreytingin var brunnin og
skifborðið ónýtt, einnig fatn-
aður sem á borðinu var og
brunagöt á teppinu við það.
Mála þarf herbergið en mikil
mildi þykir að ekki varð meira
tjón af völdurn eldsins, hvorki
á mönnurn né munum. IM
og því er full ástæða til að benda
fólki á að fara varlega. Fólk þarf
að hafa fullan vara á hvað það er
með í höndunum og haga sér
samkvæmt öllum leiðbeiningum.
Ljót slys hafa orðið á fólki og
eignum þar sem ekki er farið að
settum reglum. Eldvarnir verða
að sitja í fyrirrúmi og fólki ber að
beina flugeldum að óbyggðum
svæðum. Þessir flugeldar, sem nú
fást, eru það öflugir að þeir fara í
gegnum hvaða glugga sem er og
dæmi eru til, að þeir hafi farið í
gegnum timburveggi og þá er
ekki að sökum að spyrja. Aðgát
skal höfð þegar nýju ári er
fagnað," sagði Tómas Búi Böðv-
arsson, slökkviliðsstjóri á Akur-
eyri. ój
Nýlega afhentu hjónin Friðrik Vestmann og Guðrún Hjaltadóttir í Pedrómyndum á Akureyri, barnadeild FSA pen-
inga og leikföng að gjöf. Fyrirtækið Pedrómyndir á 25 ára afmæli á þessu ári og þar sem Friðrik og Guðrún eiga
þrjú barnabörn, ákváðu þau að peningagjöfin skyldi verða 1000 kr. fyrir hvert ár fyrirtækisins og sú upphæð marg-
földuð með fjölda barnabarnanna, samtals 75.000 kr. A myndinni tekur Baldur Jónsson yfirlæknir barnadeildar við
pcningagjöfinni úr hendi Guðrúnar. Til hliðar við þau eru Friðrik Vestmann og Anna Lilja Filipsdóttir. Mynd: Golli
HÍ heilsugæslustöðvarnar:
Fá 15 milljónir króna til
ráðstöfimar á næsta árí
Heilbrigðisráðuneytið hefur
fengið 15 milljónir króna til
ráðstöfunar á næsta ári til að
bæta starfskjör starfsfólks á
þeim H1 heilsugæslustöðvum
sem erfiðlega hefur gengið að
manna. Þeirra á meðal eru
heilsugæslustöðvarnar á Þórs-
höfn og Vopnafirði.
Eins og fram hefur komið í
Mannfjöldi á landinu 255.855 þann 1. des sl.:
Flutningur frá landinu
meiri en til landsins
- barnsfæðingum fjölgar um 100-200 á milli ára
Mannfjöldi á íslandi þann 1.
desember sl. var 255.855, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá
Ilagstofunni. Karlar voru
128.381 en konur 127.474. Á
einu ári nemur fjölgunin 2.355
íbúum, eða 0,93%. Þetta er
heldur meiri fjölgun en árið
1989 en þá fjölgaði fólki á
landinu um 1.810, eða 0,72%.
Hlutfallsleg fjölgun hafði þá
ekki orðið minni flest ár undan-
farna sjö áratugi. Á því tímabili
varð minnst fjölgun árið 1970,
0,56% og hún varð 0,6-0,7% árin
Dansleikur
verður haldinn í Hamri, félagsheimili Þórs
laugardaginn 29. des. og hefst kl. 21.00.
Hljómsveitin Hreinir sveinar leikur fyrir dansi.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
Þórsarar og aðrir velunnarár félags-
ins velkomnir.
Veitingar verða seldar á staðnum.
Nefndin.
1937, 1941, 1969, 1977 og 1985.
Nákvæmar tölur um breytingar
mannfjöldans árið 1990 liggja
ekki fyrir en svo virðist sem tala
brottfluttra frá landinu hafi orðið
um 700 hærri en tala aðfluttra, en
tala fæddra um 3.000 hærri en
tala látinna. Lifandi fædd börn á
árinu 1990 verða um 4.800 og á
árinu deyja um 1.800 manns. Tii
landsins flytjast um 3.400 manns
en frá því um 4.100.
Horfur eru á að tala barnsfæð-
inga árið 1990 verði um 100-200
hærri en árin 1988-1989 en þá
hafði fæðingum fjölgað um 7-800
frá árunum 1985 og 1986. Þar
áður hafði hún fallið mikið. Árin
1985 og 1986 fæddust færri börn
en nokkurt ár síðan 1947 og hafði
þó tala kvenna á barnsburðar-
aldri ríflega tvöfaldast síðan þá.
Fæðingartalan 1990 er hins vegar
svo há að það er aðeins á árunum
1959, 1960 og 1963, sem fleiri
börn hafa fæðst. En konur á
barnsburðaraldri eru miklu fleiri
nú en þá var og svarar fæðingar-
tíðnin 1990 til þess sem var árin
1981 og 1982 en hún er minni en
nokkurt ár fyrir þann tíma.
Degi er Læknafélag Islands og
heilbrigðisráðuneytið sammála
um að til þess að unnt sé að
manna H1 heilsugæslustöðvarnar
verði að færa launasamninga
lækna á þeim til samræmis við
launasamninga sjúkrahúslækna.
Um þetta náðist ekki sam-
komulag við fjármálaráðuneytið
og var vísað til margnefndrar
þjóðarsáttar í því sambandi. í
ljósi þess var farin sú leið að fá
ákveðna fjárupphæð á þessu og
næsta ári til þess að bæta ástand
mála á nokkrum H1 stöðvum. Á
sl. hausti voru keyptar torfæru-
bifreiðar til nota við fjórar heilsu-
gæslustöðvar, þ. á m. Þórshöfn.
Ekki hefur verið ákveðið með
hvaða hætti áðurgetinni upphæð,
15 milljónum króna, verðurskipt
á milli heilsugæslustöðvanna, en
miðað er við að heilbrigðisráðu-
neytið geri það í samræmi við
aukin útgjöld þeirra.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er
samdóma álit heilbrigðisráðu-
neytisins og Læknafélags íslands
að í framtíðinni verði að ganga
frá þessum málum í kjarasamn-
ingum við lækna og aðrar heil-
brigðisstéttir sem vinna á þessum
heilsugæslustöðvum. óþh
h
bridds
i
Bridgefélag Vestur-Húnvetninga:
Jólahraðsveitakeppni og tvímenningur
Jólahraðsveitakeppni Bridge-
félags Vestur Húnvetninga var
haldin í byrjun desember.
Fjórar sveitir mættu til leiks og
voru pör dregin saman. Sigur-
vegarar urðu Unnar Atli
Guðmundsson, Erlingur
Sverrisson, Flemming Jessen
og Eggert Karlsson, með 64
stig.
I öðru sæti urðu Karl Sigurðs-
son, Kristján Björnsson, Guð-
mundur Haukur Sigurðsson og
Sigurður Þorvaldsson með 59
stig.
Jólatvímenningur félagsins fór
fram þann 11. des. sl. og mættu
10 pör til leiks. Meðalskor var
108 en úrslit urðu þessi: stig
1. Karl Sigurðsson/Kristján Björnsson 135
2. SigurðurPorvarldss./GuðmundurH.Siguröss. 125
3. Unnar A. Guðmundsson/Eriingur Sverrisson 123
4. Flemming Jessen/Eggert Karlsson 122
Einnig var spilaður tví-
menningur 18. des. sl. og þá
mættu 10 pör til leiks. Meðalskor
var 108 en úrslit urðu þessi: stig
1. Unnar A. Guðmundsson/Erlingur Sverrisson 126
2. Rúnar Einarsson/Kristín Jónsdóttir 125
3. Bjarni R. Brynjólfsson/Eggert Ó Levy 111
4. Flemming Jessen/Eggert Karisson 111