Dagur


Dagur - 29.12.1990, Qupperneq 4

Dagur - 29.12.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990 Minnisverðir atburðir á árinu 1990 - nokkrir valinkunnir einstaklingar líta um öxl Valdimar Bragason: Ánægður með efiiahagsbataim „Breytingarnar í ríkjum Aust- ur-Evrópu og opnun þjóðfélag- anna þar bera hæst af erlend- um vettvangi. Þessi þjóðfélags- opnun leiðir hugann að lífs- kjörunum þar eystra og hvern- ig Vesturlandabúar geti komið í veg fyrir að fólk í þessum löndum búi við hungurmörk,“ sagði Valdimar Bragason, bæjarfulltrúi á Dalvík og fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga. „Af innlendum vettvangi er ég ánægður með þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Hér hefur náðst jafnvægi sem bætir rekstrarskilyrði atvinnuveg- anna til muna. Þá er eftirminnilegt hvernig ríkisstjórninni, þessari margra flokka samsteypustjórn, hefur tekist að standa af sér ýmsa storma. Ég nefni sem dæmi aðförina í tengslum við bráða- birgðalögin margumtöluðu. Af persónulegum högum er mér efst í huga hvernig ég hef smám saman náð heilsunni á ný eftir umferðarslys sem við hjónin lentum í á árinu 1989.“ óþh Skúli Pálsson: Opnun Múla- ganga og kaup Sæbergs „Mér eru minnisstæð þau stór- kostlegu vonbrigði mín að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi gera sig að því fífli að mótmæla bráðabirgðalögunum. Ég var stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins, en þessi afstaða hans kom mér til að láta af þeim stuðningi. Ég hugsa ekki meir um þennan flokk,“ sagði Skúli Pálsson, lögreglumaður og sjónvarpsfrömuður í Ólafs- flrði. „Stærsti viðburður ársins fyrir Ólafsfjörð og Ólafsfirðinga er opnun Múlaganganna. Auk þess má ekki gleyma uppstokkun í útgerð og fiskvinnslu hér á staðn- um í þessum mánuði, þ.e. kaup- um Sæbergs á Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar. Þessi kaup gera það að verkum að fólk hér getur nú hugsað til framtíðar. Það er vitað mál að fyrirtækið hefði farið á hausinn, jafnvel á næsta ári, hefði þetta ekki komið til. Þegar litið er út fyrir landstein- ana kemur Persaflóamálið upp í hugann. Ég geri mér vonir um að deiluaðilar nái sáttum. Ég hrein- lega trúi því ekki að verði stríð þarna." óþh Sigríður Friðjónsdóttir: Sammála Möggu tunsain- einingu Evrópu Sigríður Friðjónsdóttir er sýslufulltrúi á Sauðárkróki og ein af stofnendum kvenna- smiðju í Skagafirði. Hvað skyldi henni flnnast eftirminni- legast frá árinu sem er að líða? „Mér er minnisstætt þegar Mandela var látinn laus hvort sem það var á þessu ári eða í fyrra. Afsögn Möggu í Bretlandi kom mér einnig dálítið á óvart og hún snertir alla umræðu um sam- einingu Evrópu og sameiginlega markaði að vissu leyti, því að Magga var á móti því öllu saman og ég er sammála henni um það að þetta muni aldrei ganga ijpp. Innrásin í Kúvæt er mér sem öðr- um í fersku minni og í sambandi við það er örugglega margt sem ntaður veit ekki um hér norður undir heimskautsbaug vegna einhliða fréttaflutnings frá svæð- inu. Ef ég lít mér nær að einhverju sem snertir mitt starf er riðumál Gunnars í Flatatungu mjög eftir- minnilegt, málaferli hans gegn landbúnaðarráðherra en í það fór mikill tími. Gjaldþrotin þrjú sem komu með stuttu millibili hér í Skagafirði í haust gleymast heldur ekki og endurspegla það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Stofnun Kvennasmiðjunnar og allt starfið í kringum hana er mér einnig ofarlega í huga þegar litið er til baka og hvað það er allt saman búið að vera gaman. Ekki má heldur gleyma Landsmóti hestamanna sem haldið var á Vindheimamelum í sumar, en það fannst mér mjög glæsilegt í alla staði.“ SBG Lilja Skarphéðinsdóttir: Kosnbigasigur- inn í vor „Héðan frá Húsavík er mér minnisstæðastur kosninga- sigurinn í bæjarstjórnarkosn- ingunum í vor. Mér er minnis- stæð þessi undibúningsvinna og árangurinn sem við náðum; tvöföldun á bæjarfulltrúum, frá tveimur og upp í fjóra fyrir Framsóknarflokkinn. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt og er kosninganóttin minnis- stæð, sérstaklega þegar fyrstu tölurnar komu,“ segir Lilja Skarphéðinsdóttir, bæjarfull- trúi og Ijósmóðir á Húsavík. „Af erlendum vettvangi nefni ég þrennt: Sameining þýsku ríkj- anna finnst mér standa uppúr. Opnari, jákvæðari og aukin sam- skipti stórveldanna, Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, og svo innrás Irana í Kuwæt. Hvað innlenda atburði varðar finnst mér jákvætt þetta stöðuga verðlag í landinu. Ég minnist einnig fertugs- afmæla á árinu, bæði Húsavíkur- bæjar og þessa ágæta ’50 árgangs okkar.“ IM Sigrún Sveinbjörnsdóttir: Loksbis gert við Sól- borgarvegbm „Af erlendum vettvangi eru mér ofarlega í huga atriði sem koma í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Sameining Þýska- lands er þar efst á blaði og mér fannst friðarverðlaun Gorbat- sjovs eiga vel við. I hans heimalandi er þungur róður að breyta kerfum. Það varð mér mikið áfall þegar Shevardnadze sagði af sér skömmu fyrir jól. Sú afsögn getur dregið dilk á eftir sér og mér flnnst miður að Shevardnadze sé ekki lengur við hlið Gorbatsjovs,“ sagði Sigrún Sveinbjörnsdóttir, for- stöðumaður Vistheimilisins Sólborgar á Akureyri. Persaflóadeilan hefur verið mikið í fréttum og vofir enn yfir okkur. Einn af jákvæðari atburð- um á árinu erlendis var forseta- kjör á írlandi, en þar hlaut kosn- ingu kona, Mary Robinson. Hér heima bera hæst sveitar- stjórnarkosningarnar, því ég tengdist þeim persónulega. Þá fannst mér mjög jákvætt það framlag til menningarmála að afnema virðisaukaskatt af íslenskum bókum. Göngin í Ólafsfjarðarmúla er gleðilegur viðburður. Nú þori ég að fara til Ólafsfjarðar og því má segja að ég hafi persónulegan ávinning af göngunum. Einnig vil ég nefna að loksins eftir langa bið var gert við veginn hingað upp að Sólborg. Ég og við öll sem hér erum munum minnast þess lengi. Árið hefur verið mér einstak- lega viðburðaríkt og skemmti- legt. Ég skipti um starf 1. janúar sl. og hef því fengið tækifæri til að takast á við ýmis ný viðfangs- efni. Við heimsóttum son okkar og tengdadóttur til Svíþjóðar á árinu og það var afar skemmti- legt. Ferðalag á Strandir og Norðurland vestra er mér einnig mjög eftirminnilegt. Við ókum ekki þessar venjulegu leiðir á Norðurlandi vestra, heldur fór- um fyrir nesin og gáfum okkur góðan tíma til að skoða okkur um. Þetta var alveg stórkost- legt.“ óþh Björn Snæbjörnsson: Slæmt atvbrnu- ástand á Eyja- Qarðarsvæðbm „Af erlcndum vettvangi koma breytingarnar í Austur-Evrópu fyrst í hugann, auk hörmung- anna í Kúvæt og við Persafló- ann. Fall Margrétar Thatcher kom óvænt, það var merkur atburður. Þá er mér minnis- stætt að landsstjórnin í Græn- landi fékk á sig mikla gagnrýni vegna áfengiskaupa og óráð- síu, en hér á landi hefur eyðslusemi ráðherra einmitt verið til umræðu,“ sagði Björn Snæbjörnsson, varaformaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. „Af innlendum vettvangi eru kjarasamningar um þjóðarsátt eftirminnilegir, og baráttan sem á eftir kom um að láta þá samninga halda. Þær vonir sem menn bundu við samningana hafa ræst, í meginatriðum. I sambandi við þetta reyndi mest á bankana, þjóðarsáttin átti í vök að verjast vegna vaxtastefnu þeirra. Slæmt atvinnuástand á Eyja- fjarðarsvæðinu er mér ofarlega í huga, þótt reyndar hafi ástandið í fiskvinnslunni verið skárra nú en undanfarin tvö ár, þegar fisk- vinnslufyrirtæki lokuðu mörg hver í desember. Almennt atvinnuástand hefur þó verið slæmt á svæðinu, og óvissa um framtíðina. Við misstum stór- iðjuna suður fyrir heiðar, og ekki varð það til að auka mönnum bjartsýni. Minnkandi atvinna og aukið atvinnuleysi, minni yfir- borganir óg samdráttur í yfir- vinnu koma illa niður á heimilun- um. Það sorglega er að meiri órbyrgð ríkir víða en áður, og það verðum við varir við hjá verkalýðsfélögunum. í persónulegum málum mínum og fjölskyldunnar hefur þetta ár verið lærdómsríkt og ánægjulegt um margt. Ég tók samfellt sumarfrí í fyrsta sinn, og fór tvær rútuferðir til fjalla, önnur ferðin var dagsferð með aldraða Eining- arfélaga. Þá var það góð reynsla fyrir mig að starfa í framkvæmda- stjórn Verkamannasambands Islands og formaður þeirrar deildar sambandsins sem snýr að starfsfólki sem vinnur hjá ríki og bæ,“ segir Björn Snæbjörnsson. EHB Gunnar Oddsson: Enn til tveir hagfræðingar Riðumál Gunnars Oddssonar, bónda í Flatatungu í Skagaflrði hefur verið töluvert í fréttum sl. ár og endaði það fyrir Hæstarétti. En hvað skyldi Gunnari flnnast minnisstæðast frá líðandi ári. „Þjóðarsáttina ber einna hæst á árinu og einkum það, að hún skuli haldast enn. Á því má greinilega sjá að enn eru til tveir hagfræðingar í landinu, þeir Ein- ar Oddur og Gvendur jaki. Hún snertir okkur langmest allra mála og vaninn hefur verið að þó reynt hafi verið að koma skikki á verð- lagsþróun, þá hefur það alltaf farið út um þúfur innan tíðar. Það að svona vel hefur gengið að þessu sinni, er stefnumótun Jakans og Bjargvættarins að þakka. Þjóðin var orðin lang- þreytt á þeirri vitleysu sem við höfum búið við og ég er orðinn bjartsýnn á að þetta lukkist og vilji almennings er það eindreg- inn um að þessi stöðugleiki hald- ist áfram, að þeir hópar sem vilja sprengja þjóðarsáttina eiga stöðugt erfiðara uppdráttar, samanber þingflokk Sjálfstæðis- flokksins. Sameining Þýskalands gekk hraðar fyrir sig en búast mátti við, en ekki er séð fyrir endann á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.