Dagur


Dagur - 29.12.1990, Qupperneq 5

Dagur - 29.12.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 29. desember 1990 - DAGUR - 5 Minnisverðir atburðir á árinu 1990 því hvernig öllum þessum breyt- ingurn reiðir af og ekki einu sinni þessu sameiningarbrölti hér í Vestur-Evrópu. Það er túlkað öðruvísi en það er hugsað, þetta er ekkert annað en mjög sterkt markaðsbandalag sem beitir síð- an viðskiptaþvingunum gagnvart öðrum verslunarheildum og mér sýnist það koma til með að auka á kjaramun og misrétti innan þessa svæðis þegar til lengdar lætur.“ SBG Einar Njálsson: Örlög Samvirmu- banka íslands „Það sem er mér minnisstæð- ast snertir mig persónulega, en það eru örlög Samvinnubanka Islands hf. Sú ákvörðun Sam- vinnumanna að selja bankann og þurrka hann þar með út. Þessi stofnun hafði verið vinnu- staður minn í 26 ár,“ segir Ein- ar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík. „Það sem hefur valdið mestri breytingu í lífi mínu á árinu er að skipta um starf og taka við starfi bæjarstjóra á Húsavík. Það hafa orðið verulegar breytingar hjá mér persónulega og ég hætti fé- lagsmálastörfum á norrænum vettvangi fyrir leikfélögin, en þeim var ég búinn að gegna í mörg ár. Ég minnist 40 ára afmælis Húsavíkurbæjar á árinu. Mér er ekkert sérstaklega minnisstætt frá landsmálunum á yfirstandandi ári og man ekki eft- ir nokkrum sköpuðum hlut sem ég vildi nefna. Ég held að ég láti mér skynsam- ari mönnum það eftir að koma með gáfulegar athugasemdir um þróun heimsmála." IM Þórhildur Sigurðardóttir: Af hverju vitk- umst við ekki? „Það sem sennilega mun verða mér minnisstæðast frá Jiessu ári er innrásin í Kuwait. Eg hef mikið hugsað um þetta því maður heldur alltaf að mannkynið sé að verða svo vit- urt og vel upplýst að svona hlutir hljóti að fara að heyra sögunni til. En svo gerist þetta, hliðstætt því sem gerst hefur aftur og aftur frá örófi alda. Af hverju vitkumst við ekki?“ spyr Þórhildur Sigurðardóttir, Haga í Aðaldal. „Hvernig er það með okkar litlu þjóð norður á hjara, er nokkur trygging fyrir því að ein- hvern daginn komi ekki einhver og innlimi okkur, eða taki okkar land, af því að við eigum einhver auðæfi sem aðrir eiga ekki en telja sig þurfa að nota? Þá varðar ekkert um hvað verður um þessar fáu hræður sem áttu heima í þessu landi. Sem sagt, eiginhags- munir, peningagræðgi og valda- fíkn virðast vera svo ríkjandi, og hlutir sem eru látnir viðgangast í henni veröld. Ég á erfitt með að sætta mig við að mannkynið skuli ekki komið lengra en þetta. En svo fer ég að hugsa um hvort þetta sé nokkuð skrítið. Það þarf ekki alltaf mikið til svo að það verði árekstrar og erfiðleikar sem spilla samkomulagi innan heimilis eða á vinnustað. Sennilega erum við bara ekki komin nógu langt á þroskabrautinni. Það sem er mér minnisstæðast úr persónulegu lífi er fæðing fjórða barnabarnsins míns. Það er alltaf dásamlegt þegar börn fæðast. Samt kemur alltaf upp í huga minn þessi efi; hvernig er að fæðast inn í þennan heim eins og hann er, þar sem við kunnum ekki að fara með þau gæði sem okkur eru gefin?“ IM Ingunn St. Svavarsdóttir: Aukið samstarí' efst á baugi „Mér hefur fundist þetta vera krefjandi ár, en þad hefur líka margt áunnist. Þaö sem mér finnst hafa verið efst á baugi, bæði innanlands og erlendis, er aukið samstarf á hinum ýmsu sviðum,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, sálfræðingur og oddviti Presthólahrepps. „Hér heima hefur verið sam- starf bæði austur fyrir og vestur á bóginn. Ég nefni stofnun Fjalla- lambs ásamt með Þistlum, sam- starf viö Raufarhafnarbúa um veiði innfjarðarrækjunnar, sam- starf við Húsvíkinga um öldrun- arþjónustu og verslun og svo eruni við að undirbúa sameiningu hreppanna. Ef ég tek persónulega atburði þá finnst mér það markverðast að við hjónin fórum út í það að byggja kúluhús og það er nú orð- ið fokhelt. Annað sem mér er ákaflega hugleikið núna er siðfræði. Ég var á tveimur námskeiðum þar að lútandi hjá sálfræðingafélaginu og ég er mikið að velta fyrir mér þessum fræðum; frelsi einstakl- ingsins sem er það dýrmætasta sem við eigum og svo á hinn bóg- inn þeim kröfum sem samfélagið gerir til hvers og eins og skerðir þannig frelsið. Varðandi Fjórðungssamband Norðlendinga þá eru byggðamál- in efst á blaði. Mín æðsta ósk er sú að við getum snúið þeirri öfug- þróun við sem viðgengist hefur á því sviði." SS Þórólfur Gíslason: Breytingin áSÍS Þórólfur Gíslason er kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga, en rekstur þess hefur gengið einkar vel á þessu ári. Hvað skyldi kaupfélagsstjór- anum sjálfum vera eftirminni- legast frá árinu sem er að líða? „Fyrir okkur sem komum nálægt samvinnuhreyfingunni er minnisstæðust breytingin á Sambandi íslenskra samvinnu- félaga í hlutafélög. Það er mér langeftirminnilegast gagnvart mínu starfi af atburðum þessa árs, enda er ekki fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar þessar breyt- ingar hafa á hinn félagslega þátt samvinnuhreyfingarinnar og viss eftirvænting hjá okkur samvinnu- mönnum í að sjá hvernig það þróast. Á erlendum vettvangi var hið snögga fall Möggu Thatcher úr leiðtogastólnum í Bretlandi nokkuð sem fáir áttu von á og kom mér á óvart sem öðrum og er þess vegna minnisstætt. Óró- inn í olíuríkjunum við Persafló- ann og átökin þar munu einnig seint gleymast þó þau séu langt í burtu og ekki séð fyrir endann á þeim. Áhrif þeirra ná líka alla leið hingað til íslands að ein- hverju leyti svo e.t.v. má segja að þau snerti mann meira nú, en áður þegar þeir hafa verið að berjast þarna í Mið-Austur- löndunum." SBG Úlfhildur Rögnvaldsdóttir: Framsóknaraiönnum vegnaði vel „Þegar litið er til heimsmál- anna á árinu, kemur fyrst upp í hugann sú ógnarspenna og það hættuástand sem ríkir við Persaflóann og síðan þær miklu hreytingar sem orðið hafa í Austur-Evrópu við fall kommúnisinans. Breytingar sem eiga eftir að hafa mikil og víðtæk áhrif um allan heim,“ sagði Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri. „Af heimavettvangi eru sveit- arstjórnakosningarnar 26. maí hvað eftirminnilegastar. Fram- sóknarmönnum vegnaði vel á Akureyri og voru sigurvegarar kosninganna. Stöðugleiki er í efnahagsmálum þjóðarinnar. stöðugleiki sem fólkið í landinu kann aö meta. Sé hins vegar litið til Akureyrar þá eru erfiðleikar víða, jafnt hjá einstaklingum sem fyrirtækjum. Atvinnuleysi er hér viðvarandi og eykst heldur. Úr þessu verður að bæta og það sem fyrst. Vonandi veröur nýtt ár happadrjúgt." ój Árni Halldórsson: Ég taldi óhugs- andi að komm- linisminn félli úr hor „Staðarval álvers og sú umræða fannst mér nokkuö sérstæð. Ekki mátti helst minnast á mengun sem álver- inu fylgdi eða nokkrar búsifjar í Eyjafirði fyrir þá sem þar voru fyrir með rekstur t.d. landbúnað. Svo er loks gefin út niðurstaða. Álverið á að rísa á Keilisnesi fyrir sunnan. Þá bregður svo við að farið er að tala um mengun sem er bráð- drepandi bæði á láði og legi og hélt ég þó að staðurinn væri frægari fyrir eitthvað annað en staðviðri,“ sagði Árni Hall- dórsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit. „Ég vil minnast á EB samninga og umræðuna sem mér hefur ekki fundist allt of sannfærandi um ágæti þess samnjngs fyrir Islend- inga. Helst er horft til tolla á salt- fiski sem spursmál íslendinga. Gallinn er sá að EB vill fá aðgang að fiskimiðum og í framhaldi af því geta þeir boðið niður fiskinn fyrir íslendingum með íslenskum fiski. Þýskur vinur minn sagði um EB sem er rétt: „Fyrir Islands hönd vona ég að þið gangið aldrei í EB, því ef af því verður misstuð þið fiskimiðin og landiö allt og uppi stæðu örfáir ríkir inn- flytjendur." Sennilega verður þó ársins lengst minnst vegna falls komm- únismans í Austur-Evrópu á árinu. Langt er síðan ég spáði falli kommúnismans en að það bæri svo að sem varð átti ég ekki von á. Að kommúnisminn félli úr hor taldi ég óhugsandi. Enginn veit hvernig þróunin veröur á næstu árum, en eitt er víst að erf- iðleikar Austur-Evrópuþjóðanna eru ógnvekjandi." ój Kristján K. Kristjánsson: Persaflóa- deilan og bráða- birgðalög „Við fyrstu umhugsun stendur Persallóadeilan upp úr af erlendum atburðum og hér innanlands er sérstaklega eftir- minnilegt þegar hráðabirgða- lögin voru sett á BSRB samn- ingana,“ sagði Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn. „Persaflóa.deildan og braöa- birgöalögin eru kannskí 'mésfú áhrifavaldarnir í heimspólitíkinni og innanlandspólitíkinni. Þetta eru fyrstu málin sem koma upp í huga mér. Síðan er margt eftir- minnilegt hér heima. t.d. hefur veðurfar verið einstaklega gott á árinu og þá hafa ýmsar breyting- ar oröiö í héraðinu. Af héraðsmálum má nefna þær miklu breytingar að lögð voru niður mjólkurstöð og sláturhús. Kaupfélag Langnesinga hefur gengið í gegnum endurskipulagn- ingu og talsvert mörg atriði sem tcngjast starfinu eru mér því ofarlega í huga. Sveitarstjórnarkosningarnar voru líku eftirminnilegar því hér á Þórshöfn kom aðeins fram einn listi og þar af leiðandi uröu engar kosningar." SS Sigurður P. Sigmundsson: Álmálið tók hugann og vfanutímann „Út frá mínum verkefnum séð þá tók álmálið hugann og stór- ann hluta starfstímans á árinu. Það er manni minnisstæðast,“ segir Sigurður P. Sigmunds- son, framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjaíjarðar. „Ef við víkjum aðeins að íþróttunum þá átti ég ánægjulegt

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.