Dagur - 29.12.1990, Side 22
22 - DAGUR - Laugardagur 29. desember 1990
' dagskrárkynning
Um áramót bregða sjónvarpsstöðvarnar á leik og freista
þess að hafa ofan af fyrir landsmönnum með skemmti-
legri dagskrá. Við ætlum nú að líta á nokkra liði næstu
daga og víst er að þar kennir ýmissa grasa.
Laugardagur 29. des.
Sjónvarpið kl. 22.00:
Umhverfis Stuðmenn
á 40 mínútum
Árni Þórarinsson rekur feril Stuömanna, bregður nálinni á nokkur víö-
fræg lög þeirra og spjallar við þá félaga. Einnig eru teknir tali nokkrir
vinir og vandamenn sem vel þekkja til Stuðmanna, auk þess sem
sýndir eru valdir kaflar úr eldri upptökum og bíómyndum hinna fram-
takssömu listamanna, en svo sem kunnugt er hafa þeir verið
atkvæðamiklir í kvikmyndagerð.
Stöð 2 kl. 23.40:
/ Ijósum
logum
Þetta er stórmyndin Mississippi
Burning. Þrír menn sem vinna í
þágu mannréttinda hverfa
sporlaust. Tveir alríkislögreglu-
menn eru sendir á vettvang til að
rannsaka málið. Þegar á staöinn
er komið gengur erfiðlega að
vinna að framgangi málsins.
Enginn vill segja frá og kynþátta-
hatrið kemur berlega í Ijós.
Sunnudagur 30. des.
Sjónvarpið kl. 15.00:
Árið 1890
Arthúr Björgvin Bollason hefur
umsjón með þessum þætti sem
var áður á dagskrá í júní. Hann
bregður uþp fjölda gamalla Ijós-
mynda og fléttar leiknum atriðum
inn í þennan annál. Má þar nefna
kafla úr leikriti Matthíasar
Jochumssonar, Helga magra, en
verk þett tengist minningarhátíð í
tilefni þúsund ára byggðar í Eyja-
firði. Margt fleira er á dagskrá í
þættinum.
Rás 1 kl. 14.00:
Gústi guðsmaður
Ágúst Gíslason sjómaður og trúboöi setti sterkan sviþ á Siglufjarðarbæ
um fjörutíu ára skeið. Hann predikaði guðsorð með [Drumuraust á
Ráðhústorginu og stundaði útgerð með Drottni á trillu sinni Sigurvin.
Gústi léstárið 1985 hátt á níræðisaldri. í þessari dagskrá verður talað
við fjölda Siglfirðinga um kynni þeirra af Gústa og leiknar verða upp-
tökur með söng og messugjörð trúboðans. Umsjónarmaður er Kristján
Sigurjónsson og þátturinn kemur frá Ríkisútvarpinu á Akureyri.
Gamlársdagur
Sjónvarpið kl. 22.30:
Áramótaskaup
Nei, það er þó alveg á hreinu að ekki líðum við skauplaus í aldanna
skaut. Skaupið er orðið jafnómissandi íslensku þjóðinni og greiðslu-
kortin. Andrés Sigurvinsson leikstjóri leiðir harðsnúinn og óvæginn
flokk í krossferð útúrsnúninga, afbakana og eggbeits háðs um atburði
og persónur nýliðins árs. Á þriðja tug leikara blandast inn í Skaupið
með einum eða öðrum hætti en handritshöfundar eru Gísli Rúnar
Jónsson og Randver Þorláksson.
Rás 2 kl. 13.00:
Á síðustu stundu
Á gamlársdag kveður Rás 2 árið með stórhátíð í beinni útsendingu.
Þátturinn er sendur út frá Gauki á Stöng og verða rifjaðir upp eftir-
minnilegir atburðir á árinu og rætt við fólkið sem þar átti hlut að máli.
Þátturinn er þriggja stunda langur.
Stöð 2 kl. 20.25:
Þögull
sigur
Sannsöguleg mynd um ungan
bandarískan fótboltakappa sem
á hátindi ferils síns greinist með
mjög alvarlegan sjúkdóm. Lækn-
arnir telja að hann muni aðeins
lifa eitt ár enn en með hjálp konu
sinnar og barna heldur hann
ótrauður áfram.
Nýársdagur
Stöð 2 kl. 22.00:
Hver drap sir Harry Oakes?
Hann var einn ríkasti maður
heims og mjög áhrifamikill á
Bahama-eyjum. í júli 1943 var
honum misþyrmt grimmilega og
síðan var hann brenndur til
dauða. En hver drap Harry
Oakes? Þetta er vel gerð og
spennandi framhaldsmynd í
tveimur hlutum.
Sjónvarpið kl. 15.00:
Wolfgang
Amadeus
Á árinu sem nú fer í hönd verða
200 ár liðin frá því að einn mesti
tónsnillingur er mannkyn hefur
eignast var jarðsettur í ómerktri
fjöldagröf í fátækrakirkjugarði í
Vínarborg. Þetta var Wolfgang
Amadeus Mozart. Við fáum nú
að sjá samevrópska mynd um
þennan snilling.
Miðvikudagur
2. janúar
Sjónvarpið kl. 20.35:
Rýnt i
kristais-
kúluna
Meö hinu nýja ári hefst jafnframt
nýr áratugur og hafa spár hag-
fræðinga og annarra spekinga
verið lítt uppörvandi hvað
afkomu og efnahag lýöveldisins
og íbúa þess varðar. Á vegum
innlendrar dagskrárdeildar Sjón-
varpsins verður efnt til umræðu-
fundar í sjónvarpssal og það er
Þráinn Bertelsson leikstjóri sem
mun stýra umræðuml SS