Dagur - 12.02.1991, Síða 14

Dagur - 12.02.1991, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 12. febrúar 1991 SKATTAFRAMfOL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Sími 25645 Sigurjón. Sími 31236 Egill Örn. ÞJÓÐARFLOKKURINN OPIÐ HUS um málefni kosninganna og flokksstarfið alla miðvikudaga frá kl. 20.30 í Alþýðuhús- inu 4. hæð. Frambjóðendur. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA SAMTOK ATVINNUREKENDA j LOGGILTUM iðngreinum Atvinnurekendur innan Landssambands iðnaðarmanna á Norð-Austurlandi, munið fundinn á Hótel KEA, 13. febrúar kl. 16.00. Dagskrá fundarins hefur verið kynnt í bréfi, sem fé- lagsmenn hafa fengið. Landssamband iðnaðarmanna (L.I.), Svæðisskrifstofa iðnaðarins á Norðurlandi (S.I.N.). Þorramatur - Þorramatur Hrutspungar - Sviðasulta. Lundabaggar - Bringukollar. Vestfirskur skyrhákarl besti í bænum. Harðfiskur að vestan. Lúða - Þorskur - Ýsa - Steinbítur. Gott verð Fiskbúðin Strandgötu 11b U LANOSVIRKJUN Fljótsdalslína 1. Fljótsdalsvirkjun Landsvirkjun boðar hér með fil kynningarfunda um ofannefnd mannvirki sem fyrirhugað er að byggja á næstu árum. Fundirnir verða sem hér segir: Fimmtudaginn 14. febrúar 1991, kl. 20.30 í Skjól- brekku. Fundarstjóri verður Sigurður R. Ragnarsson oddviti. Föstudaginn 15. febrúar 1991, kl. 20.30 í Frey- vangi. Fundarstjóri verður Birgir Þórðarson oddviti. Á fundunum munu fulltrúar Landsvirkjunar lýsa mannvirkjum og tilhögun framkvæmda og fulltrúar frá Náttúruverndarráði og Skipulagi ríkisins reifa mál er snúa að þessum stofnunum og tengjast áður- nefndum mannvirkjum. Fundirnir eru öllum opnir. Landsvirkjun. Minning: Vernharður Sveinsson fv. mjólkursamlagsstjóri Fæddur 7. apríl 1914 - Dáinn 1. febrúar 1991 Mánudaginn 11. febrúar sl. var til moldar borinn frá Akureyrar- kirkju Vernharður Sveinsson, fv. mjóíkursamlagsstjóri. Vernharður var fæddur 7. apríl 1914 að Nesi í Grýtubakka- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Vilhjálmsdóttir og Sveinn Þórðarson, bóndi og síðar hótelstjóri á Hótel Gullfossi á Akureyri. Systkini Vernharðar voru Guðrún Magnússon, ekkja Magnúsar V. Magnússonar fv. sendiherra og Þórður Sveinsson, (látinn) var giftur Jenný Jóns- dóttur. Vernharður kvæntist eftirlif- andi konu sinni Marfu Svein- laugsdóttur 1940. Foreldrar hennar voru Sveinlaugur Helga- son, útgerðarmaður á Seyðisfirði og kona hans Rebekka Kristjáns- dóttir. Vernharður og María voru ákaflega gestrisin og mjög ánægjulegt að koma til þeirra, á þeirra fallega heimili að Laugar- götu 2. Vernharður hóf störf hjá Mjólkursamlagi KEA aðeins 15 ára gamall og starfaði þar því sem næst óslitið til 77 ára aldurs eða í u.þ.b. 62 ár og hlýtur því að hafa verið með alhæsta starfsald- ur hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þegar hann lét af störfum sl. haust. Vernharður hóf nám í mjólk- uriðn hjá Mjólkursamlagi KEA undir handleiðslu Jónasar heitins Kristjánssonar, mjólkursamlags- stjóra, eins aðalfrumherja nútíma mjólkuriðnaðar hérlend- is. Jónas var mjög kröfuharður um gæði og frágang þeirra vara, sem framleiddar voru í mjólkur- samlaginu, enda fór af því orð um land allt, og viss ljómi og stolt yfir þeirri fjölbreyttu iðnaðar- uppbyggingu, sem átti sér stað á Akureyri á þeim tíma. Árið 1934 fór Vernharður til framhaldsnáms til Danmerkur og nam mjólkurfræði við Ladelund mejeriskole og útskrifaðist þaðan vorið 1935. Kynni hans af dönsk- um mjólkuriðnaði voru honum mjög lærdómsrík og minnisstæð og ræddi hann oft um kynni sín af því ágæta fólki, sem hann kynnt- ist meðan hann dvaldi í dana- veldi. Er heim kom hóf hann störf hjá mjólkursamlaginu, við fram- leiðslu en síðar á skrifstofu, sem aðstoðarmaður mjólkursamlags- stjóra. Þegar Jónas lét af störfum fyrir aldurs sakir 1966, var Vern- harður ráðinn sem mjólkursam- lagsstjóri og gegndi því starfi til ársins 1982, en vann síðan áfram hjá mjólkursamlaginu við skrif- stofustörf allt fram á síðasta haust. í mjólkursamlagsstjóratíð Vernharðar var hið nýja og glæs: lega mjólkursamlag á Akureyri byggt og það vígt með viðhöfn 19. júní 1980. Vernharður átti sæti í stjórn Osta og smjörsölunnar sf. frá 1974 til 1986 og reyndist þar hinn ágætasti liðsmaður, hafði góða yfirsýn og þekkingu á málefnum mjólkuriðnaðarins og gætti vel hagsmuna sinna umbjóðenda, jafnframt því sem hann tók fullt tillit til samstarfsaðilanna og reyndi ávallt að stuðla að sáttum og samstöðu um lausn mála. Við Vernharður áttum mjög gott samstarf meðan hann veitti mjólkursamlaginu forstöðu og hygg ég að það hafi orðið fyrir- tækjunum sem við stóðum fyrir til mikils góðs og mjólkuriðnað- inum í heild til framdráttar. Ég minnist einnig margra góðra stunda bæði hérlendis og erlendis sem við áttum með hon- um og Maríu, við laxveiðar fyrir norðan eða kynnisferðir til að afla upplýsinga og kynnast mjólkuriðnaði annarra þjóða. Ég kynntist Vernharði bæði í starfi og leik, þar fór drengur góður. Við Unnur vottum Maríu og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Óskar H. Gunnarsson. In memoriam: Vernharður Sveinsson fæddist að Nesi í Höfðahverfi hinn 14. apríl 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Vilhjálmsdóttir frá Nesi, Þorsteinssonar frá Grýtu- bakka, og Sveinn Þórðarson frá Höfða, Gunnarssonar bónda þar. Móðir Sigurlaugar var Valgerður Einarsdóttir, dóttir Elísabetar Sigurðardóttur Jónssonar frá Möðrudal, sem var síðari kona Einars bónda Ásmundssonar í Nesi. Vilhjálmur faðir Sigurlaug- ar og afi Vernharðs var bóndi og hákarlaformaður og kunnur sjó- sóknari, eins og frændur hans margir. Átti hann hákarlaskipið Akureyrina sem var frægt skip á sinni tíð, en þeir frændur voru upphafsmenn útgerðar á þessum slóðum. Þórður Gunnarsson var mektarbóndi í Höfða, sonur séra Gunnars Ólafssonar prests Þor- leifssonar í Höfða. Gunnar varð stúdent úr Bessastaðaskóla. 1842 og talinn merkismaður. Vernharður Sveinsson ólst upp í Nesi í hópi þriggja systkina, Þórðar Vilhelms, sem fæddur var 1913 og dó 1964, og kvæntur var Jennýju Oddsdóttur, og Guðrún- ar, sem fædd er 1923 og gift var Magnúsi heitnum Magnússyni sendiherra. Árið 1928 fluttist Vernharður með foreldrum sín- um til Akureyrar þar sem þau ráku um árabil Hótel Gullfoss af miklum myndarbrag. Hinn 1. október 1929 hóf Vernharður Sveinsson störf hjá Mjólkursamlagi KEA, sem stofn- að hafði verið 1927 en tók til starfa hinn 6. mars 1928 undir stjórn hins merka frömuðar Jón- asar Kristjánssonar samlags- stjóra. Tókst með þeim Vern- harði vinátta sem hélst ævilangt. Fyrir áeggjan Jónasar fór Vern- harður til Danmerkur árið 1934 og stundaði nám við Ladelund Landbrugs- og Mælkeriskole á Jótlandi suður af Álaborg og lauk þaðan námi sem mjólkurfræðing- ur árið 1935 auk þess sem hann vann á eynni Als um tíma. Alla tíð minntist Vernharður Dan- merkurdvalar sinnar með ánægju og mat Dani mikils fyrir festu þeirra og vinnusemi og ávallt þótti honum gott að koma til Danmerkur og snæða góðan mat á góðum veitingastað, Spinde- rokken eða Sölleröd Kro. Eftir heimkomuna 1935 hélt Vernharður áfram störfum sínum hjá Mjólkursamlagi KEA, fyrst sem mjólkurfræðingur, síðar sem fulltrúi Jónasar samlags- stjóra og frá 1967 sem mjólkur- samlagsstjóri til ársins 1982 og fram til 1. september í haust við ýmis reiknings- og þjónustustörf. Vernharður var því starfsmaður samlagsins hartnær 60 ár, þegar frá er talinn námstími hans í Danmörku. Er þetta fágætt, ef ekki einsdæmi, hér á landi og þótt víðar væri leitað og sýnir betur en margt annað hollustu Vernharðs Sveinssonar og festu og reyndist hann fyrirtækinu afburða vel og einkenndu trú- mennska og heiðarleiki öll störf hans. Hinn 31. október 1940 gekk Vernharður að eiga Maríu Sveinlaugsdóttur Helgasonar, skipasmiðs og sjósóknara frá Grund í Mjóafirði, og Rebekku Kristjánsdóttur frá Sandhúsi, af Brekkuætt. María liafði ráðist sem frammistöðustúlka til for- eldra Vernharðs á Hótel Gull- fossi tveimur árum áður. Bjuggu þau fyrsta veturinn á heimili for- eldra hans en vorið 1941 settust þau að í gamla Frímúrarahúsinu við Hafnarstræti á Akureyri þar sem María stóð fyrir húsi mörg ár af miklum dugnaði og myndar- skap. Árið 1947 fluttust þau í nýtt hús sitt að Laugargötu 2 á Akureyri og bjuggu sér þar heim- ili sem rómað var fyrir smekkvísi og höfðingsbrag og hefur margur maðurinn átt þar athvarf og var þar gott að koma gestum og gangandi. Vernharður Sveinsson gekk í reglu frímúrara ungur maður og starfaði þar til æviloka og helgaði sig því starfi af heilum hug. Hann sat í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar um langt árabil og vann þar gott starf og ásamt með vini sínum, Val heitnum Arnþórssyni kaupfélagsstjóra, vann hann að byggingu hins nýja og glæsilega húss Mjólkursamlags KEA og lagði hann þar í allan hug sinn. Mátu þeir tveir hvor annan mikils. Vernharður var einn af braul- ryðjendum í golfi hér á Akureyri, um mörg ár stundaði hann lax- veiði með góðum vinum og um langan tíma spilaði hann bridds og naut lífsins í hópi vina sinna. Vernharður Sveinsson hafði engin bein afskipti af stjórnmál- um, þótt menn vissu hvert hugur hans hneigðist, en hann hafði brennandi áhuga á efnahags- og atvinnumálum og þjóðmálum og fylgdist vel með gangi heimsmála og var ekki komið að tómum kof- anum þar. Hann hafði einnig sér- stakan áhuga á íþróttum hvers konar og var fús að ræða þessi áhugamál sín við vini sína. Hann var fróður um menn og málefni og las stöðugt mikið, og síðasta verk hans hér í heimi var að panta bækur í Amtsbókasafninu til að lesa en þeim lestri lauk hann aldrei hérna megin grafar. Vernharður Sveinsson var dag- farsprúður maður og farsæll, afskiptalítill. þurr á manninn í viðskiptum, en hlýr og elskulegur þeim sem honum kynntust. Ekki síst hændust börn og ungmenni að honum og sýndi hann þeim virðingu og nærgætni. Venna kynntist ég barn að aldri. Man ég margar stundir með honum og Maju, frænku minni, ekki síst á jólum forðum daga heima í Laugargötu. Kímilegar sögur og leikir og þrautir og spilagaldrar hans líða mér seint úr minni. Þá var honum skemmt þegar aðrir glöddust. Eftir að við settumst að á Akureyri fyrir tæpum 20 árum með stóran barnahóp komum við Gréta til þeirra Venna og Maju frænku hvern aðfangadag og hver jól og þar áttum við öll athvarf. Gott er að eiga góða að. Vernharður Sveinsson var höfðingi af íslenskum höfðingja- ættum, stórlátur en hjartahlýr og góður maður. Við Gréta og börn okkar sendum Maju frænku vin- arkveðjur og vottum henni sam- úð okkar. Blessuð sé minning Vernharðs Sveinssonar. Tryggvi Gíslason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.