Dagur - 21.03.1991, Síða 4

Dagur - 21.03.1991, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. mars 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Höfirnm aðild að Evrópubandalaginu! Fullyrða má að afstaða stjórnmálaflokkanna til þess hvort íslendingar eigi að hugleiða aðild að Evrópubandalaginu eða ekki, verði eitt helsta mál- ið í komandi kosningabaráttu. Samningar þeir sem íslendingar taka nú þátt í um breytta Evrópu eru tvímælalaust stærstu samningar við aðrar þjóðir sem íslendingar hafa nokkru sinni gengið til. Það er sjálfsagt og nauð- synlegt fyrir íslendinga að ganga til samninga um frjálsari verslun í Evrópu og jafnvel kemur til greina að hugleiða í fullri alvöru aðild íslands að því sem nefnt hefur verið Evrópskt efnahagssvæði. Hitt er jafnljóst að ísland á ekkert erindi inn í 350 milljóna manna samfélag Efnahagsbandalags Evrópu. Til þess þyrfti þjóðin að færa allt of stórar fórnir, sem örugglega myndi kosta hana sjálfstæð- ið. Fram hefur komið að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, gæla við fulla aðild Islands að Evrópubandalaginu og segja að þann möguleika megi alls ekki útiloka. Talsmenn þessara flokka bæta því gjarnan við að hugsanleg aðild íslands að Evrópubandalaginu sé þó háð því skilyrði að íslendingar haldi í eigin hendi yfirráðum yfir helstu auðlindum landsins, þ.e. fiskimiðunum og orkulindunum. í þessari afstöðu felst ótrúlega mikill misskilningur og jafnvel tvískinnungur. Staðreyndin er sú að það er grundvallaratriði í stjórnarskrá Evrópubandalagsins að auðlindir hafsins utan við 12 sjómílur skuli vera sameign allra ríkja þess. Annað grundvallaratriði í stjórnar- skrá EB er að allir þegnar Evrópubandalagsins njóti sama réttar gagnvart löndum og landssvæð- um innan EB. Milljónaþjóðirnar innan Evrópu- bandalagsins munu því njóta sama aðgangs að ís- landi og íslendingar sjálfir, gerist ísland aðili að Evrópubandalaginu. Fjársterkir, erlendir aðilar geta þá keypt hér upp heilu landssvæðin, sýnist þeim svo á annað borð. Þetta er grundvallaratriði og ef til vill stærsta atriðið fyrir smáþjóð ef hún hyggur á inngöngu í 350 milljóna manna samfélag. Óskandi er að hver einasti íslendingur, sem kominn er til vits og ára, kynni sér þetta mál sem gaufgæfilegast. Þau mistök verða aldrei aftur tekin ef þjóðin leiðir í vor til hásætis forystumenn, sem eru tilbúnir til að hugleiða aðild íslands að Evrópu-- bandalaginu í fullri alvöru. Á næsta kjörtímabili mun ráðast hvaða stefnu íslensk stjórnvöld munu fylgja í þessu máli, sem varðar framtíð þjóðarinnar svo mjög. Þess vegna er nauðsynlegt að hver einasti kjósandi dragi varnar- línuna sem traustasta, hafni alfarið aðild að Evrópubandalaginu og skipi sér í flokk í samræmi við það. BB. Ferðamálafélag Eyjafjarðar Þeir sem fylgst hafa með og þekkja til í ferðamálum á Norðurlandi hafa sennilega áttað sig á því að Ferðamálasamtök Norðurlands hafa sýnt af sér lítið lífsmark á undanförnu ári. Ástæður þess að sjálfboðaliða- starf lognast út af, er væntanlega það að þeir sem leggja fram vinnu við störf að slíkum málum sjá iítinn árangur og missa þá gjarnan móðinn. Þegar ofan á bætist að samtökin starfa á það stóru landsvæði að mönnum finnst þeir eiga lítið sameiginlegt með öðrum sem starfa við aðrar aðstæður mörg hundruð kíló- metra í burtu, er varla von á að vel fari, sérstaklega þegar tekju- stofnar til að standa straum af starfseminni eru óvissir og skila sér illa. Samstarf aðila í ferðaþjónustu er þó tvímælalaust gagnlegt, því annars væri hver höndin upp á móti annarri, allir byðu meira eða minna upp á sömu þjónustu og fjármunum væri kastað á glæ í auglýsingar sem enginn tæki eftir. Þegar vel gekk gátu Ferða- málasamtök Norðurlands safnað ferðaþjónustuaðilum saman í að gefa út bæklinginn Northern Ice- land. Sú útgáfa varð leiðandi í landshlutabæklingum og hefur Ferðamálaráð íslands nú í sam- vinnu við ferðamálasamtök landshlutanna gefið út lands- hlutabækling sem leysir af hólmi bæklinga eins og Northern Ice- land. Flestir eru því sammála um að samstarf og samvinna aðila í ferðaþjónustu er af hinu góða og hafa menn allvíða bundist sam- tökum til að ná árangri. Það er á margan hátt einkennandi að flest þau félög sem stofnuð hafa verið Þorleifur Þór Jónsson. á landinu á sviði ferðamála hafa afmarkað sig frekar þröngt land- fræðilega. Þetta helgast væntan- lega af því að menn sjá mesta möguleika á árangri í samvinnu við aðila sem standa nálægt. Á Norðurlandi hafa víða verið stofnuð ferðamálafélög og hafa þau oft náð ágætum árangri og má segja að þau hafi á vissum sviðum náð meiri árangri en mögulegt hefði verið að ná fyrir landshlutasamtök. Landshluta- samtökin eru þó nauðsynleg. Þeim er ætlað í lögum að koma fram fyrir hönd kjördæmisins í heild og virka sem samnefnari fyrir ferðamálafélögin í kjördæminu. Að vísu hafa Ferðamálasamtök Norðurlands starfað bæði í aust- ur- og vesturkjördæmi Norður- lands, en það helgast væntanlega af því að samtökin eru runnin að hluta til undan rifjum Fjórðungs- sambands Norðurlands. í því frumvarpi að lögum um ferðamál sem lagt var fyrir Alþingi í vetur er ferðamálasamtökum ætlað enn meira hlutverk, þ.e. að hafa for- göngu um uppsetningu og starf- rækslu upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn og hafa á sínum veg- um starfandi ferðamálafulltrúa sem launaðir yrðu af ríkinu. Því er það grundvallaratriði að ferða- málasamtök haldi áfram sinni starfsemi út á við, en starfsemin inn á við, við uppbygginguna og samstarfið, fári fram í svæðis- bundnum félögum sem ná yfir takmörkuð svæði. Hér í Eyjafirði hagar þannig að samgöngur eru góðar og sam- gangur mikill milli bæja. Það er því mín skoðun að á þessu svæði eigi að vera starfandi eitt ferða- málafélag. Félag sem allir aðilar ferðaþjónustu í Eyjafirði standa að. Félag sem vinnur að því að kynna alla þá fjölbreyttu mögu- leika sem eru í ferðaþjónustu á svæðinu, sem eina heild. Það séu ákveðnir gistimöguleikar, það séu ákveðnir afþreyingarmögu- leikar og þeir séu allir saman- komnir á einu svæði. Þetta mun skila árangri. Sveitarfélögin á svæðinu leggja mikið til ferða- málanna og þarna er kominn sameiginlegur vettvangur sem skilar árangri. Látum það því ekki dragast lengur að taka hönd- um saman um allan fjörðinn og stofna félag sem kemur Eyjafirði á kort ferðamannsins svo um munar. Þorleifur Þór Jónsson. (Höfundur starfar sem ferðamálafulltrúi hjá Akureyrarbæ). Hvað er JC og fyrir hveija JC er félagsskapur fyrir alla á aldrinum 18 ára-40 ára. Alla sem hafa áhuga á umhverfi sínu, sjálf- um sér og framtíðinni. Fjölbreytt starf JC er m.a. félagsmálaskóli, þjálf- unarskóli og stjórnunarskóli. Þú tekur þó engin próf í JC og færð því engin lokaskírteini. Það hvað JC er í hnotskurn verður hver og einn að dæma sjálfur. Við sem störfum í JC komum úr ólíkum þjóðfélagshópum og því eru væntingarnar ólíkar en við lærum líka hvert af öðru. Við erum með námskeið í tján- irtgu, fundastjórnun og fundar- gerðaritun, skipulagningu, mannlegum samskiptum og svo mætti lengi telja. En hver er tilgangurinn? Er þér alveg sama hvernig bær- inn þinn lítur út, hvaða mögu- leika börnin þín eiga í framtíð- inni, hvernig búið er að öldruð- um á ævikvöldi þeirra? Ef svarið er nei, hvaða leiðir hefur þú til að hafa áhrif? Þú getur til dæmis starfað með stjórnmálaflokki og reynt að hafa áhrif þar eða þú getur gengið í JC þar sem allir starfa saman án till- its til stjórnmálaskoðana, trúar- skoðana eða atvinnu. Þjálfun og verkefni JC félögin bjóða ekki bara upp á námskeið heldur lfka þjálfun í hinum ýmsu nefndum þegar námskeiðum lýkur. Þar eru skipulögð ýmis verkefni t.d. til hagsbóta fyrir byggðarlagið en þar er alltaf af nógu að taka svo sem: Umhverfi, atvinna, sam- göngur, aðbúnaður barna, ungl- inga og aldraðra. Sem dæmi um verkefni sem JC Guðlaug Krislinsdóttir. hefur unnið að má nefna: Stofn- fundur aldraðra á Akureyri, námskeið í skyndihjálp og með- Olympiunefnd íslands hefur verið boðið að senda þátttak- endur á fræðsluráðstefnp um olympisk málefni sem fræðslu- ráð Alþjóða-Olympiunefndar- innar í Grikklandi, IOA, held- ur á hverju sumri. Þessar ráðstefnur eru haldnar í Olympiu fyrir íþróttafólk á aldr- inum 20-35 ára. íslandi hefur vet- ið boðið að senda 4 þátttakend- ur. Einn karlmaður og ein kona fá fríar ferðir og uppihald en hin- ir tveir verða að borga ferðir sín- ar til og frá Grikklandi og einnig 500 Bandaríkjadali fyrir uppihald og ferðir sjálfir. Þessi ráðstefna fer fram 16.-31. ferð slökkvitækja, útvarpsþáttur um framhaldsskóla á Akureyri, borgarafundur um umferðarmál. Það er af nógu að taka þegar rætt er um JC. Kynningarfundur Vonandi hafa vaknað einhverjar spurningar hjá þér við lestur þessa greinarkorns því nú er tækifærið til að fá þeirn svarað því í kvöld kl. 20.30 halda JC Súlur kynningarfund í Zontahús- inu, Aðalstræti 54. Þangað eru allir velkomnir sem vilja kynna sér JC. Kaffiveitingar eru í boði félagsins. Sjáumst! Guðlaug Kristinsdóttir. (Höfundur hefur verið félagi í JC Súlum síðan 1982). júlí. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt 1 þessari fræðsluráðstefnu verða að vera búnir að senda urn- sókn til Olympiunefndar íslands fyrir 1. apríl. Umsækjendur verða að til- greina aldur, menntun, þátttöku í íþróttum og störf að íþróttamál- um. Nauðsynlegt er að þátttak- andi sé með góða kunnáttu í ensku og frönsku. Heimilisfang Olympiunefndar Islands er: Olympiunefnd íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal 104 Reykjavík. (Unniö af Maríönnu Hansen og Signýju Þóru Ólafsdóttur, nemendum úr 10.-G í Hrafnagils- skóla.) Hefiir þú áhuga á að fara á fræðsluráðstefiiu í Grikklandi?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.