Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 8
YDDA F26.81/SÍA 8 - DAGUR - Fimmtudagur 21. mars 1991 Tölur úr rekstri og efnahag íslandshanka hf. fyrir árið 1990 (í milljónum króna) REKSTRARREIKNINGUR 1.1.-3 1.12.'90 Fjármunatekjur..................................................... 7.541 Fjármagnsgjöld.................................................. ( 4.929) Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld............................ 2.612 Framlag í afskriftareikning útlána.............................. ( 565) Hreinar fjármunatekjur eftir framlag í afskriftareikning... 2.047 Aðrar rekstrartekjur........................................ 1.602 Önnur rekstrargjöld............................................. ( 3.306) Hagnaður fyrir skatta................................................. 343 Eignarskattur................................................... (_______2) Hagnaður án rekstrarafkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga. 341 Hagnaður af dóttur- og hlutdeildarfélögum............................. 107 Hagnabur ársins....................................................... 448 EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.'90 EIGNIR: Sjóður, bankainnstæbur og verðbréf................................ 9.544 Útlán.......................................................... 35.046 Ýmsir eignaliöir.................................................. 3.937 Varanlegir rekstrarfjármunir...................................... 2.842 Eignir samtals 51.369 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ: Innlán og bankabréf................................. 34.734 Annað lánsfé......................................... 9.899 Aðrarskuldir......................................... 2.752 Skuldir samtals 47.385 Eigið fé............................................. 3.984 Skuldir og eigið fé samtals 51.369 Löggiltir endurskoðendur: KPMG Endurskoðun hf. HELSTU KENNITÖLUR: • Raunávöxtun eigin fjár var 13,2% á árinu 1990. • Eiginfjárhlutfall var 8,7% í árslok 1990 skv. skilgreiningu í lögum nr. 86/1985. • Fjöldi stöðugilda að meðaltali á árinu 1990 var 934. • Fjöldi hluthafa var 662 talsins f árslok 1990. VIÐSKIPTANET í S L A N D S B A N K A : • Dótturfélög: Glitnir hf. og Verðbréfamarkabur íslandsbanka hf. • Útibú eru 32 talsins. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Verkalýðsfélagið Eining: „Fasteignagjöld á Akureyri hafa hækkað meira en annars staðar“ - stjórn félagsins gagn- rýnir hækkunina harðlega Ályktun Á fundi stjórnar Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri, sem haldinn var fyrir skömmu var hækkun fasteignagjalda mótmælt harðlega. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt á fundinum: „Fundur stjórnar Vlf. Eining- ar, haldinn 7. mars 1991 mótmæl- ir þeirri miklu hækkun á fast- eignagjöldum milli ára hjá Akur- eyrarbæ sem samþykkt var í febrúar sl. Stjorninni er að vísu ljóst, að eftir að stéttarfélög í bænum sendu bæjarstjórn hinn 29. janú- ar áskorun um lækkun fasteigna- gjalda, var lítið eitt hvikað frá fyrri áætlun um hækkun gjald- anna, sem var 22,4%. Fjölgun gjalddaga úr fimm í átta var metin á um 1,8% lækkun og til viðbótar kom lækkun upp á 5%, þannig að raunhækkun fast- eignagjalda er 15,6% milli ára. Önnur sveitarfélög á landinu hafa hækkað fasteignagjöld sín um 12% og er því ljóst að fast- eignagjöld á Akureyri hafa hækkað meira en þekkist hjá öðr- um sveitarfélögum. Um það verður ekki deilt, að það kemur jafnt bæjarfélaginu sem einstökum bæjarbúum til góða, að stöðugleiki haldist í verðalags- og skattamálum og þar með afkomu fólks. Að því ætti bæjarfélagið að standa og gæta þess að halda hækkunum gjalda innan þeirra marka, sem tekjuöflun launþega leyfir. Það er hins vegar ljóst að launþegar á Akureyri hafa orðið fyrir miklum samdrætti í tekjum og því ekki verjandi, að á sama tíma auki bæjarfélagið álögur sínar.“ Leikfélag Fljótsdals- héraðs 25 ára: Sýnir Fiðlarann á þakinu Leikfélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára starfsaf- mæli sitt á árinu sem og Hótel Valaskjálf. „Á þessum tíma- mótum er því vel við hæfi að Hótel Valaskjálf og Leikfélag Fljótsdalshéraðs bjóði sameig- inlega til leikhúsveislu“, segir í frét tatilkv nningu. N.k. föstudag, 22. mars, frum- sýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu" í leikstjórn Oktavíu Stefánsdótt- ur. Umfang sýningarinnar er mikið, þar sem um 60 manns taka þátt sem er um 4% bæjarbúa á Egilsstöðum. Fyrr á leikárinu hefur Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnt tvö verk, hið fyrra barna- leikritið „Karíus og Baktus“ og það síðara var frumflutningur unglingadeildar L.F. á nýju íslensku verki eftir Sólveigu Traustadóttur er ber heitið „Par er líka líf“. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.