Dagur - 21.03.1991, Side 17
Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 17
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Söfnun vegna sveltandi
fólks í Afríkuríkjum
„Stjórn Hjálparstofnunar
ákvað á fundi sínum nýlcga að
efna til sérstakrar fjársöfnunar
vegna hungursneyðarinnar í
nokkrum Afríkuríkjum en
okkur barst beiðni um aðstoð
fyrir nokkrum vikum og höfum
við þegar sent tvær milljónir til
Eþíópíu og Mósambik," segir
Jónas Þórisson framkvæmda-
stjóri Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, en næstu daga og fram
yfir páska efnir Hjálparstofn-
unin til þcssarar söfnunar.
„Það hefur komið fram í frétt-
um aö talið er að um 20 millj-
ónir manna geti orðið hungri
að bráð ef þeim verður ekki
hjálpað en aðstoð er þegar tek-
in að berast.“
Jónas segir að sérstök fjársöfn-
un á vegum Hjálparstofnunar hafi
ekki farið fram á föstu nokkur
síðustu árin og breyti þessi litla
herferð nú engu um hina árlegu
landssöfnun á jólaföstu. „Við
ákváðum að minna á ástandið í
þessum ríkjum þar sem upp-
skerubrestur og styrjaldarástand
hafa valdið gífurlegum skorti á
matvælum og við getum hrein-
lega ekki þagað um það þegar
slík hjálparbeiðni berst." segir
Jónas en fremur. „Margar hjálp-
arstofnanir liafa þegar sent mat-
væli og fjármuni til þessara svæða
og þó að við vitum vel að ekki
komi stór skerfur frá íslandi í
dæmi sem þetta þá munar um allt
og við vonumst til að einhverjir
hér séu aflögufærir. Það má
skjóta að þeirri hugmynd að
menn leggi á borð fyrir einunt
fleiri en setjast til borðs við ein-
hverja máltíðina um páskana og
gefi andvirði þess til þeirra sem fá
ekkert að borða.“
Gíróseðlar liggja frammi í
bönkum og sparisjóðum en einn-
ig má koma framlagi til skila á
skrifstofu Hjálparstofnunar að
Tjarnargötu 10. Hungursneyðin
er einkum ríkjandi í fimm ríkjum
Afríku: Angóla, Eþíópíu, Líber-
íu, Mósambik og Súdan en hún
stafar af uppskerubresti og stríðs-
átökum. Fréttir af þessari neyð
bárust um síðustu áramót og hafa
hjálparstofnanir nú skipulagt
matarsendingar og annað hjálp-
arstarf sem nú er hafið.
Jóhanna Sigurðardóttir:
Þjónustan nær
„Almenn þjónusta vegna hús-
bréfa verður á næstunni færð til
aðila urn land allt. Frá og með 15.
april 1991 hefst móttaka
umsókna í húsbréfakerfinu hjá
bönkum, sparisjóðum og öðrum
fjármálastofnunum. Umsækjend-
ur munu þá fá umsagnir um
greiðslumat hjá þessum aðilum.
Á því Alþingi sem nú er nýlok-
ið lagði ég fram frumvarp sem fól
í sér að þjónusta húsnæðismála
yrði færð til landsbyggðarinnar
með því að settar yrðu á stofn
umdæmisstjórnir og umdæmis-
skrifstofur í öllum kjördæmum
landsins. Umdæmisstjórnir áttu
að annast margvíslega þjónustu í
umboði húsnæðismálastjórnar
auk þess sem þær átu að annast
úthlutun þeirra heildarfjárveit-
inga sem húsnæðismálastjórn
veitti til félagslegs húsnæðis í
umdæminu. Jafnframt áttu
umdæmisstjórnir að annast ráð-
gjöf og fræðslu um lánamáí og
húsnæðismál almennt til einstaKi-
inga, sveitarfélaga og félagasam-
taka. Hér var á ferðinni ein
veigamesta tilraun sem gerð hef-
ur verið lengi til að færa mikil-
væga þjónustu sem fólk hefur
fólkinu
þurft að sækja til höfuðborgar-
svæðisins út á landsbyggðina. Því
miður náði frumvarpið ekki fram
að ganga að sinni. Það breytir því
ekki að opnun húsnæðisskrifstofu
á Akureyri er gott fyrsta skref, en
betur má ef duga skal.
í tilefni af opnun húsnæðis-
skrifstofunnar á Akureyri vil ég
færa Norðlendingum árnaðarósk-
ir með þetta skref til að færa
þjónustuna í húsnæðismálum nær
þeint sem þurfa á henni að
halda."
Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðhcrra.
Starfshópur samstarfsnefndar landshlutasamtaka sveitarfélaga:
Tillögur um valddreifmgu
í heilbrigðis- og tryggingamálum
í frétt frá Fjórðungssambandi
Norðlendinga er vakin athygli á
þingsályktun frá Alþingi, þar sem
því er beint til ríkisstjórnarinnar
að stofna heilbrigðis- og trygginga-
skrifstofur í öllum kjördæmum
landsins á næstu fjórum árum. í
fréttinni segir að með tilvísun til
þessarar ályktunar Alþingis þyki
rétt að kynna meginefni tillagna
landshlutasamtaka sveitarfélaga
um þjónustu og valddreifingu á
sviði heilbrigðis- og trygginga-
niála eftir læknishéruðum. Fer sú
kynning hér á eftir:
„Á síðustu misserum hefur
starfshópur á vegum samstarfs-
nefndar formanna og fram-
kvæmdastjóra landshlutasamtaka
sveitarfélaga unnið að tillögugerð
um valddreifingu í heilbrigðis- og
tryggingamálum. Tillögur starfs-
hópsins hafa hlotið samþykki
stjórna landshlutasamtaka sveit-
arfélaga.
í tillögum sínum leggur starfs-
hópurinn til:
1. Heilbrigðismálaráð læknishér-
aðanna verði skipað sveitar-
stjórnarmönnum og kosið af
samtökum sveitarfélaga í
hverju læknishéraði.
2. Héraðslæknir í hverju kjör-
dæmi, ásamt heilbrigðisráði
hafi yfirstjórn heilbrigðis- og
tryggingamála í læknishérað-
inu.
3. í hverju héraði þ.e. kjördæmi,
verði til staðar öll almenn
sérfræðiþjónusta og viðkom-
andi heilbrigðisstofnanir til að
tryggja þjóimstujafnræði um
heilbrigðisþjónustu í landinu,
svo sem kostur er á.
4. í hverju læknishéraði verði
umdæmisþjónusta frá almanna-
tryggingum, þannig að bóta-
þegar geti fengið þar trygginga-
þjónustu, ásamt mati á bóta-
rétti, hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaskrifstofu læknishér-
aðs. Héraðslæknar veiti skrif-
stofunum forstöðu. Skrifstofa
heilbrigðis- og tryggingamála
hlutast til um að í hverju heilsu-
gæsluumdæmi verði til staðar
leiðbeiningaþjónusta og upp-
gjör kostnaðarreikninga, sem
áður var á vegum sjúkrasam-
laga.
5. Sérstakar ráðstafanir verði til
jöfnunar kostnaðar þeirra,
sem sækja þurfa heilbrigðis-
þjónustu um lengri veg, svo
að íbúar sama læknishéraðs
sitji við sama borð.
Um verkefni heilbrigðismála-
ráða segir ennfremur í tillögun-
unt:
1. Áætlanagerð um röðun verk-
efna í heilbrigðisþjónustu í
héraðinu.
2. Tillögugerð um fjárveitingar
til heilbrigðismála í héraðinu.
3. Skipting fjárveitinga milli
verkefna í héraði, eftir nánari
ákvæðum laga eða tilmælum
ráðuneyta.
4. Samræming starfshátta og
skipulagning heilbrigðismála.
auk annarrar tengdrar starf-
semi í héraöi.
5. Samráð skal haft við heilbrigð-
isráð um samstarf sjúkrahúsa
innan héraðs eða á landsvísu.
Um verkefni umdæmaþjón-
ustu á sviði tryggingamála segir
ennfremur í tillögunum:
1. Umdæmaskrifstofa skal veita
fyrirgreiðslu á lífeyris- og
sjúkratryggingasviði almanna-
trygginga.
2. Örorkumat fari fram heima f
héraði í samráði við trygg-
ingalækni.
3. Umdæmaskrifstofa annist
umsýsluþjónustu í héraði,
sem er á vegum Trygginga-
stofnunar ríkisins m.a. fyrir
lífeyrissjóði.
4. Tryggingaráð getur falið heil-
brigðismálaráðum héraðanna
afgreiðslu mála er trygginga-
ráð annast nú og varðar ein-
stök héruð og íbúa þeirra sér-
staklega.“
Venjum unga
hestamenn
ÚUMFERDAR
RÁÐ
Vetrarleikar hesta-
manna haldnir á
Akurevri um páskana
íþróttadeild hestamannafélagsins
Léttis efnir til vetrarleika núna
um páskana eins og í fyrra.
Vetrarleikarnir voru kærkomin
nýbreytni fyrir hestaáhugafólk og
fengu feikna góðar viðtökur af
bæjarbúum og nærsveitamönn-
um.
Dagskráin í ár verður mjög
fjölbreytt svo að allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hátíðin hefst á skírdag 28. mars
kl. 14 með myndarlegri hópreið
hestamanna inn á mótssvæðið, en
þar taka við sýningar af ýmsu
tagi.
Laugardaginn 30. mars kl. 10
hefst opin töltkeppni í öllum
aldursflokkum, þ.e. barna-, ungl-
inga-, ungmenna- og fullorðins-
flokki. Þá vcröur og 150 m skeið,
opin keppni sem áætlað er að
hefjist ki. 14.45.
Dagskráin á annan í páskum
hefst mcö fánareið og mótssetn-
ingu kl. 13, þá verða úrslit í tölt-
inu og gæðingaskeið verður síð-
ast á dagskránni.
Alla dagana verða fjölbreyti-
legar sýningar, má þar nefna
sölureið, unglinga- og kvenna-
sýningu, fimleika á hesti o.fl.
Valin kynbótahross veröa sýnd,
stóöhestar og hryssur eldri en 6
vetra og ræktunarbúin á
Höskuldsstöðum og í Litla-Garði
í Eyjafirði verða með sýningar og
einnig mun félag hrossabænda
sýna valin söluhross.
Allar keppnisgreinarnar eru
opnar og vonast forráðamenn
keppninnar eftir góðri þátttöku
utanbæjarknapa, enda myndar-
leg verðlaun í boði. Skráning er
hafin og stendur til 23. mars.
Skráningargjald er 1000 kr. fyrir
hverja keppnisgrein og greiðist
inn á gíróreikning nr. 401110
íþróttadeildar Léttis eða stað-
greiöist í Hestasporti á Akureyri.
Verði veðurguðirnir móts-
nefnd hliöhollir munu vetrar-
leikarnir fara fram á ís, ef ekki
verður gripið til annarra ráða.
Hestamenn fjölmenniö til
Akureyrar um páskana og gleöj-
ist með glöðum.
-t
Sonur minn og bróðir okkar,
BJÖRGVIN J. ÞÓRHALLSSON,
Stóra-Hamri,
lést 16. mars s.l.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórhallur Jónasson
og systkinin.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
TRYGGVI SÆMUNDSSON,
byggingameistari,
Furulundi 13a, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. mars
kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Hjarta- og æðaverndunarfélag Akureyrar.
Svanfríður Guðmundsdóttir,
Gunnhildur Tryggvadóttir, Guðbrandur R. Leósson,
Haukur Tryggvason, Steinunn Jonsdottir,
Þorgerður Ása Tryggvadóttir, Hólmsteinn Björnsson
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður og afa,
STEFÁNS ÁRNASONAR,
frá Knarrareyri, Flateyjardal.
Aðalgeir T. Stefánsson, Oddný Ólafsdóttir,
Elísa J. Stefánsdóttir, Óskar Hjaltalín
og barnabörn.