Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júlí 1991 Fréttir Siglufjörður: Stafrænt símkerfi í byrjun næsta árs - nú 35% símnúmera á Norðurlandi stafræn Þessi mynd var tekin af þyrlunni og áhöfn hennar á Akureyrarflugvelli. Mynd: Golli Chinook þyrla frá varnarliðinu lenti í Grímsey Stafræn símstöð verður sett upp á Siglufírði í byrjun næsta árs. Póstur og sími á Norður- landi vinnur nú að undirbún- ingi nýrrar örbylgjuleiðar frá Siglufírði til Sauðárkróks til að Nýlega lauk vinnu við að girða og ganga frá landgræðslugirð- ingu í Mývatnssveit. Verkefnið hófst síðasta sumar og er unnið í samvinnu Skútustaðahrepps, Kísiliðjunnar, Landgræðslu ríkisins, Flugmálastjórnar og landeigenda. Girðingin liggur á mörkum heimalands Reykjahlíðar, að sunnanverðu frá Mývatni á mörkum Reykjahlíðar og Voga, þaðan austur fyrir Námafjall og síðan í norður í átt að Kröflu- virkjun. Þaðan liggur girðingin til vesturs yfir Dalfjallið í heima- landi Reykjahlíðar og niður til Mývatns þar sem landamörk Reykjahlíðar og Grímsstaða bæta úr álagsástandi í símkerf- inu á Siglufírði. Um 35% sím- notenda í Norðurlandsumdæmi eru nú tengd stafrænu sím- kerfí. Að sögn Ársæls Magnússonar, liggja. Alls er þetta svæði um 25 ferkílómetrar að stærð, eða um 2500 hektarar. Landgræðslugirðingin kostaði nokkrar milljónir króna og einn stærsti kostnaðurinn var vegna vegristarhliða, eða um 2,5 milljón. Ristarhliðunum var komið fyrir á 5 stöðum; 3 á þjóð- vegum og 2 á útvegum. Að sögn Sigurðar R. Ragnars- sonar, sveitarstjóra Skútustaða- hrepps, eru nokkrar rollur eftir innan girðingarinnar en þær eru teljandi á fingrum annarar handar. „Áður en girðingunni var lokað í vor var margt fé innan hennar og erfitt að hreinsa svæð- ið alveg,“ sagði Sigurður. -bjb umdæmisstjóra Pósts og síma, er verið að koma á móts við óskir símnotenda á Siglufirði með þessum úrbótum en nokkuð hef- ur verið um vandamál á áiagstím- um. „Örbylgjuleiðin frá Húsavík um Grímsey til Siglufjarðar ber ekki stafrænt símakerfi. Úr því að símstöðinni á Siglufirði verður skipt út um áramótin verðum við að byggja upp nýja örbylgjuleið sem verður með stafrænt flutn- ingskerfi. Nýja örbylgjuleiðin liggur frá Siglufirði um Sauðanes og síðan í loftinu til Sauðár- króks,“ sagði Ársæll í samtali við Dag. Ársæll sagði að í næstu viku væri gert ráð fyrir að tengja nýja stafræna stöð hjá Stað í Hrúta- firði í stað símstöðvanna á Brú og á Reykjaskóla, sem verða lagðar niður, en nýja stöðin mun meðal annars þjóna Stranda- sýslu. Eftirtaldar símstöðvar hafa nú fengið stafrænt símkerfi í umdæmi 3 sem nær frá Hrútafirði til Þórshafnar: Hvammstangi, Laugabakki, Blönduós, Sauðár- krókur, Hofsós, Dalvík með Hrísey, Húsavík og Kópasker. Auk þess eru um 600 af 7600 númerum á Akureyri nú tengd stafræna kerfinu og jafngildir stafræni hlutinn um 35% af heild- arsímnúmerafjölda í umdæminu. GT Chinook þyrla frá varnarlið- inu var hér á Norðurlandi um helgina og meðal annars lenti þyrlan í Grímsey. Þyrlan kom héðan úr hreins- unarferð í yfirgefinni radarstöð á Vestfjörðum og tilgangurinn sá einn að fljúga henni og lenda á ýmsum stöðum hér norðanlands. Þyrlunni var ekið eftir lendingu norður fyrir heimskautsbaug og þar stillti áhöfnin sér upp fyrir framan þyrluna til myndatöku. Börnum í Grímsey var boðið að skoða vélina en eftir þá skoðun hélt þyrlan áleiðis til Ákureyrar. Þyrlur af Chinook gerð eru með þeim stærstu í heimi, lyftigeta um 10 tonn. GG Mývatnssveit: Vinnuviðland- græðslugirðingu lokið - nokkrar rolluskjátur eftir innan hennar Fréttaviðtalið Púlsinn tekinn á einum flölmennasta hreppi landsins: „Hér er ákaflega gott og framsækið fólk“ - rætt við Pétur Pór Jónasson, sveitarstjóra Eyjafiarðarsveitar Eyjafjarðarsveit er einn fjöl- mennasti hreppur landsins eft- ir sameiningu Hrafnagils-, Saurbæjar- og Öngulsstaða- hrepps um síðustu áramót, með um 1000 íbúa. Fjárhags- áætlun hreppsins fyrir 1991 var til fyrri umræðu á hrepps- nefndarfundi í síðustu viku og síðari umræða fer fram nk. fímmtudagskvöld. Eins og Dagur skýrði frá sl. föstudag eru tekjur hreppsins í ár áætl- aðar liðlega 100 milljónir króna. Til að fjalla um stöðu hreppsins og helstu fram- kvæmdir var haft samband við fyrsta sveitarstjóra Eyjafjarð- arsveitar, Pétur Þór Jónasson, en hann tók við stöðunni í byrjun maí sl. í fyrri umræðu hreppsnefndar um fjárhagsáætlun ársins voru gerðar nokkrar athugasemdir en að sögn Péturs eru það engar stórvægilegar tilfærslur og átti hann von á að áætlunin yrði afgreidd á fimmtudaginn. Flest sveitarfélög eru fyrir nokkru búin að ganga frá sínum fjárhagsáætl- unum fyrir þetta ár en vegna upp- gjörs á gömlu hreppunum þrem- ur var ekki hægt að afgreiða hana fyrr. Uppgjörið verður endan- lega afgreitt á fimmtudaginn og sagði Pétur að almennt væru menn ánægðir með útkomuna á hreppunum. Eignir þeirra eru metnar á 184 milljónir og þar af er eigið fé 142 milljónir. „Hrepp- arnir voru að sækja í sig veðrið. Útkoma síðasta árs er mun betri heldur en árin á undan,“ sagði Pétur Þór. Fræðslumál taka 46% af tekjunum Stærsti útgjaldaliður Eyjafjarðar- sveitar er vegna fræðslumála en samkvæmt áætlun ársins taka þau 46% af tekjunum. Þar vegur þyngst uppbygging Hrafnagils- skóla en auk hans eru í hreppn- um Laugalandsskóli, Grunnskól- inn Hrafnagili og Grunnskólinn í Sólgarði. Þess má geta að Hrafna- gilsskóli er rekinn í samvinnu við Svalbarðsstrandarhrepp. Pét- ur var spurður hvernig skólamál- um verði háttað í framtíðinni: „Þegar líður lengra frá samein- ingunni getur orðið einhver breyting í átt til hagræðingar en hún mun gerast í smáum skömmtum. Næsta vetur verða skólarnir reknir sitt í hvoru lagi en eftir það er óvíst hvað gerist. Við höfum ákveðið að fara ekki geyst og vinna hlutina hægt og sígandi. í sambandi við samein- inguna hefur gefist vel að þróa málin í rólegheitum og hafa tíma til að átta sig.“ - Hvað með skipulagsmál. Er verið að vinna aðalskipulag fyrir Eyjafjarðarsveit? „Um nokkurt skeið hefur svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð verið í vinnslu og þ.m.t. Eyja- fjarðarsveit en varðandi þrengri byggð hefur ekki annað verið skipulagt en þéttbýliskjarnar eins og við Kristnes og Hrafnagil. Menn hafa velt fyrir sér þeim möguleika að skipuleggja strjálli byggð þannig að á einstökum Pétur Þóv Jónasson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Mynd: Goiii jörðum verði skipuleg byggð fyrir nokkur hús.“ Hótelmálin í endurskoðun -Hverjar eru helstu framkvæmd- ir á vegum hreppsins um þessar mundir og á næstunni? „Nýlokið er byggingu 4ra íbúða raðhúss fyrir aldraða í landi Reykhúsa við Kristnes. Við erum að yfirfara umsóknir og styttist í úthlutun á þeim. Afhending íbúðanna verður alveg á næstunni. Frá því í vetur hafa staðið yfir endurbætur og breytingar á skrif- stofuhúsnæði fyrir Eyjafjarðar- sveit þar sem gamli barnaskólinn á Laugalandi var til húsa. Verkið er að mestu leyti búið og hefur tekist mjög vel. Þá eru uppi hugmyndir um að byrja á innréttingu 600 fermetra kjallara undir íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Kjallarinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir verklegar kennslugreinar en fé- lagsaðstaða fyrir nemendur er einnig fyrirhuguð þarna, svo og tölvukennsla. Þetta verkefni yrði í samstarfi við Svalbarðsstrandar- hrepp. Þá er á umræðustigi að koma fyrir snyrtiaðstöðu í kjall- aranum fyrir tjaldstæðið og einnig fyrir aðra þjónustu við tjaldbúa. í tengslum við ferðaþjónustu eru mörg mál til skoðunar, m.a. hótelmál. Við sögðum upp samn- ingi við Hótel Eddu sl. vor sem rekið hefur sumarhótel í Hrafna- gilsskóla. Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort við endurnýjum þennan samning eða förum aðrar leiðir í því sambandi og flytjum reksturinn t.d. yfir í hendur einkaaðila eða skólans. Borað eftir heitu vatni í Hólsgerði og Torfufelli Á næstu dögum er ætlunin að fara af stað með rannsóknaborun eftir heitu vatni í landi Hólsgerð- is og Torfufells. Borunin er á vegum nokkurra áhugasamra bænda fremst í Eyjafjarðarsveit í samstarfi við hreppinn og það verða boraðar nokkrar rannsókn- arholur. Orkustofnun hefur gert jarðfræðilega úttekt á svæðinu og bændurnir hafa farið eftir tillög- um hennar. Mönnum þykir full ástæða til að kanna hvort þarna leynist heitt vatn.“ Af framansögðu er greinilegt að sveitungar í Eyjafjarðarsveit ætla ekki að sitja auðum höndum á næstunni og er þá aðeins það helsta upptalið. Af öðru má nefna að vinna við holræsi og göt- ur á Hrafnagili verður kláruð í sumar. Fyrir Sólgarðsskóla og félagsheimilið verður ráðist í endurnýjun á vatnsveitukerfinu. Þá verður ráðist í viðhald á fé- lagsheimilunum þremur sem eru í hreppnum og á áætlun ársins er gert ráð fyrir þónokkru fjármagni í þær framkvæmdir. Síðast en ekki síst má nefna umhverfismál- in en á vegum hreppsins hefur í sumar verið starfandi unglinga- vinnuflokkur sem hefur unnið að fegrun Eyjafjarðarsveitar. Að sögn Péturs hafa unglingarnir haft nóg að gera og unnið mikið fyrir bændur í sveitinni, einkum við trjáplöntun. „Þetta er mjög jákvætt og fólk hefur tekið þess- ari þjónustu mjög vel,“ sagði Pétur. Áður en Pétur Þór kom til starfa í Eyjafjarðarsveit vann hann í Reykjavík sem forstöðu- maður Tölvudeildar Búnaðarfé- lags íslands. Að lokum var hann spurður hvernig sveitarstjóra- starfið leggðist í hann: „Mér líkar starfið mjög vel. Hér er ákaflega gott og framsæk- ið fólk og þægilegt í samstarfi. Mér líður vel hérna og finnst gott að hafa komist úr höfuðborginni. Núna er ég í meiri tengslum við mannfólkið og reyndar í nánari tengslum við landbúnaðinn en þegar ég var hjá Búnaðarfélag- inu.“ -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.