Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júlí 1991 Haíharheimsóknir erlendra herskipa á íslandi - svar frá utanríkisráðuneyti við grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur „í bréfi til Jóns Baldvins Hanni- balssonar, utanríkisráðherra dags. 12.07. 1991 [birt í Degi 17. júlí sl.] óskar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalista eftir upplýsingum um erlendar herskipakomur í íslenskar hafnir. Af því tilefni, sem og vegna umfjöllunar í fjöl- miðlum undanfarið vill utanríkis- ráðuneytið taka fram eftirfar- andi: Umræddan lista yfir herskipa- komur til íslands Iét einn af starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins taka saman vegna óska norræns starfshóps um upplýsing- ar varðandi stefnu íslands með tilliti til kjarnavopna. Athugun starfshópsins beindist fyrst og fremst að hafnarheimsóknum erlendra herskipa til Norður- landa og þeirri stefnu að leyfa ekki slíkar heimsóknir þegar um er að ræða herskip með kjarna- vopn um borð. Niðurstöður starfshópsins voru birtar í fræði- legu tímariti í september 1990. Umræddur listi yfir komur her- skipa frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi sem og komur skipa frá Sovétríkjunum til íslands var því einungis tekinn saman í því skyni að stuðla að sem bestri upplýsingu um stefnu og framkvæind íslands varðandi hafnarheimsóknir. Við gerð listans var stuðst við gögn sem að stórum hluta eru komin í geymslu. Hvort listinn var tæmandi eða ekki var álita- mál frá upphafi en fleiri gögn komu ekki í leitirnar. Það var hins vegar mat viðkomandi starfsmanns eftir athugun á list- anum að líklegt væri, að á hann vantaði upplýsingar um heim- sóknir flota Atlantshafsbanda- lagsins (STANAVFORLANT) til íslands. Ingibjörg Sólrún segir í viðtali við Stöð 2 hinn 10.07. að það hafi alltaf verið talað um það við sig, að hér væri um fulln- aðaryfirlit að ræða, en hún hafi komist að því þegar hún fór að sýna yfirlitið mönnum, sem kannað hafi herskipakomur til Svíðþjóðar, að heimsóknir fasta- flota Atlantshafsbandalagsins vantaði. Pá segir hún jafnframt, að menn í utanríkisráðuneytinu hafi hvorki játað þessu né neit- að þegar hún hafi borið málið undir þá. Staðreyndin í þessu efni er sú að þeir menn, sem bentu Ingibjörgu á að heimsóknir STANAVFORLANT vantaði á listann fengu þær upplýsingar hjá þeim starfsmanni íslenska utan- ríkisráðuneytisins sem lét taka saman listann. Hefur það verið staðfest í samtali við einn þeirra nýverið. í ljósi þessa hlýtur sú fullyrðing Ingibjargar að orka tvímælis, að brugðist hafi verið við fyrirspurn hennar um fasta- flota Atlantshafsbandalagsins í utanríkisráðuneytinu með því að játa hvorki né neita. Hún fékk að sjálfsögðu sömu upplýsingar og aðrir. Athugun hefur leitt í ljós að skýringin á því hvers vegna heim- sóknir flota Atlantshafsbanda- lagsins vantar á listann er afar einföld. Hún er sú, að við saman- tekt á listanum var þess ekki gætt að gögn um slíkar heimsóknir er að finna í skjölum um málefni Atlantshafsbandalagsins en ekki í þeirri skjalaröð, sem langflestar herskipaheimsóknir eru skráðar. Þegar þeirra skjala var nýverið leitað með réttan skjalalykil í huga komu þau fljótlega í ljós. Ingibjörg segir í bréfi sínu til utanríkisráðherra a.m.k. fjögur bandarísk herskip vanta á listann. Það er rangt. Eitt þeirra herskipa, sem hún nefnir (USS McCloy) er á listanum þannig að um er að ræða þrjú herskip frá Bandaríkjunum. Öll tilheyrðu þau STANAVFORLANT á þeim tíma sem þau komu til íslands. í heimsóknum fastaflota Atlantshafsbandalagsins 1975, 1979 og 1983 komu samtals tutt- ugu herskip til landsins. Þrjú þeirra voru frá Bandarfkjunum, fjögur frá Bretlandi og önnur frá Hollandi, Kanada, Þýskalandi, Portúgal og Noregi. Þar sem fullyrt var í fréttatíma Stöðvar 2 hinn 10.07. að íslenska utanríkisráðuneytið hafi haldið heimsóknum þessara skipa leyndum (raunar er ógerningur að sjá hvernig slíkt er fram- kvæmanlegt) skal það upplýst að í fréttatilkynningum utanríkis- ráðuneytisins nr. 42, 6. septem- ber 1979 og nr. 27, 24. ágúst 1983 er tilkynnt um komu fastaflota Atlantshafsbandalagsins í heim- sókn til Reykjavíkur, hvaða daga heimsóknin muni standa yfir og jafnframt tilgreind nöfn herskip- anna og hvaða ríkjum þau til- heyra. Þá er jafnframt ítarleg umfjöllun um heimsóknirnar í fjölmiðlum. Það hefur verið yfirlýst stefna íslenska stjórnvalda um áratuga skeið að leyfa ekki staðsetningu kjarnavopna hér á landi. í ágúst 1980 lýsti Ólafur Jóhannesson, þáverandi utanríkisráðherra því yfir að bannið ætti við um varan- lega sem og tímabundna stað- setningu kjarnavopna og jafn- framt flutninga kjarnavopna um Keflavíkurflugvöll og lofthelgi ísland. Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra útfærði þessa stefnu enn frekar þegar hann lýsti því yfir í apríl 1985, að bannið ætti einnig við um herskip, sem kæmu í hafnir hérlendis eða sigldu um íslenska lögsögu. Stefna íslenskra stjórnvalda með tilliti til kjarnavopna hefur verið margítrekuð. Það hefur m.a. verið gert á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins og er hún aðildarríkjum bandalagsins vel kunn. Samstarf ríkja bandalags- ins byggist á þeirri grundvallar- reglu, að þau virði stefnu hvers annars. Við framkvæmd stefnu íslenskra stjórnvalda varðandi hafnarheimsóknir herskipa bandalagsríkja, er gengið út frá því, að aðilar sem þau eiga sam- starf við í varnarbandalagi brjóti ekki gegn yfirlýstri stefnu. Utanríkisráðuneytið veitir er- lendum herskipum leyfi til að koma í íslenskar hafnir, sam- kvæmt beiðni þar að lútandi frá viðkomandi stjórnvöldum. Beiðni um leyfi fyrir STANAV- FORLANT heimsókn berst utanríkisráðuneytinu frá skrifstofu Atlantshafsstjórnarinnar fyrir milligöngu fastanefndar Islands hjá Atlantshafsbandalaginu. Slík leyfi eru veitt í samráði við Landhelgisgæsluna, útlendinga- eftirlitið og viðkomandi hafnar- yfirvöld. Gögn varðandi hverja Hr. utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Með bréfi þessu vil ég mótmæla þeim svörum sem mér bárust frá utanríkisráðuneytinu þann 22. þ.m. við fyrirspurnum sem ég sett fram í bréfi til yðar dags. 12. s.m. Tel ég svörin hvorki grein- argóð né fullnægjandi og engan veginn sæmandi utanríkisráðu- neytinu. Hlýt ég sérstaklega að mótmæla þeirri vanvirðu sem ráðuneyti yðar sýnir mér sem þjóðkjörnum fulltrúa þegar það neitar að láta mér í té umbeðnar upplýsingar um herskipakomur í íslenskar hafnir nema ég rök- styðji beiðni mína enn frekar en ég hef þegar gert. Með þessu er ráðuneytið að koma í veg fyrir að ég geti rækt störf mín sem þing- kona og fulltrúi í utanríkismála- nefnd Alþingis á þann hátt sem ég tel sjálf nauðsynlegt. Þessi afgreiðsla á beiðni minni vekur óneitanlega þá spurningu hvort þær upplýsingar sem um er beðið séu á einhvern hátt óþægilegar fyrir íslensk stjórnvöld og ráðu- neyti yðar. I bréfi utanríkisráðuneytisins er því borið við að þarna sé um svo viðamikið verkefni að ræða að frekari rökstuðning þurfi til að leggja út í þá vinnu. Þessa við- báru get ég ekki tekið góða og gilda. í fyrsta lagi kemur fram í bréf- inu að einn af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins lét taka saman þann ófullkomna lista sem til er „vegna óska norræns starfs- hóps um upplýsingar varðandi stefnu íslands með tilliti til kjarnavopna". Hafi ráðuneytið séð ástæðu til að leggja út í slíka vinnu fyrir norrænan starfshóp ætti það enn frekar að sjá ástæðu til að fullvinna verkið fyrir íslenskan þingmann. í öðru lagi er það engan veginn heimsókn eru varðveitt í ákveðn- um málaflokki sem hefur sérstak- an lykil í skjalasafni. Sem fyrr greinir er undantekningin frá þessari reglu, fastafloti Atlants- hafsbandalagsins en gögn um heimsóknir hans eru varðveittar í sérstökum málaflokki. I ljósi þess að beiðni um leyfi til að koma í íslenskar hafnir berst annaðhvort frá stjórnvöld- um viðkomandi ríkja eða Atl- antshafsherstjórninni en ekki frá herskipunum sjálfum er yfir- mönnum þeirra ekki gerð sér- staklega grein fyrir stefnu íslands varðandi hafnarheimsóknir. Stjórnvöld viðkomandi ríkja og Atlantshafsherstjórninni er vel kunnugt um stefnu íslands varð- andi slíkar heimsóknir. Fullyrðingar um að herskipin USS MacDonaugh, sem var í ytri höfninni í Reykjavík um tveggja daga skeið í ágúst 1975, USS Luce sem var í ytri höfninni einn- ig um tveggja daga skeið í sept- ember 1979 og USS Dewey sem kom til hafnar í Reykjavík í ágúst 1983 hafi borið kjarnavopn eru leiddar af líkum, sem ekki er hægt að líta á sem sönnun fyrir því að kjarnavopn hafi verið um samboðið íslenska utanríkisráðu- neytinu að leggja fræðimönnum til lista sem „var álitamál frá upp- hafi“ að væri tæmandi og eftir athugun talið „líklegt... að á hann vantaði upplýsingar um heimsóknir flota Atlantshafs- bandalagsins til íslands“. Það er því greinilega nauðsynlegt og tímabært fyrir ráðuneytið að búa sér til slíkan lista þannig að tryggt sé að það sé ekki að dreifa röng- um upplýsingum um svo mikil- vægt mál. I þriðja lagi ber bréf ráðuneyt- isins það með sér að starfsmenn þess hafa nú áttað sig á því hvernig flokkun skjala er háttað í ráðuneytinu og að skjöl um heimsóknir flota Atlantshafs- bandalagsins koma fljótlega í ljós þegar þeirra er „leitað með rétt- an skjalalykil í huga“. Ljóst er af bréfinu að starfsmenn ráðuneyt- isins hafa nú þegar gluggað í þessi skjöl og verður ekki séð að um mikla viðbótarvinnu sé að ræða þó upplýsingarnar séu fest- ar á blað og sendar undirritaðri. Af bréfi ráðuneytisins má marka að það sjái ekki ástæðu til að gera mikið veður út af heim- sóknum herskipa í íslenskar hafnir fyrir 8, 12 og 16 árum þó svo að viðkomandi skip hafi hugsanlega haft kjarnavopn innanborðs við það tækifæri. Þessar heimsóknir hafi átt sér stað „áður en íslensk stjórnvöld gáfu út nokkrar yfirlýsingar um hafnarheimsóknir erlendra her- skipa er hefðu kjarnavopn innan- borðs.“ Þá segir að það sem skipti „íslensk stjórnvöld höfuð- máli í þessum efnum sé ekki for- tíðin heldur fyrst og fremst það, að sú yfirlýsing sem gefin var út 1985 sé virt.“ Við þetta hlýt ég að gera tvær athugasemdir. í fyrsta lagi fæ ég ekki betur séð en að með þessu sé utanríkis- ráðuneytið að Iýsa því yfir að það borð. Ástæða er til að benda á, að um er að ræða hafnarheim- sóknir, sem áttu sér stað fyrir 8, 12 og 16 árum síðan, áður en íslensk stjórnvöld gáfu út nokkr- ar yfirlýsingar um hafnarheim- sóknir erlendra herskipa er hefðu kjarnavopn innanborðs. Það sem skiptir íslensk stjórnvöld höfuð- máli í þessum efnum er ekki for- tíðin heldur fyrst og fremst það, að sú yfirlýsing sem gefin var út 1985 sé virt. íslensk stjórnvöld hafa fulla ástæðu til að ætla að hún hafi verið virt og verði það framvegis. Ingibjörg Sólrún hefur óskað eftir tæmandi lista yfir allar her- skipakomur í íslenskar hafnir á sl. 30 árum. Áður en utanríkis- ráðuneytið fer út í jafn viðamikið verkefni óskar það eftir frekari rökstuðningi við beiðninni. Ástæðan er sú að væntanlega beinist áhugi Ingibjargar að her- skipum sem hafa getu til að bera kjarnavopn. Herskip frá mörgum öðrum ríkjum en þeim er eiga kjarnavopn hafa hins vegar kom- ið til hafnar á íslandi á síðustu þremur áratugum.“ Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 22. júlí 1991. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. hafi átt sér stað stefnubreyting í íslenskum utanríkismálum þegar Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því yfir árið 1985 að bann við staðsetn- ingu kjarnavopna ætti einnig við um herskip, sem kæmu í íslensk- ar hafnir eða sigldu um íslenska lögsögu. Fyrir þann tíma hafi það ekki verið í andstöðu við stefnu íslenskra stjórnvalda þó að her- skip með kjarnavopn innanborðs kæmi í íslenskar hafnir. I öðru lagi kann vel að vera að íslensk stjórnvöld hafi engan sér- stakan áhuga á að skoða sam- skipti sín við hermálayfirvöld Bandaríkjanna og NATO fyrir árið 1985 en öðru máli gegnir án efa um íslenskan almenning. Þá get ég fullvissað ráðuneytið um að Kvennalistinn hefur fullan hug á að skoða þessi samskipti nánar en til þess þurfum við að hafa í höndunum réttar og greinar- góðar upplýsingar. í ljósi þess sem hér er sagt og með tilvísun til fyrra bréfs míns dags. 12. þ.m. fer ég enn og aftur fram á að fá hið fyrsta tæmandi lista yfir herskipakomur í íslensk- ar hafnir á sl. 30 árum. Ef það má verða til að auðvelda starfsmönn- um utanríkisráðuneytisins vinn- una þá get ég fallist á að listinn taki fyrst og fremst til þeirra ríkja á norðurhveli sem eiga kjarna- vopn þ.e. Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands og Bretlands. Virðingarfyllst, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Höfundur er alþingismaður fyrir Kvennalistann í Reykjavík. Pústþjónusta Pústkerfi undir flestar tegundir bifreiða. Pakkningar, klemmur, upphengjur. Fast verð fyrir pústkerfaskipti. Höfum fullkomna beygjuvél. Ryðvarnarstöðin sf. Fjölnisgötu 6e • Sími: 96-26339 • 603 Akureyri. Hvorki greinargóð né fulinægjandi svör - vanvirða að neita að láta þjóðkjörnum fulltrúa í té umbeðnar upplýsingar um herskipakomur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.