Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Dalvíkurhöfn: Smábátahöfiiin dýpkuð - kostnaður áætlaður 2,5-3 milljónir króna í dag verður byrjað að dýpka Dalvíkurhöfn fyrir innan smá- bátagarðinn og verður upp- greftrinum ekið í uppfyllingu innan nýs varnargarðs nyrst á hafnarsvæðinu. Það eru Jarð- verk hf. og Bifreiðastöð Dal- víkur sem sjá um verkið en það eru sömu aðilar og sáu um nýja grjót varnargarðinn. Hér er um 3500 RM af upp- greftri að ræða og tekur verkið um 15 til 20 daga en ekki er hægt að vinna við gröftinn nema á fjöru en 2,5 metra dýpi þarf að vera í læginu miðað við stór- straumsfjöru. Samkvæmt upplýs- ingum tæknideildar Dalvíkurbæj- ar er áætlaður kostnaður við verkið um 2,5 til 3,0 millj. króna. Með þessari framkvæmd eykst öryggi smábáta í höfninni til muna er flotbryggjan verður færð inn fyrir grjótvarnargarðinn. GG Kristnesspítali símasambandslaus í hartnær sex tíma - bilun á ijölsímasambandi milli Hrafnagils og Akureyrar Fjölmenni í hófi á Grenivík til heiðurs prestshjónunum í Laufási: Óhætt er að segja að borð hafi svignað undan hnallþórunum í kveðjuhófi til heiðurs prestshjónunum á Grenivík sl. sunnudag. Þeir símnotendur í Eyjafjarð- arsveit sem tengdir eru stöð- inni á Hrafnagili voru síma- sambandslausir frá því um sex- leytið á sunnudagskvöldið og fram undir miðnættið. Bilunin var á fjölsímasam- bandinu milli Hrafnagils og Akureyrar, og tók nokkurn tíma að finna bilunina en í fyrstu var álitið að um stöðvarbilun væri að ræða í sjálfvirku stöðinni. Krist- nesspítali er tengdur Hrafnagils- stöðinni og hefur hælið ekkert varasamband við umheiminn þegar um slíkar bilanir er að ræða eins og átti sér stað á sunnu- dagskvöldið. GG „Hvergi eins faJlegt og á hlaðinu í Laufási“ - segir sr. Bolli Gústavsson, sem nú flyst vestur í Hóla eftir 25 ár í Laufási Sr. Bolli Gústavsson, fráfar- andi sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, kvaddi söfnuð sinn með messu í Grenivíkur- kirkju sl. sunnudag. Að henni lokinni héldu sóknarnefndir Grenivíkurkirkju, Svalbarðs- kirkju og Laufáskirkju, sr. Bolla og fjölskyldu hans veg- legt kveðjuhóf á Grenivík og sátu það á þriðja hundrað manns. „Veislan var í alla staði ákaf- lega myndarleg og við hjónin og börn okkar viljum nota þetta tækifæri til þess að koma á fram- færi innilegu þakklæti fyrir þann vinarhug sem okkur var sýndur með henni,“ sagði sr. Boili í sam- tali við Dag. Sr. Bolli sagði að nú stæðu fyr- ir dyrum flutningar frá Laufási vestur í Hóla, en eins og kunnugt er hefur hann verið kjörinn vígslubiskup Hólastiftis. „Við erum fyrir nokkru byrjuð að pakka niður, en það kemur á daginn eftir 25 ára búsetu hér að það er töluvert mál að flytja bú- slóðina, þó ekki sé um lengri leið að ræða. í ljós hefur komið að maður á ýmislegt, sent erfitt er að gera upp við sig hvort sé rétt- læt.anlegt að henda,“ sagði Bolli og bætti við að það væru nákvæmlega 25 ár síðan hann flutti í Laufás frá Hrísey, eftir að hafa þjónað þar í þrjú ár. „Ég flutti mig ekki langt þá, fór með búslóðina á fiskibáti yfir sundið. Það er mjög eftirminnilegt," sagði Bolli. Hann sagði að árin í Laufási hefðu verið lærdómsrík og í alla staði ánægjuleg. „Það er svo mik- ið gott við þennan stað. Laufás er einstaklega fallegur staður, það er hvergi eins fallegt og á hlaðinu í Laufási og hér er óvenjulega mikil veðursæld,“ sagði Bolli. Á næstunni flyst sr. Bolli og kona hans, Matthildur Jónsdótt- Frú Matthildur Jónsdóttir og sr. Bolli Gústavsson aö lokinni kveðju- messu í Grenivíkurkirkju. Myndir: KK ir, vestur í Hóla. Sr. Bolli segist líta svo á að hér sé um tímamót að ræða. Unnið sé markvisst að því að gera embætti vígslubiskups á Hólum mun virkara en það hef- ur verið og grundvallarbreytingin sé sú að hér eftir verði embættið bundið við Hólastað. óþh Skák Göngugötumót 1991: Ólafiir sigraði í útihraðskákmótínu Síðastliöinn föstudag hélt Skákfélag Akureyrar útihrað- skákmót í göngugötunni en það er orðin hefð að félagið gangist fyrir slíku móti á sumrin. Keppt er um farand- bikar sem gefinn var af Bóka- búð Jónasar. Alls voru 12 skákmenn mættir til leiks í viðunandi veðri sl. föstudag, sá elsti rúmlega fimm- tugur en sá yngsti þrettán ára. Sýnt þótti að hörð barátta yrði um verðlaunasætin, eins og kom á daginn. Rúnar Sigurpálsson, sigurveg- arinn frá útihraðskákmótinu í fyrra, og Ólafur Kristjánsson, þriðji stigahæsti skákmaður Akureyrar, skáru sig nokkuð úr. Skák þeirra innbyrðis réði úrslit- um og stóð Ólafur uppi sem sig- urvegari og það með glæsibrag því hann leyfði aðeins eitt jafn- tefli en sigraði í öðrum skákum. Röð efstu manna varð þessi: 1. Ólafur Kristjánsson 10'Á v. 2. Rúnar Sigurpálsson 9lá v. 3. Bogi Pálsson IVi v. 4. Þór Valtýsson 7 v. 5. Sveinbjörn Sigurðsson 6V2 v. 6.-7. Páll Þórsson og Skafti Ingi- marsson SVi v. Skákstjóri var Páll Hlöðvesson. SS Rskmiðlun Norðurlands á Dalvík - Rskverð á markaði vikuna 21.07-27.071991 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Þorskur 88 83 82,16 12.976 1.066.149 - undirmál 67 65 65,54 2.288 149.949 Ýsa 105 90 98,29 2.518 247.501 Ufsi 60 54 56,02 54.335 3.043.696 Lúða 140 140 140,00 5 700 Steinbítur 41 30 35,82 1.712 61.323 Grálúða 68 65 66,09 1.231 81.355 Karfi 28 27 26,55 794 21.081 Hrogn 120 120 120,00 144 17.280 Samtals 61,70 76.003 4.689.034 Dagur birtir á þriöjudögum töflu yfir flskverö hjá Fiskmiölun Norðurlands á Dalvik og greinir þar frá veröinu sem fékkst t vikunni á undan. Þetta er gert í Ijösi þess aö hlutverk fiskmarkaða i verðmynd- un íslenskra sjávarafuröa hefur vaxlö hrööum skrefum og því sjálfsagt að gera lesendum blaðsins kleift aö fylgjast meö þróun markaðsverös á fiski hér á Noröurtandi. Samland - Heildsöludreifing Óseyri 1, 603 Akureyri, símar 96-30421, 30422 og 30378. Hvítlaukur er allra meina bót og stuðlar að almennu hreysti og langlífi. Þeír sem neyta hvítlauks daglega við ofháum blóðþrýstingi, ofliárri blóðfitu, œðakölkun og meltingdrtruflunum, liafafengið bót heilsu og aukið vellíðan almennt. Mikil og reglubundin neysla livítlauks hefur góð áhrif á hjarta og œðasjúkdóma, kólesteról í blóði og áfleiri þœtti líkamans. Aðal virka efnið í hvítlauknum er allicín, sem hefur m.a. sýklahemjandi áhrif. Þess vegna er mjög mikið atriði þegar keyptar eru hvítlauksvörur að þœr innihaldi allicín (sannarlega). Það geturþú fullvissað þig um þegarþú kaupir glas af "ALLIRICH" hvítlaukfráArizonaNatural.Áþvístendur Allicin Rich. ÞAÐ ER MUNURINN ÁÖÐRUM TEGUNDUM. Farðu vel með heilsuna - veldu réttu tegundina - ALLIRICH sem passar þér, og á lœgra verði. Eina lyktarlausa hvítlauksafurðin með allicini. Varist eftirlíkingar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.