Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 16
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 30. júlí 1991 Kodak ^ Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni 5?esta ^Pedíomyndir $S&>. Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Hofsós: Tveir smábátaeigendur undir smásjá Sýslumannsembættið í Skaga- fjarðarsýslu rannsakar nú mál er varðar tvo eigendur smá- báta, sem gerðir eru út frá Hofsósi. Grunur leikur á að þeir hafi brotið lög um stjórn- un fiskveiöa, á þann veg að náið samstarf þeirra í milli hafi komið báðum verulega til góða. Annar báturinn hefur úthlutaðan kvóta og hinn hefur krókaleyfi, sem þýðir að hann hefur leyfi til að stunda hand- færa- og línuveiðar eins og hann getur í þrjú ár. - Ríkisútvarpið skýrði frá því í gær að grunur léki á að sá sem ætti kvótann hefði í vissum skiln- ingi drýgt hann með því að skipa afla út í krókaleyfisbátinn á hafi úti. Þessi ráðstöfun kemur báð- um eigendum smábátanna til góða við úthlutun kvóta eftir tvö ár, þegar aflareynsla krókaleyfis- bátanna verður metin. Ægir Ólafsson, veiðieftirlits- maður í sjávarútvegsráðuneyt- inu, sagðist í gær lítið geta tjáð sig um þetta mál, það væri alfarið í höndum sýslumannsembættisins í Skagafjarðarsýslu. Ægir sagðist ekki geta upplýst hvernig sjávar- útvegsráðuneytið hefði komist á snoðir um málið, eða hversu lengi grunur hefði fallið á menn- ina. Sýslumaðurinn í Skagafjarðar- sýslu vinnur nú að rannsókn þessa máls. Komi í ljós að grunur um kvótamisferli reynist á rökum reistur verður það sent til embættis ríkissaksóknara. óþh Feðgamir uiuiu Áningarrallið Feðgarnir Jón R. Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigruðu í Hótel-Áningar rallinu sem haldið var í Skagafirði sl. laugardag. Rallið var liður í íslandsmeistarakeppninni og núna eru þeir feðgar í öðru sæti í keppninni um íslands- meistaratitilinn með 35 stig. Efstir eru Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson með 55 stig en þeir urðu í öðru sæti í Áningarrallinu. Á með- fylgjandi mynd má sjá Ásgeir og Braga á Metro-bíl sínum á fleygiferð yfir læk. Bílaklúbbur Skagafjarðar sá um framkvæmd keppninn- ar en þetta var fyrsta rall- keppnin sem hann stóð fyrir. Nánar verður greint frá Hótel-Áningar rallinu í máli og myndum í blaðinu á morg- Un. Mynd: -bjb Leikfélag Húsavíkur enn stórhuga: Setur upp Gaukshreiðrið í vetur - María Sigurðardóttir ráðin leikstjóri og Sonja B. Jónsdóttir þýðir verkið Akureyri: Sullaðogkeyrt - átta ökumenn fóru of geyst Lögreglan á Akureyri lók átta ökumenn fyrir of hrað- an akstur um helgina, jafnt innan sem utan bæjarmark- anna. Þá voru tveir öku- menn teknir vegna gruns um ölvun við akstur og lenti annar þeirra í árekstri að morgni laugardags. Skemmdi hann tvo kyrrstæða bfla svo og sinn eigin. Að sögn lögreglunnar var talsverð ölvun í miðbæ Akur- eyrar á föstudagskvöldið og fengu nokkrir að gista fanga- geymslur. Ekki var þó mikið um óspektir en ölvun var áber- andi. Ein rúða var brotin og þá fóru óboðnir gestir í sund- laugina. SS Tveir ballgestir á Dalvík: Æthiðu að synda til Skagafjarðar Mikið fjör var á og ekki síð- ur eftir dansleik á Dalvík aðfaranótt laugardags. Meðal gesta voru tveir Skagfirðingar sem lögreglan kom auga á þegar þeir voru að leggjast til sunds í höfn- inni. Aðspurðir um hvernig á ferðum þeirra stæði kváð- ust þeir ætla að synda heim til Skagaljarðar! Lögreglumenn gátu talið Skagfirðingunum hughvarf og bent þeim á heppilegri aðferð til að ferðast á milli staða. Sundkapparnir voru nýlega kontnir út í sjó og varð þeim ekki meint af volkinu. Að sögn lögreglunnar var óvenju róstusamt eftir ballið, blóðug slagsmál og annað í svipuðum dúr. SS Sunnan gola og sólskin næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir að nú glaðni til á Norður- landi og spáir hlýrri suðlægri átt og léttskýjuðu veðri næstu daga. Norðlendingar mega að öll- um líkindum taka sólfatnað- inn frant að nýju því Veður- stofan spáir hlýrri suðlægri átt og sólskini næstu daga. Gert er ráð fyrir að hitastig verði allt að 20 gráður að deginum og að góðviðrið rnuni haldast um einhvern tíma. Þeir sem hafa hug á útiveru á Norður- landi nú um aðal suntarleyfis- tímann og verslunarmanna- helgina ættu því ekki að verða fyrir vonbrigöum ef veður- spárnar bregðast ekki. ÞI Leikfélag Húsavíkur mun taka hið fræga verk Gaukshreiðrið til sýninga í vetur og er um að ræða frumsýningu á því hér á landi. Sonja B. Jónsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, hefur þýtt „Af rannsóknum í vor á laxa- seiðastofninum í Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu má ráða að náttúrulegt klak Laxár hefur ekki misfarist. Stofninn er í góðu lagi og ekki í hættu,“ sagði Tumi Tómasson, fiski- fræðingur, en hann hefur fylgst með viðkomu laxastofnsins í Laxá frá árinu 1984. Að sögn Tuma eru aðal upp- eldisstöðvar laxaseiðanna í Hólmavaðslandi, í Laxamýrar- landi og landi Núpa og Knúts- staða en á þessum svæðum voru seiðin talin á átta stöðum sem Gaukshreiðrið fyrir Leikfélag Húsavíkur og María Sigurðar- dóttir hefur verið ráðin leik- stjóri. Æfíngar munu hefjast í október og er hugmyndin að frumsýning verði um mánaða- mótin janúar-febrúar á næsta gefur glögga mynd af stofnstærð- inni. „Heimtur úr hafi voru mjög slæmar 1989 og einnig 1990 þar sem ástand sjávar var slæmt. 1989 og 1990 urðu afföll seiða í ánni mikil vegna vorkulda og mikilla leysinga fram eftir sumri. Þessar ytri aðstæður valda því að stangveiðin er og hefur verið með minna móti. Seiðastofninn í ár er sterkur og ætti að skila sér í auk- inni veiði á næstu árum svo fram- arlega sem sjávarskilyrði reynist hagstæð,“ sagði Tumi Tómasson. ój ári. Gaukshreiðrið hefur ekki áður verið fært upp á leiksvið hér á landi, en margir minnast ódauð- legrar kvikmyndar, sem unnin var upp úr samnefndri skáldsögu og hlaut á sínum tíma Óskars- verðlaunin eftirsóttu. Milos Forman leikstýrði myndinni, en í aðalhlutverki var Jack Nichol- son, eins og flestir muna. María Sigurðardóttir, sem hef- ur verið ráðin leikstjóri, sagðist í samtali við Dag vera mjög spennt fyrir þessu verkefni. Val á leikrit- inu sýndi enn og aftur þann metnað sem leikáhugafólk á Húsavfk hefði. Hún sagði ætlun- ina að hefja æfingar af fullum krafti í október, en frumsýning yrði vart fyrr um mánaðamótin janúar-febrúar á næsta ári. Eins og þá rekur minni til, sem sáu Gaukshreiðrið á hvíta tjald- inu, er sögusvið verksins geð- veikrahæli. María segist ætla að kynna sér hvernig aðbúnaði og meðhöndlun geðveikra hér á landi sé háttað, þannig að unnt verði að draga upp rétta mynd af viðfangsefninu. María segir ekki ætlunina að endurskapa Óskars- verðlaunaverk Formans, ekki sé hægt með nokkru móti að bera saman kvikmynd og leiksvið. Þá sé ekki á dagskrá að líkja eftir Jack Nicholson á leiksviðinu á Húsavík. Hins vegar verði leitast við að gera sýninguna eftirminni- lega og sem best úr garði. „Það er virkilega gaman fyrir leikstjóra að vinna með fólki, sem er til í að gera hlutina vel,“ sagði María, en hún hefur einu sinni áður, árið 1987, sett upp leikrit hjá Leikfé- lagi Húsavíkur. óþh Ráðning sveitarstjóra á Raufarhöfn: Umsækjandi dregur sig til baka Hreppsnefnd Raufarhafnar- hrepps kom saman til fundar á sunnudagskvöld, en fyrir fund- inum lá m.a. að ræða ráðningu nýs sveitarstjóra. Hreppsnefndin hefur einkum haft augastað á einurn umsækj- anda um stöðuna undanfarið. Á fundinum kom fram að aðstæður þessa umsækjanda hafa breyst það mikið frá því að hann sótti um að hann sá sér ekki fært að taka stöðuna að sér, og dró hann umsókn sína til baka. Málið er því í biðstöðu eins og er. Júlíus Þórarinsson, sveitar- stjóri, lætur af starfi sínu eftir nokkrar vikur, en hann hefur fengið ýmis góð atvinnutilboð undanfarið. EHB Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu: „Laxastofninn er ekki í hættu“ - segir Tumi Tómasson, fiskifræðingur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.