Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Eldfjallið St. Helena mun gjósa á þessu ári í einu versta eldgosi til þessa. Reykmökkur frá fjallinu mun skyggja vest- urströnd Bandaríkjanna, svo og sólina vikum saman. Bandarískir spámenn spá í spilin: Sadam Hussein gerist sjónvarpsþulur í Jórdaníu - og Disney-land verður byggt hjá Moskvu „Það er margt skrýtið í henni Ameríku“, eins og skáldið orðaði það. Bandaríkjamenn dunda sér við ýmislegt og nýlega settust nokkrir frægir spámenn niður og rýndu í næstu mánuði, eða til árs- loka 1991. Meðal spádómanna má nefna að Mike Tyson hættir hnefaleikum og gerist ráðherra, Larry Hagman, sem leikur J.R.. mun bjóða sig fram til þings og Norman Schwarzkopf, hershöfð- inginn frægi úr Flóabardaganum, býður sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna. Áfram með spádómana. Whoopi Goldberg, sem sló í gegn sem svikamiðill í kvikmyndinni „Ghost“, kemst í samband við draug Abrahams Lincoln þegar hún heimsækir Hvíta húsið í Washington. Upp frá því mun hún gera kvikmynd um frelsun þræla! Leikkonan Candice Bergen, sem íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur kannast við úr þáttunum um fréttakonuna Murphy Brown, verður svo gegnsýrð af hlutverk- inu að hún gerist alvöru frétta- kona fyrir CBS-sjónvarpsstöðina í Miðausturlöndum. Þar verður henni rænt af arabískum skæru- liðum sem halda henni í gíslingu í tvær vikur, þar til henni verður bjargað. Saddam Hussein, hinn eini sanni, særist alvarlega í banatil- ræði. Honum verður steypt af stóli og neyðist til að flýja til Jórdaníu þar sem hann gerist sjónvarpsfréttaþulur í kvöldfrétt- um jórdanska sjónvarpsins! Leik- og söngkonan Cher gefst upp á aö reyna viö sér yngri menn og giftist milljónamæringi sem er 20 árum eldri en hún. Það hjónaband slitnar fljótt því milljónamæringur- inn heimtar aö fá að syngja mcð henni á næstu plötu. Spámaðurinn sem sá fyrir morðtilræðið á Ronald Reagan hérna um árið spáir því að Schwarzkopf hershöfðingi bjóði sig fram til forseta á næsta ári með Colin Powell hershöfðingja sem varaforsetaefni. En það fer út um þúfur því Powell heimtar forsetastólinn líka og framboðið rennur út í sandinn. Sami spá- maður segir að körfuboltasnill- ingurinn Michael Jordan gerist atvinnugolfleikari, með þeim bestu í Bandaríkjunum. Kevin Costner mun stöðva inn- brotsþjóf sem brýst inn á heimili hans með því að skjóta hann með ör úr boga, nákvæmlega sama útbúnaði og Kevin notaði í kvik- Söngkonan Whitney Houston verð- ur hundleið og skráir sig í viðgerða- deild bandaríska hersins - skrið- drekadeild. myndinni urn Hróa Hött. Þjófur- inn slasast alvarlega en kærir Kevin og vinnur málið. Sá sem spáði fyrir um morðtil- ræðið á Jóhannesi Páli páfa II spáir því að Bill Cosby muni stöðva klíkuslagsmál um leið og upptökur á sjónvarpsþættinum fara fram. Einn úr klíkunni mun fá hlutverk í sápuóperu í framtíð- inni. J.R. í Dallas, eða leikarinn Larry Hagman, mun bjóða sig fram til þings og meðal kosninga- loforða hans verður að hefta útbreiðslu tóbaks. J.R. mun tapa naumlega í kosningabaráttunni. Á leiðtogafundi munu George Bush og Mikhail Gorbatsjov samþykkja að koma upp Disney- landi nálægt Moskvu. Þannig halda þessir spámenn áfram að sjá fyrir um framgang mála hjá bandarískum stjörnum en að lokum: Madonna og Sean Penn taka saman á ný! Forsetar Bandaríkjanna eru mannlegir - þrátt fyrir allt! Forseti Bandaríkjanna er einn valdamesti maður á þessari jarðkringlu og í augum margra er sá sem því embætti gegnir nánast yfirnáttúrulega full- kominn. En þetta eru menn eins og ég og þú, guði sé lof!. í endurminningum Stepen Bauer sem starfaði í Hvíta Húsinu í forsetatíð 5 forseta varð hann vitni að mörgu sem margir vilja ekki leggja trúnað á að geti gerst í nálægð forseta Bandaríkjanna. Forsetaembættið hafði 50.000 $ árlegt framlag sem forsetinn gat ráðstafað m.a. til einkamóttöku. En þegar Jimmy Carter lét öldungadeildarþingmenn greiða 4,75 $ vegna morgunverðar sem hann bauð þeim til þá felldi þing- ið þessa greiðslu úr fjárlögum. Leonid Brezhnev forseti Sovétríkjanna nýtti sér vestræn „þægindi“ þótt hann væri á sömu stundu að gagnrýna þau. Hann ferðaðist um í einkaþotu með mikinn fjölda starfsmanna og flugfreyjur. 22. júní 1973 heim- sótti Brezhnev Richard Nixon í sumarhús forsetaembættisins í St. Ciemente og nokkrar af flug- freyjunum dvöldu næturlangt í svefnherbergi Sovétforsetans. Núverandi forseti, Bush, fer í sturtu með einum af sínum bestu vinum, hundinum Millie. En það gera reyndar margir hundaeig- endur í Bandaríkjunúm því það er eina færa leiðin fyrir þá til þess að halda heimilishundinum hreinum. Reagan ól þá von í brjósti að geta riðið hesti niður stórgötuna Pennsylvania Avenue sem sann- ur kúreki, en af því varð aldrei. Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 t o 2.252.263,- 2. aTs4 ííf1 ? - 195.713-- 3. 4af5 105 6.430 - 4. 3al5 3.828 411,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.892.147.- UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -681511 LUKKULlNA 991002 Ástin blómstrar í „Hver á að ráða?“ - Judith Light hótar að rifta samningum Leikarinn Tony Danza stjarnan í sjónvarpsþáttaröðinni „Hver á að ráða?“ sem sýnd er við miklar vinsældir um heim allan hefur komið af stað mikilli misklíð. Mótleikari hans Judith Light hef- ur hótað að hún muni hætta að leika í þáttaröðinni fari fram sem horfir. I handriti sem nú liggur fyrir var sú breyting gerð, að brúð- kaupi þeirra skötuhjúa er aflýst og Tony flytur að heiman því önnur kona á hug hans allan. Af þessu leiðir að hlutverk leikkon- unnar Judith verður algjört auka- hlutverk sem hún á erfitt með að sætta sig við. Leikkonan hefur gert framleiðendum þáttanna ljóst að hún muni rifta samning- um því svo gróflega sé gengið á rétt hennar með nýjum áherslum í gerð þáttanna. Nýlega skrifaði Danza undir samning er tekur til tveggja þátta- raða. Launin eru um átta millj- ónir dollara. Við undirskrift gerði Danza þær kröfur að hann fengi að gera verulegar breyting- ar á handritum, sem var samþykkt. Ástæða þess að Danza vill breytingar er að „Hver á að ráða?“ nýtur ekki sömu vinsælda og „The Cosby Show“ og „Rose- anna.“ „Ég vil að þáttaröðin verði í fyrsta sæti á vinsældarlistum og slíkt er mögulegt með breyting- um sem höfða til nýrra áhorf- enda. Sumir álíta að brúðkaupið verði brúðkaup aldarinnar en það er firra sem leiðir til sjálf- heldu. Annað verður að koma til. Tony gerist kennari í mennta- skóla og ástin blómstar. Ég hef bent á hugsanlegar leikkonur svo sem Heather Locklear og Morg- an Fairchild. Samningar eru í gangi," sagði Tony Danza nýver- ið í blaðaviðtali. Judith Light og Tony Donza eru komin í hár saman ■ alvörunni. Slöngur og barkar STRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Iðnaðarmenn - Verktakar Ryobi bútsagir 8'A“ meö fræsaraúttaki Verö aöeins 32.100. Einnig úrval rafmagnshand- verkfæra frá þessum viöur- kenndu verksmiöjum. Svo sem: Fræsarar, borvélar, sagir, heflar, brettaskífur o.fl. á mjög hagstæöu verði. Ábyrgð - Þjónusta. Raftækni, Óseyri 6, simi 26383, 24223. Bifhjólamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! ÚUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.