Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. júlí 1991 - DAGUR - 9 3. deild: DaMkingar á mikilli siglingu - hafa unnið 5 leiki í röð og tylltu sér á toppinn um helgina Dalvíkingar unnu auðveldan sigur á Yölsungum um helgina og tylltu sér þar með á topp 3. deildar. Liðið het'ur nú unnið 5 leiki í röð og stefnir óðfluga á sæti í 2. deild. Rétt er að taka fram að Leiftursmenn eiga leiki til góða, léku reyndar gegn Magna í gær og verður greint frá þeirri viðureign í blaðinu á morgun. Dalvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Völsunga á föstudagskvöldið enda Húsvík- ingar afar daufir og sýndu lítil tilþrif. Árni Sveinsson náði for- ystunni fyrir Dalvíkinga á 12. mínútu með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu, þrumuskot frá vítateig og upp í vinkilinn. Völsungar skoruðu sjálfsmark 10 mínútum síðar eftir hornspyrnu og á 30. mínútu bætti Jón Örvar Eiríksson þriðja markinu við eft- ir hornspyrnu og darraðardans í vítateig Völsungs. Staðan í leikhléi var 3:0 og það var svo Gísli Davíðsson sem inn- siglaði sigur Dalvíkinga á 60. mínútu, markmaður Völsungs varði skot hans en missti boltann frá sér og Gísli fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar fengu Völsungar langbesta færi sitt í leiknum þegar Hörður Benónýs- son stóð fyrir opnu marki en skallaði framhjá. Fjör hjá Reyni og Magna 10 mörk voru skoruð í viðureign Reynis og Magna á föstudags- kvöldið og höfðu Grenvíkingar betur í markaregninu, 6:4. Þeir voru reyndar skrefinu á undan allan leikinn og Bjarni Áskelsson náði forystunni strax í upphafi en Siguróli Kristjánsson jafnaði skömmu síðar fyrir Reyni og staðan var 1:1 í hléi. í seinni hálf- leik opnaðist allt upp á gátt, Magnamenn náðu tvívegis foryst- unni en Reynismenn jöfnuðu í bæði skiptin. Magni skoraði þá tvö í röð, Reynir minnkaði mun- inn í 4:5 en síðasta markið kom í hlut Magna og þar með stigin þrjú. Bjarni Áskelsson skoraði annað mark í seinni hálfleik og Kristján Kristánsson skoraði einnig tvö mörk fyrir Magna og þeir Eymundur Eymundsson og Ólafur Þorbergsson eitt hver. Halldór Jóhannsson skoraði tví- vegis fyrir Reyni og Grétar Karls- son eitt úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir sigurinn sitja Magnamenn í næst neðsta sæti deildarinnar en höfðu tækifæri til að breyta því með sigri á Leiftri í gærkvöld. Jafnt hjá Skallagrími og Þrótti Skallgrímur og Þróttur skildu jöfn, 2:2, í Borgarnesi. Valdimar Sigurðsson og Bjarki Jóhannes- son skoruðu fyrir heimamenn en Eysteinn Kristinsson og ívar Kristinsson fyrir Þrótt. Á ísafirði sigruðu heimamenn ÍK 2:1. Stefán Tryggvason og Gunnar Torfason skoruðu mörk BÍ en Úlfar Óttarsson minnkaði muninn fyrir ÍK. 2. deild: Heil umferð í gærkvöld Heil umferð fór fram í 2. deild fótboltans í gær. Þá mættust Þór og Haukar á Akureyri, Selfoss og Tindastóll, Grindavík og Fylkir, ÍR og íA og ÍBK og Þróttur. í 3. deild mætt- ust Magni og Leiftur á Grenivík. Sagt verður frá þessum leikjum í blaðinu á morgun. Arnar Snorrason, fyrirliði Dalvíkinga. Liðið gefur ekkert eftir í baráttunni um 2. deildarsæti. Kristján Kristjánsson, þjálfari Magna, skoraði tvívegis í 10 marka leik gegn Rcyni JfllpiS . 4. deild: Loksins fékk Þrymur stíg - HSÞ-b og Hvöt unnu bæði Ekkert lát er á einvígi HSÞ-b og Hvatar á toppi D-riðils 4. deildar. Bæði liðin sigruðu í leikjum sínum um helgina, HSÞ-b sigraði UMSE-b 2:0 og Hvöt Kormák 3:1. Þá hlaut Þrymur sitt fyrsta stig á íslandsmótinu í ár þcgar liðið gerði 2:2 jafntefli við SM á Sauðárkróki. Leikur HSÞ-b og UMSE-b þótti vel leikinn og skemmtileg- ur. UMSE-b var reyndar meira með boltann þegar á heildina er litið en gekk illa að skapa sér færi. Sóknarlotur Mývetninga voru mun hættulegri, þeir notuðu mikið háar sendingar inná víta- teiginn sem voru stórhættulegar enda leikmenn liðsins í hávaxn- ara lagi. Ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleik en í þeim seinni skoraðu HSÞ-b tvívegis. Þórir Sigmundur Þórisson skor- aði strax í upphafi seinni hálfleiks eftir að UMSE-b hafði sótt öllu meira og Stefán Guðmundsson innsiglaði sigurinn eftir slæm varnarmistök hjá UMSE-b þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Hvatarsigur í jöfnum leik Leikur Hvatar og Kormáks á Blönduósi var mjög jafn og sigur- inn hefði getað lent hvoru megin sem var en heimamenn höfðu heppnina með sér. Bjarni Gauk- ur Sigurðsson náði forystunni fyr- ir Hvöt en Rúnar Guðmundsson jafnaði metin fyrir Kormák. Um miðjan síðari hálfleik kom Páll Leó Jónsson Hvöt aftur yfir eftir slæm varnarmistök Kormáks- manna og hann var síðan aftur á ferðinni og innsiglaði sigur Hvat- ar sem gefur ekkert eftir í topp- baráttunni. Loksins fékk Þrymur stig Eftir harla rýra uppskeru framan af sumri kom að því að Þrymur fengi stig. Liðið tók á móti SM á Sauðárkróki og byrjaði reyndar illa. SM-ingar sóttu linnulítið í fyrri hálfleik og náðu forystunni með marki Jóhanns Einarssonar. Helgi Eyþórsson bætti öðru marki við í seinni hálfleik en þá var SM m.a. búið að brenna af vítaspyrnu. Eftir mark Helga jafnaðist leikurinn, Ægir Arnar- son minnkaði muninn fyrir Þrym og Eiður Baldursson sá svo um að jafna leikinn og tryggja stigið langþráða. Þess má geta að Jón Forberg, einn besti leikmaður SM, er handleggsbrotinn og leikur ekki meira með liðinu í sumar. Samskipadeild 11. umferð: Víkingur-Valur 1:0 KA-Breiðablik 3:1 Víðir-IBV 5:2 FH-KR 2:0 Fram-Stjarnan mánud. KR 11 6-3-2 22: 7 21 Fram 10 6-2-2 14: 7 20 Víkingur 11 6-0-5 17:17 18 FH 11 5-2-4 14:12 17 Breiðablik 11 4-4-3 17:16 16 ÍBV 11 5-1-5 19:19 16 Valur 11 4-2-5 14:15 14 KA 11 4-1-6 11:14 13 Stjarnan 10 3-34 13:15 12 Víðir 11 1-2-8 13:29 5 Markahæstir: Hörður Magnússon, FH Guðmundur Steinsson, Víkingi Steindór Elíson, UBK Leifur Hafsteinsson, ÍBV Stcinar lngimundarsori, Víði 1. deild kvenna KR-Týr 7:0 Valur-KA 7:2 ÍA-KA 6:0 ÍA 9 7-1-1 37: 5 22 KR 8 7-0-1 28: 8 21 Valur 9 6-2-1 30: 6 20 Breiðablik 7 4-1-2 11: 8 13 Þór 6 2-1-3 11:17 7 KA 9 1-2-6 10:28 5 Þróttur N. 8 1-0-7 6:24 3 Týr 8 0-1-7 4:42 1 3. deild 11. umfcrð: Dalvík-Völsungur Skallagrímur-Þróttur 4:0 2:2 Bl-IK 2:1 Revnir-Magni 4:6 Leiftur-KS frcstað Dalvík 11 7-2-2 25:16 23 Leiftur 9 7-1-1 26: 6 22 BÍ 11 5-3-3 17:10 18 Skallagrímur 11 5-3-3 26:26 18 ÍK 11 3-4-4 19:22 13 Völsungur 11 3-44 11:18 13 Þróttur N. 11 2-5-4 20:18 11 Reynir 11 3-2-6 18:30 11 Magni 10 3-1-6 23:29 10 KS 10 1-3-6 6:15 6 Markahæstir: Þorlákur Árnason, Leiftri 14 Valdimar Sigurðss., Skallagrími. 8 Ágúst Sigurðsson, Dalvík 7 Ámi Sveinsson, Dalvík 7 4. deild D-riðill 11. umferð: HSÞ b-UMSE b 2:0 Hvöt-Kormákur 3:1 Þrymur-SM 2:2 HSÞ-b 10 7-2-1 41:11 23 Hvöt 10 64-0 39:16 22 Kormákur 9 4-1-4 20:14 13 Neisti 9 4-1-4 20:21 13 UMSE-b 9 4-0-5 18:25 12 SM 9 3-1-5 15:23 10 Þrymur 10 0-1-9 10:57 1 8 7 7 6 5 íþróttafélög - félagasamtök Mikið úrval af verðlaunagripum. Bikarar - styttur plattar og peningar fyrir allar greinar íþrótta. Glæsilegir og ódýrir gripir. Kristján L. Möller Sigluf. Sími og fax 96-71133. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.