Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur Akureyri, þriðjudagur 30. júlí 1991 141. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránuíélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 Fornbílaklúbbur íslands stóð fyrir ferð um helgina frá Reykjavík til Sauðárkróks og til baka. Um 30 bílar tóku þátt í ökuferðinni, sem þótti takast mjög vel. Með í för var tæplega 30 ára gamall vatnabíll af Amphicar-gerð í eigu Jóhanns Árnasonar. Bíllinn tók „ökuferð“ í Sauðárkrókshöfn og vakti sú sigling óskipta athygli við- staddra. Nánar verður greint frá ferð fornbílaklúbbsins í blaðinu á morgun. Mynd: -bjb Arnarneshreppur: Ágreiningur um úthlutun ríkisjarðar Byggðasafn Norður- Þingeyinga opnað: Óskar Sigvalda- son aflienti veglega gjöf Byggðasafn Norður-Þingey- inga á Kópaskeri var opnað við hátíðlega athöfn sl. sunnudag að viðstöddu miklu fjölmenni, þ.ám. Þór Magnússyni, þjóðminjaverði. Við þetta tækifæri afhenti Óskar Sig- valdason, sem ættir á að rekja til Öxarfjarðar, safninu að gjöf margar ómetanlegar gamlar myndir af fólki og húsum í Norður-Þingeyjarsýslu, sem hann hefur safnað og tekið sjálfur. Anna Helgadóttir, sem sæti á í stjórn Byggðasafnsins, sagði að óhætt sé að segja að gestum hafi komið á óvart hversu veglegt og áhugavert safnið væri. Hún sagði að langt væri síðan að söfnun muna í sýslunni hófst, en það er ekki fyrr en núna sem þeim hefur öllum verið safnað á sama stað. Safnið er til húsa í gamla barnaskólanum á Kópa- skeri og út ágúst verður það opið á mánudögum, fimmtudögum, og laugardögum kl. 13-17. Safn- vörður er Kristveig Björnsdóttir. óþh Húnavatnssýsla: Fimmhandteknir vegna fíkniefiia Lögreglan á Blönduósi hand- tók fimm manns aðfaranótt sunnudags vegna gruns um neyslu fíkniefna. Rannsókn stóð yfír í gær og vildi lögregl- an lítið tjá sig um málið. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir ekki við þessa iðju sína á Blönduósi heldur á sveita- bæ í Húnavatnssýslu. Nánari upplýsingar fengust ekki í gær en kæra verður send til ríkissaksóknara. SS Lögreglan á Raufarhöfn hafði á óvæntan hátt hendur í hári ökumanns sem grunaður var um ölvun við akstur sl. sunnu- dagsmorgun. Lögregluþjónn var á ferð milli Raufarhafnar og Þistilfjarðar þegar bíll hans lenti í árekstri við bíl sem kom á móti. Runnu tvær grímur á lögregluþjóninn er hann hafði tal af ökumanni hins bílsins og grunur um meinta ölvun við akstur vaknaði. Óhappið bar að með þeim hætti að bílarnir mættust við grindarhlið á Ytrihálsi í svarta- þoku snemma á sunnudagsmorg- un. Áreksturinn varð býsna harð- Ágreiningur milli sveitar- stjórnar Arnarneshrepps og Jarðanefndar Eyjafjarðarsýslu vegna veitingar ríkisjarðarinn- ar Syðri-Bakka liggur óút- kljáður í landbúnaðarráðu- neytinu. Fimm mánuðir eru frá því að umsóknarfrestur um jörðina rann út, hreppsnefnd mælti með einum af fímm um- sækjendum en jarðanefnd með öðrum. Landbúnaðarráðu- neytið hefur úrslitavald í mál- inu, og vilja ráðuneytismenn að sögn sætta málsaðila í heimasveit. Forsaga málsins er sú að Daníel Behrend, síðasti ábúandi Syðri-Bakka, sagði jarðnæðinu lausu í fyrra, og var auglýst eftir umsóknum um jörðina hjá land- búnaðarráðuneytinu. Umsækj- endur fá umsagnir hreppsnefndar og jarðanefndar, en ráðuneytið leitaði eftir þeim. í þessu tilviki ur og báðir bílarnir óökufærir eft- ir óhappið. Bíll hins grunaða, sem reyndar var ekkert grunaður fyrr en óhappið vildi til, var jafn- vel talinn ónýtur. Að sögn lögregluþjónsins fékk hann lánaðan annan bíl til að sinna löggæslu meðan lögreglu- bíllinn er í lamasessi en bíllinn verður væntanlega kominn úr viðgerð fyrir verslunarmanna- helgi. Aðfaranótt laugardags tók lög- reglan á Raufarhöfn annan ökumann sem grunaður var um ölvun við akstur en sú athöfn fór ekki fram með eins dramatískum hætti. SS er ekki samstaða um málið hjá þeim aðilum sem umsögn eiga að veita. Þórður Þórðarson, bóndi í Hvammi í Arnarneshreppi, fékk meðmæli jarðanefndar og hefur vilyrði iandbúnaðarráðuneytisins til að nýta hey af túni Syðri- Bakka í sumar. Endanlegt sam- þykki ráðuneytisins við umsókn Þórðar liggur þó ekki fyrir, þótt margoft hafi verið leitað eftir staðfestingu. Hreppsnefndin mælti með umsókn Sigurjóns Gunnarssonar á Akureyri, með- fram vegna þess að hún taldi æskilegt að fjölga íbúum og útsvarsgreiðendum í hreppnum, fremur en að samþykkja að þeir íbúar sem fyrir eru nýttu sér jörð- ina. Þórður segir að sjónarmið hreppsnefndar hafi verið að ekki skyldi rekinn búskapur á Syðri- Bakka, heldur væri heppilegast að fá þangað ábúanda sem stund- aði vinnu annars staðar, t.d. á Akureyri. Hann kveðst ekki skilja þá hörku sem færst hefur í málið, því Syðri-Bakki sé ekki sá gullmoli að tilefni gefist til mikilla átaka um jörðina. „Ég skil þá afstöðu hreppsnefndar að vilja fá nýjar útsvarstekjur, en mér fannst skrýtið hjá hreppsnefnd að hún kallaði mig ekki fyrir til að fá að vita hvað ég ætlaði mér með Hleypt var úr lóni Blöndu- virkjunar sl. laugardagsmorg- un og greindi DV frá því í gær að veiðimaður hefði nærri drukknað er vatnsborðið hækkaði skyndilega. Jafnframt segir í frétt blaðsins að lögregl- an á Blönduósi hefði ekki vilj- að gera skýrslu um málið. jörðina,“ segir Þórður, en hann var kallaður fyrir jarðanefnd til að gera grein fyrir umsókn sinni. Samkvæmt upplýsingum Dags var enginn umsækjandi kallaður fyrir hreppsnefnd. Jarðanefnd mælti með því að annar maður fengi nytjar af Syðri-Bakka en Þórður í Hvammi afnot af húsum jarðarinnar. EHB Geitungar eru í stöðugri sókn hér á landi og alltaf bætast við tíðindi um nýjar landnáms- slóðir. Á Möðruvöllum í Hörg- árdal komst upp um geitunga- bú á allsérstæðum stað í síð- ustu viku, eða í róludekki á leiksvæði barnanna á bænum. Að sögn húsráðenda á Möðru- völlum hefur ekki verið mikið um geitunga í Hörgárdal og sögðust þeir reyndar aldrei hafa séð þá flugnategund þar. í síðustu viku var farið að athuga málið nánar eftir að börnin urðu fyrir flugna- árás þegar þau voru að róla sér í rólu sem er á bænum. Dagur leitaði til lögreglunnar á Blönduósi síðdegis í gær og fékk þær upplýsingar að veiði- mennirnir hefðu komið og sagst hafa lent í stórhættu. Þeir hefðu hins vegar ekki lagt fram kæru, aðeins klagað Landsvirkjun fyrir að hleypa úr lóninu. Lögreglan kannaði málið og sá ekki ástæðu til frekari aðgerða Þingeyrarkirkja: Sjónvarpsmessa fyriröll Norðurlönd - sr. Bolli Gústavsson predikar og Kór Akur- eyrarkirkju syngur Sunnudaginn 1. september nk. mun Ríkissjónvarpið festa á fílmu messu í Þingeyrarkirkju í Húnaþingi, sem send verður út 15. september í sjónvarpi á öll- um Norðurlöndunum. Sr. Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum, predikar. Um tónlist við messuna sjá Margrét Bóas- dóttir, sópran, og Kór Akur- eyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Að sögn sr. Bolla er útsending á samnorrænni messu árviss við- burður og síðast var slík messa tekin hér upp í Strandakirkju fyr- ir nokkrum árum. Sr. Bolli sagð- ist vera mjög ánægður með að. Þingeyrarkirkja skyldi hafa orðið fyrir valinu, enda ætti hún merka sögu. Á Þingeyrum var fyrsta klaust- ur á íslandi sett á stofn árið 1133. Núverandi kirkja á Þingeyrum var byggð á árunum 1864-1877. Hún var hlaðin úr grjóti, sem sótt var í Nesbjörg. Hljómburður þykir með afbrigðum góður í Þingeyrarkirkju og hefur sú staðreynd haft sitt að segja þegar ákvörðun var tekin um að festa þessa samnorrænu messu á filmu þar. óþh Við nánari athugun kom í Ijós að stórt geitungabú var komið innan í dekk sem notað er í ról- una og verður þessi staðsetning að teljast afar óvenjuleg. Hús- ráðendur furða sig á því hvernig geitungarnir fengu frið til að koma sér upp búi í dekkinu en líklegast hafa þeir unnið verkið að næturlagi. Geitungabúið var haganlega unnið og líkt hand- bolta í laginu. Þegar börnin mættu svo til leiks í róluna var friðurinn úti og fengu þau að finna fyrir geitungunum þó engar hættulegar stungur hlytust af. eftir að hafa fengið skýringar frá stöðvarstjóra. Af öðrum tíðindum af vett- vangi lögreglunnar má nefna að töluvert var um hraðakstur í Húnavatnssýslum um helgina og giskaði lögreglan á að 50-60 öku- menn hefðu verið stöðvaðir af þeim sökum. Þeir sem hraðast óku voru á 120-140 km hraða. SS Raufarhöfn: Lögreglubfll í árekstri - ökumaður hins bflsins grunaður um ölvun -bjb Lögreglan á Blönduósi: Hraðakstur og hrakfarir veiðimanns Möðruvellir í Hörgárdal: Geitungar í róló!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.