Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 30.07.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júlí 1991 Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á íbúðarhúsnæði á Dalvík og Hvammstanga. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboð, er greini staðsetningu og stærð, byggingarár og -efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, óskast send eigna- deild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykja- vík fyrir 10. ágúst 1991. Fjármálaráðuneytið, 23. júlí 1991. AKUREYRARB/4ER íbúðir Kennara við Tónlistarskóla, Lundarskóla og Síðuskóla vantar 3-4 herb. íbúðir á komandi vetri. Vinsamlega hringið á skrifstofu skólafulltrúa og komið íbúðinni ykkar á framfæri. Sími 27245 kl. 08-16 virka daga. Skólafulltrúi. Ódýru gasgrillin komin aftur Esso nestin Hugmyndasamkeppni Búnaðarbanki íslands efnir til hugmyndasamkeppni um útlit og skipulag afgreiðslusala í útibúum bank- ans í samvinnu við Arkitektafélag íslands. Þar sem þróun í bankamálum hefur verið talsverð nú á síðastliðnum áratug hefur það leitt til þess að afgreiðsluhættir breytast stöðugt. Á næstu árum er því fyrirsjáanlegt að endurnýja þarf afgreiðslusali bankans með tilliti til nýrra tíma. Viðfangsefni þessarar samkeppni er því að leita nýrra hugmynda að yfirbragði afgreiðslusala Búnað- arbankans sem gæti endurspeglað þá reisn og það vandaða yfirbragð sem aðalbygging bankans í Aust- urstræti 5 hefur. Heimild til þátttöku hafa félagar Arkitektafélags íslands og innréttinga- og innanhússhönnuðir. Keppnislýsing liggur frammi hjá Arkitektafélagi íslands, Freyjugötu 41 en önnur keppnisgögn fást hjá trúnaðarmanni keppninnar, Guðlaugi Gauta Jónssyni arkitekt v.s. 622324, h.s. 20789 og skal skila tillögum til hans eigi síðar en 5. nóvember nk. Hpbíín&ðírbanki VV ÍSLANDS Minning Hann var hár og grannvaxinn, hæglátur og virðulegur. Góðlátleg kímni var honum eiginleg. Hann talaði hægt og dró seiminn á sinn sérstaka hátt. Stúdent frá M.R. 1924 og læknakandidat frá H.í. 1930. Framhaldsnám og rannsóknir erlendis, í Danmörku, Þýska- landi og Bretlandi, í líffærafræði og lífeðlisfræði. Prófessor við læknadeild Háskóla íslands frá febrúar 1937 til ágúst 1970, en kenndi áfram til hausts 1972. Kjörinn heiðurs- doctor við læknadeild H.í. 7. janúar 1971. Kristín Björnsdóttir, eigin- kona Jóns, dó 1972, en þau áttu ekki afkomendur. Prófessor Jón tók virkan þátt í margvíslegum félagsstörfum. Sat í byggingarnefnd H.Í., rannsókn- arstofu H.í. á Keldum og náttúru- gripasafnsins. í stjórn stúdenta- garðanna, lánasjóðs námsmanna og stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Formaður læknafélgsins Eirar 1951-1953, Hins íslenska forn- leifafélags 1961-1978 og heiðurs- félagi þess frá 1980. Virkur félagi í Vísindafélagi íslands og forseti þess 1953-1956. Hann vann mikil rannsóknar- störf við skoðun fornra manna- beina og liggja eftir hann mikil og merk rit um mannfræði og menn- ingarsögu. Hann var félagi norrænna sam- taka um sögu læknisfræðinnar frá upphafi þeirra 1967 og formaður félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar frá stofnun 1964. Flutti hann fyrirlestra og skrifaði ritgerðir um þetta áhugamál sitt. Síðast en ekki síst ber að geta umfangsmikillar söfnunar og skráningar prófessors Jóns á hvers kyns munum og áhöldum sem notuð liafa verið við lækn- ingar á íslandi. Hann á heiðurinn að því að hið forna hús Nesstofa, bústaður fyrsta landlæknisins og fyrsta lyfsalans, komst í eigu hins opinbera. Unnið hefur verið að viðgerðum á Nesstofu á Seltjarn- arnesi og að koma húsinu í sína upprunalegu mynd. Mikið verk er þar enn óunnið, þrátt fyrir mikla vinnu og stórar gjafir prófessors Jóns, en þar vann hann síðast skömmu fyrir andlát- ið. Minjasafn um sögu læknis- fræðinnar í Nesstofu verður veg- legur minnsvarði um þennan mæta mann. Valdemar Steffensen, faðir Jóns, var læknir á Akureyri 1908- 1942. Jón starfaði á Akureyri frá október 1934 til maí 1935. Stofn- fundur Læknafélags Akureyrar var haldinn 6. nóvember 1934 og var Jón einn af sjö stofnfélögum og kjörinn fyrsti gjaldkeri félags- ins. Prófessor Jón Steffensen var kjörinn heiðursfélagi Lækna- félags Akuieyrar 2. janúar 1978 og heiðursfélagi Læknafélags íslands 20. september 1983. Með honum er genginn síðasti stofn- félagi L.A. Á löngum kennaraferli varð prófessor Jón lærifaðir mjög margra íslenskra lækna. Menn höfðu misjafnar skoðanir á kennslu hans og starfsaðstaða hans var léleg. Á námsárunum bárum við óttablandna virðingu fyrir honum enda kenndi hann okkur erfiðar undirstöðugreinar og á þeim prófum féllu um 50% nemendanna. Heiðursfélaga-kjör læknafélaganna ber vott um þá viröingu sem hann naut og aldrei varð ég var við annað en vinar- hug lækna til hans. Við félagar Læknafélags Akur- eyrar minnumst prófessors Jóns Steffensens með vinarþeli og virðingu. Halldór Halldórsson. Ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins um lyfjakostnað og sjúkragjöld Á fundi þingflokks Alþýðu- bandalagsins þriðjudaginn 16. júlí sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Á síðustu vikum hefur ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks verið að skerða sérstaklega fjárhag þeirra sem erfiðast eiga og minnsta fjármuni hafa til ráðstöfunar. Nýjar upp- lýsingar benda til að yfir 50% af viðbótargreiðslum vegna lyfja- kaupa lenda á öldruðum og öryrkjum og um 20% til viðbótar á barnafjölskyldum. Hinar nýju álögur geta numið tugum þús- unda króna hjá fólki í lægstu tekjuhópunum. Opnunartími i sumar: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-22 sunnudaga kl. 10-22 KEA Byggðavegi 98 Pingflokkur Alþýðubandalags- ins mótmælir eindregið að undir yfirskini erfiðleika í ríkisfjármál- um sé verið að stórauka skatt- byrðina á öldruðum, öryrkjum og barnafjölskyldum með sér- stökum lyfjagjöldum og áform- um um gjaldtöku vegna sjúkra- húsvistar. Þessi nýja gjaldtaka er auðvitað ekkert annað en aukin skattheimta. Alþýðubandalagið hefur boð- að aðrar leiðir. Alþýðubandalag- ið hefur lagt áherslu á jöfnunar- aðgerðir í skattamálum og skipu- lagsbreytingar í rekstri sjúkra- húsa og lyfsölu. Tillögur Alþýðu- bandalagsins fela í sér hátekju- þrep í tekjuskatti, skatt á fjár- magnstekjur, sem nú eru skatt- frjálsar, sameiningu og nýja verkaskiptingu stórsjúkrahús- anna á höfuðborgarsvæðinu og afnám einokunarkerfisins í lyfja- verslun, sem veitir fáeinum fjöl- skyldum árlega gróða sem talinn er í hundruðum milljóna. Ríkisstjórnin hafnar slíkum leiðum jafnaðar og kerfisupp- stokkunar. Hún leggur hins vegar gífurlegar nýjar álögur á þá sem sérstaklega ber að hlífa. Það er sérkennilegt að flokkur sem kennt hefur sig við alþýðu og jafnaðarstefnu skuli standa að slíkum aðgerðum. Munurinn á jafnaðarstefnunni og hægrihyggj- unni er sá að jafnaðarstefnan vill að velferðarþjónustan sé veitt eftir þörfum, en þeir greiði skatt- ana sem mestar tekjurnar hafa. Hægrihyggjan vill hins vegar hlífa þeim tekjuhæstu og láta þá sem þurfa á velferðarþjónustunni að halda greiða fyrir hana beint. Ríkisstjórnin hefur ótvírætt valið leið hægrihyggjunnar og stefnir inn á braut ójafnaðar og misréttis. Alþýðubandalagið mun hins vegar halda á lofti merki , jafnaðarstefnunnar. Vanda ríkissjóðs verður að leysa með auknu framlagi hátekjufólks og fjármagnseigenda og með róttækum skipulagsbreytingum - ekki með auknum álögum á aldraða, sjúka, skólafólk og barnafjölskyldur. Ef þessi stefna ríkisstjórnar- innar festist í sessi eru það mikil tímamót í áratuga sögu uppbygg- ingar velferðarþjónustu hér á landi. Um það hefur verið sam- staða þar til þá nú að allir ættu að vera jafnir gagnvart undirstöðu- þáttum velferðarþjónustunnar án tillits til efnahags." efitfa (rolte lemut vctn ! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.